Austri - 15.06.1899, Blaðsíða 2

Austri - 15.06.1899, Blaðsíða 2
A U S T K J , ráðið samþykki á fundi sínum í sum- ar, og felur oddvita að fá Pál verk- fræðing Jónsson til að gjöra sem fyrst tillögur þær er lögin heimta af verk- fræðing, svo að þær geti komizt til landshöfðing,ia í tæka tíð. Nefndin álítur að ekki sé að tala um að brautin liggi annarsstaðar en um Fagradal, og er komið er út úr honum, þá að vest- an verðu við F,yvindará (Fagradals megin) allt niður að Eyvindarárbrú og þaðan beina leið niður að Einhleyp- ingi á Lagarfljóti 7. Kom fram beiðni frá Gunn- laugi Jóhannssyni á Höfðabrekka um að fá leyfi til sveitaverzlunar á Mjóa- firði. Nefndin samþykkti með öllum atkvæðum, að veita honum það. 8. Lesið upp bréf frá forstöðu- mönnum búfræðingafundarins í sumar um að veita að minnsta kosti einum búfræðing ferðastyrk til fundarins. 1 tilefni af’því kom fram beiðni frá Stefáni búfræðing fórarinssyni um 100 kr. styrk til að sækja fundinn. J>að var fellt með meiri hluta atkvæða mest fyrir þá sök að nefndin hafði í sömu andránni samþykkt að skora á Guttorm alþingismann Vigfússon að mæta á þessum fundi. 9. Kom til umræðu að styrkja fá- tækar stúlkur í sýslunni til náms á kvennaskólunum sunuan eða norðan- lands eða bústjórnarskólanum. Eptir nokkrar umræður samþykkti nefndin að veita tveimur fátækum efniiegum stúlkum 100 kr. hvorri til náms á þessum skólum. Sýslunefndarmönnum Geithellna- Berunes og Breiðdalshrepps var falin framkvæmd á að veita hæf- um umsækendum styrkinn. Bar eð kvöld var komið var fund- inum frestað til kl. 11 árdegis næsta dag. Fundurinn byrjaði á tilteknum tíma þ. 22. apríl. 10. Uppá stunga kom fyrir fundinn að nefndin vildi mæla fram með að Árna bónda Jónssyni á Finnsstöðum verði veitt heiðurslaun úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fyrir dugnað í jarðabótum. Eptir að nefndin hafði íhugað skýrslu er með var send frá skólastjóra Jónasi Eiríkssyni á Eiðum og búfræðing fórarni Benediktssyni yfir jarðabætur hans, samþykkti nefud- in, að mæla fram raeð honum til heið- urslauna, í einu hljóði. 11. Ásmundur bóndi Jónssón á Flugustöðum hafði verið útnefndur af sýslunefndinni til að yfirlíta jarðabæt- ur í Geithellnanreppi, en þar eð hann sökum sjúkleika gat ekki framkvæmt ■þenua starfa, hafði sýslumaður útnefnt Jón Jónsson á Flugustöðum upp á væntanlegt samþykki sýslunefndar, til að gjöra það í hans stað síðastliðið haust og fann sýslunefndin ekkert við það að athuga. þ>vínæst voru útnefnd- ir menn til að yfirlíta jarðabætur á yfirstandandi ári, í Geithellnahreppi Jón Jónsson á Flugustöðum í Yalla- hreppi Jónas Benediktsson á Keld- hólum, í Breiðdalshreppi Páll Bene- diktsson á Gilsá. 12. Sýslunefndin samþ.kkti í einu hljóði að veita leikfimisfélagi Eskifjarð- ar 50 kr. 13. Kom íram uppástunga um að breyta reglugjörð um lækniughunda af bandormum þarrnig, að bætt sé inn í fyrirsögnina milli orðanna „sneypa“ og „skal“ „Hver hundur só látinn standa eitt dægur inni,eptir að honum hefur verið gefið inn, og síðan baða hannúr lyfi því er læknir ákveður.“ en fella burtu setninguna, er þar stöð áður á milli. Hefndin samþykkti þessa uppá- stungu eptir nokkrar umræður. 14. Tekið að ræða um horfellislög- in frá 1897. Oll nefndin var á einu máli um að þossi lög væru óhæf íþví formi, sem þau eru nú. Uppástunga kom fram um að velja menn í nefnd til að íhuga þau nákvæmlega og semja uppástungu til þingmálafund- ar í vor um breytingu á þeim. Sýslu- nefndin samþykkti þessa, uppástungu og hlutu kosningu pórarinn Bene- diktsson á Gilsárteigi, 8igurður Ein- arsson á Mjóanesi og cand. jur. Björg- vin Yigfússon á Hallormsstað. Skýrslur urn heyásetning voru elflii komnar frá öllum hreppum sýslunnar, sökum þess að skoðunarmennimir álitu almennt að skýrslur ættu að sendast yfir hvor- tveggju skoðunargjörð í einu, en liin síðari var nýafstaöin. 15. Samþ. sýslnnefndin að skýrslu- formið, sem amtsráðið samdi fyrir hreppstjóra, er þeir skulu gefa samkv. horíellislögunum, væri heppilegt. 16. Rætt um verðlagsskrárlögin. Samþ. að skora á alþingi, að breyta lögum nr. 16 frá 6. nóv. 1897, um undirbúning verðlagsskráa, og sérstak- lega fella úr niðurlagi 2. gr. laganna. Yar sömu nefnd og í lið 14 falið á hendur að korna þe*sari áskorun til þingmálafundar í vor. 17.Sýslusjóðs- og sýsluvegasjóðsreikn- ingar sýslunnar fyrir árið 1897—98, endurskoðaðir af endurskoðanda sýsl- unnar, framlagðir og samþ. 18. Sveitarsjóðsreikningar fyrir 1897—98 framlagðir ásamt athuga- semdum endurskoðanda við þá, er verða j tilkynntar hlutaðeigandi hreppsnefnd-/ um hið bráðasta. Endurskoðanda vai) falið á hendur að semja hina vanalegu ársskýrslu um ’nag sveittirsjóðanna t sýslunni. 19. Endurkosinn. var cand. phil. Guðmundur Á.sbjarnarson til að end- urskoða sýslu- og sveitarsjóðsreikninga Suður-Múiasýslu næsta ár, fyrir sömu Jióknun og að undanförnu. 20. Upphæð styrktnrsjóðanna í árslok 1898: í Skriðdalshreppi . . kr. 236,83 - Yallahreppi .... — 449,03 - Eiðahreppi . . . . — 203,74 - Mjóafjarðarhreppi — 426,40 - Xorðfjarðarhreppi — 346,34 - Reyðarfjarðarhreppi— 753,53 - Fáskrúðsfjarðarhr. — 657,77 - Breiðdalshreppi . . — 487,50 - Berunesshreppi . . — 127,18 - Geithellnahreppi . — 286,00 21. J>v’í næst var tekið fyrir að gjöra áætlun um tekjur og gjökl Suð- ur-Múlasýslu, og varð áætlunin sem hér segir: T e k j u r. I sjóði frá fyrra ári . . . kr. 59,04 Sýslusjóðsgjald samkvæmt lögum nr. 15 þ. 4. júní 1898 jafnað niður á sam- anlögð fasteignar- og lausa- fjárhundruð í sýslunni, 7657 hundruð (hérumbil 23j2 a.)........kr. 1800 Og á verkfæra menn ...........— 900 kr. 2700,00 Jafnaðarsjóðsgjald .... — 1198,30 Samtals kr. 3957,34 Gjöld. Jafnaðarsjóðsgjald .... kr. 1198,30 Til sýslufunda ............—• 350,00 Til ljösmæðra...............— 600,00 Afborgun af láni Eiða- skólans..................— 510,00 Hunda inngjafir..........■— 400,00 Til vegaskoðunarmanna . — 180,00 Ferðakostnaður námsmeyja — 200,00 Til leikfimisfélagsins á Eskifirði ............-— 50,00 Ýmisleg útgjöld ............— 469,04 Samtals kr. 3957,34 22. Yar ráðstafað sýsluvegasjóðs- gjaldi þessa árs. Samþykkt að hver hreppur vinni upp sitt gjald í þetta sinn. Mjóa- fjarðarhreppur fær leyfi til að láta hálft gjaldið ganga í lireppavegina samkvæmt 18. gr. vegalaganna. Hálft gjaldið úr Geithellnahreppi gaugi til Skriðdals- og Eiðahrepps til jafnra skipta. Sýslunefndarmönnum hvers hrepps er falið á hendur, að sjá um, hvar vinna skuli, hver í sínum hreppi. Samþ. að Björn Jönsson á Gestsstöð- um standi fyrir vegavinnu í Fáskrúðs- fjarðarhreppj, Jón Finnbogason í Breiðdalshreppi og Jón ísleifsson í Skriðdals- Yalla- Reyðarfjarðar- og Xorðfjarðarhreppum. í öðrum hreppum sýslunnar ráði sýslunefndarmenn verk- stjóra. 23. Samþ. að Sigríður Oddsdóttir á Ósi gegni fyrst um sinn ljósmóður- j starfanum á innsveit Reyðarfjarðar með fullum launuin (60 kr.) 24 Korn fram umsókú frá yfir- setukor.u Breiðdalshrepps um 20 króna launaviðbót. Eptir noklcrar umræður samþykkti nefndin það, af því sérstak- ar ástæður voru fyrir hendi er með því mæltu. 25. Samþykkti sýslunefndin að veita fyrv. yfirsetukonu i Fáskrúðsfirði 60 krónur úr sýslusjóði eitt skipti fyrir 311. 26. Kom fram kæra frá Guðmundi Árnasyni á J>orvaldsstöðum i Breiðdal út af slæmum fjallskilum. Xefndin áleit að málið væri þannig vaxið, að það heyrði ekki undir fundinn. 27. Kosin kjörstjórn í Mjóafjarðar- hreppi, til að kjósa vara-sýslunefndar- mann; kosningu hlutu: sira J>orsteinn Halldórsson og Viihjálmur hreppstjóri Hjáhnarsson. í Xorðfjarðarhreppi kosnir í kjörstjórn: Einar Jónsson hreppstjóri og Jón Bjarnason bóndi á Skorrastað. 28. Xefnd sú, er kosin hafði verið til að athuga útsvarskærur sbr. lið 4, lagði fram útsvarskæru Bjarna Kol- beinssonar úr Xorðfivði, og var tillaga hennar að lækka útsvar hans úr kr. 9,15 í kr. 6,00, samkv. ósk hans, án þess að taka til greinu kröfu hans u:n hækkun á þeim, er harm tekur til sam- anburðar. Sýslunefndin féllst á þessa tillögu. 29. Saiua nefnd lagði fram útsvars- kæru frá Davíð Davíðssyni úr Xorð- firði, og var tillaga hennar, að þessari kæru væri vísað heim til nýrrar að- gjörðar af hreppsnefndinni; verður málið því tekið fyrir á aukafundi sýslu- nefndarinnar í sumar. 30. Samþ, að veita 20 kr. til að prenta fundargjörðipa. 31. Oddvita sýslunefndarinnar veitt- ar 20 kr. úr sýslusjóði fyrir ritföng, afskriptir og ómak m. m. 32. Endurskoðanda sýslunnar falið á hendur að endurskoða reikningaFá- skrúðsfjarðarhrepps, til að komast, fyrir reikningsskekkju, er sýslunefndin fann í reikningi frá 1895, en sem hrepps- nefndin ekki viðurkennir. Sýslusjóður borgar kostnað er af því leiðir, fyrst um sina. 33. Borgað fyrir húslán til fundar- halds og átroðning, 50 kr. 34. Ákveðið að halda aukafund í sumar seint í ágúst, á J>orvaldsstöðu:n í Skriðdal. Fundarbók upplesin og fundi slitið. A. V. Tulinius, Guðm. Asbjarnarsen. G. Högnason. B. StepJianson. pórarinn Benediktss. Antonius Björnss. jSigurður Einarss. jSveinn Ölajsson. Jón Finnsson. Benedikt Eyjbljsson. * * * Rétta útskript staðfestir Skrifstofu Suöur-Múlasýslu, Eskifiröi 16. maí 1899. A. V. Tulinius. jjPHT’ Kvennaskólastúlkur geta á næstkomanda vetri fengið kost, þjónustu og húsnæði hjá undirritaðri fyrir 65 aura um'daginn, með því móti að skafla sér sjálfar rúmföt og borga allt fyrir- fram í innskript hjá einhverri verzlun hér, eða í peningum. Akureyri, 11. júní 1899. Guðný Pálsdóttir. WWT" Mánudaginn 19. þ. m. verð- ur, samkvæmt auglýsing bæjarfógetans á Seyðisfirði dags. 6. þ. m., haldið opinbert uppboð á Búðareyri í Seyðis- firði og þar seldar ýmsar vörur og munir tilheyrandi Pöntnnarfél. Fljóts- dalshéraðs. Skilmálar verða birtir á staðnum. Seyðisfirði, 8. júní 1899. Jón Jónsson. Sundmagar, vel verkaðir, á 50 aura pundið eru keyptir við verzlanAndr. Rasmussens á Seyðisfirði. XJndirritaður kaupir fyrir 20. júlí næstkomandi 5 folöld einli.t, helzt rauð. hvít, eða brún; eiimig mórauð tóuskinn með hæsta verði. Seyðisfirði 6. júni 1899. Jóhann Yigfússon. Verzlan O. Wathnes erfingja á Seyðisfirði: selur allar nýlenduvörur með mjög lágu verði, gegn peningum, einnig nú nýkomið með „Agli“ mikið af herða- klútum, langsjölum, hvítum léreptum, stumpasirz mjög fallegt á 1.60 pr. pd. mikið úrval af albumum stórum og smáum, margar fínar sortir af reyk- tóbaki, svo sem, Missouri 2,00 pd. ísl. Flag 1,50 pd„ Eugl. Flag 1,60 pd. Mossrose 1,40 pd., ennfremur Zinkhvíta 0,30 pd., Blýhvíta 0,29 pd., Fernisolía 0,28 pd., blátt málí dósum 0,25 pd„ o. fl. fl. Eins og að uhdanförnu verður selt með alt að 500/° afslætti það er var í búðinni áður en hinar nýju vörur kómu. Fiskur bæði ur salti og verkaður verður framvegis keyptur gegn pcn- ingum utí hond. Seyðisfirði, 6. júni 1899. Jöhann Yigfússon. HÚ8 til SÖlu. Xýtt hús vel vandað, 12 al. langt og 10 al. breitt er til sölu í kauptún- inu í Mjóafirði með vægum og góðum borgunarskilmálum. Lysthafendur snúi sér sem allra fyrst til min, sem gef allar nán- ari upplýsingar. Seyðisfirði 1. júní 1899. Helga A. Guttormsdóttir. Töuskinn, eru keypt við háu verði í verzlan Andr. Rasmussens á Seyðisfirði. XJndirritaður pantar fyrir menn alskonar þak- og veggjapappa og um- búðapappír raeð verksmiðjuverði. T. L. Imsland. ~HLlD AR F. xT) íT” Hérmeð augiýsist að nafu á jörð minni er breytt og heitir hún hér eptir Hlíðarendi í Breiðdal í stað þess að hún h'ofir áður verið kölluð Geldingur. Hliðarenda, 31. maí 1899. Jónas Bóasson. TþÁK K ARÁ V ARP. Eg undirritaður finn mér skylt að þakka opinberlega minni kæru móður- systur, ekkjunui Kristínu Eldjárns dóttur og sómamannin'um Guðua Stefánssyui (báðum á Breiðavaði í Eiðahreppi), sem hafa veitt mér fæði og allt Jjað, er eg heli þarfnast, nærri í allan vetur, án nokkurs endurgjalds. Sömuleiðis vil eg minnast göðsemdar þeirra hjóna Sigbjörns bónda Björns- sonar og Margrétar Sigurðardóttui á sama bæ, sem án umtals hafa veitt mér húsnæði ásamt íleiru. Um leið og eg óska þessu heiðurs- fólki alls góðs, fyrir þossa fáheyrðu rausn við mig, vil eg óska að aðrir, sem efnaðri eru, taki sér þetta góðverk til eptirdæmis og fyrirmyudar. Húsavík, 30. marz 1899. Stefán Eldjárn Bjarnarson. Ábyrgðarmaður og ritstjóri: Cand. phil. Skapti Jósepsson. Prentsmiðja porsteins J. O. 'Skaptasonar.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.