Austri - 26.03.1901, Blaðsíða 3

Austri - 26.03.1901, Blaðsíða 3
Nft, 11 AUSTRI, 81 Bj arki skýrir frá því í 10. tbl., að Garðars- félagið sé nú hætt, og að félag eitt í Lundúnum, sem hafi lánað(!) „Grarðar11, hafi tekið skip félagsins upp í skuld- ina. J>essi sannsögli Bjarka sýnir og sannar, samanborin við bréf C. B. H.; 1. Að frásögnin um hiua háu upphæð, er innborguð átti að vera fyrir hluta- bréf Garðars, mun hafa verið missögn. MillíÓDÍr pær standa víst í vonar- bankanum. 2. Að það er ósatt mál, að hin ólöglega félagsstjórn hafi höfð- að mál gegn framkvæmdarstjóra C. B. HerrmanD, par sem Englendingar eru nú að sögn að reyna að fá hann til sátta. 3. Að vér jslendingar megum fera pví fegnastir, að oss vitanlega’ hefir pað ekki tekizt að pranga út einu einasta hlutabréfi á 5® kr., sem munu hafa verið’! höfð á bo;'stólum við almenning, náttúrlega af einskærri föðurlandsást, prí sá sparisjóður, hefir reynzt miður tryggur, einsog Austri hefir svo opt tekið fram, og sem nú ^sést bezt hvort gjört hefir verið að ástæðulausu. Beyndar mun nú Garðar hafa ábat- azt klitlega á sölu „Snæfells“, sem félagið keypti hér fyrir 5 Shillings, en eptir frásögu framkvæmdarstjóra Herrmanns hór í blaðinu, hefir fölagið líka haft stór útgjöld, bæði hér á ís- landi og í útlöndum. Austri lofar að fylgja endalokum Garðars með athygli; og pað er varla vanpöif á pví, að næsta alpingi búi til hlutafélagalög, sem tryggi rétt hlut- hafanna, og má óhætt ætla, að 2. al- pingismaður vor Norðroýlinga, herra bæjarfógeti Jóh. Jöhannesson, yrði sjálfkjöriun flutningsmaður pess máls^ sökum kunnugleika hans til Garðars- félagsins. Otto Tulinius kaupmaður á Hornafirði hefir keypt verzlun Chr. Jónassens á Akureyri, og flytur pangað í vor. Trúlofuð eru: fröken Ingibjörg Erið- geirsdóttir og verzlnnarstj. fórhallur Daníelsson á Hornafirði. til Suðurfjarðanna, og tannlæknir 0. Stefánsson til Djúpavogs. Jón Jónsson pöntunarstjóri kom upp til Norðfjarðar með hvala- veiðaskipi Bulls, er gaf fargjald Jóns, 40 kr., til Styrktarsjóðs sjómnnnaekkna hér. Seyðisfirði þ. 26. marz 1901. Tíðarfarið harðnaði snöggvast núna um helgina, en er nú aptur mildara í dag. H eilbrigði manna hér hefir eigi verið góð að undanförnu, og nokkr- ir legið inni í bænum í kvefi og lungnabólgu. Látin er 21. p. m. elzta dóttir kaupm. Sig. Johansens, Dagmar, 14 ára gðmul, fríð og efnileg stúlka. „In g a“, skípstjóri Schiöttz, flutninga- skip stórkaupmanns Thor. E. Tulinius, kom hiugað p. 20. p. m. á leið sinni norður. Herra Tulinius hefir í vetur látið gjöra bezta farpegjapláss í káet- unni, og geta nú komizt par fyrir 14 farþðgjar. Erá Færeyjum kom kaupm. porsteinn Jónsson með tvo skipstjóra. Með Ingu kom snöggva ferð læknir Georg Georgsson og verzlunarstjórarnir Ragnar Olafsson, Jón Finnbogason, Sigfús Daníelsson, og Jón sýsluskrifari Runólfsson. „Y a a g e n“, skipstjóri Oskar Arne- sen, kom hingað frá útlöndum með timburfarm 21, p. m., o? för héðan til Yoj nafjarðar á sunnudagsnóttina. ,,Egill“, skipstjóri Houeland, kom hingað að norðan 21. p. m. með tölu- vert af síld til beitu og um 600 tunn- ur til útlanda- Með Agli var fjöldi farþegja: verzlunarstjóri Snæbjörn Arnljótsson og systir hans fröken Sig- ríður, kaupm. Snorri Jónsson og Berg- steinn Björnsson, tóvélastjöri Aðal- steinn Halldórsson og Fr. Jones trú- boði frá Akureyri og kaupm. Sveinn Einarsson frá Raufarhöfn, öll á leið til útlanda; hingað kom: fröken Maren Yigfúsdóttir, og þeir verzlunarstjöri E. Th. Hallgrímsson, 01. Pétursson, Ingim. Eiríksson og Jóhann Stefánsson, sem fóru norður um daginn með Yestu, Egill för héðan á laugardagsnóttina og með skípinu farpegjarnir af Ingu N ý g i p t eru bér fröken Magnea Einarsdóttir og kaupm. A. Rasmussen. Vinum og vandamönnum skýr- [ ist hérmeð frá því, að okkar I kæra dóttir, D a g m a r, dó í | gær, 14 ára að aldri. Seyðisfirði, 22. marz 1901. Cecilie Johansen, Sig.Joliansen. f. Bergesen. Jarðarförin fer fram fimmtu-! daginn 28. p. m. kl. 12 á hádegi. Til de Döve. En rig Dame, som er bleven helbredet for Dövhed og Öresusen ved Hjælp af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har skænket hans Institut 20,000 Kr., for at fattige Döve, som ikke kunne kjöbe disse Trom- mehinder, kunne faa dem uden Betaling- Skriv til: Institut „Longcott“ Gun- nersbury London, W., England. Byssur og skotfæri, og allt byssum tilheyrandi, útvegar undirritaður með verksmiðjuverði, að flutningsgjaldi viðbættu, frá verksmiðju peirri í Norvegi, er Friðþjófur Nansen keypti rilla sína hjá áður en hann fór í norðurferðina frægu. Einnig útvega eg, frá sömu verk- smiðju, skiði, skauta, laxastangir o. fl. Seyðisfirði 11. janúar 1901. ________Halldór Skaptason._____ Allskonar vörur komu nú með póstskipunum til Stefáns í Steinholti. Perfect skilvinduna,“sem nú er sú langbezta og ódýrasta, má panta í hverjum mán- uði. Menn geta nA fengið að sjá hrað hún er Ijómandi hjá Stefáni i Steinholti. Prjönavélar með innkaupsverði eru pantaðar; og saumavélarnar orðlögðu nýkomnar aptur til Stefáns i Steinholti. Stefán í Steinholti biður alla skiptavini sína að borga f sumarkauptíðinni skuldir peirra við verzlun hans í ull fiski eð* peaing- um. Hjs undirskrifnðum fást mjilg smekklegir rammalistar af ymsri gerð hentugir utanum ljósmyndir o. fl., einnig hefir undirskrifaður ýmiskonar elíu- tryksmyndir til sölu. H. Einarsson. Undirskrifaður tekur ljósrayndir á hverjum degi frá kl. 12—3. H. Einarsson. Allar aðgjörðir á úrum og klukkum eru mjög vandaðar og óveniulega fljótt af hendi leystar á úrsmiðaverkstofu Friðriks Gríslasonar. Undertegnede Agent for Islafds Östland, for det kongelige octroje- rede, almindelige Brandassuranee Compagni, for Bygninger, Yarer, Effecter, Krea- turer, Hö &c., stiftet 1798 i Kjeben- ’>avn, modtager Anmeldelser omBrand- forsikring; meddeler Oplysninger o» Præmier &c. og udsteder Policer. Eskifirði í maí 1896. Carl D. Tulinius. 2ð læzt hafa alvarlegum skyldum að gegna og ábyrgð að bera. jþað skal eg segja honum við fyrsta tækífæri.“ An pess að vita, hve satt hann sagði — því enginn nema keisarinn, utanríkisráðgjafinn, Lobanof fursti, og yfirhershöfðingi Boisdeffre og Restofski vissu neitt um hvaða stöðu Yolborth hafði í raun og veru — pá hafði kammerherrann að nokkru leyti rétt að mæla. Trúnaðarmaður „þriðju deildar“ hafði um pessar mundir ekki -litlar „embættisáhyggjur,“ og pað voru engin látalæti að hann fann hve pung ábyrgð hvíldi á stöðu hans. í pessu bili skildi hann við keisara sinn og Austurríkiskeísara, Lobanof fursti, Boisdeffre yfirhershöfðingi og Restofski urðu honum samferða. „Guði sé lof fyrir að okkur tókst pað“ sagði utanríkisráðgjafinn, um leið og hann lokaði dyrunum á herbergi pvi er keisararnir voru í. „Og guði sé lof fyrir veðrið, sem er svo sennileg orsök til frestsins. Hann hefði aldrei tekið tillit til pess, pó við hefðum óljósan, slæman grun, ef að veðrið hefði ekki verið svona, Eg ætla að segja hirðfólkinu pessi tíðindi, sem vafalaust verður pví gleðifregn, að hersýningunni er frestað til morguns, svo að kvennfólkið getur verið óhrætt um skrautbúninga sína.“ Fjörlegur og léttur í spori eins og maður á fertúgsaldri hraðaði hinn gamli stjórnvitringur sér nú til pess hluta hallarinnar, er fylgd- arlið Rússakeisara hafði aðsetur í, en Yolborth flýtti sér að ná honum. „Afsakið, hágöfugi herra, en pað er lítilræði, sem mig langar til að gjöra út um, áður en fylgdarlið keisaians íær að vita pessa breytingu,“ sagði haun. Og pegar yfirhershöfðÍDginn og Restofski höfðu náð þeim, bætti hann við: „Er ekki svo, að Dubrovski höfuðs- mfiður sé ekki við neitt bundinn pað sem eptir er dagsins, fyrst ekki varð af hersýningunni?“ „Jú, svo er það,“ svaraði Boisdeffre. „Má eg pá biðja yður að gjöra breytingu á pví, og láta hann pjóna keisara í dag? f>að er talsvert áríðandi.11 Yfirhershöfðinginn hneigði höfði til samþykkis. Leynilögreglan hefir pau forréttirdi að skipunum hennar verður að hlýða mótinæla- I í 17 Inni í höllinni hafði pað sarnt kvisast, að keisararnir væru a5 tala um að fresta bersýningunni. Bið rússneska hirðfólk og fylgdarlið keisarans var komið saman í stórum sal í þeim hluta hallarinnar, er peim hafði verið ætlaður bústaður i; hirðmeyjar og hirðfrúr í lj ómandi skrautlegum búningum eptir franskri tísku, karlmenn á skrauteinkennisbúningum. Biðu par aliir eptir tilkynningu um hvenær skyldi ekið á stað, og auðvitað var mikið rætt um, hvað afráðið mundi verða í pví efni. „Guð gæfi, að pessi bið sé merki pess að hersýningunní rerði frestað,“ sagði fyrirferðarmikil hefðarfrú, er satí legubekk og hreyfði blævæng sinn ótt og títt. „Eg vildi gjarnan leggja lífið í sölurnar fyrir okkar hjartkæru keisarahjón, en eg hef ekki efni til að eyði- leggja fötin mín — og pín líka, barnið gott — vegna þeirra. Kjóllinn, stm pú ert í, er fiá Wörth í París og kostar tólf hundruð rúblur, Ilma, og ef pú átt að fara með hann út í petta hræðilega veður í dag, pá er hann búinn að vera um leið.“ pessum umkvörtunum var beint að ungri stúlku f skrautlegum hvítum silkikjól, sem -stóð við glugga skammt frá rosknu konunni, og horfði niður á rennblautt plássið fyrir utan hallargluggana. Sú, sem talaði, var greifafrú Yassili, ein af peim premur hirð- frúm, er voru í fylgd keisaradrottningarinnar. Unga stúlkan var Ilma dóttir hennar; var hún yngst þeirra priggja hirðmeyja, sem f förinni voru. Ilma. brosti um leið og hún snóri sér að móður sinni, en pa? brá fyrir óánægju-hljóm í málróm hennar er hún svaraði: „Einum kjól fleira eða færro, hvað gjörir pað til, ef hægt væri að fá nokkurra stunda dægrastyttingu? farna höfum við nú setið innilokuð í járnbrautarvagni í fleiri daga á leiðinni hingað, og nú er helzt útlit fyrir að við verðum lokuð eins og villidýr í búri þennan tíma sem við dveljum í Wien — t. d. einsog við værum rússneskir birnir. Mér finnst næstum eg' vera orðin einhver slík skepna.“ „í öllum guðanna bænum, barn, láttu engan heyra pig tala svona,“ sagði gamla konan. Hún varð reglulega skelkuð og leit óttaslegin í krÍDg um sig. „J>að gengur landráðum næst. J>ú hefir Sögusafn Austra: „Rússakeisari á ferðalagi.*

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.