Austri - 17.11.1917, Blaðsíða 3

Austri - 17.11.1917, Blaðsíða 3
4SSTRI 3 Miðveldaherinn sækir enn fram í Ítalíu með góðum árangri. Kósakkar fylgja Kerenskij, Korni- loff og Kaledin að málum; eru á leiðinni til Petrograd. Almennur fundur heíir verið haldinn út af verðhækkuninni á sykrinum. Varð árangurslaus. Rv. 12. nóv. 1917. ítalir hörfa enn undan. Aust- urrikismenn eru koranir að Piave- ánni. Svo hafa þeir tekið borgina Asiago (fyrir vestan ána Brenta). Bretar liafa gert fótgönguJiðs- áhlaup norður af Passchendaele. Það er borið til baka að Þjóð- verjar hafi tekið Álandseyjar. Engar fregnir frá Rússlandi. Frjálslyndi flokkurinn í Þýzka- landi er ánægður með Hartling- stjórnina* Verkamannafélagið hér í Reykja- Vik hefir hækkað dagkaup upp í 75 aura uin klukkustundina. Fulltrúi borgaratjóra er orðinn Ólafur Lárusson l*gmaður. Leikfélagið hér er tekið til starfa með »Tengdapabba«. Lék í fyrsta sinn í fyrrakvöld. Rv. 13. nóv. 1917. Bandamenn hafa veitt ítölum fé af herlánum sínum til að koma Upp varnarstöðvum hji Piave. Austurríkismenn eru komnir til Setlecommuni. Franski hershöfðinginn Fayolle stjórnar liði bandamanna í Ítalíu. Áhlaup Breta í Flandern hafa mishepnast. Engar áreíðanlegar fregnir ber- ast nú beint frá Petrograd. Sendiherrar Rússa í Norður- álfu.neita að viðurkenna stjórn Maximalista. Frá Wien og Stockhólmi kem- ur sú fregn, að Kerenskij haíi unnið sigur í orustu við Maximal- ista í nánd við Petrograd. Maxi- malistar hafi þá látið hugfallast. Ráðherrum þeim, sem settir voru í varðhald, sé slept lausum. Vel- ferðarnefnd ve”ið stofnuð. Bandamenn virðast ætla að sam- þykkja yfirráð þremenninganna Kefenskijs, Korniloffs og Kaledins. Þeir hafa tekið boi'gina Czar- kojaselo og ráðist inn í Petro- grad. 50 þús. verkamenn í Vínarborg hafa krafist vopnahlés. Herir Miðveldanna hafa hand- tekið 14,000 ítali í efri hluta Piave- dalsins. Payer dómari er orðinn vara- kanslari Þýzkalands. »Gullfoss« e? kominn til New York. Brezkt og ameríkskt út- flutningslevfi er aðeins fengið fyrir hálfum farminum. Af farmi í »Lag- arfoss« er leyfi fengið fyrir litlu eiau. Útflutningur á hveiti er ó- fáanlegur sem stendur. Rv. 14. nóv. 1917. Sibiría kvað hafa lýst sig sjálf- stætt ríki og tekið Nikulás fyr- verandi Rússakeisara, til keisara yfir sig. Ræðismaður Rússa í Stockhólmi kveðst hafa fengið skeyti frá Petro- grad um að Kerenskij sé kominn til borgarinnar og að friður sé kominn á. Maximalistar hafi beðið ösigur og Kerenskij náð öllum símum á sitt vald. Cadorna neitar að taka sæti i hermálanefnd bandamanna.J Þjöðverjar eru komnir í nánd við Venedig. ítalir yfirgefa borgina. ítalir veita viðnám hjá Piave. »Geisli« heitir gamanblað, sem komið hefir hér út þrisvar sinnum. Ritstjórinn, Ólafur Guðnason að nafni, var tekinn fastur um sið- ustu helgi fyrir að hafa falsað tékkávísun á Landsbankann. Situr nú í gæzluvarðhaldi. Þjófnaðir nokkrir hafa orðið hér siðastliðna viku á kjöti, sykri, peningum, rjúpum o. fl »Francis Hyde« korn hingað í fyrrakvöld frá Ameríku með stein- olíu til landsverzlunarinnar. Atvinnuskrifstofú hefir stjórnin sett á stofn, er var opnuð í dag. 400 manns hafa þegar sótt um vt- vnnu. Rv. 15. nóv. 1917. Painleve, forsætisráðherra Frakka, hefir sagt af sér. Þing Frakka krefst þess að rætt verði um inn- anríkisstjórnmál Frá París er simað að Kerenskij, Korniloff og Kaledin hafi gersigr- að her Lenins (ekki Lenúr) í Petrograd með blóðugum orustum. En síðustu fregnir herma að Petro- grad brenni, Maximalistar hafi tekið Gatzhina aftur og her Ker- enskijs liörfi undan. Bretar hafa unnið sigur hjá Hebron. Austurríkismenn hafa tekið borg- ina Feltre. Rv. 16. nóv. 1917. Clemenceau er orðinn forsætis- ráðherra Frakka. Bretar eiga aðeins 15 kílómetra ófarna til Jerúsalem. Finsku Jafnaðarmennirnir hafa uppleyst öldungaráðið og lands- þingið alveg mótstöðulaust og tek- ið öll völdin í sínar hendur. Konungar Norðurlanda og for- sætisog utanríkismálaráðherrar eiga fund með sér í Kristjaníu 28. þ. m. Sykurskatturinn var afnuminn í morgun. Danska seglskipið »Helene« kom liingað í gærmorgun með 180 smálestir af vörum til kaupmanna. Ján. Smásögnsafn. 4. Merkið. Niðurl. Á þessu ári bar margt til tíð- inda. Móðii* Jóhönnu dó og Ja- kob bróðir hennar fór í siglingar undireins og hann var orðin 14 ára. Um sama leyti hætti skip- stjórinn á »Evu« sjóferðum og buðu þá útgerðarmenn skipsins Yilhjálmi stýrimanni skipstjóra- stöðuna. Voru nú liðnir allmargir mánuðir frá því Jóhanna hafði frétt nokkuð af honum. En einn góðan veðurdag kom hann alveg að óvörum inn i stofuna til henn- ar. Hún roðnaði af gleði og ósk- aði honum til hamingju með skip- stjórastöðuna. En þrátt fyrir alt þetta var Vilhjálmur jafn fáorður og hann var vanur, og ekki var hann orðinn hugaðri en fyr. Alt í einu stóð hann á fætur, hann gat ekki stilt sig lengur. Hann langaði svo mikið til að taka hana í faðm sinn og láta í Ijós heitustu ósk sína; en þcgar til kom varð enn alt að engu fyrir honum. Þegar hann var að fara, stansaði hann í dyrunnm og gerði nil síðustu tilraunina og sagði: »Jó- hanna, þú — — —« og svo komst hann ekki lengra; svitinn spratt fram á enni hans og hann gat aðeins nefnt stafina þrjá, »B Qj G«, sem hann þóttist vita að hún skildi ekki. Jóhanna left fi'aman í hann hlægjandi og hafði upp eftir honum staíina. »Já, það vil eg gjarnan,« bætti hún svo við lágt og bliðlega. Hann varð sem steini lostinn og leit á hana. Hún vissi þá hvað þetta merki þýddil Hjarta han» barðist ótt af gleði. Hann laut niður, tók hana í faðm sinn og þrýsti heitum kossi á varir hennar. »Þakka þér fyrir, Jóhanna, þakka þér fyrir,« sagði hann himin lif- andi glaður. Merkið var skilið og því svarað. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Kensla. Nokkur börn geta fengið tilsögn hjá undirrituðum í lestri, skrift og reikningi, kl. 4—6 daglega. Jón Sigurðsson. Auglýsing. 1 haust var mér dreginn hvítur lambhrútur og gimbur með mínu marki: Sneitt framan, biti aftan hægra. Ómarkað vinstra. — Sá sem á lömb þessi, vitji þeirra sem fyrst og borgi á fallin kostnað. Sigurður Pórðarson, Hvannstóði, Borgarfirði. 96 Hann lýsir öllum kringHmstæðum sínum svo ljóslf»g«.“ Hún beati á bréfið. „Nei, aei, eg held að alt sem hann segir só satt. Carval hefíi ekki tekið pennau unga útlend- ing svona að sér, ef hann hefði ekki verið ríkur, og Fouret hefir oft sagt mér að hann ætlaði að setjast að á Frakklandi. En hver er Jessi herra Alfied Fouret?“ „Hamrngjan góða, hann er sonur föður síns, hins ríka plantekru-eiganda." „Ágætt, Adelaide, ágætt!“ sagði barónninn og hló við. „Og hver er þessi faðir? Fyrir morgum árum síðan fór hanu til Nýju Caledónín, og var þá bláfátækui; kona hans tór með honum, það hefir souur hans sagt mer, og sömuleiðis Carval. Ln hver var ástæðan til þ<*ss að þessar manu- eskiur fóru af landi burt?“ Hanu spratt á fætur og gekk hratt fram og aftur í herberginu. „Líklega fátækt,“ sagði kona hans. „En sf það skyld* nú hafa verið glæpur, sem hefði rekið þau í útlegð? Skyldi Fouret vera hið rétta nafn? Ný^a Ivaledóuía er sakamanna- nýlenda.“ „Armsnd!“ „það er ekki einsdæmi að sakamenn, sem dæmdir hafa verið i útlegð þangað, hafí grætt þar té, og orðið mikils metnir.“ „krmand, þú lætur ImyndunaraSið hlaupa með þig í gefnur, ‘ aagði barónsfrúin, en henni varð þó ekki um sel, og röddin var breytt er 93 hefi reyndav búist við því jafnlengi og við höf- um þekt lunn unga mann, en mér pykir samt bónorðið koma of fljótt." „Hversvegna?*4 „Af því eg vildi að Céfise yrði dálítið lengur f foieldrahúsum, og af því mér finst hún veraof nng ennþá.“ Andlit barónsfrúarinnar var eun frítt og unglegt; hún varð viðkvæmnisleg á svip og henni vöknaðl um augu, Barónninn viknaði einnig, en sagði samt: „|>ú varat ekki eldri þegar við giftum okkur, Adelaide, og samt helir þú reyust mér góð eiginkona, fyrirtaks húsmóðir, og batni okkar hin ágætasta móðir.“ Hann kysti innilega á hönd hennar. . „Pakka þér fyrir, elsku vinur,11 svaraði hún, býr á svip, „og eg efast heldur ekki um að Céfise muni farnast eins vel, ef hún f»r þana mana sem hún elskar." „Og það heldur þú að sé — —“ Hann horfði áhyggjufullur á hana. „Alfred Fouret,“ svaraði hún einbeitt, án þess að hugsa sig rituud um. „Ertu svo viss um það? Hefir hún minst á það við þig?“ spurði hann. Barónsfruin brosti blíðlega og svaraöi: „þess þarf ekki með, þ°gar jafn innilegt sam- komulag er á milli mæðgna, eins og milli mín og Céfise. Hún hefir alls ekkert sagt raér, en samt veit eg að hún elskar Alfted Fouret, og mun aldrei elska nokkurn annan mann.“

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/141

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.