Austri - 01.10.1900, Side 1

Austri - 01.10.1900, Side 1
Koma út 3ll2blað á m&n. eð-c 42 arkir minnst til nœsta nýárs', hostar hér á landi aðeins 3 hr., erlendis 4 for. Ojalddagí 1. júU. Uppsögn skrifleg bundín « áramót. Ógild ntma in sc til ntstj. fijrtr 1 t!MI bcr. lnnl. avgl 10 tmru línan, cða 70 *. hvtrþmmJ. dálks og hálfn dýrtrt 4 1. síðn. X. AR. Seyðisfirði, 1. október 1900. NB. 34 Biðjið ætíð um Otto Monsteds danska smjorliki, sem er alveg eins notadrjugt og bragðgott og smjör. Yerksmiðjan er hin elzta og stærsta í Banmörkn, og býrtil óefað hina beztu vöru og ódýrustu i samanburði við gæðin. Fæst hj á kaupmönnum. Aldar hvöt. —:o:— Flýura ekki, flýum ekki, flýum ekki þetta land ! pað er að batna, bölið sjatna, báran enn pó knýi sand. Bölvan öll er blessan hulin, bíðura, meðan pverrar grand. Flýum ekki, flýum ekki, íiýum ekki petta iand! Neytum kapps að nema’ í tíma, nauðsyn vor sem heimtar kennt: nýjan búnað, nýja verzlan, nýjan iðnað, list og mennt. Fyrir allt, sem bregðst og bilar, býðst oss aptur tvennt og prennt. Neytum kapps, að nema’ í tíma nauðsyn vor sem heimtar kennt. Hafa’ ei ótal hundrað raddir heillar aldar fram oss hvatt? ótal spáný öfl og meðul anda mannsins goldíð skatt? Hvað er pað, pó margur missi margt sem hefir stutt og glatt, reynist oss og bjóðist betra, — bara vari rétt og satt! Flytjum saman, byggjum bæi! bæir skópu bverja pjóð, eiuangrið er auðnu-voði, etur líf og merg og blóð. Strjálbyggðin er stefnuleysi, steypir lýð á feigðarslóð. Flytjum saman, byggjum bæi, bæir skópu hverja pjóð. Fjölmennið er fóstra pjóða, færum saman kotin strjál; borgarlíf er brunnur dáða, borgir kveykja líf og sál, leysa fólk úr deyfðardróma, dumbum gefa heyrn og mál. Fjölmennið er föstra pjóða, færum saman kotin strjál. Flýum ekki, flýum ekki fóstru vora Garðarsmey! aldrei sölu sigurvænni sá né heyrði Snælandsey. Hver, sein móður sína svíkur, sífellt er og verður grey. Flýum ekki, flýum ekki, fóstru vora Garðarsey! Lofum Guð vér héldum heila, heila peirra, er voru menn; vart mun gamall kraptur köggla klakalandsins bila senn. Meðalmanni meiri pjóða mæta porir frónskur enn. Lofum Guð vér höldum hreysti, hreysti peirra, er voru menn. Yonarglöð hin mikla móðir mælir nú sitt hinnsta kvöld: „Gefðu færin, gefðu færin, góða döttir, nýja öld!“— Færin gefast, fólkið piggur frelsi, pekking, dáð og völd. jaökkum Guði skarpan skóla, skömm er að flýja býlin köld! Fast við merkið, fast við merkið, frjálsir sveinar, leggjum bein. Fraro til sigurs, sveitir íslands, sveitir íslands, hver og ein! Ef vér landið sjálfir svíkjum, sveltum vér við skömm og mein: Fast við merkið, fast við merkið, frjálsir sveinar, leggjum bein! Flýum ekki, flýum ekki, flýuin ekki petta land! Flóttinn, óttinn einmitt sannar apturför og prældómsband. Mesta lán og lífsins yndi lands síns er að hefja stand: flýum pví ei fóstru vora, flýum ekki móðurland! Matth. Joclmmsson. Ný aðfcrð í stjórnarskipunarmálinu. Nokkrar athugasemdir eptir Boga Th. Melsted. (:0:) Framh, m. Ef Islendingar vilja fá heimastjórn í sérmálum sínum og fá pau réttindi sín nægilega tryggð fyrir sig og niðja sína, pá verða peir fyrst og fremst að endurskoða stöðulögin frá 2 . janúar 1871 og fá einnig Dani til pess. A annan hátt verður stjórnarskipunarmálið eigi á enda kljáð svo í nógu góðu lagi sé fyrir báða málsaðila, einsog pegar hefir verið sagt. En pað var mjög eðlilegt, að Islendingar færu eigi fram á petta 1881, né heldar að gefa upp árstillag- ið, pví pá var eigi sú reynsla fengin, sem vér höfum nú, og of fljótráðið, að fara að gefa upp árstillagið pá, úr pví að áður hafði verið farið fram á skaðahótakröfur. Xú aptur á mótier tími til pess kominn, að fara að hugsa um að reyna pessa leið, ef pað er al- vara meðal íslendinga að ná góðri stjörnarbót. Stöðulögin pyrfti pví að endurskoða. I fyrstu grein peirra* segir, að ísland sé óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis með sérstökum landsrettindum. pessari grein pyrfti að breyta pannig, að ísland sé óaðskiljanlega sameinað hinu sjálfstæða (s u v e r æ n e) kon- ungsríki Danmörku mcð sérstökum landsréttindum, sjiilfstjórn yfir sermál- um sínum og pannig óaðskiljanlegur hluti hins sjálfstæða Danaveldis. ]?að væri rétt að taka pað skýrt fram í stöðulögunum, að ísland ætti að hafa sjálfstjórn. Að pví er hina breytinguna snertir, er vonandi að al- drei komi til pess, að Danmörk missi sjálfstæði sitt. En er tillit er tekið til pess, hvernig stórveldin hafa vaðið upp á srnærri ríkin, pá væri pó van- hyggni mikil, að setja eigi orðið sjálf- stæður inn í pessa grein. Ef eitthvert stórveldi, sem væri óvinveitt Danmörku, legði hana undir • sig, pá væri hart fyrir ísland að purfa að fylgja með nauðugt undir pað stórveldi, sem hnekkt hefði svsturiandi pess, og mega eigi leita traust hjá öðru stórveldi. Dönum mundi pá engin ánægja, að Island sætti sömu öt lögum. J>að væri enda athugavert, hvort eigi skyldi bein- línis tekið fram t. a. m. í sérstakri grein í lok stöðulaganna, að ísland skyldi eiga rótt til að ákveða um fram- tíðarstöðu sína, ef Danmörk einhvern tíma gerðist háð einhverju öðru ríki. þá pyrfti í upphafi a n n a r a r * Menn gjöri svo vel að líta í stöðulögin, er peir lesa petta. gr einar að ákveða, að hið sérstaka löggjafarvald íslands, konungur og nlpingi, ákveði samkvæmt lögum pess- um (o: stöðulögunum), hvernig stjórn- arskipun íslands fyrir sérmál pess verði fyrirkomið með lögum. J>á kæmi fyrri hlutinn af 2. grein einsog hún er nú, og mætti bæta par við: „nema pað sem Island tekst á hendur með lögnm pessum“, (p. e. að ísland legði eigi neitt annað til hinna almennu parfa ríkisins), ef mönnum pætti rétt, að ís- land annaðist að nokkru leyti póst- ferðirnar milli Danmerkur og íslands, einsog síðar skal drepið á. Seinni hluti 2. gr. gæti haldið sér. p>riðja grein, er telur sérmál íslands, gæti verið óbreytt, nema 1. liður. Af honum getur aðeins upp- hafið: „Hin borgaralegu lög, hegn- ingarlögin og dómgæzlan, er hér að lýtur“ staðið, en hitt um hæztarétt iélli burt, pví eigi gæti hann verið dómur í sérmálum Islands, er pað hefir fengið fulla sjálfstjórn. Væri pví rétt að bæta orðinu „öll“ inn í málslið pennaD á eptir „dómgæzlan“. Um 4. g r e i n parf eigi að tala hér nánar; hún er um, hvað talið er með sérstaklegum gjöldum íslands. Fimmta grein, fyrsta máls- grein um tillagið úr ríkissjóði félii f burtu. En önnur málsgreinin: „Auk afrakstursins af pjóðeignum íslands'* o. s. frv. um hvað talið skuli með tekjum landsius, getur haldizt óbreytt. Eu á eptir henni yrði að bæta nýrri málsgreín, sem gæti hljóðað á pessa leið: „Til viðurkenningar fyrir pað, að ísland með lögum pessum hefir fengið f'ulla sjálfstjórn (heimastjórn) fyrir sér- mál sín, afsalar ísland sór pvi 60,000 kr. • árstillagi, sem ríkissjóður hefir greitt pví til hinna sórstöku gjalda pe,-s“. J>á kæmi síðasta málsgreinin óbreytt: „Öll skuldaskipti, sem venð hafa hing- að til milli ríkissjóðsins og íslands, eru hérmeð alveg á enda kljáð“. Sjöttu grein um gjöldinúrrík- issjóði til hinnar æðstu stjórnar hiuna íslenzku málefna í Kaupmannahöfn og til póstfeiðanna milli Danmerkur og Islands, yrði að breyta mikið. Hún yrði að falla alveg burt og væri eðli- legast, að tvær greinar kæmu í staðinn, hin fyrri um málefni Islands í ivaup- mannahöfn, og hin síðari um póstferð- irnar. íslenzka ráðaneytið í Kaupmanna- höfn yfir sérmálum landsins yrði auð- vítað að afnema, en hins vegar yrði ísland að eiga par fulltrúa og kon- ungur að hafa par ráðgjafa sér við hönd að pví er mál íslands snerti, einsog var ætlun Jóns Sigurðssonar, enda pótt konungur gjörði um fæst málin sjálfur, heldur lóti æðsta valds- manninn á íslandi gjöra pað í sinn stað, hvað sem hann væri kallaður

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.