Stefnir - 30.03.1897, Page 2

Stefnir - 30.03.1897, Page 2
18 og auðsjáanlega gjört sjer far um, að skilja rjett hin fáfræðislegu orð hans, og færa þau til betri vegar, eins og leiðtogum og lærifeðrum sómir, þá hefir }ió herra amt- manninum sjezt yfir hina sönnu meiningu brjefritarans. Hann hefir t. d. ekki sagt, að kláðinn væri alls ekki sóttnæmur, held- ur dregið í efa, að hann væri pað undir öllum krinrumstæðum, og að maurinu gæti því talizt einka orsök hans. Ummæli Stockfleth’s, sem herra amtmaðurinn til- færir. sýna að þetta er ekki tóm ímyndun, hann segir einmitt að eigi sjeu allar kindur jafn móttækilegar fyrir kláðann. pað fari eptir ástandi, aldri, loptslagi o. fl. Ein- mitt petta var meining brjefritarans. Og væri nú svo, að unnt væri að hafa fjeð í pví ástandi — sem suma fjármenn grunar — að það sje óhult fyrir kláðanum, hvort verður maurinn þá fremurtalinn til orsaka eða afleiðinga? Taugaveikis bakterian er raunar orsök til taugaveiki; en læknar segja að taugaveikinni megi verjast með nægu hreinlæti. Óhreinlætið er pá orsök, og fjölgun bakterianna afleiðing, sem aptur veidur taugaveiki. ÍJÚ munu læknarnir fremur ieggja það til, að menn sjeu hrein- látir, og fyrirbyggi með því lífsskilyrði bak- terianna, þótt til sjeu þau meðul, sem jafnvel í hinu mesta óhreinlæti drepa bak- teriuna. Nú hjelt hrjefritarinn í einfeldni sinni, að kláðamaurinn þyrfti, eins og aðr- ar skepnur ákveðin lífsskilyrði, og að viss- asti vegnrinn til að útrýma honum, væri að útrýma lífsskilyrðum hans, ef unnt væri, og í þá átt vildi hanri benda mönnum. En til þess hjelt hann að þessi eina böðun í haust, væri ónóg, og hann hafði ekki heyrt getið um neinar fleiri ráðstafanir frá amts- ráðinu, oggat ekki vitað hvað það hugsaði sjer að gjöra framvegis. Að brjefritarinn sje mótfallinn því, að kláðanum sje útrýmt, er heldur mikill mis- skilningur á orðum hans, eða þá góðfús getgáta. Orð hans voru öll miðuð við þessa einu böðun, sem skipunin kom um, und- irbúuingslaust, og án þess að hún værisett i samband við nokkrar aðrar framkværodir, og hanti segir eínraitt að eptirtektasamir fjármenn viti vel, að hjer þurfi ann- að og meira til, ef duga skuli. |>að er líklega vegna flýtisins, og hinnar miklu al- úðar, að herra amtmanninum hefir sjezt yfir þessi orð. Og seinna tekur brjefrit- arinn það aptur fram, að þessi eina böðun ntuni alls ekki vera nægileg til að útrýma kláðamaurnum. Aðalefni brjefkaflans er einmitt að sýna fram á, að ein böðun hljóti að vera ónóg, og yfir höfuð skipanir á stangli um að baða endrum og eins, þegar yfirvöldunum dettur í hug, að þess muni þurfa. því til þess þurfi „annað og meira“. Herra amtmaðurinn vitnar til ýmsra rithöfunda, og meðal annara til Joh. Schu- mans. Brjefritarinn hefir lesið bók hans, og veit að í henui standa þessi orð, sem herra amtmaðurinn sjálfur tekur upp ; „þeg- ar kennslan í alþýðuskólum vorum, verður byggð á meiri hagsýni...............þá inun alþýðan sjálf sjá og leitast við að fram- kvæma það, sem gngnar henni sjálfri mest, og jafnframt losa yfirvöldin við umráð í þesaum málum, sem þeim vafalaust þykja mjög óþægileg fyrir sig.“ — Hjer er nú mjög heppilega tekið fram einmitt það. sem brjefritarinn meinti; einmitt þetta er það „annað og meira“, sem hann benti á að þyrf'ti. og jeg þori að fullvrða, að í þessu kemur Schuman og þingeyingum — þó heimskir sjeu — alveg saman; þeir sjá tnjög vel, að þetta mál er alveg komið und- ir almenningi sjálfum, en alls ekki undir yfirvalda skipunum á stangli. Mjer finnst því, að í þessu tilliti sjeu þeir brjefritar- inn, amtmaðurinn, Schuman og þingeying- ar allir á einu máli, og ættu því að geta komið sjer mjög vel saman um þetta atriði. Herra amtmaðurinn hefir auðsjáanlega gjört sjer far um. að rannsaka sögu fjár- kláða lijer á iandi. og er ekki að efa, að Imnn sje vandur að heimildum. Eina sögu segir hann samt, sem jeg vil leyfa mjer að gjöra athugasemd við. það er satt, að 1887 sótti herra Hermann Hjálmarsson, sem þá var á Húsavík, um leyfi til að fá hrút frá Skotlandi, og var þeirri beiðni neitað. Um sama leyti sótti herra Páll þórarinsson frá Halldórsstöðum, sem þá var fjármaður í Skotlandi, um samskonar leyfi, en yfirvöldin virtu hann ekki svars, liklega til að hlýðn.ist lögunum. í sam- bandi við þetta segir herra amtmaðurinn: „en löghlýðnin í þingeyjarsýslu var lík sjálfri sjer, því hrúturinn var fluttur í land þrátt fyrir skýlaus lög 17. marz 1882 og neitun landshöfðingja.11 J>etta segir nú herra amt- maðurinn hiklaust og opinberlega, en jeg leyfi mjer jafn hiklaust og opinberlega, að lýsa þessa sögu rakalaus ósannindi. Enginn veit til, að í manna minnum hafi nokkur útlend kind verið flutt inn í þing- eyjarsýslu. Tilraunirnar til að bæta fjár- kynið á þann hátt, strönduðu á skynsum- legum lögum, og frjálslyndum yfirvöldum. Skýrslan um þennan útlenda hrút, sem á að hafa verið fluttur að Ærlækjarseli, er líklega ein af þessum einkennilegu embættis skýrslum, sem gefnar eru á strætum og gatnamótum. Sá sem hlut átti að þessu máli, er nú ekki hjer álandi, og getur því ekki borið hönd fyrir höfuð sjer sjálfur. — f>að er næstum því óskiljanlegt, hvern- ig þessi villa hefir slæðst inn í rannsóknir herra amtmannsins, svo gætinn og vand- virkur sem hann þó auðsjáanlega er. Og svo lítur næstnm út eins og hann þekki ekki kláðann í Húsey í Múlasýslu 1883, eða kláða uppþotið, sem hjer varð í J>ing- eyarsýslu 1884, þegar margir — og þar á meðal sjálf yfirvöldin — voru sannfærðir um, að kláðinn hefði borizt hingað austan úr Múlasýslum, og voru um það gjörðar langar og merkilegar sögur, nærri því eins merkilegar og saga amtmannsins. Ef hann hefði vitað þetta, þá hefði hann að likind- um ekki bendlað þennan ímyndaða hrút f'rá 1887 við innflutning kláðans. Annars grunar mig, að nokkuð kunni að vanta á, að þetta mál sje full rannsakað. Árið 1884 þegar kláðasta}ipið varð hjer, átti jeg tal við áttræðan mann, sem nú er dáinn. og sagði hann nijer, að þegar hann var bnrn (6—10 ára) þá hefði hann sjeð kláðakirid, og heyrt talað um kláða á kindum, sem fremur sjaldsjeðan en þó þekktan, og hið sama hafa fleiri gamlir menn sagt mjer. — Allir þekkja þrætuna, sem á árum sunnlenzka kláðans var háð um „sunnlenzkan drepkláða41, og „norð- lenzkan óþrifakláða.“ Jeg legg engan dóm á þá þrætu, en hún bendir til, að einhver hörundskvilli á sauðfje hafi verið þekktur í Norðurlandi á undan sunnlenzka kláðanum. Eptir því sem jeg — í fáfræði minni — bezt fæ skilið, er sú spurnirig óleyst enn, hvort ekki geti verið til neroa ein tegund kláðamaurs eða hörundskvilla á sauðfje. og hvort hjer á landi hafi ekki frá upphafi verið til sá börundskvilli, sem hjer er og virðist lengi bafa verið þek!;tur, og hann hafi ávallt stungið sjer uiður meira og minna, án þess að gjöra nokkurt veru- legt og almennt tjón, af því skilyrði hans sjeu öntmr en hins útlenda kláða. Á síð- ustu mannsöldrum hefir hjer verið lögð stund á að bæta ullarfar fjárins, en flestir fjármenn vita, að fínulluðu fje er laugtum hættara við hörundskvillura en grófulluðu eða strýhærðu fje. Mjer er í minni atvik eitt frá 1884, þegar áðurnefnt kláðaupp- þot varð hjer. |>á var sendur suðnr í Reykja- vík. og máske til útlanda, manr úr þeim kláða, og sá úrskurður gefinn út, að það væri reglulegur kláðamaur. Jeg veit nú raunar ekki hvaða reglum náttúran fylgir við tilbúning kláðamaura ; en þáheyrði jeg J>orvald Thoroddsen segja, að undar- legt þætti sjer, ef himnabrjef vseri fengið fyrir því, að alls ekki væri til nema ein tegund kláðamaurs, og urtdarlega fátæk væri náttúran þá á því svæði, í samanhurði við það, sem hútt væri annarsstaðar. I fáfræði minni finnst mjer nú að þetta sjeu næstum því eins skynsamleg orð, og s»mt af því, sem herra amtmaðurinn segir i ,,Stefni.“ En allt þetta hlýtur að vekja grun unt, uð rannsóknir herra amtmannsins um það, hvaðan kláðinn hafi borizt í J>ingeyarsýslu, muni enn þá ekki vera alveg fullnægjandi, enda er þeim raáske eklsi lokið, þótt hann sje byrjaður að birta þær almenningi. |>að er auðvitað lítið að marka, hvaði |>ingeyingum kann að detta i hug, en suma þoirra grunar, að væri vandlega leitað, í þeim hjeruðum landsins, sem nú telja sig kláða frí, og óttast hættuna af hinum voða- lega þingeyzka kláða, þá gæti máske far- ið svo, að þar fynndust hörundskvillar á sauðfje, ekki ólíkir þeim, sem hjer eru þekktir, og væri ef til vill elcki af vegi, að grenslast eptir þessu, þó það kannske* sje ekki vísindalegt. — J»að hefir hent sig, að reynslan hefir verið svo hrekkjótt og sjervitur að neita, að samþykkja teórítir, jafnvel virkilegra vísindamanna; og mjer er nær að halda, að J>ingeyingar geti ekki borið ábyrgð á því. Fyrir hinar vísindalegu sannanir sínar gegn sjálfsmyndun, á herra amtmaðurinn

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.