Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 7

Sunnanfari - 01.08.1902, Blaðsíða 7
Ferðarolla konferenzráðs Dr. Magn. Stephensens 1825—26. (Frh). Marz 21. . . . Fór eg um alt til að velja góð- an prentpappír og ódyran skrifpappír, og upp til ínargra beztu bókþrykkjara til aS skoSa tilbúning þeirra valsa, fá ávísun um þá og svertuefni og til- búning til prents m. m. Komu tveir prestar keyr- andi í öllum skrúða, hempum og pípukrögum í kar- ettu til mín með invitation frá biskupi Miinter og biskupsefni dr. Kofoed, er vígjast á til Ríparstifts annan páskadag, að vera þá viðstaddur vigsluna, fserðu mér aðgangsbillet til kórsius, og biskups Múnters prentuöu lærðu invitation og rit á latínu undan þeirri biskupsvígslu. Verö eg þá að vera þar í mesta stássi með hvít undirkl., skó, silkistrump- ur, korða o. s. frv. Marz 22. ..... I dag vona eg nú v/st eftir, að forestillingar frá kanoellíi um mig og son minn gangi upp fyrir konung. Útfallið fróttist um 8 eða lOdaga í fyrsta lagi. Guð gefi vorum málefnum góða áheyrslu! Amen. Eg gekk inn til lærðs blikken- slagara I r g e n s og pantaði hjá hjá honum forma af blikki til að steypa í valsa eða rullur handa prent- verkinu, í bullna stað, hverjum allir hér nú hafa forkastað, og prenta svo miklu betur. Svo um eft- irmiðdaginn út á Friðriksberg til að skoða og panta mér trjáplöntur úr Landbústjórnarfólagsins trjáskóla, hvar af etazráð Collin bauð mér 1 eða 200 ókeypis. Á leiðinni heimsótti eg á Vesturbrú etazráð, borg- meistara Hammerich, föður míns góða vinar justiz- ráðs Hammerichs; gekk svo út á timburplássin utan Vesturports, grannskoðaði þar alla viðarbunka og grenslaðist eptir nánusta prísum, yrði mór gagn og mögulegt að fá nokkrum tylftum far, sem ei mun verða, til að þilja fyrir austurgafl stofu rninnar í stað þess að múra hann upp, sem bæði er og yrði óbæri- lega d/rt, enda ráða mér beztu múrmeistarar hór frá því, segja í hættu að allur gatlinn hrynji, þess vegna ráðlegra að fylla með steinum í allar eyður hans að utan, en þilja svo fyrir hann, sem er dyrt mjög, en hitt tífalt dyrra. Marz 23........Bauð Petræus mér til veizlu hjá sér til miðdags fyrsta dag páska......Á Friðrikshospítali liggur í allan vetur og nú sáraum- ur Sæmundur Brynjólfsson í brjóstveiki; likast til að hann deyi. Eins á Almenna spítala Márus Matthí- asson, sáraumur af sama..............skip taka enn dræmt passa til Islands. Spekúlantar Sonne ogfleiri tjást óvæntanlegir, líklega ei heldur Voöa-Guðlaugur [þ. e. Lérefta-Laugi]. Til Vesturlands verður sár- aum sigling, því Clausen er dauður, og enginn held- ur hans höndlunum þar fram. Smith og Jakobsen, stærstu kaupmenn, sem reiddu út til Möllers í Reykja- vík og víða kringum land, gengnir fallít. Samt kemur skip til Möllers, létt hlaðið, mest til að sækja vörubirgðir, og þó með vörur í sór, en eigi nema 1. Fetræus sendir sömu skip. B(jarni) Sivertsen 2, en 3. kemur frá Lissabon, hvert hann nú léði það á fragt með eintómt salt í sumar seiut. Jacobæus með sötnu skip. Simonsett kemur við í Reykjavík til að real/sera þar, innkalla skuldir og hætta þar hreint. 2 Flensborgarskip hafa tekiö passa. Fragt fyrir góz til Islands er því nú ófáan- leg og feykilega dyr. Kom til mín faktor Christ- enseu úr Múlasýslu upp á falaða fragt fyrir borð með gróssera Magnúsar skipi Thyckebaj til Reykja- víkur. Líka þénari statsministers Möstings og boð- aði mig út og heim til þessa á morgun um miðjan dag. Gekk eg yfir þver 30 skip frá Holstein, sem lágu í Staðargröfunum við Hólms staöarbtú sams/Sa, af einum borðstokki á annan, til að skoða vörur þeirra: grjón, osta, skinker, pylsur etc., og accordéra við einn um eina tunnu rullugrjóna, sem enginn þekkir á íslandi, en eru ágæt í mjólkurgrauta. — Líka Femerngrjón, en [þau] eru rör, dyfr og hér oftast ófáanleg. Marts 24.............Fór eg til justizráðs Ham- merichs, og frétti þar, að ansögningen fyrir son minn væri gettgin upp til kottgs, en hin um laga- verk mitt færi fyrst upp næstkomandi miðvikudag. Fór eg því upp t' kongshöll til frótba um afdrifin, en hútt var enn ei komin fyrir, og á kabinets- kontórinu; frótti eg að hún mundi fyrst lögð verða fyrir kong á ntorgun, sem er fyrsti páskadagur. — Þaðan gekk eg til statsministers Möstings; niátti sitja 1 klt. hjá frú Mösting og orga t' eyra hennar heyrnardaufrar, á nteðan frú Búlow generalittna og stórmenni atinað var inni hjá honum. Svo kom eg inn og sat hjá honum stutidarkorn og lagði fyrir hann ítarlega útlistun munnlega ttm kancelliráðs Schevings ansögning um lausn hans og pension; einttig um að Magnús frændi syslumaðivr fengi Borgarfjarðarsy^slu, og bón um að þetta nú fljótt afgreiddist, þar skip færu. Hann hót að láta bráð- lega taka það fyrir, og að httgsa eftir þessu, ; og

x

Sunnanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnanfari
https://timarit.is/publication/140

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.