Austri


Austri - 17.05.1900, Qupperneq 2

Austri - 17.05.1900, Qupperneq 2
NR. 18. A U S T RTI. 64 lendingar hafi misst í Búastríðinu 40,000 manna og Búar 6000 par af 600 fallnir. Hann álítur, að Búar muni að likindum yfirgefa Prætoria, og draga sig upp til hinna illfæru fjalla fyrir norðan. Vilji Englendingar gjöra pjóðveldið að hjálendu, segir haun að peir verði að minnsta kosti að hafa 150,000 hermanna til landvarnar ef peir eigi að geta haft von um, að friðurinn haldist, Gen<*ral Eoberts telegraferar frá Bloefontain 25. f. m., að hersveit generals Pole Oarews hafi náð slisa- laust til Eoadekov í skjóli riddara og stórskotaliðs, og rekið óvinina frá sér og 'ujört peim mikið tjón. Daginn eptir komust hinir ríðandi herflokkar yfir Modderfljötið við Waalsbank, og áttu eptir skipun general Erench, að halda kyrru fyrir á vegi fyrir Búum og sporna við pví að peir næðu að snúa aptur. Búar yfirgáfu samt sem áður um nóttina virki sitt við De Wets Dorp, og setti general Cherm- side hervörð um virkið. Generalmajor Hamilton hefir með ríðandi hersveitum rekið óvinina úr öllum virkjum nálægt vatnaveitingun- um, án pessað verða sjálfur fyrir neinu tjóni. Samkvæmt hraðskeyti frá Eoberts yfirforingja, hafa Englendingar aðeins misst einn herforingja í peim bardög- um, er peir lentu í við Búa áður en peir náðu De Wets Dorp, og par að auki tveir herforingjar og 22 menn særðir. Englendingar hafa góða von um, að ekkert verði pvi til fyrirstöðu, að peir geti sent hjálp til Wepener, par eð peir eru búnir að ná De Wets Dorp á sitt vald, og nýrra hraðskeyti frá lorð Eoberts segir, að Búar séu búnir að yfirgefa Wepener og hafi haldið vestur til Ladybrand með 4 til 5000 manna. Prá Israelsport hafa Búar enn- fremur orðið að víkja fyrir general Hamilton úr sterku virki. paðanhélt 8VO generalinn áfram til Tabanchu og er ásamt general Prench, sem er líka kominn pangað með riddaralið sitt, að reyna að flæma Búa paðan. Útaf útásetningum yfirforingja Eoherts við fregnir herforingjanna Bullers og Warrens frá bardaganum við Spionkop, sem hermálaráðaneytið hefir opinberað og sem er mjög meið- andi ekki einungis fyrir pá tvo, heldur og fyrir oberzt Thornycroft, er álitið sjálfsagt að viðkomandi herforingjar hiðji um lausn frá herpjónustu, enda hefir Warren verið kallaður heim úr herpjónustu og er útnefndur sem um- boðsraaður (Administrator) fyrir Betchuanaland. |>ann 26. f. m. sprakk í lopt upp járnsteypuverkstæði er Búar höfðu notað sem hergagnabúr. Byggingin eyðilagðist algjörlega, 10 misstu lífið og 33 særðust. Útlendir iðnfræðingar hafa komið á fót í Prætoria fallbyssusmiðju er býr til mjög sterkar og harðskeytar fall- byssur, er sú fyrsta pegar fullgjörð og húið að senda hana til Oraníu. í Johannesburg í Transvaal segja flóttamenn paðan, að tilraunir hafi verið gjörðar til pess, að sprengja námurnar með dyuamiti, og er álit sumra ensku blaðanna, að stjórn Transvaal hafi með pví pann tilgang að hræða Frakka og fjóðverja, til að semja frið milli Búa og Englendinga. En rikisritari Eeiz hefur lýst yfir að stjörnin hafi ekkert með eyðilegging gullnámanna að gjöra. Stjórnarblað Kapsborgar lýsir yfir, að par eð pjóðveldið Oranía hafi tekið pátt í ófriðnum og sé umkringt af enskum hersveitum, leyfist engir vörufiutningar inn í landið. Sagt er að general Búa Lucas Meijer sé fallinn. Indland. Hræðileg hungursneyð kvað vera á Indlandi, 5 2/3 million manna pegið hjálp af stjórninni og indverskum góðgjörða félögum, er hafa gjört allt til að hjálpa peim bágstöddu. Norvegur. Fjarskalegt fiskileysí hefir verið við Lofoten petta ár. Seint í fyrra mánuði hafði í allt ekki aflazt nema 82/3 milliónir af porski sem er hérumbil jafnmikið ogfiskaðist par á einni viku 1895, frá 9. — 16. marz. Lítið útlit er fyrir að fiskiveiðarnar batni, og hefir slíkt fiskileysis ár tæp- lega komið fyrir í 100 ár við Lofotenr Stórkostlegur eldsvoði varð í stjórnarbænum Ottawa í Kanada p. 26. f. m. Eldurinn kom upp í smábænum H u 11 og pegar næstum öll hús par voru brunnin, barst eldurinn yfir fljótið og kveikti í sjálfri borginni. Stjórnin sendi strax málpráðarskeyti til Mont- real um hjálp. EldurÍDn eyðilagði Kanada Pacifik járnbrautarstöðina, margar timbur- verksmiðjur, timburfleka og myllur. Skaðinn í fyrstu metinn 3 milliónir dollara. Um kvöldið voru 2000 familíur hús- viltar, og sagt að fjöldi manna hafi misst lifið. Sum útlend blöð segja skaðann metin 10—12 millión dollara og að 10,000 manna hafi orðið húsnæðislausir, og sum ensk blöð gefa pað í skyn, að ýms atvik bendi á pað að Búa vinir hafi kveikt í borginni í hefndar skyni við Englendinga, sem meðal annars er dregið af pví, að í einu hafi kviknað í á 3 stöðum. Annar stórkostlegur eldsvoði varð á Jótlandi, par brann til kaldra kola herragarðurinn „Akær“ nema höfuð- byggingin og hveítigeymsluhúsið. Inni brunnu 25 hestar, 370 nautgripir og fleira. Skaðinn er mjög mikill. Byggingarn- ar voru vátryggðar fyrir 220,000 kr. og lausafé uppá 344,000. Haldið er að kveikt hafi verið í. Nýjustu fréttir frá Búastríðinu er ná til 9. p. m. lýsa ástandinu pannig: 5. p. m. lenti Poole Carews í bar- daga við Búa við Vetfljótið, hélzt stór- skotahríðin til kvölds. HjáBúumeyði- lögðust 2 fallbyssur. H u 11 o n reyndi að komast yfir fljótið á vaði nokkru vestur, en Búar gjöíðu harða mótstöðu; en er Englendingar tóku að ausa yfir pá sprengikúlum, gátu peir ei veitt leDgur viðnám, svo Englendingar komust yfir. Um kvöldið hætti skuthríðin, og Búar héldu undan um nóttina til KrooDstad. Hutton náði einni fallb. og hertök 12 menn. Sama dag komst Bostons hersveit sem deildarherforingi Hunter stjórnar, yfir Vaalfljótið við Windsortown. J>aðan urðu Búar að flýja undau Boston og héldu í norður. J>ann 6. eyðilögðu riddarasveitir Huttons járnbrautina við Smaldel par situr Koberts með sínar her- sveitir. Frá Fourtheen Streams eru Búar flúnir án pess að gjöra nokkra mótstöðu. Hefir Hunter sett herlið um bæinn. Járnbrautarbrúna yfir Vaalfljótið hafa Englendingar einnig eyðilagt. J>ann 7. telegraferar Eoberts frá Smaldel að skozk hersveit sé sezt um Vinburg. Sama dag fór general Hutton með fótgönguliði njósnarferð i áttina til Zandfljótsins, par sem Búar kváðu ætla að gjöra harða mótstöðu, varð hann var við töluverðan liðsöfnuð óvinanna. Mafeking: pann 25. f. m. gjörðu Búar hart áhlaup á borgina með harði i stórskotahríð en urðu frá að hverfa og færðu öll skotvopnin burt nema tvær fallbyssur. Obersti Plumer, sem hefir notað dúfur til að flytja bréf frá og til borgariun- ar, áætlar umsátursliðið um 3000 manns. Veikindin par í rénun. 500 enskir pegnar hafa verið reknir frá Transvaal og komnir til Lorenzo Marquez. pann 27. f. m. veitti konungur Hörringsráðaneytinu lausn í náð og skipaði nýtt ráðaneyti: Forsætis og utanríkismálaráðherra varð Hannibal Sehested. Dómsmálaráðh. C. Goos og jafnframt íslandsráðgj. Atvinnu- málaráðgj. Jul-Eyssensteen; Landbún- aðarráðh. direutör Friis. Hermála- ráðherrar eru Schnach óbersti og Middelboe kommandör. Fjármálaráðh. er W. Scarling prófessor, Kirkju og kennslumálaráðh. Bjerre prófastur og innanríkisráðli. stórkaupm. Bramsen. Nýdáinn er Lars Oftedal, ritstjóri Stavanger Aftenblaðsins, 61 árs að aldri, Hafði verið lasinn lengi á undan. Hann mun mörgum íslendingum kunnur að nafni, enda ferðaðist hann hér um sumarið 1898. Heimssýningin opnuð. —o— J>ann 14. f. m. var ho imssýningin í París opnuð meðhinum mesta hátiða- brag. Loubet forseti og ráðgjafarnir óku til sýningarsvæðisins í prósessiu, og heilsaði forsetinn par fulltrúum hinna framandi pjóða og útlendu sýningarumboðsmönnunum. Við opnun sýningarinnar helt forseti Loubet svo látandi ræðu í hátíðasaln- um: „J>egar hið frakkneska pjóðstjórnar- ríki sendi út boð til stjórnanna og pjóðflokkanna, að stofna til sameigin- legrar sýningar á árangri mannlegs starfs, höfðum vér eigi eingöngu pað mark og mið að eggja samkeppnina meðal pjóðanna og endurnýja liinn gamla orðstí um fegurð, háttprýði, kurteisi og gestrisni. ISTei, metnaðar- girni vor stefndi hærra. Hún stefndi langt út yfir glæsileg veizlu og hátíða- höld og var ekki bundin nautn pjóð- ræknistilfinningarinnar, sem upp fyllir hjörtu vor í dag. J>að, semvið eink- anlega óskuðum, var að stuðla til að greidd yrði gata til samlyndis og eindrægni milli pjóðanna. Hið búnaðarlega (ökonomiske) nær yfir stærstan hluta sýningarinnar og sýnir glöggt hversu ríkin kappkosta að örfa fullkomnun mannfélagslífsins, en pó gleymum vér ekki vísindalegu uppgötvununum né snilldarverkumlista- mannanna og iðnaðarmannanna. pað er aðdáanlegur sjónleikur, er mannvitið pvingar hina eðlisfræðislegu heims- krapta til hlýðni við sig, sameinar pá og framkallar með peim meiri velmegun; en hin hæstu takmörk, sem maðurinn gatur náð, eygjast einungis rneð augum anda vors. ];>rátt fyrir harða baráttu pjóðanna fyrir iðnaði, listaverkum og búnaði, helga pær pó alltaf fyrst og frernts líknar og mann- úðarstarfinu krapta sína.“ f>essu næst bauð forsetinn hina framandi varnaðarmenn velkomna og tók fram, að peir ættu mikinn pátt í hinu mikla verki og væntnnlegum árangri pess. J>ví næst minntist hann á listamenn- ina, störsmíðameistarana, húsgjörða- meistarana, og verkamennina sem með leiðsögn framúrskarandi manna hefðu brotizt í gegn um erfiðleika og hind- ranir og aflokið hinu mikla verki við petta stóra fyrirtæki, og endaði með pessmn orðum: „Eg er pess fullviss að pessi hin mikla pjóðasamkoma mun bora ávöxt. Tuttugasta öldin mun slá geislum sínum yfir meira bróðerni og minni neyð.„ Lýsti forseti síðan yfir, að sýningin vœri opnuð. A eptir forseta talaði Millerand snjallt erindi um framfarir síðustu aldar. hvernig vísindi og iðnaður hefði próazt, maskínan væri orðin ráðandi jarðarhnattarins, vekti manninn, hvetti liann til samvinnu með sér, og marg- faldaði samfarir og samskipti. „Yísindin kenna mönnum loyndar- dóminn um siðferðislegan og efnislegan mikilleik ríkjanna. Leyndardómurinn innifelst í pessu eina orði: áreiðanleiki. Umhyggjan fyrir hinum gömlu og sjúlcu og stofnanir sem grundvallast á jöfn- uði, hin mörgu líknarfélög o. s. fr., allt petta ber vott um á reiðanleik mannlegs eðlis, sem hefir pað hlutverk að mýkja sárin er stéttamismunurinn myndar og veita frámkvæmd almennu bræðralags-sambandi.“ Frá Paris er skrifað að kvöldi hins 14. apríl: ),J>að koma enn fyrir kraptaverk í heimi num. J>ar, sein eg í gær með líishættu varð að klifra yfir borð og bjálka, heilsar nú í dag heixnssýningar hátíðasalurinn, er með 30 bogum mynd- ar leikhús sem er 6300 metrar í pver- mál, og er par yfir hjálmhvolf mikið, prýtt með gipsrósum, en í miðjuhvolf- inu er glerhjálmur mikill, marglitur, sem krýnir bygginguna og ber pægilega samstillta birtu niður í leikhúsið. Bak við bogana eru göng tilbeggja handa og er par aðalinngangurinn. Hátíðasal- urinn er stærstur salur i heimi, hann rúmar 25000 manns, og or 100 metrar í pvermál. Salurinn, pessi afar stóri salur er í kvöld alveg fullur. Höfuð sest við höfuð. J>ar sitja ráðherrarnír, ping- mennirnir, erindrekarnir, umboðsmenn- irnir, sýnendurýmsra deilda, húsgjörða-

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.