Austri - 21.11.1914, Blaðsíða 1

Austri - 21.11.1914, Blaðsíða 1
 Blaðið kemur 41 3—4 sinnum á mánuði hyarjum, 42 arkir minn3t til nsesta nýárs. Blaðið kostar um árið hér á Lndi aðains h krónur, mndis 4 krönur. (Ijalddagi 1. júli hér á lnndi, erlendis boigiut biað- ið íyrirfram. XXI?. Ar. Sejðisflrði 21. DÓvember 1914. Uppsðgo skTÍfle*, bundi* yið áraroót, ógild nema komin sé til ritstjórs fyrir 1. októbsr os katipandi sé skuldlaus fyrir blaðið. Innlendar auglýsingar: 40 aurar hyer centimetri dálks, og priðjungi dýrara á 1. siðu. 5TB 47 til Austra. (Áður birt á fregmaiðum). Rv. 15/n- Ófriðurinn. Central News sírnar frá Lon~ don í rnorgun; Orusturnar á vestari herlin- uDni eru ekki eins ákafar og áður, nema við Ypres; þar er bárizt, af grimmd mikilli. Bandamenn vinna smámsaman. Bretar hafa unnið mikinn sigur yfir prússneska lííverðin- um, sem lét 700 dauða. Rússar hata tekið bæinn Krosno 1 Grabziu. Orusta við Soldau heldur enn áfram. J>ýzku beitiskipin Lcipzig og Dresden eru komin til Valparaiso. Yísir. Rv. 1#/u- London í dag: Parisaríregnir segja að Pjóð- verjar hali í gærdag verið hraktír á norðurbökkum Yser- skurðarins. Freguir frá Pefrograd segja: Kússar sækja áfram til Krakau. Her Austurríkismanna, er barízt hefir í Póllandi, kvað hafa hörfað á svæðinu milli Kalisch og Weilum. Sagt að Kússar ^hafi unnið lítið eitt kringum Soldau. Brezkt beitiskip hefir skotið á kastalann við Sheiksaid við Kauðahafið. JS’ýlega landsett indverskt herlið kvað hafa sigrað Tyrki. Ra. 17/u* London í dag: Yatnsflóð geysar yfir landið 6 kilometra fyrir norðan Bix- schoote í Belgíu. 01]um árásum f)jóðverja hefir verið hrucdið, f'ýzkri herdeild var gjoreytt nálægt Bixschoote. Bandamenn hafa annarstaðar náð góðum herstöðvum. Veðrátta bprð á bardaga- svæðunum. Brá Amsterdam er simað fijóðverjar segiast hafa sigrað Kússa nálægt Thorn. Frá Róm er símaó: Rússar eru nú byrjaðir umsátur um Krakau, Hafa þeir með skot- um sínum kveykt í borginni, svo hún brennur nú.. Prinzinn af Wales er nú kom- inn til Frakklands og er oróinu meðlimur herforingjaráðsins í aðal-heretöðunum á Frakklandi. Yíslr. Ctao iir heimi. Danmörk. Við aðra unitæðu fjárlaganna í fólkspirginu, korn einu þingmaður með tillögu, or hann beiudi til dóms- málaráðherrans, um að Alberti yrði náðaður og levstur iir fangavistinni. Kvað pmgmaður það eigi saajrýmast mannúðaríilfinningu pjóðarinnar, að halda Alberti lengur í fangelsi, þar eð hann væti orðinn svo veikur, og pyldi eigi að vera þannig hnepptur inrtan fjtjgra veggia; mundi hann ef- laust deyja iunan skarnms, ef hann væri eigi leystur úr íangavisíinni. Auðvitað væri hedsa Albertis farin, svo hann mundi aðeins geta lifað skamman tíma, pó úr fangtlsi kæm- ist; eu mannúðlegra virtist, að ieyfa Alberti að deyja tttan íangelsismúr- anna, þótt harm hefði verið mikill af- brotamaður. Eigi hofum vér enn séð, hvaða svar ddmsmálaráðherrann hefir gefið. — Tveir nafnkunnir menn dóu í í Danmörku 25’ f. ro., þeir Sofus Eugelst^d prófessor, 91 árs gamall, og Gustav Wied rithöfundur, 56 ára að aldii. Engelsted prófessor var nafnfrægur læknir, sérfiæðiagur í húðsjúkdóm- um. Pegar koleran geysaði í Kaup- maunahdfn 1853. vann Engelsted sér mikið álit fytir dugnað siun og á- gætu íramgöngu og læknÍDgaheppni. Gustav Wied er nafnfrægur leik- ritahöfundur, og munu sura leikrit hans kunrt hér á landí, t. d. „Förste 7iolin.“ Ritháttur hans var fyodinn og sárbeittur, réðist á hið hátíðlega og tilgerðarlega, en hyllti jafníramt hið þéttlynda, Mergjaða og fyndna. Leikrit hans voru sýnd víða utan Danmerkur, einkurn á Pýzkalandi. Noregnr. Norðmenn éru nú all-gramir við Englendmga yfir því, að hefta sigl- ingarnar um . Norðursjóinn, svo og sigliuguna fyrir norðan England til Amevíku. Eu mest er þó gremjan yfir því, að Eoglendingar hafa tekið norsk skip, sem komið hafa frá Ame- ríku með vörur, og farið með skipin irm til hafrta á Englandi, og stundnm iátið skipa vörunum þar á land, bæði kornmat og fleiru. Pví Englendingar eru sem sé hræddir um, að bæði Norðmenn, Svíar og Danir hjálpi Pjóðverjum á þaim hátt, að flytja til þeirra ýmsar nauðsynjar með skipum aiuum. Og nsá vel vera að sá grun- ar Englendinga sé á rökum bvggð* ur. Nú þegar annað stærsta skipNorð- manua, Bergensfjörður, kom frá Ame- ríku og sigldi fyiir norðan Skotland, 3. þ. m., var skipið stoðvað af brezkam beitiskipum og fatið með það inn til Kirkwall á Orkneyjum. var þar nákværnlega athuguð farm- skrá skipsins, og síðan tekið í land all-mikið af gumati (strokleðri), sem fara átti bæði til Bei'gen og Krist- ianiu. Ennfremur var skömmu áður tekið sænska skipið Prinsessan Yictoria, og tíutt til Kirkwail. Kom það nieð húðir frá Bombay á Iudlandi, og átti að afferma í Noregi og Svíþjóð. Ur því skipi táku Englendingar 4500 húðir, áður eu þeir slepptu skipinu lausu. — Bæningjaflokkur virðist vera á ferðinni á Suunmæri, því þar. hafa víða verið gjörð strandhogg að g0ml- um sið, brotnar upp skemmur og hús, og þaðan stolið bæði matvælum, fatnaði og peningum. Koma ræn- ingjarnir siglandi á mótorbát, og láta greipar sópa um eigur Sunnmæringa, en hverfa svo á burt, og enginn veit hvert. Eitt sinn sást til þessa ræn- ingjabáts, og ætluðn Sunnmæringar að sækja að honum, en ræningjar vorðu sig með skotum os; komust undan. 8. þ. m. var eigi búið að handsama ræningja þessa. Er fólk um þessar slóðir víða ótta- slegið yfir því, að mega búast við atlögum og ráni á hverri nóttu. Ó- trúlegt samt að langt líði þar til hægt verði að handsama þennan rœnÍDgjaflokk. — Urgur eru nú sem fyrri milli stjórnœálaflokkanna Tilefnið er að þessn sinni einkum bréf, sem fyrv. ráðherra, Bratlie, skrifaði í suraav til formanns vinstri flokksins, Konows, fyrv. ráðherra, þar «em Bratlie talar um Evrópuófriðinn, sem þá var í að- sígi, og lætur í ljós vuntraust á for- sætisráðherra. Guunari Knudsen, und- ir slíkuni kringumstæðum. Ófriðarinn. Eptir síðustu fregoum að dæma, er útlit fyr>r, að Rússar séu nú að ná yfirtökunum. Eins og breiður #g striður straum- ur velta nú milljóna-herfylkingar Rússa inn á |>ýzkaland, norðan frá sjó á Anstur-Prússlaudi og suður- eptir landmærunam. Árstíœinn er líka hentugur fyvir Rússa, votnrirm er gengion í garð, og ár, v0tn og mýrar eru heldam í? þakið, svo að yfirferðln er Rús?um greiðari, og þeir eru kuldanum van- ari en J>jððverjar. Ef Rússar halda áfram innrás sinni á Pýzkalaud nokkra stund enn, þá fara menn að sjá fyrir endann á þessnm hryllilega ófriði. Fregnirnar, sem berast nú upp á síðkastið, virðast benda til þess, að kraptnr Pjöðverja sé að iinast. Land- ið hefir takmarkaðan hevmannafjolda til að fylla upp í skörðin, en banda- menu standa þar betur að vfgi, hafa fleirum á að skipa, sérstaklega Rúss- ar, og hafa að ölla leyti betri skil- yrði til þess að geta haldið lengur út. Fyrirhyggja Pjóðverja hefir verið mikil, útbúnaðurinn framúrskarandi góður, og hreysti þeirra og herstjórn aðdáanleg. — En ölln eru takmörk sett, og svo virðist einnig hér. Eng- inn má við margnum. — pungbært hlýtur |>jóðverjum ef- lanst aó vita til þess, að nú er verið að hrifsa hinar auðugu, biómlegu ný- lendur frá þeim. Einkum muu þeim hafa, fallið þungt þegar Tsingtau iéll. I>ar anstur frá í Kína hafa þýzkir verkfræðingar starfað ósleitilega og með dugnaði og kunnáttu breytt ó- yrkta landflæmi í gróðursæla akræ og blómsturlönd, byggt ýmsar verk- smiðjur, og stóra borg með nútíðar- byggingum.. Hér vorn ágætar gróðr- arstsðvar og miðstöð fyrir þýzka verzlnn þar eystra. Og bpfðu pjóð- verjar lagt fram marga tugi milljóna til eflingar þessari * cýlendu sinrti, Kiauschau. En nú hafa „gnlu djpflarnir", Japan- ar, stolið öllu hnossinu írá pjóðverj- um. Hingað til hefir verið eptirtektar- vert samband milli viðburðanna á anstur- og vestarherstoðvunum. í hvert sinn sem bandamenn hafa unnið veru- lega á að vestan, þá hafa Rússar orðið að láta undan síga austur frá, og svo aptur þvert á móti; þegar fram- sókn Frakka í byrjun stríðsins var sf öðvuð í Belgín, þá héldu Rússar sigri hrósandi inn á Austur'Piússland en þegar bandamenn unnu sigurinn við Marne, urðu Rússar að hrekjast undan Pjóðverjum austur aí' Prúss- landi. Nú munu standa yfir úrslitaorustur bæði á austur og vestur vígstöðvunum. Og þó Pjóðverjar hafi ef til vill haft nokkurn framgang vestur frá, tekið

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.