Sunnanfari - 01.12.1895, Blaðsíða 5

Sunnanfari - 01.12.1895, Blaðsíða 5
45 lýsti hann því yfir —> sem vér þó ekki feingum j tíma til að nefna þá — að Islendingar mundu j með gleði vilja láta tillagið frá Danmörku (60,000 kr. árlega um eilifa tið) fyrir »frelsi« sitt, þ. e. stjórnarbót, sem svo eptir hans skoðun var góð og fullnægjandi ef þeir feingi sérstakan ráðgjafa búsettan í Kaupmannahöfn. Vér skulum nú láta aðra dæma um það hvað heppilegt það er, að alþingis- maður, sem á síðasta alþingi hefir verið með i því að samþykkja það, að þingið krefðist þess, að ráðgjafi Islands væri framvegis búsettur á Islandi, sá er þingið gæti komið ábyrgð fram við, að sami þingmaður tveim mánuðum seinna framan í Dönum geingur opinberlega ofan í þingið og gerðir þess og meira að segja ofan i sitt eigið atkvæði á þinginu. Hann gat þess að vísu, að þetta væri SÍn sannfæring og margir vildu fara leingra, en skýrði nær ekkert frá því, hvað þeir krefðu, og hann gat þess ekki, að hann hefði greitt atkvæði með frekari kröfum á þinginu í sumar. Hér er nú ekki um annað að tefla, en að Valtýr hefir skipt um skoðun á þeim tveim mánuðum, sem liðu frá þinglausnum og til 6. Nóv., því að vér viljum eingan veginn geta þess til að hann hafi greitt atkvæði móti sannfæring sinni á síðasta al- þingi og leiki svo tveim skjöldum, að á Islandi sé hann harður í kröfum til Dana af hendi Is- lendinga, en digni allur upp, þegar til Danmerkur er komið. Austri færir Dr. Valtý þakkarávarp fyrir þessa frammistöðu, og kallar að Valtýr hafi geingið fram fyrir skjöldu í stjórnarbaráttu íslendinga, og telur það vel gert af dönskum embættismanni. Nei, þetta er einmitt illa gert — reyndar sjálfsagt í góðri meiningu — þvi það er einmitt að skjótast undan merkjunum og koma í opna skjöldu, að vera að breiða það út í Danmörku sem skoðun allrar alþjóðar á íslandi, sem fer þvert ofan i vilja alþingis, þvi að hann sagði að allir Islendingar mundu gera sig ánægða með að ráðgjafi landsins ætti heima í Kaupmannahöfn. þakkarávarp Austra hefði átt að sitja heima og orð Dr. Valfiýs hefðu átt að vera ótöluð. Reyndar er það eina bótin, að þau hafa vakið heldur litla eptirtekt hér, að því er menn framast vita. í sambandi við það, að Dr. Valtýr vill vinna það til að sleppa 60,000 kr. tillagi frá Danmörku til íslands^ árlega um eilífa tið, ef sérstakur ráð- gjafi fyrir Island búsettur i Kaupmannahöfn feingist, er nógu merkilegt að taka eptir því, að hann telur landinu það ókleyft að kosta lagaskóla, sem hann sjálfur hefir reiknað út að kosti árlega um 20,000 kr., en aðrir segja það sé of hátt sett og ránglega reiknað, og að kostnaður við hann þyrfti ekki að verða svo mikill, og ekki verður séð að Valtýr hafi annað á móti lagaskóla en kostnaðinn. það er óneitanlega ein'nver fjarstæðubragur á þessu, því að það sér hver heilvita maður, að það er hægra að sjá af 20 heldur en 60 þúsundum. En ef það á að fara að verzla á annað borð, ætla það væri þá ekki nóg, Valtýr, að gefa 40 þúsund- irnar fyrir Kaupmannahafnar ráðgjafann og verja svo hinum 20 þúsundunum til lagaskóla? það var eitt atriði, sem kom fram í ræðu Valtýs, sem var alvarlega iskyggilegt, en það er, að ómögulegt var að heyra né skynja annað, en að hann vildi setja þenna Kaupmannahafnar ráð- gjafa til höfuðs landshöfðingjavaldinu á íslandi. En slík orð ættu aldrei að heyrast af vörum neins íslendings. þótt Valtý kunni að vera þelkalt til þess landshöfðingja, sem nú er — vér látum ósagt hvort svo er eða ekki — þá dugar ekki að fara eptir því, en á hitt er að líta, að íslendingar mega ekki við því að dregið sé aptur úr þvi æðsta inn- lenda valdi sem feingið er. það þarf þvert á móti að auka það. Hvað laglega það fer á því, eða hitt þó heldur, munu flestir sjá, þegar íslend- ingar eru sem óðast að heimta alinnlenda stjórn, að þeir þá um leið biðji Danskinn i guðanna bænum að létta á landshöfðingjamaktinni, þvi svo mikið vald sé þegar búið að draga inn i landið, að það sé alveg að drepa þá. það þýðir ekkert fyrir Dr. Valtý, þó hann ætaði að reyna að smeygja sér út úr þessu. það tekst ekki. Hann nefndi svo skýrt hér 6. Nóv. landshöfðingjaembættið á íslandi, og að stemma þyrfti stigu fyrir því með sérstökum ráðgjafa í Kaupmannahöfn, að hann misbeitti valdi sínu. En þó því sé slept og maður trúi því, að það hafi ekki verið ætlun Dr. Valtýs að draga þar með úr valdi landshöfðinga, þá má þó hverjum manni með heilbrigðri skynsemi vera það Ijóst, að það hlýtur að verða til þess að draga úr innlenda valdinu og magna Kaupmannahafnarvaldið, að setja sér- stakan ráðgjafa hér í Höfn, sem yrði einráður um alt. Og hver á svo að stemma stigu fyrir því að hann misbeiti sínu valdi, bæði um embættaveitingar og annað? þinginu mun vera ætlað að sjá ráð gegn stjórnarskrárbrotum og illu fjárbrutli. En embættaveitingar nefnum vér því hér, að Dr. Valtýr tók þær sérstaklega fram 6. Nóv. Ráð gegn gjör- ræði í þeirri grein verður altaf vandfundið, og menn eru ekki hóti nær að fyrirbyggja jafnvel hin hróplegustu rangindi um slíka hluti, þótt sérstaka Kaupmannahafnar ráðgjafastofnanin komist á, og þó aldrei nema ráðgjafinn væri íslendingur. það er altaf hætt við að þeir íslendingar, sem verða hér alveg hraunfastir, verði líka hálfdanskir íslend- ingar. það gæti jafnvel verið umtalsmál, hvort það væri ekki skárra að snúa því við og hafa danskan mapn fyrir ráðgjafa, ef hann ætti heima á Islandi og væri þar að staðaldri. það er meiri von að hann yrði þá með timanum nokkuð ís- lenzkur, og er eins víst að íslenzkir Danir reynist eins vel og danskir Islendingar. Veit það þó heilög hamingjan, að vér skulum að öðru leyti manna sizt halda því fram, að embættismennirnir á Islandi eigi að vera danskir. Islenzka ráðaneytið i Kaupmannahöfn á að.

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.