Austri - 08.04.1899, Síða 3
NR. 10
AUSTEI
Eu per hinir kaupmenn vorir, ættuð
sem fyrst að semja um afborgun skuld-
nnna með aðgengilegum skilmálum, og
svo taka upp sömu hagfeldu verzlunar-
aðferð sem 0. Wathnes erfinpjar, sem
pökk sé dýrust fýrir að halda fram-
faramerki hins látna vinar vors í broddi
fylkingar hæst á stöng.
Seyðisfiröi. 8. apríl 1899.
Tíðarfar er nú mjög snjóasamt á
degi hverjum, og mesta ófærð komin
í byggð og ennpá meiri á heiðum, svo
nærri er ófært yfir að fara.
Bindindishreyfingin. Uann 4. p. m.
endurreisti síra Björn porláksson með
nokkrum meðlimmn st. „Gefnar“ og
unglingastúkunnar „Eyrarhlómsins“ á
Yestdalseyri, unglingastúkuna ,01duna‘,
eptir áskorun æskulýðsins á Fjarðar-
öidu og Búðareyri.
Afmæli Kristjáns konungs 9. verð-
ur haldið hátíðlegt í kvöld með sam-
sæti og dansleik í hinu rúmgóða og
skemmtilega nýja „Hoteli“ gestgjafa
Kristjáns Hallgrímssonar á Ejarðar-
öldu.
Mannalát. J>ann 1. p. m. andaðist
hér á Vestdalseyri, í húsi móður sinn-
ar, hinn efnilegi og vel gefni verzl-
unarmaðnr Stefán Baldvinsson, aðeins
21 árs að aldri, úr langvarandi brjóst-
tæringu. Hann var fyrir hálfu öðru
ári síðan giptur Helgu, dóttur síra
Guttorms Vigfússonar, og áttu pau
eina dóttur. Getur varla hörmulegra
dauðsfall en pessa efnilega ungmennis,
er var öllum svo ástfólginn er hann
pekktu, og virtist að eiga svo góða og
mikla fj'amtið í vændum.
Póstur. 4 duglegir menn brutust
héðan upp yfir Fjarðarheiði með Norð-
anpóstinn 2 dögum á eptir áætlun og
var pá Sunnanpóstur ókominn að
Egilsstöðum af Eskifirði, og átti pó að
fara paðan 3 dögum á undan Korðan-
pósti héðan.
„Vaagen“, skipstjóri Houeland, kom
hiugað frá útlöndum í dag með kola-
frrm. Skipið hafði suðvestanvinda í
hafi, kom upp undir land norður við
Langanes, og sáu skipverjar engan ís.
líerra gestgjafi Benedikt Hall-
grímsson á Eskifirði hefir beðið oss
að taka upp í blaðið eptirfylgjandi
bréf ásamt athugasemd sinni.
Eskifirði, 13. desember 1898.
Herra JBenedikt Hallgrímsson!
Eg býst nú við, að þér finnist mér ekki
koma það við, að s’etta mér fram í sakir
ykkar Valdimars, um það ætla eg ekki að
skipta mér, og gen þessvegna í þvx eins og
mér sýnist. pú kvartar yfir að skript Valdim.
hafi verið ill-læs. eg hélt nú þú sæir ekkert
illa skrifað hjá öði-um ef þxi gættir þess að
hafa þina skript til samjafnaðar xxm leið og
þú settir út á aðra skript, en þ%ð sé eg að
þú hefir ekki gert. Og hef eg nú ekki séð
aumara spark og vitláusari stafagerð og
stafsetningu en komið hefir frá sjálfum. þér.
pað er nú bara kvennmaður, sem vogar sér
að hjöða þér að lesa þessar línur, eg veit
það þarf ekki hálærðan mann til að sota
útá þær, oix þú ert, efa eg, í færum til þess,
pað or annars undarlegt fyrir þig, að
leggja Valdimar í einelti eins og þú gerir,
sem eg vona að þú áður en lýkur hafir
skömm af. En orsökin er líklega sú, að
liann er — guð sé lof — einn af þeim fáu
sem ekki hafa auðgað þig, á áfengis kaupi,
og gagnvart stöðu þinni er þér það ekki
láandi!
* *
*
|>essu nafnlausa bréfi get eg elcki
svarað á annan hátt, en að f t pað
prenntað. pví pá eru miklar líkur til
að pað komi fyrir augu höfundar pess.
ásamt athugasemdum mínum.
Sérstakar ástæður gefa tilefni til
að eg hafi vissa persónu (vitanlega
kvennpersónu) í huga mér, pegar eg
geri pessar athugasemdir mínar.
Hvað hina f ,rstu Adeilu snertir við-
vikjandi skript Yaldiraars, eða um-
mæla minna um Ixana, pá hefi eg ekki
sagt að hún stæði að bki minni skrift,
eða allra annara. Hefði svo verið,
væri mikið frekar ástæða til, að gera
pað atriði að umtalsefni.
En svo vil eg leyfa mér að leggja
pá spurningu fyrir persónuna í skugg-
anum, hvert^hún ætíð sé svo varkár
og aðgætin í dómum sfnum og umtali
um aðra, að hún leggji engum pað til
lýta, sem geymast kann í fari hennar
sjálfrar ? Eg fyrir mitt leyti pekki
;ina persónu, sem að mínu áliti, á
meira af hroka og framhleypni, en
sannri greind og stillingu.
Höfundinum virðist undarlegt, hve
mjög eg leggji Yaldimar í einelti. Mig
furðar mjög að sjá pessa setningu; pnr
eð, pað er hann (Valdim.), sem hxifið
hefir eltingalek við mig, en eg alls
ekki við hann. Orsök pessa ímyndaða
eltingaleiks, á svo að vera sú, að hanu
(Valdim) sá einn af peim, fáu, sem
ekki hafa auðgað mig á áíengiskaupum.
pað er dagsatt, hann hefir ekki auð-
gað mig ef hann pá ekki gerir pað
gagnstæða. En ef enginn hcfði hér
verið frásneiddari áfengi, að undan-
förnu, pá hefðu bindindisfélögin hér
ekk; getað talið marga góða og gilda
félagssmenn, pað er mér kunnugt um.
l’a er eptir að • finnast á djarfleik
höfundarins, sem hann virðist vera að
morta afi og sem nafnleysi bréfsins
ber Ijósastriai vott um. Aðferðin
líkist víst ekkert pa pegar reynt er
að kasta skarui úr skugga.
Eptir að eg hafði skrifað línur
pessar, kom til mín kona er hvaðst
hafa skrifað mér bréf, en pareð bréf
pað, átti að hafa mikið meira inni að
halda, og par að auki nafn hennar
undir, en petta bréf kom í mínar
hendur óuppbrotið og nafnlaust, (eins
og eg hefi vitni að). pá hlýt eg að
álíta, að annaðhvort sé par um annað
bréf að ræða, eða pá að ummæli henn-
ar séu ósönn.
Eskifirði 14. des. 1898.
Benedikt Ilallgnmsson.
Fundarboð.
Samkvæmt ákvörðun fundar á Vest-
dalseyri 21. maí 1898 boðast til al-
menns bindindisfundar á Yestdalseyri
20. maí næstkomandi fyrir öll bindindis-
félög og Good-Templar-stúkur í Múla-
sýslum. Hvert félag eða stúka hefir
rétt til að senda 1 fulltrúa fyrir hverja
10 félagsmenn.
A eptir fundinum verður að líkind-
nm stofnuð Umdicmisstúka, og verða
pví fulltrúar frá peim stxikum, sem
hafa elíKÍ áður sampykkt, að taka pátt
í stofnun hennar, að hafa umboð frá
stúkum sínum til að lýsa yfir, að pær
gangi í harxa með peim skyldum og
rettindum, er pví fylgir.
Dvergasteini 6. apríl 1899.
Björn Þorláksson.
Dænialaiist.
Kiðursoðið, svo sem:
Ansjovis,
Reyktar Sardínur í olíu,
Beykt Spiksild - —
Marinered Síld,
Fiskisnúðar í legi, *
Kjutsnúðar í legi,
allt beztu tegundir,fástmeð verksmiðju-
verði hjá
Stefáni í Steinholti.
HALLO!
Ytírfrakkarnir ennpá tú, fínar rús-
ínur, kaffi, flórmjöl, svezkjur sodi,
sápa, masKírratvinni, maskínuolía, kína-
bitter, ljómandí drengjahúfur, sæt
saft á flöskum, whisky, stumpasirts,
kofforts og tösknlásar, kvennbolir, og
margt fleira fæst móti borgun útí
hönd lijá,
Stefán í Steinboiti.
Beztii
skih iiidurnar
pantar
Stefán í Steinholti.
T h e
North British Ropework
C o m p a n y
Kirkcaldy í Skotlandi
búa til:
rússneskar og ítalskar
fiskilinur og færi,
Manilla og kaðla úr rússneskum hampi:
Allt sérlega vel vandað.
Einka' umboðsmaðu”
fyrir ísland og Færeyjar
Jakob Gunnlögsson
Kjöbeuhavn K.
Fineste Skandinavisk
Export Kaffe Surrogat.
F. Hjorth & Co.
Kjöbenhavn. K.
40
„pað er pó rétt, að petta er sala á sjálfum sér, hreint og beint
sjálfsmorð, og pað —.“
„Hættu, hættu,“ hröpaði ívar.
„Nei, eg held áfram, hvað sem pú segir. Sá, sem vill breyta
rétt, hlýtur pó að pekkja tilgang gjörða sinna, og pað, er einmitt
pað sem eg ætla að reyna að gjöra pér skiljnnlegt, að pú —.“
„Eg hefi trúlofazt,“ sagði Ivar um leið og hann peytti péttum
reykjarmekki út úr sér.
„J>að breytir alveg málinu, pá hefi eg engu við að bæta, pví
eigi ber að saka pig um orðinn hlut. En hver er pessi unnusta
pín, er pú fer svo virðulega orðum um?“
„pér líkar hún víst ekki,“ sagði ívar og roðnaði við.
„|>á pekki eg hana. Látum okkur gæta að pví, hver ríkust
gjaforð við pekkjum báðir — máske pað sé einhver af dætrum
konungs-veiðistjórans á Krarup — nei, pær eru of flenntar — en
pá —
»fú getur pess aldrei,“ sagði ívar ópolinmóður, „pú mátt ekki
leita að henni svo hátt upp { mannfélaginu — pú verðnr að leita að
henni langtum neðar. Yið verðum að fara pangað niður, par sem
að kammerjungherra er álitinn sem hálfguð.“
„Til ómenntaðra,“ sagði Einar með óánægjusvip. „Eg vona, að
pú hafir pó aldrei valið pér pað konuefui, er ekki gengur pér til
jafns í almennri menntun.“
„|>að vantar ekkert uppá pað, og hún hefir gengið á beztu
skóla höfuðstaðarics. Faðir hennar er mér að öllu leyti öviðkomandi
nema pví einu, að hann á að borga skuldir mínar. Kærastan mín
er nefnilega hún Helga Petersen.“
Einar gekk pegjandi um gólf.
„Núnú, hvað segirðu um pað?“ hrópaði ívar og spratt upp úr
legubekknum.
„Ekkert. J>ú pekkir álit mitt á Petersens hyskinu, og mér
dettur ekki í hug að endurtaka pað nú, pegarpú ert lofaður dóttur-
inni.“
„Eg hafði vonazt < ptir liðsinni pínu við Evu systur mína.
„Eg hefi engin áhrif á systur pína.“
37
„!>að er ekki til neins“ svaraði Eva, „hann er nú hérna,“ og
um leið sló hún og hitti stólpann með hnettinum, svo kvað við hátt.
,,'í>akká pér fyrir, Eva“ sagði Ivar, „petta var laglega af sér
vikið. Og pú, Einar minn, ert ekki alveg ósigrandi,, pó Ove full-
vissaði ykkur um pað.“
„Hann hefir ekki vitað af pví, að pér væruð svo mikill snillingur,
fröken Vinge.“
Einar gekk við hlið Evu heimleiðis.
„Ove sýndi mér skrifbókina sína i dag,“ sagði hún.
„Já, eg veit pað.“
„Hann er vel gefinn. Eg dáist að pví, hve mikið kapp pér
leggið á að fá Ove til að aðliyllast álit yðar og dóm á aðlinum.11
„fað er mér sönn ánægja, að frökenin dáist að nokkru hjá
mér.“
„Dveljið pér pá af ásettu ráði við pessar kefiningar?11
„Já.“
Eva leit á hann og hann horfði aptur með alvörusvip á hana.
„Mér pætti fróðlegt að kynnast ástæðum yðar fyrir pessum
kenningum yðar.“
„f>að skal vera mér ánægja að segja yður pær. Eg álit pað
hvergi nærri nög, að kennarinn kenni lærisveini sínum bókleg fræði,
heldur eigj hann að mennta anda hans og hefja huga hans. En
mest ríður. pó á pví að kemiarinn sannfæri lærisveininn um pað, að
hann só sijmar eigin gæfu smiður og að hann purfi bæði að vera
iðinn og ástundunarsamur til pess að verða nytsamur meðlimur í
mannfélaginu. Eg er bæði kennari og vinur Oves, og eg vil reyna
til pess að hann fái rétta hugsun á mannlífinu, pá getur hann betur
notið hæfileika sinna, er par að kemur.“
„Er pað pá álit yðar, að pað sé rangt að gleðja sig yfir afreks-
verkum forfeðra sinna.“
„Já, eg er á pví, nema pví að eins, að sú gleði verði manni
sjálfum uppörfun til fremdarverka. Og eg er jafnyel sannfærður
um pað, að frökenin er á sama máli.“
„|>ar lield eg yður pó skjátlist.“
„Jað má vera, en pó e- « pess fullviss, að væruð pér karlmaðu,