Reykvíkingur - 01.09.1897, Blaðsíða 1

Reykvíkingur - 01.09.1897, Blaðsíða 1
Afgreiðslustofa Reyk- vikíngs er hiá útgef- anda, Aðalstræti nr. 8, opin hvern virk- an dag allan. Nýir kaupendur gefi sig fram. Blaðið kemur út ein« sinui í hvirjum mrín- uði og kostar í Tív'k i kr. um árið, út um laud og ericndis burð. argj. að auki 25—5oa. Borgist fyrir lok júli. VII, 9. 1. September 1 897. Númerið kostar 10 a. Slæpingsskapur námsmanna. Oss til stórrar undrunar hefur stúdentinn - Sigurður J. Jóhannesson, í 31. tölub. (II.) „Dagskrár" andmælt því sem stóð um þetta efni í 8. tölubl. „Reykvíkings“, og virðst oss því, sem stúdent þessi hafi tekið að sjer að for- svara og verja hinn leiða slæpingsskap, sem vjer álítum að sje skaðlegri, en nokkur önn- ur hjer þekkt landplága, og þrátt fyrir það, að oss var kunnugt um, að stúdent þessi vann algenga vinnu á sumrin á skólanáms- árum sínum, og vjer þar af leiðandi álitum hann einn á meðal þeirra fáu undantekninga af skólanámsmönnum, sem ekki slæpast meira eða minna, þá virðist oss að slæpingja-varn- argrein hans í „Dagskrá", benda ljóslega á það, að hann muni hafa gengið að algengri vinnu af einhverjum öðrum hvötum, en hreinni starffýsi, ella mundi hann hafa litið öðru vísi á vorar vinsamlegu ábendingar um slæpingj- ana og ekki sett háðsmerki við það úr grein vorri, er hann endurtók í slæpingja-varnar- grein sínni. Að ummæli vor, um slæpingjana í áður- nefndu tölubl. „Reykvíkings", sjeu töluð ein- göngu í garð lærisveina lærðaskólans, neyt- um vjer algjörlega. Því með orðunum: „slæpingsskapur námsmanna", meintum vjer til allra iðjuleysingja og viljalausra letingja, í — og frá hinum ýmsu skólum — frá þeim lægstu til hinna æðstu skóla. En að hje- gómagirnis-, antælisskapar- og slæpingja ald- an sje aðallega runnin hjer frá Latínuskóla- námsmönnum, mun enginn efa. Því þaðan mun hún eiginlega runnin til hinna skólanna hjer, og svo hefur þetta meinvætti þannig smyttað út frá sjer hið yngra kvennfólk og karlmenn niður til vikatelpunnar og vika- drengsins, meira og minna um land allt, að þykja það ganga vansæmi næst, að VÍnM. Hirða skepnur, sækja vatn eða hella úr ko]>p eða þess háttar, álíst ekki skipanleg vinna, öðrum en gamalmennum og erviðisdónum, sem þeir svo nefnast, af þeim sem engu nenna. Eða með öðrum orðum, að ósæmi- legt álýst nú hjá sumum, að gjöra annað en ganga til borðs og sængur, punta sig og skemmta sjer, Þrátt fyrir röksemdafærslu herra S. J. J. um starfsemi núverandi námsmanna, sem oss virðast þó — sem von var — mjög Ijett- vægar, þá crum vjer nú, enn betur en áður, sannfærðir um starffýsi hinna eldri náms- manna fram yfir það sem nútíma namsmenn- irnir almennt eru, því þó einstöku —segjum lærðaskóla-námsmenn, gangi einstöku sinnum að einhverri vinnunefnu, viljalausir og eyrð arlausir — drifnir og knúðir af bcinni þörf, eða öðru þess háttar, þá er slíkt engin sönn- un fyrir starffýsi þeirra almennt, enda mun ekki unnt fyrir neinn, að koma með þær sannanir, sem sýni að námsmenn sjeu almennt starffúsir, hvorki til eins nje annars, þ\ í með náminu inndrekka þeir sumir hverjir an..... letina og antælisskapinn og það leiðir af sjer, að þeim þykir minkunn í að vinna al- genga vinnu. Og þann tímann sem þeir hanga við bóknám sitt, nenna þeir heldur ekki að lesa. Því letin innprentar þeim þá [hana vantar ekki ráðið að koma árum sín- um fyrir borð] — að þeir sjeu svo gáfaðir, að þeir þurfi ekki að lesa, það sjeu eingöngu heimskingjarnir sem verði að leggja slíkt á sig. Auðvitað geta talsmenn slæpingjanna sagt það allt saman hvítt og fágað sem er ryðgað og kolsvart, en þeir geta ekki heimt- að eða skyldað aðra til að samsinnaþví með sjer. Þar sem herra S. J. J. skopast að því, að prófastur Jón Hallsson sál. hafi unnið sveitavinnu á skólanámsárum sínum, og tel ur það eins dæmi af námsmönnum á þcim timum, og því þar af leiðandi haldið á lopti þá sýnir slík fjarstæða ljósast hugsunarhátt inn hjá núverandi námsmönnum okkar, því þó hann sjálfur, S. J. J. fyrir sitt leyti, hafi orðið að skjóta skolleyrunum við honum á skólanámsárum sínum, þá lifir þó sjáanlegu í því tagi, af þeim kolum, þar eins og ann- arsstaðar, hjá hinum yngri námsmönnum vorum. Það er óhætt að fullyrða, að það er með öilu rangur og táldragandi hugsunarháttur fyrir þá ungu, að ímynda sjer að hinir eldri námsmenn hafi almennt slæpst, og að slíkt sje því ekki einungis ósaknæmt, heldur jafn vel sjálfsagt, og heyri eiginlega til að þeir ungu gjöri það líka. -- Viðvíkjandi dænii

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.