Austri - 02.04.1905, Síða 1

Austri - 02.04.1905, Síða 1
tólaóið semur út 3—4 sirm- nm á mánuði hverjum, 42 arkir mionst til næsta nýárs Blaðið kostar um árið: hér á jtndi aðeins 3 krónur, erlendis 4 krónur. Gjalddagi 1. júlí hér á landi, erlendis horgist blaðið fyri líram Upps0gn skrifleg, bundin %ið áramót, ógild nema komin sé ti ritstjórans fyrir 1. október og kaupandi sé skuldlaus fym'r blaðið. Innlendar auglýsingar 10 aura línan, eða 70 aurahver þumlungur dálks, og hálfu dýr- ara á fyrstu síðu. XY. Ar. Seyðisftrði 2. apríl 1905. NR. 11 — Björn Skapti Jósepsson, ritstjóri. Björn Skapti Jósepsson fæddist á Hnaúsum í Húnavatnssýslu 17. júní 1839. Foreldrar hans voru Jósep héraðslæknir Skaptason og Aana Margrét Björnsdóttir. Hálfsystkini Jóseps læknis voru: Jórunn kona síra Einars í Yallanesi, Ólöf kona Odds í Krossavík, og hinn stórgáfaði efnis- maður, Skapti Timótheus, er dó sviplega í Kaupmannahöfn, sá er Jónas Hallgrímsson orkti „Saknaðarljóðtc eptir. En Anna Margrét, kona Jósep3 læknis Skaptasonar, var dóttir Björns Ólsens, umboðsmanns á fingeyrum; og er sú ætt komin af hinum fornu Mýramönnum. Skapti Jósepsson var elztur systkina sinna, þeirra er upp komust, sem eru: Björn, áður bóndi á Hnausum, Magnús, prestur, báðir í Ameríku, og Gruðrún, ekkja Danieli Thorlaciusar, nú til heimilis í Reykjavík. Skapti ólst upp hjá foreldrum sínum og pótti pegar á unga aldri afbragð flestra jafnaldra siana að öllu atgjörfi; mun það allra dómur sem þekktu hann ungan, að eigi hafi þeir séð fríðari mann né föngulegri á veili. Tamdi hann sér snemma ýmsar íþróttir og aflraunir, og munu fáir hafa staðið honum framar að afli og fræknleik. Sextán vetra gamall fór hann í Beykjavíkur latínuskóla og útskriíaðist þaðau með góðri einkunn árið 1861: Var hann mjög vinsæll í skóla bæði af keonurum og lærisveinum, og héldu flestir skólabræður hans tryggð og vináttu við hann til dauoad ags.' Til háskólans í Kaupmannahöfa sigldi hann sama ár og hana útskrifað ist, og tók heimspekispróf með fyrstu einúunn árið 1862. Lagði síðan stund á lögfræðisnám um nokkur ár. Arið 1867 gekk hann að eiga heitmey sína, Sigríði, dóttur síra þorsteins Pálssonar á Hálsi og Valgerðar, dóttur síra Jóns porsteinssonar frá Kevkjahlíð. Stöð brúðkaup þeirra í Kaupmaunahöfn hjá Jóni Sigurðssyni og konu hans, sem jafnan reyndust hinum látua sem beztu foreldrar. Og fiutti þjóðskáldið Steingrímur Thorsteinson brúðhjónunum þá fagcirt kvæði. Eignuðust 'pau hjón þrjú börn, eiua dót.tur og tvo sonu, er pll eru á lifi. Skapti Jósepsson tók aldrei próf í lögura, og mun því most hafa valdið það, að hugur hans hneigðist að stjórnmálum og honum var það á móti skapi að gjörast embættismaður undir hinni þáverandi stjórn. Iíonum var og annað starf ætlað, það starf sem hann helgaði alla sína krapta til hiunstu stuudar, það, að vekja og hvetja þjóðína og vinna að heill hennar cg framförum. A námsárum hans í Kaupmánnahöfn stóð frelsisbarátta Islendinga sem hæst undir forustu Jóns Sigurðstonar; og í þeirri barátfu tók Skaptí Jósepsson þátt af alefii. Rótfestust þá hjá honum þær skoðanir { stjörnmálum Islands, er hann síðan fylgdi fast og ótrauðlega fram til dauðadags. Síðasta árið sem hann dvaldi í Höfn stundaði hann búfræðisnám hjá prófessor Segelcke. Arið, 1872 kom hann heim til íslands, og gjörðist þá verzlunarmaður á Grrafarósi, þar til er hann var settur sýslumaður í pingeyjarsýslu árið 1874. En ura vorið 1875 flutti hann til Akureyrar og stofnaði blaðið „Norðling“ Mun það flestra mál, að eigi hafi verið geiið út frjálslyndara, né einarðara blað á Islandi en Norðlingur var, enda hafði ritstjóri hans þá aðstoð og samvinnu margra landsins beztu manna. — Flest árin er hann átti heima á Akureyri sat hann þar í bæjarstjórn. Eptir að Skapti Jósepsson hætti útgáfu Norðlings hafði hann um nokkur ár á hendi málsfærslu- og kennslustörf á Akureyri. pótti hann jafnan dugandi máBí'ærslumaður. Enda mun það á margra vitund, að hann var góður og glpggskygn lagamaður, og jafnvel snjallari sumum þeim er embættispróf hafa tekið í þeirri grein.V Arið 1891 vcr Austfiiðinguna orðið það áhugamál að fá stofuað blað hjá sér é ný, og gjörðist Otto Wathne forgöngumaður þess fyrirtækis og kvaddi hann Skapta Jósepsson til aó koma austur og takast á hendur ritstjórn hins nýja blaðs. Elutti hann þá hingað á Seyðisfjörð. Var þá Austri stofuaður í júlímánuði og gefinn út til árgloka á kostnað Otto "Wathnes, on upp frá því á kostnað ritstjórans. Sumarið 1892 stofnaii hann bókasafn ^kusturamtsins. Hafði hann veturinn áður farið utan, og með tilstyrk ýmsra merkismanna erlendis, útvegað stórgjafir til stofnunar bókasafns- ins bæði í bókum og peniagum. Arið 1898 fór hann til sýningarinnar í Björgvin og ritaði ýtarlega um sýninguna í blað sitt. í þeirri ferð fór hann einnig til Hafnar og Englands. Um starf hins látna erum vér ekki færir að dæma, en það munu flestir sammUa um, að hann hafi haft fyrirtaks-hæfileika sem ritstjóri, Stundaði hann það starf sitt með frábærum áhuga, elju og dugnaði. Að hann hafi borið hag lands og þjóðar fyrir brjósti og unnið að sönnu frelsi dirfast víst fáir að mótmæla. Sérstaklega lét hann sér annt um rétt og framfarir þsssa landsfjórðungs, sem, þegar hann byrjaði starf sitt hér, hafði verið talsvert útundan hjá laudsstjörninni. I hans ritstjórnartíð hafa hér orðið miklar og margai framfarir, og þó vér eigi segjum að þær séu honum beinlinis að þakka, þá verður því eigi mótmælt, að hann hafi stutt að þeim af fremsta megni. — Hann var þrekmaðnr mikill og hinir miklu erfiðleikar er hann átti opt við að stríða á lífsleiðinni, fengu aldrei yfirbugað hann. Enginn sá hann nokkru sinni hræðast. Hugrekki, djörfung og trú á sigri hins góða fylgdi honum fram í dauðann. Jafnan var hann glaðvær í lund, og það eins þó á móti blési. Fjörmaður var hann og hinn skemmtilegasti i viðræðum. Hann var stórhöfðingi í sjón og raun, Ijúfur og jafn í viðmóti við alla. Fróðleiksmaður var hann og hélt áfiam að auka þekkingu sína í öllum greinum meðan hann lifði. f gömlu málunum, latínu oggrísku,vai hann sérlega vel að sér, og sögumaður hinn mesti. Munu fáir hérlendir menn háfa verið fróðari í sögu Islands og yfir höfuð allri veraldarsögunni en hann. Hélt hann sögnfyrirlestra á Akureyri, og var góður rómur sð þeim gjörr. Hann hafði glöggt auga fyrir allri náttúrufegurð og var athugull um allt líf í náttúrunni og dýralífinu, og hafði uuun af að vekja eptirtekt manna á því. Og hann var trúmaður, ákveðinn og staðfastur í trúarskoðunum sínum og hikaði sér ekki við að láta þær í ljós. I blaði sínu studdi hann bæði trumál og bindindismál og yfir höfuð öll siðgæðismál. I hverju máli sem var, fylgdi hann jafnan fram þeirri stefnu, sem hann áleit rétta. ^ Orvænti hann aldrei um sigur þeirra mála er hanu barjiist fyrir, hversu tnikill liðsmunur sem var. Enda var hanu jafnaðarlega sigursæll í málum sínum. Hann var maður vinfastur og tryggur i lund, œanna sáttgjarnastur við mótstöðumann sína og bar aidrei hatur til nokkurs manns. Kær- leiksrikur var haun við ættmenu sína, og eigi sízt við alla þá sem bágt áttu. Aldrei var hann glaðari en ef hann gat einhverjum hjálpað af sínum litlu efnum. Margau iítilsigldaa studdi hann með ráði og dáð. — Sannur alþýðuvinur var hann alla æfi. A síðastliðuu hausti kenndi hann sjúkleika þess er leiddi hann til bana 16. marz s. 1. "V ar það hjartabilun, er kom fyrst í ljós litlu eptir afarmikla aflraun er hann gjörði. Sjúkleik sinn bar hann með frábæru þreki og stillingu. Andlát hans var blítt og rólegt. Blessuð veri hans minnmg!

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.