Austri - 18.04.1899, Blaðsíða 2

Austri - 18.04.1899, Blaðsíða 2
K R. 11 A U S T R 1. 42 frjáls verzlun. Ef pau hefðu reynzt eins vel og sumir hafa af peirn látið, pá œttu allir, sem mestmegnis hafa skipt við pau svo árum skiptir, að vera töluvert betur efnum búnir til jafnað- ar en peir, sem eingöngu hafa verzlað við kaupmenn. En ætlisvosé? Skoð- uð eingöngu sem meðal til pess að ouka samkeppni í verzlaninni, pá eru kaupfélögin nú orðin öpörf,* par sem næg samkeppni er fengin með hinni miklu fjölgun kaupmanna á síðustu árum, og ættu menn pví almennt að hlynna að peirra verzlun, svo að efn- uð miðlungsstétt gæti komizt upp í lindinu, sem ætti að geta orðið pvítil gagns og sem er líkleg til framfara. J, Sva r. —o—• í samfleytta fjóra mánuði hefir klei'k- urinn í Hofteigi stritað við að rita svar móti greininni: „Hrakfarir kvenna- skólamálsins“ sem stendur í 10. tbl. Framsóknar f. á.; en ekki hefir klerki par verið hægt um vik, pað sýnir hinn langi tími, er ti! ritsmíðinnar hefir gengið. Nú er pó pessi ritsiníð hans komin á prent, og prýðir hún hátt á fjórða dálk í Bjarka. En synd væri að scgja, að par væri gull í feldi. Grein klerksins er fremur dónalega rituð og í henni koma svo óvönduð orðtæki fyrir, að hún er ljós og skír sönnun pess, hve skólamenntunin verð- ur gjörsamlega að engu pegar hún ekki nær að falla í frjóvan akur. En, að slíkt er ekki skólunum að kenna, pað vita allir, sem óbrjálaða skynsemi hafa. Klerkurinn slær háðstóninn, er hann nefnir Eramsókn. En tónn sá ómar eymdarlega og dregur á eptir sér lang- an apturhalds-seim, rétt sem hann kæmi ofan af hundrað ára gamalli bað- stofupekju, lengst inni í afdal. Væri klerki bezt að rækja gott ráð og kingja sem skjótast niður peim hinum leiða tón. pvi tuttugasta öldin mnn hlægja að öllum peim, sem með nánasarleg- um búraskap og nærsýni standa móti fjárframlögum til nauðsynlegra mCnnta- stofnana í landinu. En pó háðstónninn kbngi ámátlega hja klerki, pá er pað pó cnn verrn, að hann í grein sinni ber fram tvöföld ósannindi. Onnur pnu: að ,ið hælum okkur af pví, að hafa orðið fyrstar til að rita um kvennaskóíamál Austfirð- inga. Hin: að okkur sé sama, hvernig lagaðan kvennaskóla Austurland fái, ef aðeins einhverjum skóla sé tildrað upp. Hvorttveggja petta eru ósann- indi, og sitja pau illa á presti. Vesalmannlegt er puð af honum, að hallmæla sýslunefud Suðurmúlasýslu, pví bágt mun hann eiga með að sanDa að frestunartilögur hans hafi verið henni að kenna. Prestslegra hefði verið, að reyna til að miðla málum og hvetja til samtaka og bróðurlegrar samvinnu, en að loka málið inni. pótt klerkí falli miður, skal pað pó enu tckið fram, að sýslumaður A. Tulinius hefir verið kvennaskólamáli Austfirðinga hlynntur frá byrjun. Og verði roálið tekið fyrir á uý, berum *) Mei'/an ltáupféiógin selja útlendu vöruna mun ódýrar en allur fjöldi kaupmanna^ getur enginu sagt með ástæðum að þau séu óþörf. Bitstj. við pað traust til hans, að hann muni sýna pví öfluga liðveizlu, slíkur fram- faramaður sem hann er og svo vel sem hann er fallinn til gagnlegra fram- kvæmda, Enn er pað ósatt hjá klerki, að Eramsókn ráði til að fresta að senda „sýslunefndarmenn Suðurmúlasýslu" á fund framvegis. í Eramsóknargveininni stendur: „Ef sýslunefndirnar nú ekki sýna rögg af sér á pessum vetri og verða búnar að koma málinu í svo gott horf að skólinn verði rcistur eigi siðar en árið 1900, pá finnst oss „að svo komnu máli“ full ástæða til, að „frestað“ yrði að senda pá fulltrúa á sýslufund, er sýnt hafa frægð sina á pví að reyna að eyðileggja gott málefni.“ En, að hindra framgang mála með frestunartillögum, pað álítum við til- raun til að eyðileggja málin. En eitt er pó gott við pessa grein klerksins í Bjarka, og pað er, að hoaum virðist vera talsvert áhugamál að vera talinu með „helztu hvatamönnum“ kvenuaskólamáísins. En hér mun sann- ást sem fyrri, að „verkinsýna merkin“, og pað er álit vort, að klerkur purfi eitthvert annað afreksverk að vinna, málinu til stuðnings, heldur en pessa Bjarka-grein, áður en menn sann- færast urn pað fyrir alvöru, að liann sé „hvatamaður“ pessa máls, því vér könnumst ekki við, að sagnorðin: að „hvetja“ og „fresta“, pýði hið sama á islenska tungu. 6. apríl 1899. S. í\ I. s. Úr bréfi úr Strandasýslu. Ef pér viljið heyra fréttir héðan úr sýslu, pá eru nú helztu íréttirnar pær, að sorg og söknuður hefir læst sig inn að hvers manns hjarta, sem kominn er til vits og ára, útaf yfir- valdsmissinum. [>að mun fremur fá- gætt, að ekki tekjumeira embætti né blómlegra byggðarlag en Stranda- sýsla er álitin, njóti sama yfirvaldsins í 35 ár eða meir enn priðjung aldar, pótt mörg álitlegri embætti séu á boðstólum, og pó mun pað enn fágæt- ara, að njóta svo lengí pess yfirmanns, sem eins liefir verðskuldað virðingu og elsku hvers einasta manns, sem við i hann hefir kynnzt, einsog sýslum. 8. ■ E. Sverrisson gjörði. Hann var ein- j hver sú fagrasta fyrirmynd í aliri j háttprýði, sem hægt er að hugsa sér. i far var sannarlega pað höfuð, sem j vert var fyrir limina að dansa eptir. j Sú almenna elska og virðing sem borin var til hans af æðri og lægri, var efalaust aðalorsökin í pví, að hann purfti að sjaldnar en nokkur dæmi munu til hér á landi, að nota aðstoð laganna til pess að balda góðri reglu og almennn siðsemi. Hann var mjög óhneigður fyrir, að láta mikið bera á sér, og pví var hann sjaldanj talinn í broddi fylkingar, til pess að koma á fót nýjum framfarafyrirtækjum, en j engin slík tilraun muu pó hafa veiið gjörð svo, að hann væri par ekkimeð peim fremstu, og optast öllum fremri pegar til fjárframlaganna kom; og pað sem mest var umvert; hann lét i ljósi svo innilega velvild til allra peirra j manna, sem eitthvað nýtilegt vildu i láta af sér leiða; en pað, að verða var við pakklæti hans og góðvild fyrir pesskonar, fannst öllum hin dýrmæt- asta heiðursmedalía, og á pann hátt gat hann verið aðal hvatamaðurinn til alls pess sem gagnlegast var, pótt hann vissi ekki sjálfur af pví. í búskapnum hefir hami víst að öilu samanlögðu skarað framúr öllum samtíðarmönnum sínum á Yesfcurlandi og að líkindum mun áhýli hans, Bær í Hrútafirði, hera pess lengi merki. Hann reisti par hið vandaðasta íveru- hús fyrir nokkrum árum, og öll pen- íngshús byggði hann einnig að nýiu og pau vandaðri og rúmbetri en al- mennt gjörist. Ejárhús hafði hann tvenn fyrir meiri hluta fjársins, önn- ur í Jónsseli, sem er byggt af Bæjar- landi og lét hann féð pangað á viss- um t ruum og heyjaði par svo rítlega að, að hann mun ekki hafa eytt öllu meiru en helmingnum sum árin, enda sást pess merki næstl. vor, pví pá tók hann 100 fjár af einum mauni á inni- stöðugjöf, og hefði haldið pað hiklausfc út svo mánuðum hefði skipt ef á hefði purft að halda. Eg gjöra helzt ráð fyrir ef hai'ðiudi hefði haldizt, að hann hefði bætt öðru hundraði við áðnr peim hefði lokið; og munu fá dæmi til svo verulegrar hjálpar, en sveitungar hans höfðu samt ekki ástæðu til pess, að falla í foruudran yfi.r sliku, pví hann var búinn að vera peirra aðal bjarg- vættur í slíkum tilfellum fleirum sinn- um pó að líkindum mest hafi kveðið að pví 1882, pví pá munu fáir eða engir bæir í hreppnum seni ekki sóttu liey að Bæ að lokum, og ekki einungis pað, heldur líka úr nærliggjandi hrepp- um, og sunnan úr Laxárdal í Dala- sýslu var sótt hey að Bæ pað vor. Hvað mikið Sverrisson sál. bætti tún og engjar áhýlis síns, er ekki hægt að segja í fáum línum, pað var afar» mikið og var inmfalið í vatnsveiting- um, púfnasléttun og girðingum. jþa.ð getur verið að dæmi séu til jafnmik- illa jarðabóta eða meiri á einni jörðu en pau munu vera fá, og enn færri par sem allt er gjört eins vel sem gjört er eins og par, og pví færri par sem öllu er haldið eins vel við, smáu og stóru, enda háru allir hlutir á heimilinu vott um hina einstökustu umhyggju og regluscmi. pví miður er ekki hægt að segja, að almenningur breytti eptir peirri fögru fyrirmynd, sem Sverrisson sál. gaf sýslubúum sínum, eins vel og vera skyldi; eu pó er eg viss um, að at- hugull og róttsýnn maður, getur rakið spor hans urn alla sýsluna, sýslubúum til ómetanlegs gagns og sóma. Af eigin reynslu get eg borið pað að eng- inn hefur haft meiri áhrif á mig til verklegra framkvæmda en hann. Eg hefi heldur aldrei séð mann gleðjast eins innilega yfir að sjá búnaðarlegar umbætur hjá öðrum, sem Sverisson sál. Jj>að var líkast pví, að allt slíkt væri gjört fyrir hann sjálfann; svo hjartan- lega ánægju lét harin í ljósi yfir öllu pesskonar, bæði á bak og hrjóst. Hann var maður sem ekki sá ofsjóuír yfir velgengni annara. Hugsunarháttur hans var göfugri en svo. Sverrisson sál. var líka stakur gæfu- maður, og aðal gæfuna má óhætt telja í pví innifalda, hve ágæta konu hann átti. Erú Ragnhildur er að sínu leyti engu síður fyrirmynd kvenna en hann var karla, og óeíað má telja henni drjúgan pátt í hinu fagra æfistarfi manns hennar. Yér höfum heuni pví einnig rojög mikið að pakka, og pað má pví telja skyldu vora, að sýna henni pað pakklæti og pá viðurkenningu sem vér getum í té látið. Mikillega munu allir óska pess að hörn Sverrissons sál. geti notið handaverka föður peirra í Bæ, enda eru pau bæði hin mannvæn- legustu. Oddný er gift Yilhjálmi Ing- varssyni smið og realsst., efnilegasta manni, en Eiríkur Sverrisson, sem er giftur Hikli Thorarensen frá Stórhnlti, er hvers manns hugljúfi, vel skynsam- ur og gætinn og eg er viss um, að par eigum vér mjög gott mannsefni ekki einungis að mannkostum (sem enginn mun efa) heldur einnig að hæfilegleik- sem eeta komið oss að rniklu liði. Jarðarför Sverrissons sál. fór fram að Prestbakka 17. febr. og gjöri eg ráð fyrir að pess verði getið í Beykja- víkurhlöðunum áramt helztu æfiatriða hans. Það hefir verið krankfelt í Hrúta- firðinum í vetur einkum af lungna- bólgu og kvefvesöld og bafa nokkrir dáiö úr pví, Norður í Strandasýslunni hefur verið betra heilsufar. Tíðarfar hefir verið mjög gott. Hagar alltaf nógir í Hrútafirði og víða hér norður um sýsluna, en pð er á sumurn stöðurn komnir 14—15 vikna innistaða á fé nú viku af Góu og mun pað pykja langur tími í sumum sveitum. í vetur skildum vér Strandamenn félagsskapínn vii Dalasýslubúa í verzl- unarefnum. er eru pegar stofriuð hér tvö ný verzlunarfélög, anna? í Stein- grímsfirði an hitt í Hrútafirði, og er ráðgjört, að bæði félögin setji upp dá- litla söludéildarverzlun; á Borðeyri og Hólmavik, sem að verði með iíku fyrír komulagi í aðalatriðunum, sem Torfi í Ólafsdal ritar um og mælir fram með í 18. árg. Andvara og hann telur rétt- nefnd „kaupfélög“. I mjög smáum stil verður petta fyrst um sitm, pví ekki höfum við annað til pess að kanpa fyrir söludeilda vör- ur en rúman helming pess sem vér er- um búnir að safnaí „Kaupfólagssjóð“ Dalafélagsiiis. Hér norður í sýslunni sýnist áhug- irm fara fremur vaxandi en minnkandi á kaupfélagsskapnum, endahefur Dala- félagið veitt oss margra krónu hagn- að pau 8—9 ár sem vér höfum skipt við pað. Og pao sem vér höfum Dala- félaginu að pakka, pað liið sama höf- um við skólastjóra Torfa í Ólafsdal að pakka,pví félagið ereitt af hans nýtlegu frainkvæmdum, og ættu raenn að at- huga pað vel og láta pað ekki gleym- ast. G. G. Seyðisfirði, 18. april 1899. Tiðarfarið er litlu hetra en áður. Kyrrt veður síðustu daga og frost lítið. Snjoílóð hljpp fyrir skömmu á gufu- bræðsluhús Imslands kaupmanns á Ejarðarströnd og braut pau gjörsam- lega niður. Þar ('ð allt er par undir snjó ennpá, vita menn eigihvort gufu- ketillinn er mikið skémmdur og geta pessvegna eigi metið skaðann. Húsbruni. Aðfaranótt p. 13. p. m. kom upp eldur í húsi kaupmanns og úrsmiðs SteíVuis Tii. Jónssonar áEjarð- aröldn. Urðu menu brátt varir við eldinn og safnaö.st múgur og margmenni par að til að bjarga. Yar töluverðuaf innauliúsmunum bjargað en litiu sem engu úr verzlunarbúðinni og verkstæð- inu. Menri neyttu allrar orku til að slökkva eldinn, en árangurslaust, og brann húsið til kaldra kola á skömm- urn tíma.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.