Stefnir - 18.01.1894, Side 3

Stefnir - 18.01.1894, Side 3
1894 S T E F N I R. 3 gullu 'þvi liátt sigurópin og lófalofið til þeirra. er bezt Þóttu leika og dæmdir voru sigurvegarar. Einna mest Þótti mjer jvarið í að heyra leikið á hinar svo nefndu sekkpípur, sem eru þjóðlúðrar Hálendinga. Er hljómur þeirra frábærlega skær og áhrifamikill, enda var vel á þær leikið. Eer vel á hljóði þeirra úti á bersvæði, en ekki vil jeg ráða taugaveikluðum til að hlusta á þær innan fjögra veggja. Annað það, sem mjer þótti mest kveða að af íþróttum þeim, er jeg sá, var þjóðdans Skota, hinn svo nefndi „reel', sem þeir dansa af mik- illi list. Tvö sverð eru lögð í kross á danssvæðið og dansa menn yfir þau eða milli þeirra með aðdáanlega fimu og fjölbreyttu fótataki án þess að koma nokkru sinni við sverðin, og fer sá dans fram eptir sekkpípna- blæstri. En þótt Skotar sjeu miklir meistarar í dansi, er þeiin þó ekki öllum um hann, og er sagt, að sumir Hálendingar skoði hann jal'nvel sem hina áttundu höfuð- synd. Flestir dást þeir þó að ,,reela og þesskonar daosæfingum, en álíta það hinsvegar ósvinnu, að vera að þyrlast í hring inni í húsum með hálfnakinn kvennmann í örmum sjer. Eitt af því sem mest kveður að hjer í nánd við Edínborg er járnbrúin mikla yfir Forthfjörðinn. Hún er eitt af furðuverkum heimsins. Jeg fór hjerna um daginu á skipi frá Leith til þess að sjá hana, því hún sjest bezt með því að sigla undir hana. Hún er hálfa aðra enska mílu á lengd og hvílir á svo háum§stöplum, að hin stærstu herskip geta siglt undir§ hana, án þess að siglutopparnir nemi við undirflötinn, enda er hæðin 3fi0 fet. I þessa brú fóru 54000 sraálestir af járni, og f ár var verið að byggja hana og unnu að jafnaði 4000 nianna að því verki; hlutu 57 manna af þeim, sein að henni störfuðu, bana áður lauk, og liðlega 500 sködd- nst meira eða minna. Hún kostaði 63 miljónir króna og hefir því orðið næsta dýr, ef mannslífin og örkurnl annara eru inetin með. En liún er líka sannarlegt furðuverk. Hún er uðeins hölð til þess að stytta járn- brautalestum leið, en fótgangandi mönnura nje vögnum með hestum fyrir er ekki hleypt yfir hana. (Frarali.) þrír (slendingar hafa næstliðið ár stundað náttúru- fræðisnám við Kaupmannahafnarháskóla, allir hinir efni- legustu menn. Elztur þeirra er Bjarni Sæmundsson sunnlenzkur að ætt; hann stundar dýrafræði, sjerstak- lega norræna fiskifræði. Hefir hanu í hyggju að af- loknu námi, að rannsaka lif og háttu fiskanna hjer við land. En til þess þarf fje, og er #kki ólíklegt, að iandið veitti drjúgan styrk til slíkra rannsókna, sem hlytu að hafa afarmikla þýðingu fyrir fiskiveiðarnar. J>egar kilnn væri háttsemi fiskanna hjer við land, þá fyrst mætti búa til fiskiveiðalög, sem vit væri í. — Hinir tveir heita Helgi Pjetursson, úr Reykjavik, stundar jarðfræði, °g Helgi Jónsson að vestan, stundar grasafræði, og fæst cinkum við hinar lægri plöntur (Algana). Hinn fjórði bvað hafa bæzt við í haust, Knud Ziemsen frá Hafnar- firði, en ekki er oss kunnugt um hvað hann los einkum. fetta er Ijós vottur þess, að áhugi er vaknaður meðal íslenzkra nemenda á náttúruvisindunum og er það sannar- lega gleðilegt, því þí(ð á óneitanlega bezt við, að fs- lendingar kanni sjálfir landið sitt. En glögg þckking á öllu eðli landsins er fyrsta og helzta skilyrðið fyrir sannri framíor þjóðarinnar í öllum praktískum efnum. Vjer óskum þessum ungu nemendum hjartanléga til humingju. Nýtt og gamalt. í brauðsstað. í seinustu hungursneyðinni á Rúss- landi sannaðist sem optar málshátturinn: „neyðin kennir naktri konu að spinna. þá var reynt að nota og leggja sjer til raunns ýms efni í stað brauðs. Prá vísinda- mótinu siðasta í Moskva hafði hinn frægi vísindamaður Virchow heim með sjer bita af einskonar „hungurs- brauði“, sem mikið hafði verið notað af fátæklingum þar í landi í stað rúgbrauðs meðan neyðin stóð sem hæst. |>að var að útlitum líkast blautum svörtum móköggli og því eiginlega ekki girnilegt. Brauð þetta er tilbúið úr fræum hj e 1 u n j ó 1 a-tegundar einnar (Chenopodium), sem vex villt þar í landi. Við efnarannsókn þess varð sú raunin á, að það er miklu auðugra af næringarefn- um en rúgbrauð, því bæði er meira í því af eggjahvítu- efnum og fitu. — Hjer á landi vex ein tegund af þessu kyni (Chenopodium album). Frosið lopt. Nú hefir mönnum tekizt að gjöra andnimsloptið bæði fljótandi og fast. Erosið lopt eða lopt í föstu astandi er tært og gagnsært efni, en ekki vita menn enn uin efnasams'etningu þees, eg óvíst er, að súrefní og köfnunarefni sjeu i sömu hlutföllum í frosna loptinu eins og í vanalegu andrúmslopti. Tiðarfar. Árið byrjaði með blíðviðri og þíðu og hefir síðan verið mesta inndælis tíð, optast frostleysur, nema síðuslu daga nolikuð frost. Næg jðrð er nú fyrir allar skepnur hjer 1 nwðursveifum, og færi hið bezta. Skemmtun «fyrir fólkið*. A gamlaárskvðld höfðu Oddeyringar allmikla brennu þar á Eyrinni, og þótti mðnnum góð skemmtun að, eins og vant er. Einnig skeinmti konsul ,T. V. Havsteen fólki þá um kvöldið með flugeldum. og er það sjaldgæft, að inenn eigi kost á slíkri skeinmtun lijer. Á prettánda, kl. 7 um kvðldið, hjeldu 30 Akureyrar- og Oddeyracbúar blysför og álfadans á Torfunefi milli Akureyrar og Oddeyrar. Var þar samau koininn mesti fjöldi fólks, enda var veður hið bezta og blíðasta. «Gleðileikafjelagið» á Akureyri hjelt fund á Akureyri 8. þ. in. til að ræða um leikhúsbyggingu. Að sto stðddu sá fjelagið sjer ekki fært að afráða að hús skyldi byggja, en alltaf þokar því máli þó áleiðis. Pjelagið er nú búið að fá hús lánað og ætlar að láta leika nokkra leiki í vetur. Á barnaskóluntim á Akureyri og Oddeyri eru nú 55 börn. Mannslát. ITiun 6. þ. m. andaðist á Hóli á Staðar- byggð yngisstúlka Halldóra Oddsdóttir, hálfsystir kennara Guðm. Hjaltasonar, mjög vönduð stúlka og prýðilega gáfuð, og vel að ejer til munns og handa. J ö r ð t i 1 s ö 1 u. Jðrðin Ánabrekka í Borgarhreppi í Mýrasýslu 34« hndr. að dýrleika og nýlega virt á 8500 kr. er strax til sölu fyrir 7 — 8000 kr. Jörðin er veðsett landsbankauum fyrir 3500 kr. Henni tilheyrir laxveiði í Langá, sem jörðin á land að frá ósi og svo langt sem lax gengur upp í ána, og heíir veiðiu í mörg undanfarandi ár verið leigð Eng- lendingmn fyrir 450 kr. á ári, og eru öll útlit fyrir að saiui leiguináli náist framvegis. Túnið gefur af sjeí 180— 220 liesta, eugið gefur af sjer 3-400 hesta, og stendur nijög til bóta. Útbeit er ágæt og peningshús í bezta lagi fyrir 400 fjár; aðdrættir hægir. Yfir liöfuð er jörðin með beztu bújörðum og einkarvel fallin til sauðfjárræktar. Menn snúi sjer setn fyrst til málaflutningsmanns Eggerts Briem í Reykjavík, sem gefur allar frekari upplýsingar.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.