Austri - 18.08.1917, Side 2

Austri - 18.08.1917, Side 2
2 AUSTAI fjóðrerja og Englendinga, til að fá að halda hlutleysi sínu eg friði. — Mega nú allir sjá, hyert beint ógagn oss stafar í þessu efni af sambandi voru við Dani, — og Jjví minnist ég ekki að haldið kafi verið fram í alvöru, síðan stríðið hófst, að vér höfum haft nokkuð gagn af því að vera í sambandi við þá, á þann hátt sem því nú er fvrir komið — nema kanske af hr. HolgerWiehe, sem þó þykist unna oss sjálfstæð- is í orði. Þing vort og stjórn hefir nú loksins bætt úr þessu með full- trúann, og valið þann manninn, sem vér — eflir þeirri viðkynn- ingu, sem vér höfum haft afhon- um — hljótum að bera fult traust til. — Nú er eftir að fá fánann, út- Tega viðurkenningu Dana og ann- ara þjóða á honum. Og þetta má ekki láta undir höfuð leggj- ast. Hér sýnist líka vera gott að- stöðu. Öll þjóðin og allir stjórn- málaflokkar eru nú orðnir sam- máia um þorf fánans og réttmæti vort á að eignast hann, og um gerð hans er ekki lengur barist. Ekki skal hér ryfjuð upp saga fánamálsins; en þess er að minn- ast, að margir mætir menn þjóð- ar vorrar stóðu, í upphafi máls- ins og lengi framan af, þar í fylk- ingu, sem þeim sómdi ekki sem góðum íslendingum. En nú er að fagna því, að þeir hafa snúist á þá sveifina, sem þeim ber að taka á; og er ástæða til að halda, að þeir láti ekki Dani ná henni úr höndum sér. Er nú ekki nema herzlumunur eftir; því það hefir sýnt sig, að í hverju máli, sem vér höfum fylkt okkur um, hafa Danir gefið eftir fýr eða síðar. Þingið á að krefjast sem einn maður að fá siglingafánann viður- kendan sem allra fyrst; og stjórn- in á, ef því máli er að skifta, að leggja sjálfa sig í sölurnar fyrir málið: fara frá völdum, ef kon- nngsvaldið neitar að verða við kröfum vorum. Þá reynir á þolrif þjóðarinnar. En vér væntum þess öll, að þau láti ekki undan. Sigurj, Jóhannsson. 0fgaJaus og alþekt stærð. Fæstar lygar eru nauðlygar, af því menn ljúga lang oftast, sokum heigulskapar og öðrum til blekk- in^ar, og til þess að smjaðra sér gengi og fylgi fjöldans, þá er sönn rök og gildar ástæður bresta til þess að fylgja fram málstað sínum ájhreinum og hræsnislausumgrund- velli, á grundvelli sanns siðgæðis, jafnréttis og drengskapar. Þegar lýgin er þannig sett í hásæti sann- leikans, getur hún verið mjög í- smeygileg og sakleysisleg, og skart- &ð skrautklæðum í munni lýð- gaspraranna, sem skjalla þurfa almenningv.t’I fylgis sér. Oggleyp- ir almenningur þá umsvifalftust gullið á önglinum, án nokkurrar yfirvegunar, sem golþorskar einir eru kunnir að. í þessum ham ber lýgin ýms nofn, svo sem stjórn- málakænska, kaupmenskuhyggindi, guðstrúarhugsjónir, bannlagasann- leikur og margt fleira. Hin rökfræðislegu rök málsvar- anna fyrir þessu misfóstri sinu, bannlögunum, þyi'last sem líflaust laufblað um eyðihjarn i þeirra innantömu sálum, og er að því leyti ver fallið til að skýla rök- semdanekt þeirra, en laufblaðið varð Evu forðum, er hún upp- gotvaði sina Jíkamlegu nekt. Rök þeirra hrekjast algerlega út frá hinni venjulegu eðlisstefnu skyn- bærra og ósjúkra manna. En í stað þeirra er vanalega beitt læ- víslegum blekkingavaðli og kjaft- æði um að þeir berjist af um- hyggju fyrir heill og velferð með- bræðra sinna. Það er þægilegt fyi'ir úlfinn að hafa sauðargæru til að skjótast undir. Bióðurþelið og manngæzku bannmanna fram yfir anstæðingana tekur enginn ó- klepptækur maður trúanlegt leng- ur. Til þess hefir hin raunveru- lega starfsemi þeirra verið of »klein« og þeir sjálfir gerst of skörðóttir í eggjarnar við bann- laga-»móialinn«5 að menn trúi því að þar fylgi aRtaðar hugur máli. Það skal viðurkent að til séu ein- stöku frumherjar bannlaganna, sem eru trúir sinoi bannlagastefnu og þeim hugsjónum, sem standa í sambandi við hana. En það virð- ist nú sem dugur og áhugi þeirra hafi dygnað, og þeir sjái að það hafi ekki verið heppiiegasta leiðin til útrýmingar áfenginu, heldur sú að þroska og treysta frjálsa bindindisstarfsemi. Hér eiga menn ekki bardaga við sjálft vínið, held- ur áfergju og ílöngun manna og misbrúkun vinsins. Því þarf að kenna mönnum örugt taumhald á sjálfum sér og siðferðislega sjálf- sljórn. En það gera harðvitug og heimskuleg bannlög aldrei. Held- ur þvert á móti. Þau stæla menn til þrjósku og lögbrota, eins og alt hrottalegt misbeitingarvald ger- ir við geðmikla og óþrællynda menn. Ekki veður hann í röksemda- færslunni né vitinu í svari sínu, þessi herra S. V., í 27. tbl. Austra. Óþarfi var af honum að fara sér- staklega að leggja samþyktarákvæði á það að samherjar hans hafigerst brotlegir við eitthvað af lögum þjóðfélagsins, það grunaði menn áður. En hér var verið að ræða um þau lög, sein mestu hneyxli og liáðung hafa valdið í íslenzku þjóðlífi, síðan þetta land var bygt. Illa var til þeirra stofnað og svik- samlega hafa þau reynst. Það bezta í ljóðum og listum, dáðum og framkvæmdum, dreng- skap og hugprýði hjá þessari þjóð, hefir ekki verið unnið af ofstæk- isfullum og einhliða bannlagadólg- um eða þeirra nótum, heldur hafa það alt verið göfuglyndir, störhuga, hugsjónaríkir og frjáls- liuga menn, sem lyfthafa þjóðinni á það menningarstig sem Iiún nú er á. Ekki dottið í Lug að beita hana neiuum »þrælalögum«, eða skipað henni á bekk með blökku- kindum og siðleysingjum, eða að gera hana að tilraunadýri erlendra ofstækismanna. Til þess hafa þeir unnað landinu og þjóðinni of mikið, borið of djúpa og lireina virðingu fyrir siðferðisþreki þjóð- arinnar, lífsþrótti hennar og fram- sóknarþrá. Eg sagði í grein minni að lögin væru illa ræmd, fyrirlitin og höt- uð, ekki af því þau hétu vín- bannlftg, heldur fyrir ofsóknareðli þeirra. En svo slítur þessi bann- dánumaður það úr réltu sam- bandi, til þess að afflytja það og fylla eyðurnar með vitleysu. Það er hans öfgalausa vandvirkni og sannleiksgildi. Við öðru sanngjarn- ara var heldur ekki að búast. Eðli- legt að röddin væri jafn föisk og endra nær. Því halda ekki þeir menn lögin, sem gefið hafa þeim sitt jákvæði á þingi og utan þings? Þá menn verður að álíta siðferðislega gjald- þrota, sem berjast fyrir lögum, en brjóta þau í mjög áberandi mæli. Þeir menn liafa gert eitt af tvennu, farið með vísvitandi blekkingar og svikið sjálfa sig, eða eru hrein leigutól sér verri manna. Og þeir einir mæla þeim liug- sjónum og stefnum bót, sem eru eins sinnaðir. Lokleysuþvættingur S. V. ersvo ekki frekar svaraverður. Bjarn Ólajsson. * * * Meiri umræður um bannlögin á þessum grundvelli verða ekki leyfðar hér í blaðinu. Nautnameðnl- Saga nautnameðalanna er þýð- ingarmikill hluti af menningar- sögu heimsins. Notkun þeirra er nátengd trúarlífi þjóðanna. Forn- þjóðirnar hafa ekki aðeins álitið þær sérstakar guðanna gjafir, held- ur líka hinar beztu fórnir, sem hægt var að færa guðunum. Þetta má sjá nær alstaðar. Frá Indíánum í Suður-Ameríku til Asíubúa, frá myrkviðum Suður- álfu til norðurhjara heimsins. Al- staðar hefir náttúruþörf manna fundið einhver nautnameðul — oftast ölvandi — og notað þau, fyrst og fremst við guðsþjónustur sínar. Hvenær frumþjóðirnar hafa fyrst byrjað að leita nautnameðala, er ómögulegt að vita. En það er naumast hægt að benda á eina einustu þjóð, sem ekki á einhvern hátt hefir annaðhvorí koinist upp á að búa til eða útvega sér á- fengi í einhverri mynd. Flest eða oll hin eldri nautna- meðul, sem menn þekkja, voru örfandi eða ölvandi. Hin helztu þeirra voru: Soma-drykkurinn, koka, bethel, katha, kola og kawa; yngri eru: haschis, ab- siník, lóbak, opium, fluesop, te, male, kaffi, kakaó, guarana, og «vo allir áfengir drykkir. Soma-drykkurinn var mikið not- aður við allar helgiathafnir hinna fornu Asíuþjóða. Aðalefni hans var safi Somaplöntunnar, en var blandaður ýmsum öðrum vökv- um, se,n nú eru lítt þektir. Á- hrifin voru nijög ölvandi. Honum voru eignaðar ýmsar góðar verk- anir. í Vedabókunum, trúarritum Indverja, eru margir lofsöngvar um drvkkinn. Þar stendur um eiginleika hans: »Hann ei nærandi, læknandi, verndar fyrir öllu illu, er ódáinsdrykkur, og færir menn til himinsins. Guðirnir gleðjast við neyzlu hans, og Indra framkvæm- ir hin dásamlegustu verk undir á- hrifum hans.« Soiua-dýrkunin varð smámsam- an mjög mikil. Soma varð guð. Soma-drykkurinn varð milliliður milli guðs og manna, líkt og alt- arissakramentið hjá kristnum mönnum. Hann var búinn til af prestum undir sálmasöng og fyr- irbænum; síðar máttu engir aðrir neyta hans. En seinna urðu það aðeins forréttindi Braminanna að fórna Soraa. Parsarnir, hinir einu áhangendur Zóroasters, sem enn eru uppi, búa drykkinn til enn- þá. Koka-plantan í Peru er hliðstæð Soma-plontunni, þö dýrkun henn- ar sé ekki eins kunn. Hún var lika álitin heilog, og notuð sem goðafórn. Blöðin af plöntunni eru beizk, með ofúrlitlu sýrubragði; ilmurinn af þeim er mjög þægi- legur. Þau eru þurkuð, og svo tuggin með kalki. Perúbúar tyggja þau frá morgni til kvölds, og þyk- ir ekki einungis hin mesta nautn í þeim, heldur er staðhæft að þeir geti þolað -hina mestu áreynslu dögum saman matarlausir, ef þeir tyggja koka. Ekki hefir tekist að sanna, að þessi nautn hafi nein ill áhrif á innlenda menn, en Ev- rópumönnum hefir hún orðið mjög skaðleg. Áhriíin stafa aðallega frá ko- kain — mjög deyfandi efni. Þetta efni þektist ekki í Norðurálfu fyr en kringum 1880, og var þá not- að af læknum sem deyfingarmeð- al. Síðan hefir það fengið mjög raunalega útbreiðslu. — Kokain- neyzla er einhver hin versta allra óheilbrigðra nautna, kokain-neyt- andinn eitthvað hið aumasía vog- íek misbrúkunar þeirra. Hann hefir enga nautn af sjálfri notk- uninni, en hræðileg óþægindi af því að neyta þess ekki. Bethel-tuggningin í Asíu liafði til forna mikla þýðiagu í trúar- efnum, en hefir síðan orðið að al- mennri nautn — gagnstætt Soma- dryknum. Þessi nautn er æfagömul, og út- breidd meðal mörg hundruð milj- óna manna, sérstaklega meðal Ind- verja og Malaya. Hnetustykki af areka-pálma eru vafin í blöð af bethel-pipar, smurð með kalki og tuggin. í hnetunni er sýra, sykur, feiti litarefni og krydd. (Er í Norðurálfu notuð í tannduft.)

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/141

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.