Austri - 13.06.1903, Blaðsíða 2

Austri - 13.06.1903, Blaðsíða 2
NR. 20 A US TS I 72 með vorri eigin verzlan. Eg veit, að engnm skynsömum manni dylst, að lífsnauðsynlegt er, að kippa verzlun landsmanna í sem bezt horf, sem allra bráðast, og peim hinum sömu dylst víst heldur ekki að það er hægt. Og pví þá ekki að giöra það? fað er sannleikur sem ekki verður hrakim;, að það er verzlunin sem lífgar og deyðir þjóðirnar. Yerzlunin er lífæð þjóðanna; sé hún góð, er hún frömuð- ur íramfara, og hagsælda; en sé hun slæm, er hún átumein sem etur í sundur sérhverja lífstaug framfara og og menningar. Vér megum ekki vera sparir á fé til verzlunarframfara, því tindir þeim er velmegun og menn- ing vor komin. J>að dugir ekki að berja ætíð við fátækt; hún er meira ímynduð en sönn. J>egar ura fjár- framlög til framfara og menningar er að ræða, þá erum vér fátækir, af því að vér þykjumst vera það; en þá á oss að finnast að vér séum ríkir og þá munum vér verða það. J>ví fé, sem lagt er fram í þarfir me nningar, kemar þúsundfalt aptur. Menn vilja nú kannske segja, að ó- þarft sé, að tala nm lítil fjárframlög til verzlunarþarfa, þar síðasta þing hafi veitt svo mikla upphæð til þess að koma á útflutningi á nýju kjöti. Og jafnan sé þingið fúst að veita fé tíl þilskipakaupa. Mér kemur heldur ekki til hugar,að gjpra lítið úr þessu. Hafi þingið þökk og heiður fyrir s 1 í k a r fjárveitingar. Að vísu mætti ef til vill finna eitthvað að ráðstöfun síðasta þings, viðvíkjandi útflutningi á kjöti, en allc um þa? er meiningin góð; og getur orðið að góðu. En mér finnst þingið ekki mega ganga þegjandi fram hjá aðal verzl- uoarvöru vorri, f i s k i n u m. Eða getur liskiveiðin ekki orðið oss verðmeiri en hún nú er? Eg hygg hún gæti orðið það. J>að er grtt, að geta fengið fé veitt fyrir á'iöld til aukinna fiskveiða; en menn verða jafnframt að gæta þess að því 1e verði ekki á glæ kastað að neinu því leyti sem hægt er við að gjöra, en það verður að meira og minna leyti meðan ekki fást eíns miklir peningar og mögulegt er upp úr fiskveiðunnm. J>að ætti að vera hægt að fá mark- að fyrir fisk vorn öðruvisi verkaðan, en hann hefir verið hér til, minnsta kosti að einhverju le yti, jpetta ætti næsta þiug að athuga. Reyndar virðist þingið ekki hafaverið skipað mörgum þeim mönnum,er nokkra sérþekkingu hafa á sjávarútveg vorum; úrslit hvalaveiðamilsins á síð. asta þingi er ljós vottur þess, en von- andi er að þingmenn vorir kynni sér- betur framvegis jafn þýðingarmikinn at vmnuveg, og sjávarútvegurinn er, og þá jafnframt verzlun vora, sem stend. ur í svo nánu sambandi. Með ósk um að svo verði, enda eg þessar línur. Stöðvarfirði 23. jan. 1903. Timinn kallar oss til að vaka. |>að er víst eití með því fyrsta sem vér lærum, enda eítt með því fyrsta sem hverjum verður skiijanlegt, að líkaminn er dauður án andans, án sálarinnar; og eptir fjölhæfni andans fer vanalega fratnkoma líkamans bæði gagnvart' sjálfum sér og öðrum, og einnig: Sé sálin vanheil, svo er lík- aminn ekki heilbrigður heldur. Vel má hvert fölag, hver stofnun skoðast sem einn líkami,ög eru þá að sjálfsögðu stjórnendurnir sálin. Hið minnsta félag er húsfélagið, og höfum vér daglega fyrir augum misjafna verk- °g stjórnsemi og þar af leið- andi misjafna afkomu heimilanna, og ennfremur þar af leiðand: misjöfn áhrif, er hvert heimili hefir á sveitar- félig sitt. Einn bóndi sem sýnir drift og dugn- að og stjórnar með reglusemi og kunn- áttu heimili sinu, er betri kennari — að svo miklu leyti sem verirahringur hans nær til,eða aðrir geta náð til að læra af honum, — h«ldur en hinn sem ritar heilar bækur, og fyllir fjölda | dálka í dagblöðum vorum af búfræð- \ andi ritgjörðum. i En hvaða orsakir liggja til þess? í Hin fy»sta er sú, að allur fjöldinn < gefuv ritgjprðunum lítinn gaum eða þá i les þær ekki, jafnvel fió blpðin séu ] útbreidd (víða keypt) og flýtji oss j nokkurn hluta þeirra, og opt ekki { verstu hugvetjurnar. I Önnur orsökin er fastheldni við gamlar venjur og ótrú á öllum nýjum framfarakenningum, já pað er margur Tómasinu til,sem trúir ekki fyr en hanu i tekur á, enda er það ekki með öllu lastandi, — en úr þessu eiga bún- aðarskólar vorir að bæta, enda gjöra ; þeir það sumir að miklum mun. þriðja orsökin er: að margir peirra sem áður rituðu ýmsar greinar við- : reisn búnaðarias viðvíkjandi, fóru seinna að búa, en annaðhvort notuðu ■ ekki sínar fyrri kenningar eða heppn- ; uðust þær ekki betur en svo að þeir ! tóku ekki öðrum fram í búnaðinum. J>essa munu ekki fá dæmi og hefir ; það auðvitað haft hin verstn áhrif á í framfarir búnaðarins, enda vakið tor- 'i \ tryggni hjá bændum til búfræðinganna, , sem er eðlilegt. ; J>að er óþarfi að segja að ýmsar greinir búnaðarins hafi ekki verið vel 1 skýrðar í ritum og ræðum af þeim sem virzt hefir að fullt ikyn hafi borið á j það, er þeir hafa farið með og þess- | vagna óhætt að fara eptir því i fram- ’’f kvæmd; en tilfellið er að fram- [ kvæmdin í því verklega er víða til- finnanlega lítil og er það sönuuu þess ; að þannig löguð irenning kemur ekki að tilætluðum notum. „Sjón er sögu ; ríkari“ segir máltækið og á það ekki sízt við þegar fella á niður gamla vinnuaðferð og taka aðra nýja í stað- inn *ða byrja á þvi semóþekkt er áður. J>ví miður hefir hin sanna notabezta kennsla, einkanlega á sumurn búnaðar- skólum vorum, verið allt of mikið á hakanum, og vinna hefir nemandanna gengið langt fram yfir það sem ætti að vera til venjulegra heimilisstarfa, sem þeir læra þar lítið betur en á hverju öðru góðu heimili (sem ekki er held- ur ástasða til að hugsa.) Með því augnamiði eru búnaðarskólarnir reistir að þeir leiði í ljós sem ítarlegastar ambætur á jarðræktinni — sérstaklega í það heila teaið, með verklögum fram- kvæmdum, svo bæði nemendum og öðrum út í frá verði keuning þeirra að svo fullkomnum notum sem hægt er. Slagæðar landbúnaðarins eiga að liggja út frá búnaðarskólunum, þeir eiga að vera lifið og sálin í landbúnað- inum, og þar á verklega kennslan að fara fram í sem ríkuglegustum mæli. J>ar á að vekja áhugann, þar á að sýna fram á riauðsyn aukinna vinnu- verkfæra, notkun hestaflsias, sem sparar bóndanum vinnufólkið,semnú ev orðið svo erfitt að fá, og sem margir munu álíta að ætli að verða banamein landbúnaðarins. Sá sem ætlar að ferðast langt má ekki láta sér nægja að ganga aðeins fet fyrir fet, því með því getur hann otðið allt of seinn að takmarkinu. Ltndbúna’urinn er einn af þeim sjúku limum þjóðar vorrar, og honura til lækninga duga engir homöpatiskir smáskamtar. Eptir ritgjörð Sigurðar kennará Sigurðssonar í Austra' 1. tbl. 1903, er Hólaskóli búiau aðtaka upp nýja stefnu með kennduna, og óefað til stórra bóta, og ekki sízt með bænda- kennslunni, sem sjálisagt er mjög heppi- legt til að auka eða vekja áhugann, og með honum fengDum er fyrsta spoiið stígið til að beina húnaðinum á braut framfara. Bændur ættu sannarlega — þeir sem mögulegt eigs með — að nota eér þessa kennslu, takandi tillit til þess, að búnaðurinn tekur fyrst verulesum framíörum, er bóndinn sjálfur heyrir og sér nauðsyn- legar umbætur hans, af þeim sem treysta má í því efni, þar sem hann sér svo margt framkvæmt í verkinu, sem hasn aðeins haíði óljósa eða enga hugmynd um áður. J>að er ekki meining mín, að búnað- arskólarnir raeð sinu gamla fyrirkomu- lagi hafi ekkigjört mikið gagn.En naín þeirra ber líka með sér að bóndinn hefir rétt til að gjöra strangar kröfur til þeirra, Misjafnir eiu þeir auðvit< að og fer það n e>t eptir stjórn þeirra. Hinn fyrst.ií ruóiuci h-tir óet'að mátt telja Búnaðarskóiann í Olai'sdal hvuð verklegri starfsemi viðvikur, og í að vekja eptirtekt manna á nauðsyn auk- inna vinnu verkfæra. Austlendingafjórðungur mun eiga eitt hið fallegasta hérað landsins, par sem Fljótsdalshérað er, þá litið er til þess hvað það er ríðient, grösugt og fjölbyggt, og s«m næst því mun hún- aðarskólinn okkar Austiendinga settur á miðpunkt þess, og gseti því hinnýja kennsluaðferð Hólaskóla, bæði með bændakennsluna og ferðir skólapilta og kennara til að kynna sér búnaðar- hætti bændanna, í bezta lagi samrýmzt þar. J>að er ekkert efamál, að ferðir þessar hljóta að hafa hin beztu áhrif á pilta og framfarir bænda í búnað- inum, því þegar einn bóndinn fær ’nrós fyrir hyggindi, dugnað og snyitilega umgengm vill einnig annar og sá þriðji o. s. frv. ná í það líka, og mun óhætt að segja að það til framkvæmdanna yrði á móti noklrrum búnaðarstyrk fyrir þá er þess gætu notið. Yæri ekki hyggilegt fyrir hina nrá verandi skólastjórn Eiðaskóla að at- huga hvort ekki mundi arðvænlegra fyrir framfarir búnaðarins að í'yrir- komulaginu yrði breytt líkt og á Hóia- skóla, og skólinn haldi búið að mestu leyti með vinnufólki (eða kaupafólki), svo nemendurnir geti notað sumarið fyrir það mesta til verklegra starfa í jarðræktinni og öðrum greinum bún- aðarins. Hin mestr nauðsyn er að ræktun sem flestra garðávaxta og grastegunda sé reynd á skólunum til að sýna hvað getur borið arð og ekki, og síðan gefnar skýrslur yfir gjörðir þeirra í því sem öðra, seit fylgiblað með ein- hverju útbreiddu dagblaði eða þá í blaðinu sjálfu, svo sem flestir geti séð það og þeir haft not af er pað vildu færa sér i nyt. — Hinir búfróðu menn landsins, eiukan- lega þeir sem ekki þurfa að gjöra allt af eigin efnum, verða svo framt sem hægt er, að sýna fram á hvað við eigu» til og mögulegleikann á að nota það. Hin nauðsynlegasta fjárveiting til styrktar landbúnaðinum væri óefað til búnaðarskólaana,ef ekkf erálitið að þeir með því fé sem þeir hafa nú fyrir henii, geti haft öll nauðsynleg vinnu- áhöld sem útlit er fyrir að geti komið að gagni hér á lanai og til að íull- komna svo kennsluna i því verklegja seui mögulegt er o. s. frv. J>ví eptir reynslu á búnaðarskólunum á verk- færum. fæm aptur búnaðarfólögia, en meðan hver?i er fengin rejnsla ýmsra vinnuverkfæra sem þó eru bráðnauð- synleg, verða búnaðarfélögin treg til að legrgja í hættuna. Hver sannur íslendingur ætti að gjöra sitt ítrasta til að hlynna að bún- aðinum yfir höfuð, og lan dinu okkar með ráð og dáð, txkandi tillit til þess, að ef vér stöndam þétt, stprf- rétt og lítum ekki til baka heldur horfum beint fram, og látum ekki villa oss sjónir, svo eigum vér góða framtíð fyrir höndum. Erl. Pilipusson. Síra Gtiimar Olafsson í Hefða. fæddur 28. apr. 1818,d. 27. júml90i (Við gröfina 11. júlí 1901.) „Drúpir Höfði." D-iinn er Gunnar. Falla um hl'ðar fölvir skuggar. óma mér í eyru út við ströndu saknaðarljóð sollinnar báru. Sé eg hvar sólin sígur 1 æginn, eptir langan dag í djúpið kalda; blikar við hafsbrún bjarmi fagur — það ar minning þín í mínnm augum. Syrgja þig vinir er voru áður íörunautar á ferðum þínum. Horfa fast og horfa lengi, er hverfur þú úr Hpfða í hinnsta sinni.— Gott er að hvílast und grám hárum sóiua krýndur að sólarlagi. Gott er að ljúka löngu verki; lofi með og lýða þöakum- Sofðu vinur sætt og rótt. ’jpura er liðinn lífsins dagur, hann leið að kvöldi hýr og fagur. Guð þér veiti góða nótt. Yfir horfið aldarAeið, áttatíu árin rannstn, allt af dyggilega vannstu, áttir stundum stranga leið. Sóttir b»ði sjó og land, stýrðir yfir breiða boða, beittir undan þeirra voða. Festin þín var bræðraband. Drottins orð, og traust og trú, lífsins þíns var leiðarstjarna, lýsti yfir brautu farna, upp til hæða horfðir þú. 01din hvarf með bros á brá, eins var þinnar æfidagnr undir kvöldið heiður, fagur börnum þínum heima hjá. J>ar var sumarsól og skjól, hendur þeirra hag þinn greiddu, hendur þeirra aldinn leiddu svo á nýjan sjónarhðl. Horfðir þú um „Höfðann" þá, enn á ný með augun þekku, eptir þunga langa brekku yndi fannst þér á að sjá. Allt hér veitti fró og írið, J>etta gjörðu pínir synir.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.