Austri - 01.03.1900, Blaðsíða 2

Austri - 01.03.1900, Blaðsíða 2
NR. 7 A U S T R I. 24 hann vopnaði alla skipshöfnina; pað er og einkennilegt, að hann skipar að sprauta á pá, einsog hann hafði heyrt að annar botnverpingur hafði œeð góðum árangri notað sér af til pess að verða eigi te.iinn við Island við ó- löglegar veiðar af öðrum sýslumanni. Hann hlýtur pví að dæmast til hegn- ingar samkv. 99. gr. alm. ísl. hegn- ingarlaga og eptir hinum dönsku hegn- ingarlögum 146. gr. fyrir að hafa tælt Holmgren til að gefa réttinum ranga skýrslu, pví að hann sendi Holmgren í sinn stað í réttinn hlýtur að skiljast á pann hátt, að Holmgren ætti að segjast vera skip- stjórinn og til pess hafði Nilsson pví frekari ástæðu, sem pað voru allar líkur til að hann yrði dreginn til á- byrðar fyrir aðfarir sínar á íslandi, og svo gat Holœgreen ekki sætzt á að borga sektir, nema hann segðist vera sjálfur skipstjórinn. Holmgreen, sem fyrir rarmsókn- arréttinum hefir gjört allt til að sann- leikurinn yrði í ljós leíddur, verður að sakast samkv. 99. gr. sbr. við 48. gr. alm. ísl. hegningarlaga fyrir, eptir boði Nilssons,- að hafa verið búinn til pess að bægja sýslumanninum með valdi frá að koma uppá „Royalist“, sem peir í bátnum tóku eptir, og svo ber hann að dæma eptir hinum dönsku hegningarlögum 146. gr. sbr. 47. gr. fyrir að hafa gefið ranga skýrslu fyrir rétti. Ruga ard ber að dæma eptir h. ísl. hegningarlögum 99 gr. sbr. 48 gr. fyrir tilverknað sínn við bát sýslu- manns og eptir 230 gr. sömu laga fyrir að hafa tekið til sín hníf sýslu- mannsins. Undir rekstri málsíns hafa veiið gjörðar eptirfarandi skaðabóta- k r ö f u r: Frá útvegsbónda Sören Nielsen Grafheiði á Skaganum 35 kr. fyrir að „R,oya]ist“ á veiðum sínura undir Skaganum sigldi á net hans. ]?essa kröfu hefir Nilsson kannast við sem gilda. . Frá Chr. J. Ólafssyni Meiragarði á ísl. 42 kr. fyrir tap af árum og segli frá bát hans, er Hafsteinn sýslumaður fór út á og fyrir að koma bátnum til Sveinseyrar. Urá sýslumanni Hefstein fyrir skemmdir á fötum hans og missta muni, 159 kr., par af 10 kr. fyrir hinn fundna hnít. Hinar 2 síðasttöldu kröfur hafa sakborningarnir eigi viljað viður- kenna. En pað er ekki sannað, að Nilsson sé um pað að kenna, að bátnum livoldi, og skemdir á fötum sýslumanns orsökuðust við að lífga hann og pví geta skaðabæturnar par fyrir ekki lagst á sakborningana, sér í lagi Nilsson, og 10 kr- yrðu i öllu falli að dragast frá fyrir hnífinn. Upplýsingar um pær skaðabætur, er kynnu að bera hinum eptirlátnu eptir pá sem druknuðu á Dýrafirði hafa ekki getað fengizt áður en málið féll í dóm fyrir undirréttinum og hefir sækjandinn geymt peim par að lút- andi rétt peirra óskertan. Eptir npplýsingum frá varðskipinu við ísland hefir pað verið upplýst, að Nilsson hcfir áður verið hegnt par fyrir ólöglega veiði, par sem hann 1898 varð sem skipstjðri á enska botnverp- ingnum „Kuchov“ að borga 100 pund sterl. í sekt, og 9. maí f. á. gekkst hann undir að borga 56 pund sterl., er hann var tekinn með skóflurnár ut- anborðs og botnvörpuN áhepta á skipinu „R. H. B. Thomsen“, og svo hefir bæjarfógetinn í Reykjavík sett ofani við hann fyrir ósæmiíega hegðun við sýslumaniiinn í Hafnarfirði, en hafði pá eptir áliti varðskipsstjóra g,jört sig sekan í pungum glæp, ef sannanir hefðu getað fengizt gegn honum. Hann hefir játað pað hér fyrir rétttinum, að hann hafi fengið pá skipsskjölin á bæjar- fógeta skrifstofunni í ógáti og sigldi svo paðan án pess að borga sektina, sem útgjörðarmenn skipsins síðar borguðu. Loks hitti varðskipið f. á- Kilsson á „Royalist“ 10. júní rétt út af Loðmundarfirði á Islandi, er beið pá ekki eptir skipinu fyr en pað ’nafði sent honum 2 fallbyssuskot. fá var botnvarpan fest á skóflurnar, er purr, en' hann póttist pangað pá nýkominn inn í poku og vera að leyta að bát til að fá að vita, hvar hann væri, og par hann neitaði að hafa ætlað sér par á veiðar var hann aðeins rekinn burtu. Nilsson befir játað, að hann hafi borgað áðurnefndar sektir. Eptir fengnum, skilríkjum, er Nilsson fæddur í Eorshelluhéraði í Svípjóð 25. jan. 1860, en Rugaard í Kaupmh. 3. | marz 1878 og Holmgren í Oscarshöfn | í Svípjóð 28. apríl 1866. J>eir hafa | eptir fengnum upplýsingum eigi verið ( áður sakfelldir, nema Hilsson eptir pví sem áður hefir verið sagt. Rétturinn meinar aS sér berimynd- ugleiki til líka að dæma um pau á Islandi drýgðu afbrot og dæmir hina seku, Nilsson í 1 árs betrunarhúsvinnu, Holmgren í 2 sinnum 5 daga vatn og brauð og Rugaard í 6 sionum 5 doga vatn og brauð. I sektir til landsjóðs borgi Nilsson samkv. lög. 12. febr. 1872. 17. desbr. 1875 og 6. apr. 1898 3000 kr., og til rikissjóðs eptir lög. 5. apr. 1888 200 kr. og í skaðabætur til útvegsbónda Sören Níelsen Graf- heiði 35. kr. Að pví leyti sem Nilson líka er ákærður samkvæmt 200 gr. íslenzkra hegningarlaga verður hanE að sýkna af ákæru hins opinbera. Málskostnaður, par á meðal til máls- færslumanns Petersen 50 kr. og til verjanda, málsfærslumanns Nielsen 40, borgist af Nilsson pannig, að peir Holmgreen og Rugaard borgi par af Ve allir fyrir einn og einn fyrir alla.“ Dómur pessi er tekinn nær pví oiðréttur eptir Berlingatíðindunum, sem láta. í Ijós pað álit sitt, að dóm- urinn só of vægur. Hér á landi munu flestir með gremju lesa dóm pennan, sem virðist leggja svo óbifanlegan trúnað á framburð sakborninganna, en síður taka tillit til peirra upplýsinga er komið hafa héðau að heiman. En vonandi verður pessi dómur eigi fulln- aðardómur, pví vér álítum, að yfir- dómstólarnir líta öðru vísi á málið, annaðhvort herði á hegninguni eða \ísi málinu heim aptur. En einmitt af pví vér erum mjög svo óánægðir með mörg atriði dómsins, pá vildum vér taka dómírm hér allan svo hver og einn gæti séð dómsástæðurnar. ___ • Samkomulagið milli pings og stjórn arinnar er alltaf fienmr stirt, pví pingið getur eigi gleymt ráðaneytinu, að pað varði í fyrra hálfri millión króna til herbúnaðar ári fjárreitingar pingsins, en pó fór allt eim stórillinda- lítið milli málsaðila pað sem enn var liðið af pingi. Ráðaneytið er enn í sömu vand- ræðunum með að fá sér sæmilegan dómsmálaráðgjafa, er pyki hæfur til pess að bera fram á pinginu pær breytingar á réttarfari Dana, er nú hafa undirbúið í mörg ár bextu laga- menn peirra og er leitt að sú parfa breyting komist eigi á. Nú um áramótin hafa Svíar stungið upp á pví, að æskilegt væri að löggjöf allra Norðurlandabúa yrði sem líkust og hefir pví máli verið vel tekið bæði í Norvegi og Danmörku, par sem réttargrundvöllurinn í einkamálum er frá tíð Kristjáns konnngs fimmta og gjörist nú æði mikið á eptir tímanum. En til pess að koma peirri breytingu á pyrfti ágætan lagamann, sem enn vantar meinlega í hið núverandi danska ráðaneyti. Sviar liafa gamlar réttarkröfur til Wismar á J>ýzkalandi og allmikils lands, er Gústaf 4. lánaði út á 1803 nokkuð á 2 millión ríkismarka, en á- skildi Svíum rétt til að innleysa eptir 100 ár með pví að borga lánið aptur og greiða 3°/0 í leigu af lánsfénu. Nú hefir hinn frjálslyndi pingmaður; H e d i n, borið pá uppástungu fram á pingi Svia, að peir afsali sér inn- lausnarréttinum á Wismar ogumliggj- andi lands gegn pví a, ð J> j ó ð- verjar skili Dönum aptur Norðurslesvík, sem hefir danskt pjöðerni og peir eru eiginlega skyldir til eptir 5. grein í Pragarfriðnum 1866, er Napóleon 3. neyddi Prússa til að setja í friðarsamningana, en sem J>jóðverjar hafa svo langt frá pví upp fyllt, að peir einmitt pÍDa og ofsækja Norðurslesvíkinga á ýmsan hátt. Yilji pjóðverjar ekki taka pessum kostum, gefur Hedin pað í skyn, að pá sé peim maklegast, að Svíar selji pessa ÓDotalegu réttarkröfu sína pví stórveldi, er pjóðverjum kæmi verst og peim væri mest skapraun í. Dáinn er Geheimekonferentsráð C, S. K 1 e i n, er átti af Dönum með Krieger beztan pátt í stjórnarskrá vorri og kom hingað upp með kon- ungi vorum á pjóðhátíðinni sem fyrsti íslenzki ráðgjafi. Frumvarp hefir nú verið lagt fyrir pjóðping Bandaríkjanna um að pau kaupi i.inar Yestindisku smáeyjar af Dönum fyrir nokkrar roilliónir króna, og verður pá líklega loks af peirri sölu, er lengi hefir staðið til. S p í t a 1 a ætla Danir sér að reisa bráðlega á Patreksfirði og gjöra ráð fyrir að hann muni kosta 20—25 púsundir króna, og var pegar farið að safna gjöfum til fyrirtækisins í Kaup- mannahöfn. Síðasta alpmgi veitti 3000 kr. til spítalastofnunarinnar. Nýlega var leikrit Holdergs gamla „Gert Westþhaler,“ leikið á konungl. leikhúsinu í Höfn, og lengu leikend- urnir eigi sem mildastan dóm hjá dr. Edvard Brandes, og reiddist einn af hinum yngri leikendum dokt- ornum svo illa fyrir pann dóm, að harm sat fyrir Brandes, er hann að aflíðandi miðjum degi fðr af skrif- stofu „Pólitiken“ og gaf honum par á niiðri Austurgötu vænan löðrung, svo hatturinn hraut af honum, og síðan börðust þeir með regnhlíf og göngu- priki, en leizt pó að hætta, er fólk dreif að. Ritsjóti „Pólitiken“, H ö r u p, kærði síðan löðrunginn fyrir leikhússstjóranum og vildi fá leikaranum vikið frá leik- húsinu. En ekki varð pö af pví, en eigi var hann látinn leika fyrst um sinn í „Gert Westphaler,“ sem liita var ráðlegra vegna væntaulegra óeirða í konunglega leikhúsinu. 5 0 ára embættis jubileum sem yfirtollgæzlumaður, hélt herra H. I. Einst, faðir apothekara Ernst, 1. janúar s. 1. Hann er nú 73 ára og hinn ernasti og gætir enn embættis síns með sóma og dugnaði, og hefir samið ýmsat’ nýtar bækur í þeirri grein. Hann er af konungi sæmdur riddarakrossi dannebrngsorðunnar. • Yfirforingi ávarðskipinu „Heimdalli“ verður í sumar kapteinn 8 c h 1 ii t e r. Ofriðurinn. Herforingjar Englend- inga hafa aptur og aptur gleymt að gæta peirrar föstu reglu: „Hershöfð- ingi má gjöra allt, en aðeins ekkipað sem óvinirnir búast við“. Buller hershöíðingi og undirforingjar hans liafa einmitt gjört pað sem yfirforingi Búa, Joubert, og hinn frakkneski ráðanautur hans, Yillibois, ætluðu hon- um og voru vel við búnir, endahafa af- drifin farið par eptir. Búar hafa ætíð haft nægan her til að reka Eng- lendinga af höndnm sér með miklu manntjóni. Svona fór pað líka, er Buller ætlaði sér vfir Tugelafljótið í desember; og ekki gekk honum önnur tilraunir nú 24. og 25. janúar betur. Búar nörruðu Englendinga yfir Tugelafljótið oginní landið og létu pá ná par nokkrum hæðum, en héldu sjálfir hæðstu og beztu víguuum í kringum pá. Svo pegar peim pótti Englendingar hafa dregið að sér hæfi- legt lið, pájusu þeir yfir pá skeytunum úr öllum áttum, svo par var engri lifandi skepnu vært og Englendingar urðu að hörfa sem skjótast aptur suður yfir Tugelafljótið og höfðumisst mörg hundruð fallna og særða her- manna, par á meðal marga foringja, pví pó þeir beri ekki lengur emkennis- búninga, pá sjá Búar samt af stöðu þeirra, livar þeir muni vera og tina pá úr með hinum langskéytu byssum sínum. í byrjun þessá mánaðar var hinn frægi herforingi Englendinga, sigur- vegarinn frá Omdurman, Kitchener lávarður, kominn til herbúða Bullers, og var pá hafinu priðja tilraunin til pess að ná Ladysmith úr járngreipum Búa, sem hefir, undir forustu W h i t e hershöfðingja, varizt Búum af mikilli snild frá byrjun ófriðarins. Er nú lið peirra Kitchners og Bullers sagt að vera um 40,000, og verður nú víst fullreynt í petta priðja skiptið hver skjöldinn ber. Warren hét undir- hershöfðingi Bullers, er verstu fékk útreiðina fyrir norðan Tugela 24. og 25. jariúar. Og alls er nú liðsafli Englendinga í Suðurafríku sagður að vera orðinn á annað hundrað púsund hermanna, er Englendingar hafa ílutt pangað á rúmum 200 stórskipum, öllum e n s k u m, er hafa rúmað 2 milliónir smálesta, og gæti engin önn- ur pjóð í heimi en Englendingar flutt pvílikan liðsafla á eigin skipum á svo stuttum tíma. En kostað hefir petta pegar rnörg hundruð milliónir króna^ og enu er herbúnaðurinn og annar at- búnaður hvergi nærri í góðu lagi, pví Englendinga vantar alltaf mjög mein- lega fallbyssur og góða aðbjúkran hinnasærðu o. fl., og mega peir nú súpa

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.