Austri - 29.07.1892, Side 2

Austri - 29.07.1892, Side 2
NR, 20 AUSTEI 76 á vagninn og reif aðra vagnhurðina. af, pó heppnaðist loks lögregluliðinu að koma honum og konu hans undan meiðingum og skömmum lýðsins. ^ÝZKALAND. Bismarck fór íjúní- mánuði suður til Wínarborgar til að gipta þar elzta son sinn Herbert, harónsdóttur frá Ungaralandi, aðnafni Hoj'os. Yar furstanum á allri peirri leið tekið með mestu virktum af allri alpýðu; en sagt er, að Austurríkis- keisari hafi látið það að orðum ]j>ýzka- landskeisara, að sýna Bismarck eng- an sóma á þessari ferð. pýzkalandskeisara mun þykja menn þakka Bismarck um of sigurinn yfir Frökkum og sameiningu pýzkalands. IN ú . í Wínarhorg þótti Bismarck hafa verið mikils til of lausmáll um hinar fyrri stjórnarathafnir sínar og hirta meir en góðu hófi gegndi leynd- armál stjórnarinuar og telja um of á þá stefnr, er keisarinn og liinn nýji kanzlari hans, Uaprivi, héldu nú fram. Hótuðu stjóruarblöðin i Berlin Bis- marck jafnvel málsókn ; en hann brá sér lítið við, enda mun eigi af henni verða, Nýlega hefir spurzt sunnanúr Mið- afríku lát Emin pasja, er opt heíir verið getið um í blöðunum í seinni tíð. Hann var læknir þýzkrar ættar, og gekk í lið Egypta fyrir nokkrum ár- um og hafði yfirráð í Miðafríku, og pótti fara vel með sínu valdi og vei'j- ast ótrúlega vel, einn síns liðs og af- króaður frá Egyptalandi, árásum Mad- liiaus (spámaunsins), er réðu þó (-Jor- cion að tullu. — Síðar var Stanley srndur að leita að Emin pasja, fann lmnn, og hafði með sér hálfnauðugan til Misturstrandar Afríku, en þar sneri Emin aptur inn i landið. Hafa litlar fregnir borizt af honum síðan. pað hefir verið mikið talað um íllt samlyndi þeirra Stanley og Emins, og Stanley verið borin illa sagan og honum kenrit um. Meðal annars; að hann hafi átt að taka frá houum mesta ógrynni af filabeini, svo numið hafi afarmiklu fé. En það mál er allt órannsakað og óupplýst. Má vera að menn fái meiri kynni af því, ef Tippo Tip, liinn alrœmdi Arabahöfðingi, og mansali, keinur til Lundúnaborgar í sumar, eins og hann liefir ráð fyrir gjört, — til þess að ákæra Stanley uin mansal og samningsrof. EnTippo Tip fylgcli Stanley, er hann íör að leita Emins pasja. pjóðversk hersveit hefir ennþá einu sinni beðið mikinn ósigur i Miöafríku, lyrir villiþjóðum, og fallið þar nær öll. Sá hét Biilow, er henni stýrði A BÚSSLANDI eru nú víðast góð- ar horfur á með uppskeruna í haust. og því er nú létt af útflutnirigsbann- inu á kornvöru þaðan úr landi. En það var aðalorsökin til hinnar miklu verohækkunar á kornvöru í f'yrra haust. (Meira næst.) Stríðin eptir Guðmund Hjaltason, 2. kafii. Orsakir stríðanna. pær eru einkum frægðarfýst, vald- þorsti, ágirnd, hefndargirni, en líka föðurlandsást og réttlætistilfinning.pær eru þanníg bæði illar og góðar. í sjálfu sér er löngun eptir frægð, valdi og auði eigi ill pegar hún eigi fer út yfir takmörk réttlætísins, En örðugt virðist ætið að halda henni fjrir innan þau. Löngun þessi sprett- ur af náttúrlegri sjálfselsku, sem vill vernda sig og vátryggja með áliti, afli og fé. Og hvað er, eða var einkum, í me3tu áliti? por og afl, fjör og þrek í bar- áttunni fyrir lífinu. eða með einu orði, hreystin. Öll lireystiverk urðu því heiður mannsins. En hvergi þótti eins hægt að sýna hreystinaeins og í stríði. Og þessvegna urðu hetjurnar heiðrað- ar meira en allir aðrir. Margar lietj- ur urðu gjörðar að guðum og guðina hugsuðu menn sér opt eins og hetjur, t. d. þör. Skáldin ortu hetjunum heið- ursljóð, tónsnillingar settu lög við þau og sungu, málararnir gjörðu myndir af þeiin, líkansmiðirnir hjuggu til lík- neskjur eptir þeim, byggingameistar- arnir reistu þeim minnisvarða, sögu- mennirnir færðu afreksverk þeirra inn í árbækur og lýsingar sínar. Trú, listir og vísindi hafa þannig orðið samtaka i að heiðra. fegra og frægja hreystina og láta mynd hennar um og andasjón unglinganna. ■þeir kváðu ljóðm, lásu sögurnar, og skoðuðu myndirnar, hrærðir og lirifn- ír og fyltust lönguu til að líkjast köpp- uiium og reyna afl sitt. En hvergi var eins hægt að sýua afl, þrek þor og atgjörfi eins og í bardaganum. Og veguriun til valda og fjár þótti vissastur gegnum járnahríð og hlóð- strauma. En þeim sem urou fyrir áhlaup- inu þótti sem von var sér vera rangt gjört. Hefudargirnin og löngunin til að sigra, og vinna sér rneð sigrinum frægð, valcl og i'é, sameinaði aila peirra lífs og sálar krapta og stælti pá og herti til að verjast. Frelsisstríð Grikkja og Makkabea sýnir þetta. Béttlætis- tilfinuing hrein og bein, bæði þeirra á- reittu ogannara er áreitingunasáu, dreif marga fram á vígvöllinn. Frelsisstríð Hollendinga, Banda- manna og Gustafs Adolfs sýnir þetta. Og bæði Grikkir, Gyðingar, Bóm- verjar og fjöldi seinni þjóða urðu drifn- ir fram á vígvöllinn af brennandi ætt- jarðarást. Og margir menn nú á dögum fara ‘ í stríð af innilegri og heiðarlegri löng- un tii að verja réttindi ættjarðar sinn- ar, þótt herstjórnin skipi þeim það eigi. Og sumir fara frá sinni eigin ætt- jörð til annars ríkis til að verja rétt- indi þess. |>annig fór Kristófer Brún — kennari minn sem eg hefi optminnst á í islenzkum blöðum — fiá ættjörð sinni Norvegi til þess að berjast fyr- j ir Dani móti p>jóðverjum 1864. J>að ! var réttlætistilfinning sem knúði hann til að leggja líf sitt í sölurnar fyrir aðra þjóð. Aðrir fara í stríð af'löngun til fjár og Irægðar. Hafa þeir herþjónustuna þá fyrir atvinnuveg, samt opt vegna þess að þeir fá eigi annan betri. Sumstaðar þykjast ungir piltar eigi menn með mönnum fyrr en þeir eru orðnir dátar. J>á langar í frægð- ina, þótt lítil sé. 3. kafli, Afleiðingar stríðanna. Hinar skaðlegustu afleiðiugarþeirra eru fiestum meira eða minna kunnar. En eg vil nú reyna að gefa yfirlityfir þær í heild sinni. J>ær eru eiginlega fernskonar; Lík- amlegar, trúarlegar, siðferðislegar og stjórnarlegar. Á hinum líkamlegu her mest. Hvernig segja þeir að vígvöllur líti út í orustu og eptir hana? Áður var hann græn, grund, akur eðaengi. I orrustum er hann dökkleitur af her- liðinu, sem æðir yfir hann líkt og hraunstraumur eldfjalla og hamast og berst við óvinina eins og stórhópar grimmustu rándýra. Hann er rauðleit- ur af blóðstraumum og sundurflakandi sárum hinna föllnu. Og hann verður opt dauðalega dimmur af skotreyknum. Innanum heróp og sigurhrós hljóma opt vein og stunur særðra og deyjandi, Mennirnir liggja liöfuðlansir, suinir handálausir, sumir fótalausir, sumir eineygðir, sumir með yðrín útflakandi, sumir sundur marðir af víghestafótuiu. Og sumir af niönnum þussum eru dauðir, sumir verra en dauðir; því þeir hafa opt ekkert viðþol af sárum verkjum, hungri, þorsta og kulda. Og svo ofan á allt þetta bætist sár löng- eptir fjarlægum, kvíðafullum og einmana ástvinum: maka, börnum, for- eldrum, frændum og vinum. Að vísu eru sairðir menn jafnan íiuttir hurt af vígvellinum og látnir í svo góðan stað sem hægt er. En opt er ekki tími né tækifæri til þess nógu snemma. Og þótt þeim, eins og opt sýnist óum- fiýjanlegt, sé troðið inn í einhver þröng hreysi eða sjúkrahúsamyndir, þá er þar nóg ný þjánig, bæði af slæmu sam- lægi og illu lopti. Og hvernig fer nú þegar horgir eru umsetnar? Her óvinnanua siær skjaldborg um borgina og bannar að- flutniiiga. Hungur og clrepsótt inni í henni kvelur og deyðir konur, börn, gamalmenni og aðra, sem eigi faila eða særast af vopnum óvinanna. Yíg- virkin hrynja, kornhlöður og húðir, kirkjur og vísindaleg söfn, listasöfn, skemmtihús, íbúðarhús, og hvað ann- að af húsum brennur, lirynur og verður að dökkleitum rústum, kola- dyngjum og öskuhrúgum. Og akrar, aldingarðar, tún, engj- ar og skógar verða að troðnum og brenndum eyðimörkum. Brýr eru brotnar og skipin sjirengd í lopt upp. Og þótt illa fari um mannvirkin, verk lista og visiuda. iðnaðar og bú- dugnaðar, þá fer ennþá ver um meiin- ina sjálfa. Auk þess að margir deyja kvalafyllsta dauða af sárum, hungri og fleiru ótöldu, þá verða ótai efnis- menn að örvasamönnum og aumingj- um alla æfina, ótal konur verða að ekkjum, ótal börn föðurlaus. Auk þess verða margir bændur, sem skyldaðir eru til að hýsa og fæða herinn þegar hann fer yfir sveitir og héröð, fátækir af þvílíkum átroðningi, fyrir utan mörg önnur óþægindi sem þeir liafa af þessum soltnu og opt illa siðuðu gestum. En stríðin hafa líka mikil áhrif á trúarlífið. Mauninum hefir jafnan ver- ið hætt við að halda Guð sinn eptir sér, og þá einkum að hahla hann lík- an mönnum þeim, sem mestir voru eða rnest kvað að. Og af því að her- konungar og hetjur hafa opt verið at- kvæðamestu mennirnir, þá var ekki undarlegt þótt manninum yrði gjarnt að hugsa að Guð væri líkur jarðnesk- um herkonungi. Og þar eð nú kon- ungarnir sökum vanþekkingar og þar af leiðandi ills uiipeldis og illskutrú- 1 ar, urðu opt harðir, grimmir og rang- skína í tálfögrum töfraljóma fyriraug- j un látir, þá héldu margir að Guð væri líkur þeim i þessu. þetta jók opt trú mannsins á grimmd guðlegrar hegningar á endalausum og vægðar- lausum helvítiskvölum, á því, að Guð væri almáttugur harðstjóri og ógur- legur höðull. þvilik trú ól náttúr- lega þrældómsanda og hræðslu og kom mönnum til að halcla að allir færu til helvítis nema þeir sem tryðu á þeima Guð eptir vissuin reglum. En af því náttúrleg mannelska þeirraþoldi eigiaðvita af slíku, þá gjörðuþeir allt hvað þeir gátu til að forða öðrum frá helvíti. Með lof'orðum og hótunum drifu þeir þá til að taka. hina svo nefndu réttu trú. Og samkvæmt trúnni á valdi og mætti harðnéskjunnar, héldu peir að bezt væri að bcita hörðu til þess að kristna aðra. Af trú þessari leiddi svo. auk ann- ars, ofsóknir við þá er aðra trúhöfðn, rannsóknarréttur og trúarhragðastríð, grimm lög, pyndingar og dauðadómar. |>annig hefir hermemiskan gjört trúna að iliskutrú (Pessimismus) þóít reynt hafi verið að gylla hana með gleðiboðskaps- og kærleiksuafui. Nöfn þessi á aðeins sú kristna trú, sem er Fjaliræðunni samkvæm. En húnerósamþýðanleg við öll grimmd- arverk. Og áhrif stríðanna á siðferði eru og eigi minni. þau kenna fyrst og fremst að heiðra og jafnvel dýrka dýrslegt afi og ofurhuga. liarðneskju og slægð. jpnu koma mönnum—eins og baráttan við náttúruna áður en maðurinn þekkir hana —til aðhalda að hreystin og hefndin sé æðri og betri en elskan og hlíðan, að karl- mannlegt þrek og grimmd sé happa- sælla en kveniileg viðkvæmni ogbarus- leg góðsemi, að slægðin sé hentugri í lífsbaráttunni en lireinskiliiiri. Og þetta er, ef til vill, aðalorsökin til þeirrar fyrirlitningar á lconum og hörn- um, sem var svo almenn í fornöld og er enn hjá villiþjóðum. J>að er til- efnið til þess, að jafnvel beztu menn eru hrifnir af öllu hetjulegu, og það opt þó það sé illt. Kerlingin sem sagði: „Ekki er gaman að guðspjöll- untira; enginn er í þeim bardaginn.“ hefir betur en mörg skáld og spoking- ar lýst smekk þessara blindu afl- dýrkenda. En dýrkun afls og harðneskju er hreint ekki hin versta afleiðing sem stríðin hafa fyrir siðferðið. Heipt sú og hefndargirni, sem þau ala er lak- ari. Og enn verra er ranglæti það, sem menn venjast á í þeim, þegar menn, sem aldrei hafa séð hvor annan og aldrei móðgað hvor annan neitt, mæt- ast á vígvollinura knúðir til að drepa hvor annan. Og stundum stendur þó ennþá ver á en þetta. Setjum svo að danskur maður eigi þýzkan mann fyrir sinn bezta vin. Nú kemur stríð milli Dana og þjóðverja, báðir vinirn- ir eiga að mætast sem óvinír á víg- vellinum — pví óvíst er að þeim hafi veriið mögulegt að fá menn keypta til nð berjast fyrir sig. — Hvað skeður þá? Ástvinirnir eru reknir til að drepa hvor annan! Og svo er nú eitt eptir, sem ekki er hvað bezt. Strangleiki og grimmd heragans elur hæði þrællyndi oghræsni og bindur og niðurkefur flestar göf- ugar og blíðar tilfinningar. Fjarlægð frá ástvinum og ónáttúrleg uppstæling til heiptar við óvinina, harðstjórn og hroðaháttur í hernum setur stýiiu fyr- ir lífshreyfing vináttu og ástar. Hin tæra lind sem rann eins og kristalshand

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.