Sunnanfari - 01.11.1891, Blaðsíða 5
41
tslands, bókmentasögu og siðsögu. f»að er nóg
að minnast á þ>jóðsögur hans, f>ess má líka
geta, að Jón gerði þrjár atrennur að því að
semja ágrip af sögu Islands, en gaf ekkert út,
af þvi hann var ekki ánægður með þau. Hann
skrifaði upp fjölda af kvæðum og safnaði öllum
íslenzkum bókum og handritum, sem hann komst
yfir. Flestir menn halda að Jón Arnason hafi
legið á fjársjóðum sínum, bókum og hand-
ritum eins og ormur á gulli, en því fer fjarri.
Eg veit að hann hefir lánað merkileg handrit,
þegar því er að skipta og mér lánaði hann
handrit hvað eptir annað og voru sum á snepl-
um, svo hætt var við að það týndist úr þeim.
Hann sagði, að sér væri það ánægja að létta
undir með úngum mönnum, sem hann sæi að
hefðu áhuga á einhverjum vísindum. A seinni
árum sínum förlaðist Jóni Arnasyni svo sjón, að
hann gat ekki grúskað leingur í bókum sínum j
og handritum, en hann gerði það meðan kostur
var á. Mér er sem eg sjái hann sitja við
borðið heima hjá sér í litlu herbergi, sem al-
skipað var bókum, hátt og lagt. Hann hafði
þá þegar stóra græna hlíf fyrir augunum til að
hlífa sjóninni, en alt bar að sama brunninum,
því seinast varð hann blindur. Á seinustu árum
sínum gat hann líka varla skrifað orð fyrir
sjóndepru og handriðu, en hafði ritað afbragðs
fallega hönd, meðan hann stóð i fullu fjöri.
Jón Árnason var mesti reglumaður um alla
hluti. Hann fór snemma á fætur og gekk þá
jafnskjótt upp á Oskjuhlíð, hvernig sem viðr-
aði og hvernig sem færðin var. Hann mun
hafa verið alt að hálfum öðrum klukkutíma á
þessu ferðalagi, dag hvern. Eins var hann
mjög reglusamur að því er snertir kirkjuferðir.
Hann fór í kirkju hvern einasta lielgidag, þegar
heilsan leyfði. Einginn maður var betri heim
að sækja en Jón Árnason, eða svo reyndist
mér, þvi bæði lék hann þá venjulega við hvern
sinn fírgur og svo voru veitíngar að því skapi.
Hann hélt ávalt piltum þeim, sem hann hafði
fjárhald fyrir boð um jólaleytið og jafnvel optar
og man eg ekki til, að eg hafi verið þar sem
veitt var með meiri rausn. fetta hefir þó ef til
vill verið eins mikið af völdum konu hans, frú
Katrínar þ>orvaldsdóttur, eins og lætur að lík—
indum.
Jón Árnason var mæðumaður seinustu ár
æfi sinnar, því 1884 mistu þau hjónin efnilegan
son, einkabarn sitt, og úr því fór heilsu hans
að hnigna dag frá degi, enda var hann farinn
að eldast og hafði ekki verið heilsuhraustur í
mörg ár. Hann dó 4. September 1888.
Jón Arnasson komst aldrei til hárra met-
orða, og lét aldrei til skarar skríða, að því er
snerti opinber málefni, en eingu að síður má
fullyrða, að haqn hafi unnið þjóð sinni meira
gagn en margur hver, sem annaðhvort þetta
hefir átt sér stað hjá og víst er um það, að
fáir eða eingir Íslendíngar hafa getið sér og
þjóð sinni meiri frægð í útlöndum en hann.
Athgr. þ>áttur þessi er hér nokkru styttri
en til var ætlast í fyrstu. Eg sá æfiágrip Jóns
Árnasonar eptir Pálma Pálsson, eptir að eg hafði
samið hann og feldi þvi úr honum ýmislegt,
sem Pálmi hafði minzt á.
Séra, lljörn Haldórsson í Sauðlauksdal (d.
1794), mágur Eggerts Olafssonar, var hinn mesti
ágætismaður, sivinnandi eitthvað til gagns, framúr
skarandi búmaður og jarðræktunarmaður og auk
þess fróðleiksmaður hinn mesti. Að hann líka hafi
talið það skyldu sína að reynast nýtur dreingur
og ósérplæginn i mannfélaginu sýna vísur hans þær,
er hér koma, og væri betur að margir væri slíks
hugar.
Æfitíminn eyðist,
unnið skyldi langtum meir,
sízt þeim lífið leiðist,
sem lýist þar til út af deyr,
þá er betra þreyttur fara að sofa,
nær vaxið hefir herrans pund
en heimsins stund
líði í leti og dofa.
Eg skal þarfur þrifa
þetta gesta herbergi,
eljan hvergi hlifa
sem heimsins góður borgari;
einhver kemur eptir mig, sem hlýtur,
bið eg honum blessunar
þá bústaðar
minn nár í moldu nýtur.
Nokkrir auömenn á íslandi á 15. og 16. öld.
m.
Björn þorleifsson ríki (d. 1467) og Ol'óf Lopts-
dóttir (d. 1479). það hafa ^geingiö mjög ýktar
sögur um auðlegð Björns og Ólafar og hafa menn