Stefnir - 15.12.1894, Blaðsíða 1
Arg. 30 arkir. Vorð 2 kr. innan-
lands, en 2 kr. 50 au. erlendis.
Borgist fyrir lok júlímánaðar.
Augl.kosta 90a.hvcr þuml. dálks
eða 15au línan af vanalegu letri,
tíltöluloga meira af stærra letri.
STEFNI
Annar árgangur.
Jíl*. 25. _________________Akurcyri,
Bardagalýsingar í Sturlungu.
|>ó að Sturla |>órðarson »segði fyrirc pá hina miklu
sögubók, er vjer nefnum Sturlungu, en í fyrstu lijet Is-
lendingasögur, er ónákvæmt að telja hann liöfund bókar-
innar eins og liún nú er í heild sinni. Auk pess sem
margir hinir einstöku pættir bera sjálfir með sjer, að aðrir
haíi ritað pá en Sturla, þótt vjer, sem kunnugt er, vitum
eigi með vissu uafn nokkurra þeirra roarma, þá er öðru
máli að gegna um hinn mikla iniðkafla bókarinnar, því
þar vitum vjer að Sturla var aðalhöfundurinn. í>að, að
»segja fyrirt sógur slíkar sem þessar, skiljum vjer á þá
leið, að Sturla hafi fyrst sagt fyrir eða ráðið hversu þær
sögur, sem áður voru til, t. d. af mönnum fyrir hans
minni, skyldi hnýta hvora við aðra, eða, ef til vill, lag-
færa uin leið, og síðan hitt, að scmja frásögur, eða fá
samdar um þau tíðindi, er gjörðust eptir hinar sögurnar
eða jafnhliða þeiin, helzt þó þær, er í hans minni gjörð-
ust. En hve mikið af þessum meginkafla allrar bókarinnar
liann hafi sjálfur fyrir lesið eða ritað, er nærsta torvelt
að fá vissu um. Eiu af þeim frásögum, sem nær alveg
falla inn í Sturlungu, er hin merkilega og fjósa saga J>or-
gils skarða. Lengi ætluðu menn að hún væri líka samin
af Sturlu, en auk annara hefir dr. Björn M. Ólsen fært
greinilegar líkur til, ef ekki fullar sannanir, að Sturla hafi
hana ekki samið, heldur mágur þeirra forgils, þórður
Hítnesingur. Smáatvik finnast að vísu í sögunni, sem
virðast benda til, að einhver annar eða aðrir hafi að m. k.
að einhverju leyti komið við frágang sögunnar, t. d. par
sem bent er til trúgirni J>órðar við njósnarmanninn fyrir
fverárfundinn, og tillögur hans og framkomu við skærur
Jporgils í Borgarfirði og á Mýrum. En annan líklegri
höfund mun ei auðvelt að finna. Mætti geta til, að bæði
Sturia og Einar Halldórsson hafi yfirlesið rit J>órðar og
gjört smábreytingar við það.
Af sögu Hákonar konungs Hákonarsonar þekkjum
vjer bæði rnál [sti 1] og frásöguhátt Sturlu, og íinnst oss
mjög sviþlíkur sagnastíll á þeirn kafla Sturlungu, er segir
frá þeim Sturlusonum og þeirra r.iðjum og frændum, þ. e.
á þeim hluta bókarinnar, sem menn nú eigna Sturlu
J>órðarsyni. jpó virðast allmargir staðir í þeim kafla eigi
lítið athugaverðir í því tilliti, staðir sem benda á að Sturla
hafi einnig þar inn skotið annara manna rituðum frásögn-
um eða fyrirlesnum. J>annig virðist sem þátturinn um
þá Ormssonu Svínfellings sje ritaður með öðrum blæ og
af öðrum manni en t. d. frásagan um viðureign |>órðar
kakala og Kolbeins unga, sem aptur hefir sarna blæ og
sagan þar á undan til landreksturs Órækju. Eu sjálfar
bardagalýsingar þær, sem tilheyra þessum kafla, benda lika
til að einhverjir fleiri en Sturla hafi komið við þær, sem
og ekki er kynlegt, þar sem eptirrit Sturlungu hafa jafn-
an mörg verið.
í Örlygsstaða-hardaga barðist Sturla sjálfur með nafna
sínum Sighvatssyni, og var þá 24 ára gamall. Skyldi
menn ætla, að þar hefði hinum ágæta sögumanni og skáldi
15. dssember. y\r |894.
tekizt upp, enda er ómögulegt, að ætla öðrum en konum
frásögn þá eða frágang hennar. En nú kemur öllum sam-
an um, að þar hafi meistaranuin mistekizt; lýsingin á
gangi bardagans er æði-óljós og eins og á ruglingi. Jpykir
mönnum það því undarlegra, sem bardagi þessi var þýð-
ingarmeiri, en hlaut fáum að hafa verið minnisstæðari en
honum sjálfum, sem líka var þar viðstaddur. Ólíkt skipu-
legra segist Sturlu frá bardaganum í Skálholti, þar sem
hann var einn helzti fyrirmaður með Órækju frænda sín-
um, og þó var sú orusta lítilsvirði hjá hinni.
Hvernig stendur þá á, að Sturlu hefir tekizt svo ó-
fimlega þar sein menn sízt áttu von á? Eða liggur hið
óflmlega ekki svo injög í frásögninni sem í sjálfum atburð-
inum, sem hún lýsir? Jeg ætla að svo inegi álíta. Fát
það og ruglingur, sem varð í Örlygsstaða-bardaga, sýnist
liafa haft mikil áhrif á frásögnina hjá höfundinum. Að
vísu sakna menn glöggari og fyllri lýsingar bæði um skip-
an liðsins þeirra feðga í gerðinu þegar bardaginn hófst,
svo og ekki síður frásagna um atgjörðir flestra annara
sveita en Sturlu-manna allt til loka bardagans. |>etta
kemu.r, ef til vill, af því, að Sturla heíir sakir aðdáunar
sinnar á nafna slnum, hetjunni Sturlu Sighvatssyni, ná-
lega gleymt öllu öðru meðan nokkuð var um hans lireysti
og framgöngu að segja. En þetta gjörir nú minna til.
í*egar greitt er úr rugling þeim, sem að m. k. ofan á
sýnist vera á frásögninni, má gjöra þetta yfirlit: Ósigur
þeirra feðga og hrakför stafar öndverðlega — ekki af liðs-
muninum, þó töluverður væri, heldur af vígstöðu þeirra
og skipan 1 gerðinu, sem livorki hefir verið nógu vítt fyrir
hei manns, nje heldur iiýtandi vígi. »Allvel komum vjer
liði saman«, hafði sturla Sighvatsson sagt, þá er hann sá
til Sunnleudinga norður yfir Jökulsá um morguninn;
meginlið þeirra feðga mun og hafa komizt sainan í tæka
tíð, en svo er að sjá sem í gerðinu hafi brostið rúm til
að fylkja því öllu og hefir því myndað þyrping eða kös,
en ekki raðir nema um jaðrana. Er þess og ekki getið,
að því hafi verið fylkt eða fyrirskipað hvar hverir skyldi
standa. Nú hefst bardaginn mestmegnis yfir garðinn,
er lá um gerðið. Gizurarmenn gengu útsunnan megin að
gerðinu og urðu þeir nokkuru seinni en Kolbeins menn;
þeir riðu allt að garðinuin og höfðu komið að nær hlíðinni.
Sturlu og Kolbeini lendir fyrst saman og berjast um hríð,
en í því kemur Sighvatur og lians lið ofan að gerðinu, og
Gizur um sama leyti útsunnan megin að því. Sveif þeim
Sturlu nú frá Kolbeinsmönnum og hefst nú liarður bar-
dagi á ný með honum og Gizuri. En Kolbeinu og hans
menn svífa »upp með gerðinu«, o: móti peim Sighvati.
Nú verður ekki greinilega sjeð, hvort Sighvatur með Ey-
firðinga var þá, þegar Kolbeinn fer frá Sturlu, kominn í
gerðið eða ekki, en liitt er víst, að hafi svo verið, hefir
hann hopað út úr því aptur, því seinna, er flóttinn var
brostinn, er sagt: »nú var Sighvatur og Eyfirðingur komu-
ir í gerðið«. En hvernig sem það hefir verið, verða nú
Sturlu menn óðara »í kvíinni«, o: verða umkringdir, nieð
pví Kolbeinn hefir komizt inn á þá í opna skjöldu að