Austri - 08.04.1899, Blaðsíða 2
KR. 10
ÁUSTRI.
38
til að borga með teikningar til hinnar
nýju hallarbyggingar, er bæði á að
veiða skrauthöll konungs og aðseturs-
staður ríkisdagsins og hæutaréttar.
Sjálf byggingin er áætlað að muni
kosta 6 milliónir krðna, en pað fé
sem gefið er áður til að reisa við apt-
ur höllina og sem nemur mörgum
hundrað þúsundum króua, er ætlað til
pess að búa og skreyta með herbergi
konungsins í höllinni.
Ráðaneytið lagði petta byggingar-
mál fyrst fyrir landspingíð, er líklega
tekur pví vel, en heldur var dauft
hljóðið í vinstrimönnum í pjóðping-
inu, er pykir bezt sæma að sú stjórn
byggi aptur upp hina brunnu konungs-
höll, sem sé í góðu samræmi við meiri
hluta þjóðþingsins, sem enn pykir nokk-
uð á bresta með pá stjórn ei nú situr
að völdum. En næsta óviðkunnanlegt
er pað að sjá parna hallarrústirnar
á alfaravegi og í miðjum bænum, ár
eptir ár, til stórlíta fyrir höfuðstaðiun,
Nú ætla Danir pó loksins, að reisa
Kristjáni konungi 4. minnisvarða út {
Nýbúðum, er hann lét reísa par fyrir
sjóliða og vinnulýð herflotans. Yerð-
ur pað standmynd, og á Bissen yngrj
að gjöra hana.
Nýlega hafði Islands ráðgjafi, Bump.
meiðst svo mikið á höfði vi? heilsu-
fimleikaæfingar, að hann gat ekki um
tíma mætt á ríkisþinginu, en var pó
nú á batavegi.
Snemma í f. m. andaðist í Jvaup-
mannahöfn fyrverandi forstjóri Hins
sameinaða gufuskipafélags, Comman-
dör Norraann, er mörgum eldri Islend-
ingum var að góðu kunnur, maður ágæt-
lega vel gefinn og hinn viðfeldnasti í
allri víðkynningu.
Norvegur. par var nú Gustaf
krónprinz nýlega að heimsækja sína
kæru Norðmenn í Kristjaníu í fjær-
veru Oskars konungs föður síns. En
þeir tóku krónprinzinum ekki betur
en svo, að skríllinn elti hann með óhljóð-
um, snjókasti og öðrum gauragangi í
vagni hans til hallarinnar, par sem
varðliðið varð að reka skrílinn af
höndum sér og koma prinsinum ómeidd-
um inn í höllina undan pessum miður
kurteisu undirsátum, sem skiptu hundr-
uðum.
petta hafði nú ekki verið tekið öðru-
vísi en sem venjulegur dónaskapur
stórborgaskrílsins, lief'ði eigi annað
fleira og litlu kurteisara farið á ep t-
ir af hálfu vinstrimanna flokksins á
stórþinginu.
Krónprinz Gustaf lét sem ekkert
yæri, og bauð öllum helztu Krístaníu-
búum og öllu Stórþinginu lil mikillar
veizlu í konungshöllinni.
En pá sýnir nærri allur vinstri-
mannaflokkurinn (60) honum pá ó-
kurteisi, að senda krónprinzinum heim-
boðsseðla hans aptur og neita boðinu,
sem sænsk blöð leggja svo út sem
þingmenn hafi vísvitandi viljað sam-
pykkja strákskap skrílsins; og öll út-
lend blöð, er vér höfum séð, álíta pessa
aðferð þingmanna sléttan og réttan
dónaskap, er mælist alstaðar illa fyr-
ir, og verður ekki til pess að bæta
málstað Norðmanna hjá hinum mennt-
uðu pjóðum, og er slíkt illa og klaufa-
lega að farið, en pó verst, að Norðmenn
skuli spilla góðum málsstað fyrir sér
með strákskap pessum.
Rúesland. Keisarinn hefir ákveðið
að elzti sendiherra Kússa. jStaal í
Lundúnaborg, skuli mæta af þeirra
hendi á friðarfundinum í Haag í næsta
mánuði.
Einnar hafa látið bænarskrá ganga
um landið til undirskripta, er fer
fram á að keisarinn slaki til við pá
og svipti pá eigi þeirri sjálfstjórn, er
forfeður hans leyfðu peim; og höfðu
yfir hálfa million manna skrifað und-
ir pessa bænarskrá, er nú var á leið-
inni tii keisara. En hinn rússneski
apturhaldsflokkur gjörír að sjálfsögðu
allt sitt til að spilla fyrir Einnum hjá
keisaranum, pví sá flokkur polir eng-
um hluta ríkisins hið minnsta sjálfstæði,
en vill keyra allt innundir hið rúss-
neska einveldi, sem miklu fremur er
í hönduin foringja pess flokks, en hjá
keisaranum, sem flestum ber saman
um að sé maður frjálslyndur og mesta
valmenni. fannig sendi keisari ný-
lega út trúnaðarmann sinn til þess að
rannsaka n'nar hið bágborna ástand
alpýðu í ýmsum héruðum landsins.
En jafnharðan sendu apturhaldsmenn
annan mann í sömu erindagjörðum, sem
bar allt ofan í sendimann keisarans,
svo íllt var úr að ráða, hverjum trúa
skyldi. Nýlega gaf keisari hálfa
million rúbla fátækum mönnum, en
yfir peirri gjöf pegja peirra blöð og
embættismennirnir reyna líklega að
mata sem bezt krókinn sjálfir af pess-
ari stórgjöf keisarans.
ítalia. Stjórnin hefir kallað aptur
sendiherra sinn í Kína og tekið aptur
öll pau stóryrði er hann hafði haft
við Kínastjórn um landatilkall par
eystra; og munu ítalir eigi hafa por-
að annað en fara par að ráðum sér
vitrari manna, Englendinga, er munu
hafa bannað peim að reisa ný deilu-
mál par eystra.
Leo páfi 13. hefir nú verið mjög
lasinn uppá síðkastið, og varð að
skera meinsemd úr mjöðminni á karl-
inum, og leið pá hvað eptir annað
yfir hann. Er búizt við dauða hans
á hverri stundu og þegar farið að til-
nefna eptirmann hans á páfastóli, og
verður sá sess æði vandfylltur, pví
Leo páfi er spekingnr að viti og hefir
stjórnað hinni kaþólsku kirkju afhinni
mestu snilld, svo uppgangur hennar
hefir lengi ekki verið nálægt pví eins
mikill og undír hans stjórn.
í Róm halda nú jitstjórar úr öll-
um áttum aðalfund með sér, 5—8 p.
m. og átti að taka þeim af konungi
og stjórn með mesta dálæti.
Hvað ætli verði pess langt að bíða,
að íslenzkir ritstjórar sæki pvílíka
fundi?
í Hamadan í Persíu er nýlega
fundinn merkilegur minnisvarði, um
60 feta hár, og innaní honum 2 lík-
kistur, og standa á annari peirra
pessi orð: „petta er líkkista Mar-
dokai, Mns smurða“. Enn á hinni:
„Hér hvílir Ester, hin réttláta, drottn-
ing Xerxesar Fersakonungs.“ Auk
pess eru á líkkistum þessum margar
tilvitnanir í Biblíuna.
Ein sönnunin enn fyrir sögulegu
gildi Biblíunnar.
S ó 1 i n.
Einsog kunnugt er, hafa stjörnu-
spekingarnir fyrir löngu fundið hina
svo nefndu „sólbletti“, og allt upp frá
þeirri stundu hafa peir með óþreyt-
andi elju reynt að rannsaka, hvernig á
pessum blettum stæði. Ýmsar „bletta-
kenningar" hafa verið fram settar af
vísindamönnunum, en engum hefit enn-
pá tekizt að gjöra svo ljósa grein fyr-
ir pessum náttúrunnar afbrigðum, að
menn hafi getað fallizt á kenningar
peirra.
Nú er enn framkomin ný kenning um
sólblettina og ástand sólarinnar;
er höfundur hennar norskur prófessor,
Birkeland að nafni. Yísindafélagið
norska hélt fund 24. febrúar s. 1.,
og par hélt pröfessor Birkeland fyrir-
lestur um pessa nýju uppgötvun sína.
Blaðið „Yerdens Gang“, fiytur greini-
legt ágrip af fyrirlestrinum.
Kjarninn í kenningu Birkelands er
sá, að sólblettirnir standi í sambandi
við aðdráttarafl plánetanna, og sé á-
hrif þess afls á sólina líkast flóði og
fjöru. Jpetta pykist hann geta sannað
bæði af pví, hvar blettirnir á sólinni
sj áist, og h v e n æ r. Hann byggir kenn-
ingu sína um uppruna sölblettanna á
ýtarlegum rannsóknum er hann gjörði
á bletti peim hinum stóra, er sást á
sólinni í septembermánuði s. 1., og
vísindamennirnir nefudu „september-
blettinn11. fessi blettur varð stærstur
að ummáli einmitt á sama tíma og
hnettirnir Jörðin, Merkur og Jupi-
ter voru óvenjulega nálægt hver öðr-
um. Honum kom pá til hugar að
pessi stóri sólblettur stæði í sambandi
við hið mikla aðdráttarad pessara
hnatta, sem hlyti að hafa mjög mikil
áhrif á sólina einsog afstaða peirra
var pá.
J>au áhrif, sem Jörðiri hefir á sól-
ina, eru náttúrlega mjög lítil í sam-
anburði við áhrif sólarinnar á Jörðina;
en ef dæma skal eptir gufuhveli sólar pá
er sólin í pví ástandi, að „hið litla ufl
Jarðarinnar kemur miklu meiri bylt-
ingum til leiðar á sólinni, en mögu-
legt væri ef sólin væri með sama eðli
og jörðin“.
Til pess að sanna þessar athuganir
sínar viðhafði prófessor B. meðal ann-
ars pá aðferð, að bera samtímis sam-
an aðdráttarafl plánetanna á sólina við
tölu blettanna. Rannsóknir pessar
sýndu, að þegar aðdráttarafl plánet-
anna var mest, pá voru blettirnir
flestir.
pessar rannsóknir leiddu til pess,
að Birkeland komst að þeirri niður-
stöðu viðvíkjandi ásigkomulagi sólar-
innar, að iður hennar væri á góðum
vegi með að péttast. „Eyrst kæling-
unni heldur áfram, og sólhnötturinn
dregst saman og smá-péttist, pá hljóta
þau tímabil að koma fyrir, að yfirborði
sólarinnar verður hætt við að springa
í sundur, þannig að eldgos verði mögu-
leg. Aðdráttarafl plánetanna verður
pá til að ráða pví hvar og hvenær
þessi eldgos bi'jótast fram. Yérjarð-
arbúar köllum pað, sem vér sjáuin af
pessum eldgosum, „sólarbletti“ — en
pað er gos og reykur eldfjallanna,
sem hafa rutt sér braut í gegnum lopt-
hvolf sólarinnar“.
Sé pessi getgáta próf. Birkelands
rétt, pá getur sólin, sem uppspretta
ljóssins, ekki átt eins langa æfi í vænd-
um, einsog menn áður hafa búizt við.
Prófessorinn segir ennfremur. „J>egar
þeir gufumekkir, sem snúast í kring
um sólarkjarnann, péttast og að lok-
um smá hverfa, mun gufuhvolfið opn-
ast við báða póla sólarmöndulsins, og
gufumökkurinn seinast verða að hring,
sem snúist um miðlínu sólarinnar.
Yfirborð sólarinnar er pá nokkurn
veginn pétt orðið, og mun, er gufu-
hvolfið rifiiar, storkna og verða svart.
Hl þess að þetta geti orðið, þarf ekki
einusinní heila öld“.
|>ó svona hraparlega skyldi fara, að
sólin yrði svört, gæti hún samt um
langan tíma gefið okkur næstum jafn
mikinn hita og áður. „Og ef að sól-
in i myrkrinu kynni að rekast á eiu-
hvern annan himinhnött á stærð við
Júpiter, mundi henni hitna svo við pá
skrokkskjóðu, að hún gæti gefið bæðí
ljós og hito um þúsundir ára“.
J>etta er merguriun úr fyrirlestri
prófessor Birkelands, og mun vísinda-
mönnum verða tíðrætt um hann.
Hinn frægi prófessur Mohn (sá, er
Nansen getur um í ferðabók sinni, sem
margir Islendingar hafa lesið) hefir
látið i Ijós pá skoðun, að uppgötvun
Birkelands sé stórmerkileg og mikill
gróoi fyrir vísindin. Hann segir og, að
pessi nýja kenning muni hafa stór-
vægileg áhrif á veðurfræðis-vísindin, af
pví að hún gjöri mönnum mögulegtað
útskýra ýmsar hreyfingar í gufuhvolf-
inu, sem menn áður ekki hafa getað
gjört sér grein fyrir, svo að nú verði
miklu hægra að segja fyrir öll veðra-
brigði.
Hin nýja verzlunaraðferð
0. Watlines erfingja.
--0—
Stjórnendur pessarar nýju verzlunar
eiga sannarlega miklar pakkir skilið
fyrir pað, að þeir hafa orðið fyrstir
til pess, hér um slóðir, að byrja á
þeirri verzlunaraðferð, að láta hönd
selja hendi, að selja hina útlendu vöru
með sem lægstu verði og borga hina
innlendu vöru með liæsta verði, og pað
í penihgum, ef viðskiptamenn ekki
parfnast vöruskipta. Með pessu eina
móti er oss Islendingum mögulegt að
komast útúr skuldaþrældóminum, sem
er jafn eyðileggjandi fyrir efni vor og
siðferði og karakter pjóðarinnar, með
því að hin gamla skuldaverzlun hefir
rajög svo aukið óorðheldni, fjárglæfra
og refjar, en eytt stálfstæði voru og
sjálfsvirðingu, og kennt oss eyðslusemi
og óreglu; pvi meðan allt fæst lánað
út í hinn óendanlega kaupstaðarreikn-
ing, sem fæstir vita nokkuð um nema
svo sem þrisvar á ári — hljóta menn
að vera miklu kærulausari um úttekt-
ina og eyðsluna, en ef hönd seldi hendi
og fara yrði ofaní budduna eptir hverj-
um eyri.
J>að gleður oss ekki hvað minnnst,
að þessi nýja verzlunaraðferð gagnar
eigi sízt fátæklingunum, sem hvergi
eru í veikningi, en vcrzla með sitt
litla innlegg í lausakanpum, og aldrei
hafa gengið til jafns við búðarborðið
við ríkismennina. Lausamanninum og
vinnufólki, sem er að draga saman til
giptingarinnar og búsins, kemur pvílík
verzlun líka mjög vel. Hún er svo
skeinmtileg pessi verzlunaraðferð, sem
sýnir öllum, háum sem lágum, ríkum
sem fátækum, fuTít jafnrétti, og er
fyrsta sporið til efnalegrar víðreisnar
hinnar íslenzku þjóðar.
Hafi pví yfirstjórn pessa verzlunar-
félags og allir peir 0. Wathnes erf-
ingjar innilegar þakkir vor Austfirðinga
fyrir að hafa veiið fyrstir ti.1 þess að
byrja á pessari mikilsverðu framför í
pessum landsfjórðungi, er sem flestir
ættu að nota sér af í sumar á þeirri
leið er skip félagsins fara um hér við
land; og pykir oss eigi ólíklegt að fé-
lagið vildi eitthvað vilna viðsldpta-
mönnum sínum í með flutning á verzl-
unarvörum. Engari parf nú að vanta
skildinga á pví svæði, hafi hann nokk-
uð fyrir að láta.
En um fram allt ættu menn nú að
vanda vöru sína, þar af hafa báðir
1 mestan hagnað í bráð og lengd.