Austri - 20.08.1898, Blaðsíða 1

Austri - 20.08.1898, Blaðsíða 1
Kemir út 3 á inknuði eða 36 blöð til næsta nýárs, og kostar liér á landi aðeins 3 h\, erlendrs 4 kr. Gjalddagí 1. jnlí. Upps'ógn slcrifleg hundin við áram'ot. Ógild nema l:*m- in sé til ritstj. jyrir 1. tht- ber. Áuglýsingar 10 aura línan, eða 60 a. hvm þuml. dálks og hálfu dýrara á 1. síðu. vm. AR. Seyðisflrði, 20. ágúst 1898. 1ÍR. 23 AMTSBÓKASAFISÍIÐ á Seyðisfirð er opið á laugard, kl. 4—5 e. m.. A u s t r i. Hérmeð viljum vér gefa mönnum kost á, að fá Austra keyptan frá 16. tbl. p. á. til ársloka fyrir aðeins 1 kr. 50 au., og fá peir pá allar fréttir frá sýningumii í Björgvin, er Austri flytur lang jyrst allra íslenzkra blaða. p>areð ritstjóri /vustra hefir í vor lagt töluvert í kostnað til pess- að geta orðið fyrstur til að láta kaupend- ur fá greiniíegar fréttir af hinni merkri legu sýningu í Bergen, pá eru pað vor vinsamleg tilmælivið kaupeudur, að peir borgi blaðið nú sem fyrst. Eins og að undaförnu má skrifa inn til mín andvirði blaðsins við allar verzlanir á Austurlandi, við verzlanir Örum & Wulffs, Gránufélags og Con- suls I. V. Havsteens á Norðurlandi, við verzlun L., Snorrasonar á Isafirði og við verzlanir Thomsens og Duus á Suðurlandi. Og fyrir góðvild herra kaupmanns Otto Tulinms í Höfn í Hornatírði, geta nú Austur-Skaptafellingar eiunig skrifað inn til mín fyrir Austra og Eramsókn, við verzlun hans. Eru r ii pessi blöð pau eirrn er taka innskiipt- ir sem gilda borgun um land allt, og má slíkt kalla kostakjör. Skapti Jósepsson. JJérmeð tilkynnist öllummínum heiðr. uðu skiptavinum að jeg tek 6°/o rentu af öllum peim skuldum við verzl- an mína sem ógreiddar verða 10. okt. næstkomandi og pví sem tekið er iit eptir pann tíma, og verður pessi rentu- upphæð færð peim til skuldar við reikn- ingsskilin um áramótin næstu. P. t. Seyðisfirði 28. júlí. 1898. Þorsteinn Jónsson. Dcn Ankerske Marmoríorretiiiiig Fredrikshald Filial i Kaupmannahöfn tekur að sór allskonar byggingar úr marmara, og selur áhöld, skrautgripi, myndastyttur, legsteina og minnisvarða, ódýra og fallega úr norskum marmara, hvítum og mislituni, einnig úr fleiri tegundum af Syenit og hinu svonefnda „Lábradoru allt jrá eigin marmaranámum. Umboðsmaður i Bergen: Hr. Ingenier JeDS Hopstock Hr. prentari porsteinn J. 0. Skapta- son hefir umboð til að taka á móti pönt- unum á munum frá ofangreindri verzl- un, og sérstaklega á legsteinum og minnisvörðum, sem verða sendir til Islands via Stavanger eða Kaupmanna- höfn, eins og óskast. Bergen, 28. maí 1898. Jens Hopstock Ingeniör. Bismarek látinn. Hann dó að höfðingssetri sínu Eriede- richsruhe í Lauenborg d. 30. júli kl. 11 um kvöldið eptir langvarandi elli- lasleika. Er par látinn einhver mesti maður pessarar aldar og sem mest gagn hefir unnið föðurlandi sínu, par sem hann safnaði í eitt hinu sund- urtætta pýzkalandi, undir yfirstjórn Prússa, og rak Austurríki útúr sam- bandinu við pýzkaland, en vann hin fornu pjóðlönd, Elzas og Lothringen, aptur af Erökkum, útvegaði pjóðverj- um stórar nýlendur í öðruin heims- álfum, lagði grundvöllinn til herflota pjóðverja og gjörði bina hagkvæmustu tollsamninga við önnur ríki og studdi par með mjög að verzlun og iðnaði pjóðverja, sem á hinum síðari árum befir rutt sér svo ákaflega til rúms á heimsmarkaðinum, að hinum fremstu iðnaðarpjóðum heimsins stendur ótti af. En eigi pótti Bismarck sem vand- astur að meðulum peim og mönnum, er hann notaði til pess að koma pess- um afreksverkum sínum fram, og eigi hika sér við að nota sér í fyllsta mæli af hinni alræmdu setningu Jesuita, „að tilgangurinn helgaði meðalið“. Og víst var nm pað, að snildarlega tókst Bismarck að leika á erindsrekaannara ríkja og koma ár sinni að öllum jafn- aði sro vel fyrir horð í ríkisdegi Prússa og pjóðpingi pjóðverja, að hann hafði pax optast meiri hluta atkvæða með sér og fékk par fulla fyrirgefningu allra grundvallarlaga-synda sinna, er pinginu pótti hann fremja á fyrstu stjórnarárum sínum, er hann stjórn- aði ríkinu án reglulegra fjárlaga, par sem hinir pjóðkjörnu neituðu Bismarck um fjárveitingarnar til hersins, sem pingmenn grunuðu hann nm að hann mundi nota til að koma á fullu ein- veldi, en sættu sig meira við pað á eptir, er peir sáu að Bismarck hafði hinn aukna her til að sameina allt pýzkaland undir einni yfirstjórn Prússa. Sem prívatmaður pótti Bismarck vinfastur, en vinavandur, og sem eigin- maður og faðir hinn ástríkasti. Bismarck var höfði hærri en allt fólkið og hinn höfðinglegasti, svipmik- ill og brúnapúngur og ákaflega hvass- eygður og hinn tígulegasti í framgöngu; en gat pó verið hinn innilegasti og skemmtilegasti, pá hann vildi menn veiða í stjórnargildru sína, og sá pá enginn við honum og ráðum hans fremur en gamla Njáls. Bismarck var starfsmaður mikill, en iðkaði jafnframt ípróttir til að halda við htiilsu sinui, einkum var hann ann- álaður reiðmaður, og tamdi sér pá í- prótt til elliára. Otto Edvard Leopold. von Bismarck var fæddur 1. apríl 1815 á höfðings- setrinu Schoenhausen í Brandenburg, og var hann kominn að langfeðgatali af gamalli aðalsætt. Bismarck varð stúdent 17 ára gam- all, og lagði lög fyrir sig við háskól- ana í Göttingen og síðar í Berlín, en pótti par taka meira pátt í glaðværð námsmanua en vísindaiðkunum, og í Göttingen haf i Bismarck háð undir 30 einvígi. Samt náði Bismarck embættisprófi í lögum 1835, og 1839 fékk hann höfð- ingjasetrið Kniephof í Pommern til umsjónar af föður sínum. Og pó Bis- marck hefði par svo mikla gleði, að ná- grannar hans uppnefndu höllina og köll- uðu hana Kneiphof, pá reyndist Bis. marrk pó dugandi stórhóndi. 1845 dó faðir Bismarcks og erfði hann Schoenhausen. En árið 1847 giptist hann eptirlifandi konu sinni og fór pá að stillast, enda unniBismarck henni mjög. Attu pau saman 2 syni og eina dóttur. Bismarck var fyrst 1845 valinn á ping og pau árin var hann ramraasti aptuvhaldsmaður; pótti konungi Frie- derik AYilhelm mikið til hans koma og gjörði hann að sendiherra Prússa 1851 við pjóðpingið í Prankfurt, par sem hann á allar lundir reyndi til að auka veg og gengi Prússa en mínka veldi Austurríkismanna og bjó par vel í haginn fyrir seinni tímann. ]Jótti Prússastjórn pá jafnvel Bismarck of andvígur Austurríki og gjörðí hann pví að sendiherra sínum í -St. Péturs- borg, par sem hann kom sér vel í mjúkinn hjá Alexander keisara og vild- armönnum hans, er seinna kom Bis- marck að góðu liði. 1862 varð hann sendiherra Prússa í Parísarborg, en 8. oktoher s. á. varð hann forsætisráðgjafi Prússa, og reyndi Bismarck pá fyrst með góðu að fá pjóðping Prússa til pess að veita fé til fjölgunar hersins og betri úthún- aðar, er var nauðsýnlegt, ef Prússar ættu eigi að verða undirlægjur Anst- urríkismanna á Jjýzkalandi, sem Bis- marck hataði mest. J’A, samkomulag gat eigi á komist milli stjórnarinnar og hinna pjóðkjörnu pingmanna, pá sleit stjórnin pinginu og tók féð einsog efri málstofan (að- alsmennirnir) höfðu veitt pað til her- málanna, en fór að öðru leyti- eptir fjárlögunum par sem háðum pingdeild- um hafði komið saman og héldust pannig lagaðar fjárveitingar á Prúss- landi par til Bismarck fékk fyrirgefn- ing allra sinna synda hjá pjóðpinginu 1866 eptir sigurinn við Sadowa yfir Austurríkismönnum. Er Bismarck átti i pessu þrefi við neðri málstofu Prússa, urðu konunga- skipti í Danmörku og sat Bismarck sig ekki úv færi með að nota pað tækifæri til pess að reyna hina nýju herskipun peirra greifanua, Moltke og Boohs og æsa hugi Jpjóðverja gegn Dönum. Eékk Bismarck Anstnrríkis- menn í lið með sér til að hripsa her- togadæmin undan Dönum, en friðaði hin störveldin með pví að lofa að skipta Slesvík eptir pjóðerni, sein hann svo síðar sveikst um, er hann hafði bolað Austurríkismenn frá öllu n völdum í hertogadæmunum og barið á peiin við Sadowa og náð undir yfirráð Prúvsa öllu Norður-pýzkalandi, og haft i peim samningum Napoleon 3. af sór með ádrátti um landvinning vestan Bínar, sem Bismarck kom aldrei til hugar að efna, einsog bráðum kom i ljós, par sem hann erti Frakka pang- að til að hann fékk pá til að segja J>jóð- verjum strið á hendur 1870. Kom pá ujíp, að Bismarck hafði tryggt sér lið- sinni alls pýzkalands, er var allt vel við ófriði búið, en Erakkland stóð ei tt síns liðs og mjög illa við búið, enda heið alstaðar ósigur fyrir hinum Tel æfða og vel útbúna og stjórnaða her pjóðverja undir yfirforustu hins ágæta hershöfðingja Moltke o. m. fl. dugandi foringja. En pessar miklu sigursældir not- aði Bismarck til pess að fullkomna sitt aðal-verk og sameina allt pýzka- land undir einum herkonungi, og var pá Yilhjálmur konungur gjörður að keisara alls pýzkalands í Versölum 18. januar 1871, en sjálfur varð Bis- marck kanslari hins nýja keisaradæmis og veitt furstatign, og einnig fékk hann stóreignir og stórfé að gjöf af keisar- anum. En ekki runnu upp neinir hvíldar- dagar fyrir Bismarck eptir sigurinn yfir Frökkum 1870—71, pvf pá hyrj- aði deilan við kapólska flokkinn á ping- inu, er undir forustu hins kæna Wind- horst vildi ná meiri réttindum fyrir trúbræður sína, en Bismarck hélt pví fast fram, að peir skyldu í öllu lúta ríkinu og veraldlegu valdi, ogvarðsvo að vera, sem Bismarck vildi að mestu leyti. pó var Windhorst honum jafn- an örðugastur allra hans mótstöðu- manna, Á Bei’línarfundinum mikla 1878 eptir ófriðinn rnilli Rússa og Tyrkja, var pað Bismarck sem dró sigurlaunín, Bállmnsskagann, úr höndum Rússa, er peir gátu aldrei gleymt honum og nálguðust úr pví sambandið við Erakka. En Bismarck stóð ekki uppi ráða- laus, heldur myndaði pá prívelda- sambandið, milli J>ýzkalands, Austur- ríkis og Italíu, sem helzt pann dag f dag. Bismarck átti marga mótstöðu- menn líka heima fyrir, bæði við hirð- ina og hjá stéttarbræðrum sínum, er pótti Bismarck nálgast stundum um of skoðanir frjálslynda flokksins, en Bismarck var jafnan sama hverja hann notaði til pess að kom i sínu máli fram, og hefði líklega ekki farið ólíkt og Faust, hefðí „sá gamli“ boðið lionum fylgi sitt.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.