Austri - 12.05.1917, Blaðsíða 2

Austri - 12.05.1917, Blaðsíða 2
 AUSTrtl röskai- 4 al. að þvermáli. Eftir 5 feta gröft hitti eg á klettfastan öskuhaug, s<m eg komst eigi nið- ur úr og var botn gryfjunnar svo þéttur sem steinlímdur væri. Eitt steinlag lagði eg í botninn undir veggina, en hlóð þá siðan úr bleytustrengjum og sniddum þar til komið var fet úr jörðu. Ofan jarðar hafði eg tóttina ferhyrnta á ytri brúnir, þótt innan væri kringlólt, og bygði Iréþak með hallalitlu risi á aðra hlið, en brottu þeim megin, sem dyr skyldu vera. Öll var yfirbyggingin auðhreyfð af 4 mönnum og má þvi skáka þak- inu af tótlinni eða á eftir vild og þörfum. Seinl á lúnaslælti næstliðið sum- ar brá til óþurka og rigndi all- mikið. Þá átti ég alla há óslegna, lítið eitt af sáðgresi og nýja, síð- þakta túnsléttu, vaxna íllgresi, súr- um, rótarlaufi, sóley og arfa. Yar rekjan notuð til að slá þetta og því jafnharðan ekið í tóttina. Hún fyltist á 2 dögum, en liila varð eigi vart fyr en á 5. degi og var lieyið þá fergt. í’að seig um 3 fet á fám dögum og var gryfjan þá fylt að nýju af samskonar. heyi, sumu rennvotu, sumu hálfþurru; en vatn borið í það. Alls var þá bætt ofan á það 5 feta hæð og síðan grýtt Nær þrem vikum frá fyrstu ilátningu var fangið alt sokkið í gryfjuna og bætti eg þá þriðja sinn í gryfjuna, lilóð 2 fet upp yfir veggjabrúnir og grýtti siðan. Að því búnu var þakið sett yfir, er svo hafði sigið að það kæmist fyrir og var ræfrið síðan fylt með þurheyi ofan á grjótinu. Alls fór í gryfjuna sem svaraði 30 hestum af þurheyi, en fyrir- ferðin varð hér mun minni af votheyinu. Um nýár var byrjað að gefa votheyið. Þunt lag undir grjótinu var myglað og fúlt og ázt ekki nema af hestum, en von bráðar varð heyið jafnlitt og skemda- l^ust. Það entist til marzloka og var gefið kúm og kindum að hálfu. Allar skepnur voru sólgnar í það og öllum heilsaðist þeim ágætlega meðan þær höfðu það. Kýr mjólkuðu mun betur með- an þær höfðu súrheyið en þær hafa gert af þurfóðrinu án fóður- bætis og ekkert bar á ormaskitu i fénu á meðan þess naut, eða öðru kvillum, þótt brytt hafi á þeim undanfarna vetur, og eins siðan votheyið þraut. Enginn úrgangur varð úr vot- heyinu og aldrei leifðu gripir neinu af því. Jafnt var tekið af því dag- lega, skorið eða pælt með ristu- spaða þunt lag. Á neðstu alin gryfjunar var vatn, sem eigi hafði getað sigið niður, en jafngott reyndist heyið þar hinu, þótt veitt væri úr vatni daglega með kvísl. Þeir sem byrja vilja á votheys- gerð — og það ættu sem flestir að gera —, ættu helzt að hafa við nöndina nefndan bækling H. Vil- hjájmssonar, ef þeir hafa eigi 30. árgang Búnaðarritsins. Hann gefur ágætar bendingar um verkun og uotkun súrheys. En vandinn er eigi mi vJÍl qg árangur þó viss og góður, eí íýlgt er þessum fáu regl- um: 1. Hafa gtyfjuna eigi minna en 7—8 fct á dýpt. 2. Hafa hana hringmyndaða, svo livergi verði hvöss hcrn á veggj- um. 3. Hafa veggina sem næst lóð- rétta frá botni, slétta, holu- lausa og nokkurnvegin loft- þétta. 4. Fergja heyið nægilega mikið og áður en hiti verður of mikill í þvi. 5. Láta heyið vera nægilega blautt og eigi með þurrum viskum. 6. Létta eigi fargi af fyr en farið er að nola heyið. 7. Eyða jafat af heyjum eftir að byrjað er að gefa og láta aldrei áhrif loftsins á það verða lang- vinn. 8. Forðast innrensli og leysingar- vatn í gryfjunni, sem og upp- sprettur. Um fargið má taka fram, aðþví dýpri sem gryfjan er, því minna þarf að fergja. Talið er að 300 kg. þungi þurfi að vera á ferfeti hverju í botni gryfjunnar, en vel má liann vera meiri. Til að ákveða þungann er vant að telja hvert teningsfet af heyi 25 kg. Þessvegna er heyþungi á ferfeti í botni 10 feta djúprar gryfju 250 kg. og þarf hún þá 50 kg fargs á hvert ferfet; en í 12 feta djúpri gröf er hey- þunginn að sömu hlutföllum 300 kg. á ferfeti og ætti þá ekkert grjótfarg að þurfa. Samt skal þar einnig fergja, ella verður meiri skemd ofan á heyinu og meira af því loftsmogið, því að eitt aðal- atriði súrheysgerðar er að aftra rotnun og fúa i heyinu með fargi og loftleysi. Aðferðina til að finna flatarmál botns í kringlóttri tótt þekkja flest- ir, en til vara skal hún sett hér: Helmingur þvermáls tóttarinnar í fetum (geislinn) margfaldast með sjálfum sér og útkoman með 22/7 sýnir ferfetaíjölda gryfjubotnsins. Fyrir því er botnflötur á 8 feta víðri gryfju 502/7 ferfet (4.4.22/7 = 503/7) og í 10 feta víðri gryfju 784/7 ferfet (5.5.22/7 = 784/7). Bezt mun að flytja sem mest í einu í súrheystóttina, en ekkert sakar, þótt safnað sé á nokkrum dögum, ef vel er troðið og jafnt. Hitann, sem kemur misjafnlega fijótt, eftir heymagni, tegund, raka og öðru, má ætíð stöðva með farginu; hann má að ósekju verða 60—70 stig í bili. Engin þörf er að hafa torf eða hlera undir farginu. Sííasta retiaidig 1917. Sv. ólafsson. Orðsending til Sveins Árnasonar. Bóbí, geltu, Böai minn . . .. J. H. Visa þessi datt mér í hug er eg las svar hr. fiskimatsmanns Sv. Árnasonar í Austra 28. þ. m. við grein hr. Herm. Þorsteinssonar i sama blaði. Hr. íiskimatsmaðurinn þykist víst finna þar ástæðu til þess að narta í mig, og verð eg að segja það að mér kom sízt til hugar að hr. fiskimatsmaðurinn íæri að skeyta skapi sínu á mér, þó H. Þ. gerði aths. við greinar- stúf hans í Austra 7. þ. m. er heit- ir »Dýrtíð — Skortur«. Hr. ílskimatsmaðurinn segir, að eg hafi ásamt H. Þ. samið um- getna aths. Herm., sem og hafi hlotið einkenni okkar beggja, þ. e. »iosti dylgjur o. fl.« Þar sem eg ekki á eitt orð í grein H. Þ , segi eg hr. fiskimatsmannin fara þar með ósannindi á þvi sem öðru er hann segir í þessu svari sínu. Þá getur hr. fiskimatsmaðurinn þess, að hann ekki taki hart á því þó eg haldi að aths. hans væru sprotnar af »persónulegri óvild til útgerðarmanna«. Hvar stendur það í grein H. Þ. að eg haldi því fram? Viil hr. fiskimatsmaðurinn gera svo vel að benda mér á það? Og ennfremur segii- hr. fiski- malsmaðurinn: »því hann hefir líka haldið því að mér að niður- jöfnunarnefndin hafi stundum lagt á sig útsvar af persónulegri óvild.« Auðvitað hefi eg aldrei talað slíkt, en eg minnist þess nú, að haustið 1914, þegar vélbátur minn strand- aði og brotnaði í spón og öll mín veiðarfæri fórust með honum, að þá sagði lir. fiskimatsmaðurinn mér, er þá var í niðurjöfnunar- nefnd Seyðisfjarðarkaups^aðar, að komist hefði til tals hjá niðurjöfn- unarnefndinni, að hækka bæri á mér útsvar, því eg að líkindum hafi grætt á því að báturinn fórst. Vitanlega hefir engum öðrum en hr fiskimatsmanninum dotlið slíkt til hugar, þar sem báturinn var vátrygður fyrir aðeins rúm 3000 kr., en eg varð nokkru seinna að kaupa annan bát, verri og minni, fyrir um 5000 kr, og auk þess veiðarfæratap o. fl. Allir, nema hr. fiskimatsmaðurinn, sjá að þetta er ekki gróði. Seyóisíirðí 30. apríl 1917. Brijnj. Sigurðsson. Svar vlð »svari“ hr. Sveins Árnasonar. Það hefir eflaust verið illa gert af ritstjóra Austra við hr. Svein Árnason, að leyfa honum að lesa grein mína »Dýrtíð — skortur hr. Sveins Árnasonar« í síðasta tbl., til þess að geta svarað hcnni strax, því það lítur út fyrir að hr. S. Á. sé ekki svo vel læs, að hann geti lesið rétt og því síður skilið mælt mál í flýti, til þess að lara rétt með á eftir, enda hefir hann ekki getað það í þessu svari sírm í síð- asta blaði Austra, og skal eg benda hér á nokkur atriði. Hr. S. Á. segir fyrst að eg eigi ekki einn greinina. Ilvaðan hann hefir fengið vissu fyrir því veit víst enginn nema hr. S. Á., því ekki veit eg til þess að hr. Brvnj- ólfui'jSigurðsson hafi verið riðinn við samningu greinarinnar. Eg var svo einfaldur að eg von- aðist ti!, við lestur greinar hr. S. Á. í 10. tbl. Austra þ. Á., að sjá bendingar og ráð við dýrtíð og skorti frá jafn gáfuðum manni og br S. Á. þykist vera, sem þó ekki varð, eins og eg hefi áður tekið fram; enda viðurkennir hr. S. Á, nú í »svari« sínu, að það hafi ekki verið tilgangur sinn að benda á neitt slíkt. Eg sé bezt nú að slíkt var einfeldnislega hugsað af mér, því eftir því sem síðar hefir fram komið, hefi eg gert mér al- gerlega skakka hugmynd um gáfna- far hr. S. Á., því í svari sínu er liann jafnvel svo lítið gáfaður að hann talar um að »skortur sé ráð við dýrtíð« og vill svo eigna mér þetta nýja ráð. En þar sem eg hefi aldrei á slíkt minst í grein minni, þá má hann sjálfur eiga þá uppgötvun fyrir mér. Að hr. S. Á. hafi gert árás á útgerðarmenn hér, því held eg fram enn. Eða er það ekid árás á útgerð- armenn, að segja að þeir hafi selt ýsu í fyrrasumar á 32—36 aura hvert kg. og að þeir hafi selt fisk yfirleitt 12 aurum dýrari hvert kg. en þeir fengu með þvi að salta hann, eins og hr. S. Á. segir í þessari velnefndu grein sinni 7. f. m. Þetta hvorttveggja sagði eg og sýndi fram á í svari minu að var ösatt. Þessu hvorttveggja hefir hr. S. Á. lieldur ekki mótmælt, enda mun eiga óliægf með ef hann vill segja satt. Eins og hr. S. Á. þyk- ist geta sannað lesendum Austra, að ýsa hafi verið seld á 30 aura pr. kg. hér í fyrra, eins get eg sannað þeim að mikill meiri hluti af ýsu, sem útgerðarmenn seldu og sem sett var inn á frosthús, var selt á 24 og 26 aura pr. kg. og svo var það alt stórýsa, sem hefir meira verðgildi en smáýsa. Þá geta allir séð sannsögli hr. S. Á. um verðmismun Hornafjarðar- smáýsunnar og stórýsu útgerðar- manna. Hvað kaupmenn hér gáfu fyrir blautfisk í fyrra, kemur mér ekk- ert við, mér kemur aðeins við það verð er útgerðarmenn fengu fgrir fisk sinn hjá kaupmönnum i því ástandi sem þeir seldu hann. Máske lir. S. Á. álíti það rangt af mér að ganga út frá því verði, vitandi þó að kaupmenn hér á öllu Austurlandi, sem kváðu upp 38 aura pr. kg. fyrir þorsk og 34 aura fyrir hvert kg. af Labrador- fiski úr salti í fyrravor, buðu strax og fram á sumar kom langtum liærra verð, og voru jafnvel komn- ir, er á leið sumarið, upp í 48 aura pr. kg. eða meira fyrirþorsk og 44 aura fyrir Labradorfisk, og svo annan fisk eftir því. Við livað á að miða verð einnar vöru, ef það er ekki við það verð er eftir- spurnin skapar á vöruna? Vill nú ekki hr. S. Á., með sína óviðjafn- anlegu reikningsgáfu, setjast svo niður og reikna, og vita svo hvort hann fær 70% liagnað á bæjar- fisksölu útgerðarmanna. Sannleik- urinn er sá að mótorbátaútgerðar-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.