Austri


Austri - 05.05.1917, Qupperneq 2

Austri - 05.05.1917, Qupperneq 2
2 AUSTRI rnanna skipanna og stjórnar fé- lagsins. Og þetta liefir leitt af sér Og alið upp ytrðrepsskap, hylm- ingu og ólöghlýðni, og aðrar *góð- ar dygðir«, sem bannlög og þving- «n á athafnafrelsi manna skapa. Brytarnir, sem eru útlendingar, og fæddir með þeim mannlega breyskleika að þykja væpt um Mammon — eins og sumum bann- vinum þykir sjálf^agt líka — hafa séð að þetta hefir getað gengið, og notað sér tækifærið óapart. Alt þetta þrífst ágætlega, — í skjóli bannlaganna, laganna sem bann- menn eru altaf að prédika að séu það bezta hnoss, sem þessu landi hefir hlotnast, — laganna, sem auðga útlenda okrara, svifta lands- sjóð margra tuga þúsunda króna tekna, féfletta landsmenn, ala upp óloghlýðna og þýlynda borgara, auka varmensku í viðskiftum, — laganna, sem lenna mönnum að neyta »koges«, »spólu«, nárvatns og »Hoífmanns«; laganna, sem, þegar öllu er á botninn hvolft, minka mjög lítið áfengisneyzlu í landinu. Og þess bið ég allar góðarvætt- ir og alla drenglundaða og mæta menn, að styðja að því, að bann og kúgunarandi sá, sem nú um hríð fer um land vort, nái ekki að kollvarpa og koma fyrir ætt- ernisstapa þjóðþrifafyrirtækjum, eins og Eimskipafélagið er. En það er viðbúið að svo fari, ef gegnir menn og góð mál fá ekki þrifist í landinu fyrir »úvættum« þesium. Og svo er verið að stofna félag til þess að verndu þennan »úvætt«. Hv'ernig lýzt ykkur á? Ætla landsmenn að láta það þrifna, eins og templarafélagið, sem vann með góðum árangri í rétta átt, þangað til það rang- hVerfðist, — og láta svo þetta nýja félag skapa af sér annan »úvætt«, sem verður argari en bannlögin? Sigurj. Jóhannsson. * * * Bann-i>ett ósannindi Sigurjóns Jóhannsonar. „Pað rg fregna á pessu landi, þó um megnið sgnist fátt, hafi þegna í þraut og grandi þarfa og gegna Bakkus átt.u (Alþingisrímur.) Enn á Bakkus sþarfa þegna í þraut og grandi* og þá að ýmsu leyti góða og gegna. Má nú til þeirra telja fyrverandi bindindis- frömuð Sigurjón Jóhannsson kaup- roann, sem nú skipar sér í brodd fylkingar Bakf usarliðsins og býð- ur okkur bindindis- og bannvin- um til orustu hér í blaðinu. »Rök« letlar hann ekki að nota að vopni »í þetta sinn«, segir hann, og stendur við það. Mundi það þó bitrast enn sem fyr, en ekki er að undra þó eigi festi hendur á því menn, sem berjast eins og Sigurjón gerir nú. Vopni þessu er 'jafnan örðugt að beita þegar bar- ist er fyrir röngu máli. Þvi eðli- jegt að Sigurjón beiti öðrum vopn- um: Öfgun, útúrsnúningi, slæm- um getgátunl o. fl. af því tagi. »Betra er að veifa röngu tré en «ngu«, álítur hann senmiéga-. Þétta treysta margir bannhatarar á þeg- ar þeir ráðast örvita af æsinga- ofstæki á persónur bindindis- og bannvina. Gera þetta af því þeir treysta sér ekki til að ráðast á málefnið með neinu viti eða rök- Um. — Þeir vilja aðeins gfla veldi vinguðsins, — það vita þeir, og reyna svo að æpa svo öll þjóð hevri: »Þrælalög, frelsis- og mann- réttindarán, harðstjórnarofbeldi! Bannmenn eru að traðka persónu- frelsi og mannréttinduml Lifi Bakkus!* Þessi frjálsræðis- og mannrétt- indaránsbrígsl láta þeir dynja á bannvinum — alt rakalaust — í þeirri von að brígslyrðin hríni á persónum þeirra og geri þeim erfilt að vinna sínum göða mál- stað og göfugu hugsjónum gagn. Sigurjón ætlar nú að gefa þess- um brígslyrða-austri meiri áhríns- mátt en ella með tilstyrk þess, að setja bannhataraöfgarnar í sam- band við fyrirtækið, sem allur þorri þjóðarinnar ann hugástum. — Böglast við að gera mér og öðrum upp hugsanir og orð, — þykist geta lesið á milli línanna hjá okkur það, sem hvorki höfum við hugsað eða talað — í þeirri von, að ætla má, að þeir sem ekki skilja mælt mál, og eru gæddir þeirri tilhneigingu að gera náung- anum illar getsakir til svívirðing- ar, trúi og leggi óþokka á þá menn, sem hugsanirnar og orðin eru upp- gerð. Að nota þessa aðferð í stað þes$ að »rökræða« málefnið, hlýt- urað vera dálítið ófýsilegt aðgöngu. fyrir þá menn, sem alls ekki hafa lagt sig niður viö — og því ófor- hertir í — að renna niður »koges«, »spólu«, „hárvatni« °g »hoffmannír. Jafnan er ilt að þurfa að fást við þá menn, sem ekki geta eða vilja rökræða málið, sem fyrir liggur. Bannhatarar eru sumir orðnir of æstir og hamslausir til þess að þeir geti brugðið vitinu fyrir sig í þessu efni. — Æsingin er því sem næst öll orðin þeim megin í málinu og stafar það af því að þeir finna og sj í að átrún- aðargoðið þeirra, gamli Bakkus, er nú orðinn valtur i stóli og veldi hans rýrnar um heim allan. Fyrir því tryllast þessir herrar í örvænt- ingu ösigursins að þeim, sem Bakk- usi vilja á kné koma. Eg hefði fúslega i'ökrætt bannmálið hér í blaðinu við Sigurjón Jóhannsson, ef hann hefði til umræðu stofnað á þeim grundvelli. Máske vektir hann rökræður um bannmálið, — það væri gott, en mikið annað gott leiðir nú tæplega af uppþoti hans. Að sinni verð ég að láta nægja að snúa mér — aðallega — að þeim kafla ritgerðar Sigurjóns, sem er ástæðulaus og persónuleg árás á mig og Jónas Jónsson|rá Hriflu. Skal ég láta persónu Sigurjóns í friði, svo sem unt er, — úr því ég svara honum á annað borð — þó öðruvísi hafi hann til stofnað, og gefið slæmt fordæmi, sem ég tel litlu betra til eftirbreytni, en athafnir þeirra bannhatara, sem fóturfi troðá baftnlögin bg uþpæsa lægstu eðlishvalir sínar svo mjög að þeir geta íéngið sig til að sganga með grasið í skónum* á eftir brytum skipanna, grátbæna þá um áfengisólyfjan á geipiverði og »auðga útlenda okrara« með síðasta skilding sínurn og óvirða þannig sig og þjóð sína í augum sjálfra sin og annara, — því etvg- um manni með öllu viti þykir sömi að slíku endemi. Ekki ætla ég að svara hér fyrir Halldór Jónasson, Tryggva , Þór- hallsson og Einar Hjörleifsson Kvaran. Tel ég mig ekki gera Sig- urióni rangt til þó ég ætli þá menn á móti honum á þessu sviði og því færa um að svara fyrir sig betur en ég mundi gera, enda er hver sínum hnútum kunnugas*ur. Ekki tel ég Sigurjón heldur hafa tekið niður fvrir sig þar sem Jón- as er, en fyi’ir okkur Jónas báða verð ég að svara nokkru, því Sig- urjón íæðst á okirur ísameiningu. Sigurjón telur Jónas »vekja held- ur ski’ílskendar tilfinningar manna en hitt« með skrifum sínum. En ég spyr Sigurjón: Með hverju móti hefir Jónas gert þetta og hvar? Ekki hefir Jónas gert þetta í blaði því sem hann er ritstjóri að, og ekki í timaritinu »Réttur«, sem hann er ritnefndarmeðlimur að. Á báðum þessum stöðum má finna góðar og frábærlega vel ritaðar greinar eftir Jónas, sem sanna ó- tvírætt vitsmuni mannsins, ætt- jarðarást og réttlætistilfinningu, framsóknarhug og fagui’t hugsjóna- svið. Greinar, sem miða að þvíað upprœta skrílshugsanir hjá þjóð- inni, eu vekja frelsis- og fram- faraþrá, félagslyndi og samheldni í velferðarmálum lands og lýðs. Fgrir þessi ritstörf er Jónas orð- inn alþektur. Sigurjón segir að Jónas ráðist »nú síðast« á stjórn Eimsk félags- ins, vilji vekja óhug á henni, Ing- vari skipstjóra á »Lagarfossi« og Nielsen útgerðarsljói’a. Að Jónas »vilji« þetta í Sigurjóns-skilningi er ósatt Eg þeKki Jónas og ég trúi Sigurjöni ekki. Enginn, sem þekk- ir Jónas, trúir því að hann »vilji« þetta. Sigurjón þekkir Jónas ekk- ert. Les sennilega hvorki »Skin- faxa» eða „Rétt“ og ólíklegt — eft- ir orðum hans að dæma — að hann hafi lesið ritgerð Jónasar í »Hofuðstaðnum« um »Eimskipa- félagið og bannlögin«. Aftur á móti litur út fyrir að Sigurjón hafi les- ið skammir um Jónas, sem al-ó- merkir menn hafa ritað í blöðin, t. d. »Landið« 10. tbl. þ. á., og er ekki að furða þó Sigurjóni förli sýn er hann lítur á afstöðu .Tónasar til þessa máls í því „Mána- skini«. — Sennilega hefir Sigur- jóni sést yfir það, sem segir í 11. tbl. »Landsins« um »Höfuðstaðar«- ritgerð Jónasar, og er það leitt, því þar er ritað af góðgirni og viti. Þar segir: »Við grein Sig. Arngrimssonar í síðasta blaði var ekki ráðrúm til að bæta við atliugasemd af hendi blaðsins. Hvað vem að öðru leyti líður viðureign þeirra S. A. og Jónasar frá Hriflu, og hvort sem íelja ber átölur liin.v .víðarnefnda heppilega orðaðar eða ekki, þá lætur „Lai«d- ið“ sér þó ekkí dyljast, að vand- læting Jóna.sar fyrir hönd Eimsk.fél. ér léttmæt í sjálfu sér. Verður og eigi séð, að gi-ein hans í „Höfuðst.4, ér S. A. réðst svo freklega á hér í blaðinu, muni spilla eða getaspilt tyrir félaginu á nokkurn hátt, þar sem hún er berlega af velvilja rituð«. Þessum sannleika í 11. tbl. »Landsins« trúir Signrjón auðsjá- anlega ekki, — ef hann hefir lesið blaðið. En hina frámunalegu »hrá- bullu«-illgirni »Mánamannsins« í 10. tbl. sama blaðs leggur Sigur- jón til grundvallar í skrifi sinu. Og eftir að hafa óvirt Jónas saklausan samkvæmt þessum góðu ! heimildum, kemur þessi prúðmann- lega klausa hjá honum: »Og þessum svívirðingum og ósannindum fleytir svo íitstjói’i »Austra« út yfir landið hér eystra og dregur ekki úr dytgjunum, alt að ástæðulausu, bara af því hann er einn af þessum makalausu bannvinum og siðferðispostulum, sem nú hafa það fyrir mark og mið, að brennimerkja alla þá, sem ekki eru bindindis- og b*nnmenn« o. s. frv. Gott væi’i að Sigurjón gætti nú vel að því, hvort hann er ekki að reyna að „brennimtrkja* og »alt að ástæðulausu«. Ég hefi ekki lesið grein Jónasar í wHöfuðstaðnum«, en af Þ*í ég þekki Jónas, efast ég ekki um að ummæli »Landsins um greinina séu réttmæt og er þvi óhræddur að byggja á þeim. Ekki hefi ég því »fleylt« neinu af ummælum Jónasar »út um land- ið í „Austra", ekki heldur bréflega né munnlega, svo orð Siguijóns um þetta eru bannsett ósannindi, eintómt draumarugl og þykir mér hann dreyma mig illa, og veit ég ekki hvað til kemur að ég skuli valda honum svo harðra svefnfara. En fyrst Sigurjóni þyki.’ sér sæma að reyna að bi’ennimerkja mig með því að flækja mér að ástæðulausu inn í þetta mál, skal ég með nokkrum orðum skýra af- stöðu mína til hvers eins málsað- ila, sem hann telur mig — vísvit- andi ósatt — hafa »fleytt út* ,sví- virðingum, ósannindum og dylgj- um“ um. Eimskipafélagsstjórnin: Eg hefi ætíð talið og tel hana enn vel skipaða. Því aldi’ei komið til hug- ar að álasa henni með einu orði, hvorki í ræðu né riti. Tvisvar hefi ég minst á hana í Austra: 1. í 8. tbl. þ. á. — Þar íita ég í beim tilgangi að vísa á bug á- sökunum er ég hafði heyrt ýmsa fleygja í hennar garð. Sá tilgangur er augljós afþess- um orðum, sem þar standa: „Það er enginn efi á þvi, að stjórn Eimskipafélagsins reynir ir að haga skipaferðunum á sem hagkvæmastan hátt, svo

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.