Austri - 01.10.1900, Blaðsíða 2

Austri - 01.10.1900, Blaðsíða 2
NR. 34 A U S T R I. 124 ísland ætti auðvitað að launa pennan í'áðgjafa sinn. Hann ætti að gæta hags íslands erlendis, bæði að því er sameiginlegu málin snerti og sérmálin. Hann gæti opt gefið sérmálastjórn landsins í Heykjavik góðar bendingar og skýrslur. og hins vcgar væri hann ráðgjafi konungs fyrir ísland og gæfi honum skýrslur uin íslenzk mál og flytti mál íslands af hendi landsstjórn- arinnar a íslandi við konung, Hann ætti að eiga sæti í ríkisráðinu til pess að gæta par hags íslands í sameigin- legu mAlunum; einnig skyldi liann skýra ríkisráðinu frá nýjum íslenzkum lögum svo fljótt sein hægt væri, er pau værn staðfest af æðsta valdsmanni konungs á íslandi, til pess að ríkis- ráðið ga'ti gætt pess, hvort íslenzka löggjafarvaldið liéídi sér innan vébanda peirra. sem stöðulögin -settu pví, og rétti Danmerkur væri eigi hallað. Ef diinsku og islenzku stjórninni kæmi eigi saman um, hvort farið væri út íyiir vébönd pessi, mætti láta hæsta- rétt eða gjörðarmenn, er til pess væru nefndiv, skera úr slíkum ógreiningi. Ef úrskurðurinn gengi í móti íslenzka lög- gjafarvaldinu í einhverju atriði, kæmu slík lagaákvæði eigi til framkvæmda, og peim yrði auðvitað að breyta á næsta alpingi. Eins skyldi að farið, ef dönsk lög kæmu út, er snertu sérmál v. r. En rétt væri að skylda stjórnina til pess að koma með slik mótmæli innan takmaikaðs tíma, t. a. m. sex inánaða frá staðfestingai degi laganna. Sjötta grein y 1 ði pvi í stuttu máli á péssa leið: Island skal á eigin kostnað hafa ráð- gjafa við lilið konungi. Konungur vel- ur hann og er hann fulltrúi Islands í Danmörku. Hann á sæti í ríkisráð- inu, og á að skýra pví frá öllum nýj- um íslenzkum lögum sem fyrst eptir staðíestingu peirra. Greini dönsku og íslenzku stjórninni á um takmörkin fyrir verksviði hins danska og íslenzka löggjafarvalds, má skjóta slíkum ágrein- ingi undir úrskurð hæstaréttar. 011 slík mótmæli gegn nýjum lögum skulu reist innan sex mánaða frá staðfestingu peirra. Herra ritstjóri! Yiljið pér ljá mér rúm í blaði yðar fyrir eptirfylgjandi línur? f>að skal verða í síðastu skipti, sem eg tek til máls í illdeilu peirri, sem Bjarkasam- kundan á Seyðisfirði hefir hafið gegn mér persónulega, fyrir pær einar sakir, að mér virðist, að eg er svo óheppinn að vera í andstæðingaílokki stjórnarbótarinnar Valtýsku og að eg lét skoðun mína í ljós opin- berlega og hræsnisl.iust. IJá er eg á kjörfundi að Fossvöllum p. 10. p. m. neyddist til að taka til mðls til pess að verja mig gegn hinni vunhugsuðu árás herra kjörstjórans, Jóhi nnesar sýslumanns Jóharmessonar, pá tók eg fram, að eg heíði ekki ætlað mér ao misbjóda herra sýslumaiiniuum, enda pæktist alls eigi hafa gjört pað, pó eg hefði gjört ráð fyrir pví, að hann mundi verða tilleiðanlpgur til að sleppa hinni svonefndu „trygging fjárráðanna“ Rángárfundarins, ef pað skyldi fara svo pá er á ping kæmi að stjórnin og fyrirliði flokksins yrðu heini mciíallnir. Asíæðurnar fyri1’ pessum orðum mínum sagði og væru pær, að í fyrsta lagi hefði eg fyrir persópulega viðkynning, vit’að, að herra sýslumaðurinn hefði verið einbeittur Yaltýingur löngu áður en „trygging fjárráðanna“ var „uppgötvuð" af Rángárfundinum, og í anuan stað hefði eg ekki i skýrslu ,,Bjarka“ um fund pcnna getað séð, að herra sýslu- maðurinu hefði skuldbundið sig til pess að framfylgja pessari viðbót við Val- týskuna, ef til kæmi, pvert ofaní vilja stjórnarinnar, heldur hafði hann ein- mitt samkvæmt skýrslu „Bjarka“ tekið fram, að haún vissi ekki, bvort hægt yrði, að koma viöbótinni fram, pó hann fyrir sitt leyti vildi fylgja honni samkomulagsins vegna. Eg sagðist pví eigi, pá er eg skrifaði hin umræddu orð, hafa haft neina ástæðu til að ætla að skoðanir hans hefðu breytzt svo, að hann vildi nú vera með til að fellæ pað sem hann áður hafði álitið bráð- nauðsynlega stjórnarböt, pó viðbótin. fengist ekki, heldur hefði eg pá á kjör- fundinum lieyrt pað í fyrsta skipti og vildi eg pví ekki kannast við, að eg heíði í neinu oftalað. fessi orð mín misslíkaði herra sýslumanninum svo mjög, að hann bar upp á mig í áheyrn alls pingheíms, að eg rangfærði frásögn „Bjarka“ um orð sín á Bángárfundinum; að pessu máli studdu peir hann atkvæðasmalar hans, J>orsteinn Eilingsson og Jón Jónsson í Múla, og hinn síðarnefndi leyfði sér jafnvel pá ósvífni, að kalla til mín pess- um hreystiorðum: „Eg segi petta lýgi pangað til pér srmnið pað með sjálfu blaðinu“. Yegna pess, að eg er pví óvanur, að eg sé opinborlega gjörður lygari að orð- um minum, pá set eg hér orðrétta ræðu herra sýslumannsins á Rangárfundinum eins og húu er prentuð í málgagni flokks- ins, „Bjarka11. Hún hljóðar svo:. „Mér hefir verið sönn gleðiað hlýða á ræður pessara priggja pingmanna; sérstaklega hve samkomulagsskil- yrði peiria eru glögg og ákveðin, og eg get vel sagt hófleg. Einkum voru mér orð Einars prófasts óvænt gleði, pví eg hafði ekki búizt við pví, að pað gæti farið sarnan, að hafa pessa skoðun á inálinu og fella pað pó fiá nefnd. Hvað sáttaskil- yrðið sjálft snertir, pá sé eg ekki að frágangssök sé fyrir okkur að ganga að pví, jajnvel þó ey viti ékki hve miklar líkur verða til að koma því jram*. En bæði er pað, að eg vil vinna mikið til samkomulags- ins og að petta er stórmikil rétt- arbót, ef hún fæst, og pví er eg fyrir mitt leyti fús til að fylgja henni þó það kostaði nokkuð. En ekki fæ eg skilið hvernig nokkrum manni getur komið til hngar að hefja stríð um 61. gr. ef pað gæti eyðilagt fjáiráðin.“ Eg vona nú, að menn geti sjálfir dæmt um, hvort pað var eg eða hinir áðurnefndu „leiðtogar lýðsins,11 sem með ósatt mál fóru í petta sinn, og eg ímynda mér, að liðhlaupinn Jón Jónsson í Múla verði að gjöra sér að góðu, að renna niður áðurnefndum hreystiorðuin sinum, eins og hann pegar er húinn að renna niður flestum * Leturbreytingar eru gjörðar af mér. hreystiorðum, sem hann bar í munni sér á meðan hann var talinn í flokki beimastjórnarmanna, áður en hann gjörðist skutulsveinn Yaltýinga. Heimskuraus forsteins Gíslasonar, fyrrum ritstjóra hins vitlausasta blaðs sem út hefir komið hér á landi, að „Bjarka“ ólöstuðuin, og róg forsteins Erlingssonar virði eg ekki svars. ]?að er ritstjóraspyrðubandi pessn um megn að rægja mig við húsbændur mína eða spilla að nokkru leyti fyrir mér við sveitunga mina og sýslubúa. En „Bjarka“, vesalingnum, er ekki of gott að eyða peim stutta tíma, sem hann á eptir af sirmi dáðlausu æfi, til að flytja skammir um mig, efhann heldur, að pað muni geta bætt fyrir sér. Hinni einu grein „Bjarka“, sem er svaraverð, peirri, sem ræðir um mál- efnið sjálft, mun eg svara pá er tími miun leyfir. Vopnafirði, 19. septbr. 1900. Ó. F. Davíðsson. 0 f* s ó k n i n gegn ^ verzlunarfélaginu Örum & Wulff og verzlunarstj. Ó. F. Davíðssyni. —o— J>að er ekki tiltökumál, pó að við kosningar hrjóti ónotaorð eða jafnvel stórjrði milli manna, er kapp er mikið í mönnum. En pað mun alla lesendur „Bjarka“ hafa furðað á pví, hvað litstjörar hlaðsins hafa getað látið sér sæma að ganga langt fram af mönnum að svívirða með perscnu- legustu skömmum einhvern nýtasta verzlunarstjóra landsins og eitthveit hið elzta verzlunarhús pess. feir ritstjórar „Bjarka“ eru vart svo úr garði gjörðir frá náttúrunnar hendi, að peim farizt að hríxla verzlnnarstjóra Ólafi í pví tilefni, og svo gefur pvílikur ritháttnr og persónulegustu árásir óvilhöllum mönn- um sterkasta grun um, að til peirra örprifsráða sé gripið í mesta ástæðu- hraki fyrir máli sínu, og af meðfædd- um ópokkaskap, og eru víst allir skynsamir menn Ólafi samdóma um, að pvílíkum tuddaskap er ekki svar- andi. En pað getur ekki Múlsýsling- um staðið á sama, að hér sé mitt á meðal peirra framfleytt pví saurblaði með tilsvarandi ritstjórn, er ausi sauri peirra beztu og vitrustu menn og elztu og heiðarlegustu verzlanir alveg ástæðulaust, par sem kaupstjór- ar 0rum & Wulfís hafa hvorki fyr né síðar skipt sér hið allra minnsta af hinni íslenzku pólitík. Amæli pað, er 0rum & Wulff fær í „Bjarka“ fyrir kúgun og ill viðskipti er hlátt álram illmœli, ósatt frá rótum. Gss er sem ritstjóra nú í meira en fjórðuDg aldar fullkunnugt um pað, að 0rum & Wulff hafa opt kveðið fyrstir upp liátt verð á innlendri vöru, sem öðrum kaupmönnum hefir opt pótt ailpungt að fara eptir. Yér vitum pað og, að kaupstjórar 0. & W. hafa mikinn áhuga á fram- förum í iandbúnaði, og að félagið hefir fúslega rétt peim bændum hjálparhönd, er hafa sýnt áhuga í pví efni og verzlunin sjálf gengið par á nndan með góðu eptirdæmi með pví að rækta upp í öllum kaupstöð- u m s í n u m áður óyrkt land, og pað sumt mjög örðugt viðfangs, einsog á Y opnafirði. Yér vitum pað, að kaupstjórar 0. & W. hafa reynt að koma á betri vöndun á ullinni með pví að „sortera“ hana og koma henni með pví í álit erlendis og í hærra verð. Vér vitum, að kaupstjórar 0. & W. hafa gjört sér mikið far um að bæta • fiskiverkunina, svo að nú mun einmitt vera komið mjög gott orð á fisk pann, er út er fluttur á Vopnafirði og fisk- urinn pví í góðu verði á hinum útlenda markaði. Vér vitum pað, að kaupstjóri 0. & W. hefir mikinn áhuga á að koma hér á landi upp ullarverksmiðju og að hann á góðan patt í pví, að pað mál hefir feugið góðar undirtektir hjá ráðgjafa íslands. Vér vitum pað, að 0. & W. verzlun hefir reynzt viðskiptamönnum sinum mjög hjálpsöra, er peim hefir legið á peningum og lánað peim pá með mjög vægum kjörum. Væri vel, að sama mætti segja um sem flestar af hinum eldri fastaverzl- unum landsins. En pví miður hefir sú verzlun, sem allar aðrar, komizt að raun um, að vér Islendingar erum ekki peir skilamenn í viðskiptum sem æskilegt væri, og pví hefir hún sem allar aðrar fasta- verzlanir hér á landi orðið að tryggja skuldir síuar með veðskuldabréfum og skuldbindingum. — En par petta er nú orðinn siður og nauðsyn við ailar fastaverzianir landsins, er pað ópokka bragð, að tilfæra pað í „Bjarka“ sem ætti pvilíkt sér einungis stað hjá 0rum & Wulff, tilfært í „Bjarka“ sem pvílíkt móti betri vitund. |>að kann að vera að hin tilfærða veðsetning og súuld- binding í „Bjarka“ sé nokkuð lagalegri og nákvæmari en almennt gjörist og að ekki sé almennt tiltekið að skuldu- nautur skuli einungis verzla við lánardiottin. En hvað gjöra svo kaupmenn almennt, ef út af pví ber? J>eir leggja 1 ö g h a 1 d á vöru pá, er peir gruna skuldunaut um að ætla að fara með til annara. Og pykir oss pá fullt eins hreinlegt af 0. & W. að segja meiningu sína hreint og beint í pví eíni í skuldbindingunni, einsog hafa löghald og fjárnámsgjörð bak við eyrað í peim samningum. Og hvernig er svo petta skjal „Bjarka11 fengið? XJr veðmálabókum Hoiðurmúla-sýslu, fengið par í peim tilgangi að reyna að sverta og skaða pólitiskan mótstöðumann og saklausa verzlun, anirno nocendi, animo injuriandi. Vér skulum játa pað, að vér vorum svo „grænir,“ að halda, að „Skjöde- og Panteprotokollerne“ væru ernbætt- isleyndarmál, er óheimilt væri óvið- komandí mönnum að hnýsast í, og pví síður mætti „publicera“ pá, (og allra sízt i illgjörnum tilgangi,) að undan- tekinni pinglýsingunni, sem er allt annað eu að hirta skjölin í opinberu blaði, öllu landinu til vitundar. Eins munu kaupmenn ekki álíta rétt að láta hnýsast í annara manna reikninga í verzlunarhókum sínum. í pessum embættisbókum munu og innfærð ýms skjöl önnur. Máske pað sé líka leyflegt að birta pau? 0. E. D.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.