Austri - 09.06.1917, Page 1
^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^
Ritnefnd: /ó/í Jónsson á Hvanná, Karl Finnbogason, Sminn Ólafsson í Firði. Ábyrgðarm. Jón Tómasson .
Prentsm. Austra. || Seyðisfirði, 9. jání 1917. || Talsími 18 b.
19. tbl.
XXVII- ár
1 I tillolll. fVuðll u, |J k)Cj UlðUl Uij w, JttUi X X # • || x aioiuix iU*
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Alfa Laval skilvindau.
Særri 2,000,000 vélar seldar. Yfir 1000 fyrstu verMaun og sein-
aefc ,örand Príx“ á lieimssýningunni í San Pransisco, er besfca
sönnun fyrir að Alfa Laval er b zta skilvindan.
Aðalumboðsmaður fyrir ísland
H. B e n e d i k t s s o n,
Reykjavík
Símnefni „GEYSIR“. Símar 8 og 884.
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Um gildi íþrótta.
Það er ekki svo mjög leikurinn
út af fyrir sig, sem eg dáist að,
þegar ungmenni eru að leikjum,
heldur öllu fremur gildið, sem
fagur leikur á að hafa og getur
haft, ekki aðeins fyrir breytni og
framferði þeiria síðar meir, sem
þátt taka í honum, heldur lika
áhorfenda.
Forn-Grikkir voru mjög elskir
að iþróttum; þeir voru í háveg-
úm hafðir, sem í þeim höfðu
mesta leikni. Á aðalleikmóti þeirra,
sem haldið var árlega fyrir landið
alt, og nefnt var híð »olympiska«,
fjölmentu ungmennin til að keppa
í þeim íþróttum, sem þau höfðú
iðkað og tamið sér og hofðu mesta
framför í. Sá, sem bar sigurinn
úr býtum á leikmóti þessu, fékk
lárviðarsveig að launum, eins og
sum af störskáldum þjóðanna.
Enginn meiri heiður, meiri vegs-
auki og sæmd, gat hlotnast grísk-
um foreldrum en sá, að eiga
sonu, sem báru siguriun úr býtum
á »olympiska mótinu«. Hvers-
vegna? Vegna þess að þjóðin
griska skoðaði sigurvegarann, sem
ímynd þjóðarinnar, eins og hún
ætti öll að verða og gæti orðið,
prýddan góðum gjöfum mann-
kosta, sem einstaklingui'inn hafði
ræktað og látið blómgast hjá
sjálfum sé", í eigin jörð, með iðni,
elju, ástundun og stöðugri tamn-
ingu. Grikkir lögðu ekki lárviðar-
sveig á möana, heldur á ágætlega
ræktað tún.
Hugsjón þessarar ágætu forn-
þjóðar var sú: að einstaldingarnir
yrðu fagrir og góðir; slíkum sæm-
ir lárviðarsveigui'. íþróttirnar voru
ágætis hjálparhella i augum þjóð-
arinnai', til að ná þessai’i hugsjón,
þessu fagra marki, sem hún þó
því miður hefir ekki náð.
Rómverjar lögðu mikla rækt
við íþróttir; þeir sáu að það var
búhnykkur; þær glæddu hjá þeim
mannkosti og drenglund, eins og
þær eiga að gera með öllum þjóð-
um. Á meðal þeii’i'a voru menn,
sem sagt var um, að eigi yrði
frekar hx'aktir af vegi dygðarinnar,
en sólin af sinni braut.
Hann var harður, Rómverjinn,
sem stóð, eins og ekkert væri um
að vera, meðan hendur hans
brunnu í eldinum; hann var eins
og svo mai’gir hermennirnir róm-
vex'sku: heilög ntynd hreystinnar.
Vér íslendingar áttuin foi'feður,
sem margir voru ágætir íþrótta-
menn, og víkingarnir norrænu
voru engir heiglar; til þeiri'a má
rekja heilagar hreystimyndir og
mannvitsmyndir.
Sú skylda hvílir ekki á íslend-
ingum, að hrósa sér af því að
þeir séu af góðu bergi biotnir,
heldur ber þeim að leggja sig í
framkróka, sækja fi'am, til að öðl-
ast þeii'ra ágætu kosti, í rnai'g-
endui'bætti'i útgáfu tíðarandans.
»Já, miklir íþróttamenn munu ís-
lendingar vera orðnir eftir 900
ár,« munu framsýnir menn á með-
al forfeðra okkar hafa látið koma
sér til hugar. Hvernig var um-
horfs í þessu um 18 hundruð?
Hvernig um 19 hundruð? Jú, það
smárofar íil núna.
Gunnar á Hlíðarenda var ekki
aðeins ágætur íþróttamaðui', held-
ur var hann og hraustmenni og
prúðmenni.
»Svá þykkir yðr konum, sem
enginn muni vera hans maki.«
Niðurlag lýsingarinnar á hon-
um, sem öll ungmenni þessa lands
ættu að kunna, hljóðar svo:
»Manna var hann kurteisastr,
harðgeir í öllu, ráðhollr og góð-
gjarn, mildr og stiltr vel, vinfastr
og vinavandi’.«
Gunnar á Hliðai'enda vai', í fá-
um oi'ðum sagt, mannkostamað-
ur. Hvei'gi er þó maðurinn eins
»fagur« í mínum augum, eins og
við »Hólmann«, þar sem hann
sneii aftur:
»Fögr er hlíðin, svá at mér heíir
hún aldregi jafnfögr sýnst, bleikir
akrar en slegin tún, ok mun ek
ríða heim aftr ok fara hvei’gi.«
Gunnar fór ekki varhluta af
tilfinningunni fyrir því fagra.
Eg ætla ekki að rekja m#rg
dæmi úr sögunum því til frekari
sönnunar, hvert gildi fornmönn-
um var að íþróttum, hvernig þær
endurspeglast í ágætum verkum,
þó miklu sé úr að moða.
Siðaðar þjóðir hafa íþróttir í
því meiri metum, því siðaðri og
mentaðri sem þær eru. íþróttirn-
ar eru töframeðal í baráttunni
fyrir tilverunni, ágætis þioska-
meðal, bæði til að efla andlega
og líkamlega atgjörfi. Þessvegna
hlúa þjóðirnar að þeim og hlynna.
1. Til hvers eiga íþróttir þá að
vera?
Þær eiea að venja menn á góða
hegðan og rétta breytni; þær eiga
að venja menn á kurteisi og prúð-
mensku; enginn má nota óheið-
arleg brögð til að sigrast á hin-
um. Því tala ensku mælandi
þjóðir um »fagran leik« (fair
play). Aðalatriðið í leikum er, að
hafa rétt við, sigra með kunnáttu
og fimni, koma hreinlega og heið-
arlega fram; því Ijótur verður
leRurinn, þegar undirferli eða
slægð fylla hugi leikenda; þegar
þeir bolast.
Iþróttir eiga að þroska sál og
líkama; þær gera menn þolgóða
og harðfenga, viljahvassa og snar-
ráða, í fám orðum sagt: »Sam-
stilla lifskraftana, að hver leitist
við að efla sig þannig, að það
verði einnig til eflingar fyrir aðra,«
svo eg viðhafi ummæli Helga
Péturss.
íþróttirnar geta orðið eitt af
bjargráðunum í þá áttina, að gera
einstaklingana, og síðar heildina,
sem fegursta og bezta. Þær eiga
að flýta fyrir þvi, að sem flestir
beri »sitt barr«, og það eins fyrir
því, þó raunir steðji að, ellegar
sú leiða kröm, elli, sem seinna
gerir vaH við sig og síður verður
þungbær, því:
„Fögur sál ei; ávalt ung
undir silfurliœrmn“.
Snillingurinn, sem þetta orti,
talar um tvenskonar fegurð í einu
kvæði sínu: þá ytri og þá innri.
íþróttirnar, ef rétt er á haldið,
geta orðið báðum að liði.
Konungur Klettafjalla segir í
kvæðinu »Vetrarríki« sem ekki er
kuldalegt:
„en þar kysi eg landnám, sem lang-
flestir stranda,
ef liðsý'it eg gœti, eg bygði þar
helzt."
Það þarf áreiðanlega hraust*
sál í hraustum líkama, tilaðhalda
vörð við eyðisanda eða útskaga,
þar sem skipbrotsmenn ber tíðast
að landi. Það er engum heiglum
hent; sjálfsfórnin daglega á lífi og
limum.
Þessi fegurð deyr ekki; hún lifir
þá rauðu rós, ytri fegurðina.
Þormóður Kolbrúnarskáld var
ekki klokkur eftir Stiklastaðaror-
ustu; þó hann fengi spjótsodd í
hjartað, liknaði hann eigi að síð-
ur særðum mönnum, batt um sár
þeirra og hélt hreysti félaganna
víða á lofti. Hann’rykkir út vopn-
inu, hvitar tægjur voru á oddin-
um. »Feitt er oss enn um hjarta-
ræturnar, vel hefir konungur ali5
oss,« sagði hann og hné niður
örendur.
2. Hvar geta ungmenni vor lært
íþróttir?
»Varðar mest til allra orða,
undirstaða r é 11 sé fundin,« stend-
ur í því ágæta Liljukvæði.
Rétta undirstaðan er aðalatrið-
ið; hún þarf að leggjast af mönn-
um, sem kunna íþróttir, hafa lagt
krafta, elju og ástundun í sölurn-
ar, til að læra þær. Það er mesta
fjarstæða að stofna til íþróttamöta^,
fyr en góðir kennarar hafa lagfc
þessa undirstöðu hjá keppendum
mótsins, fyr en menn kunna eitt—
hvað í iþróttum, því menn fæðast
ekki íþröttamenn, heldur þroskast
þær smámsaman, stig af stigi, hjá
þeim sem þær iðka, sem verð-
laun elju og ástundunar, kapps:
og þolgæðis. Á
Samband Ungmennafélags fs-