Stefnir - 01.05.1897, Side 1

Stefnir - 01.05.1897, Side 1
Argang. 24 arkir. Verð 2 kr.. er-1 Iondis 2 kr. 50 a. Borgist fyrir lok júlím. TJppsögn ógild nema komin sje til útsölumanns 1. okt. STEFNIK Augl.kosta 75a.hver þuml. dálks eða 12 a. línan af vanalegu letri tiltölulega meira af stærra letri, 'þuml. 90 a. á 1. síðu, 5 a. línan Fimmti árgangur. ». 7. t Jóhannes sýslnmaður Ólafsson. Ura jarðarför lians er oss skrifað: njarðarförin fór fram 13. aprílm. að við- stöddum meiri mannfjölda en áður hefir sjezt lijor við samskonar tækifæri. Allstaðar lýsti sjer hinn megnasti söknuður. Prófastur hjelt húskveðju og líkræðu, sóknarpresturinn hjelt ræðu í kirkjunni og við gröfina, ensjeraTóm- as á Barði, sem ásett hafði að halda ræðu, var hindraður. Erfiljóð voru sungin, er sent liafði sjera Matthías á Akureyri«. Annar lieldri maður þaðan skrifar oss, að áður en o-estirnir kvöddu legstað þessa sártsaknaða vfirvalds þeirra, ákváðu þeir að reisa m i n n i s - varða á gröf hans og lögðu þá þegar út nálægt 300 krónur, og »voru þó Krókbúar ckki komnir þar til sögunnar, og munu þeir ckki verða á eptir«. Er þetta nýtt, og ærið skörulegt. þ>eir porvaldur Arason og aðrir helztu bændur sýslunnar fálu amtráðsmanni Ó. Briem íorgöngu fyrir þessu, sem fyrsta tillögumanni. Jóhannes sýslumaður var borinn 26. okt. 1855. Voru foreldrar hans hin nafnkunnu Staðarhjón áKeykjanesi ó. E. Johnsen próf- astur og r. afdbr. og frú Sigríður porláksdótt- ir. Hann útskrifaðist úr lærða skóla 1878, si<ridi samsumars til háskólans, tók embætt- ispróf í lögfræði 1883 með fyrstu einkunn, c>0 desbr. s. á. settur málaflutningsmaður við landsyfirrjettinn, 2. júlí 1884 skipaður sýslu- maður í Skagafjarðarsýslu og tókviðþví em- bætti um sumarið, fjekk 5. nóvbr. 1886 veit- ingu fyrir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, en fyrir almenna áskorun sýslubúa sinna, sótti hann um að halda Skagafjarðarsýslu, er var samþykkt 15. apríl 1887. í Skagafirði sett- ist hann fyrst að á Reynistað, bjó því næst 5 ár á Gili, en síðan 7 ár á Sauðárkrók. 19. júní 1884 kvæntist hann Margrjeti Guðmunds- dóttur prófasts Johnsens í Arnarbæli, erlifir mann sinn, og eignuðust þau 5 börn — 4 sonu og 1 dóttur — sem öll eru á lífi. Jóhannes sýslumaður var jafn ástsæll, eða engu síður, fyrir mannkosti og ljúfmennsku en sem yfirvald, og mun fágætt, að sýslu- menn nái svo mikilli og almennri hylli hjá meiri hattar mönnum sem minni. Jóhannes var með minni mönnum að vexti, en manna bezt á sig kominn, fríðleiks maður og svipurinn bæði blíður og einarð- legur. Úr grafskript eptir hann tökum vjer þetta: Nú er það andlit undir þilju, sem enginn yðar aptur lítur; kemur og ekki Akureyri, 1. maí. til yðar byggða ljúfari maður lög að dæma. Og ei mun opt til yðar koma fyrirmaður með fleiri kostum, og mikilmenni mildara lionum veljast yður í valdasæti. Gjörðu samtaka sjón og reynd ungan öðling að ástgoða; silfri var hann skýrari, sólu var hann hýrari, gulli var hann göfgari og sem geislinn hreinn. Hepta skal, hugljúfi! harm að telja; gott er gjafa Guðs að minnast. ítran öðling, engilmæran, eldri menn og yngri allir grátið! Bókasafn alþýðu. þ>að hefir óteljandi sinnum verið stagl- ast á því, að íslenzkan væri eitt af því fáa dýrmæta í eigu okkar íslendinga. J>etta hefir opt verið s a g t en sjaldan — of sjaldan — hefir það verið sýnt í verk- inu. Af almannafje hafa bókmenntir vorar verið yfirleitt lítið styrktar, nema helzt forn- fræðilegt illmeti. Bókmenntir vorar eru einnig mjög fátæk- J legar, það er ekki mikið eða margbreytt, að blöðunum undanteknum og guðsorðinu, sem alþýða hefir að lesa hjer, og er hvortveggja misjafnt að gæðum. Ekkert tímarit kemur út á íslenzku, er fræði menn um hvað heim- urinn hefir fyrir stafni og hugsar um, og af bókum kemur máske ein út á ári, sem góð má teljast — naumlega meira. Stærri hefir hún ekki verið þessi upp- spretta, sem á að fullnægja hinum andlegu þörfum okkar íslendinga, þeirra sem eigi skilja útlendu málin, en þeir eru sem von- legt er fæstir. það er auðsætt, að eitt er af tvennu, að «ekki eru nema tvær kvarnirnarn í íslenzku þorskkindinni, eða menn Játa sjer ekki nægja þessa andlegu fæðu, Nú hefir íslendingurinn, hvað sem um 1897. hann er sagt, aldrei verið heimskur. Jeg held hiklaust,, að sú skoðun sje keiprjett sem heldur því fram, að alþýða hjer sje yfirleitt skynsöm og fróðleiksgjörn, en það er fátt sem glæðir hvortveggja ef borið er saman við útlöndin. íslenzka alþýðan hefir reynt eptir bezta efni að bjarga sjer í þessu andans harðæri og gripið til þess að læra dönsku og stöku maður ensku. þ>á batnar reyndar stórum í búi með bókaföngin, en opt fer þá á þann veg, að bækurnar verða miður vel valdar. þ>að er tekið sem ódýrast er og hendi næst, og gagnið fer þá auðvitað eptir því. Aptur er eitt víst: það, að danskan hleypur allt hvað fætur toga við þetta inn í daglegt líf, hugsun og mál manna. Bókmál vort hefir á þessari öld tekið framförum, en hefir mál alþýðunnar gjört það? Við þessu er erfitt að reisa rönd hjá þjóð, sem vill eitthvað vita, en ekkert á á sínu móðurmáli. J>ó er auðvitað helzti veg- urinn að fleiri og betri bækur komi út á ís- lenzku, bæði alþýðubæluir og skólabækur. Til skólabókanna er kominn góður vísir, þar sem eru hinar ensku og dönsku orðabæk- ur, sem nýlega haíá komið út og bæta stór- um úr hraparlegum skoríi, en úr skorti á al- þýðubókum, sem hafa megi til að lesa á kvöldum og nema sjdlfur af almenn fræði, reynir nú fátækur ólærður maður að bæta. þ>essi maður er Oddur Björsson prentari í Höfn, útgefandi »Bókasafns alþýðu.« þ>egar jeg dvaldi í Höfn, voru allmargir stúdentar að hugsa um stofnun líks fyrir- tækis, og var jeg einn meðal þeirra. Jeg átti þá tal um þetta við Odd, og var lionum það mikið áhugamál. »Ef slíkt fyrirtæki kemst á fót, og í því sniði er þú lýsir» sagði liann eitt sinn við mig, »þá skal jeg, þó fátækur sje, gefa til þess 400 krónur.» Jeg þarf ekki að taka fram, að hann gat engan peninga- legan hagnað haft af fyrirtækinu, en hitt er víst, að þetta mun þá hafa verið aleiga hans. Vilja margir iðnaðarmenn eða vinnumenn á lslandi bjóða sama? Hræddur er jeg um, að flestum myndi fremur til hugar koma, að kaupa sjer nokkr- ar rollur fyrir krónurnar. Tilraunir okkar lærðu mannanna fóru þannig, að hver fór í sína áttina og fjekk ýmsum störfum að gegna, og fyiirtækinu mið- aði ekkert áfram, en þessi fátæki prentari reitti allt er hann gat, hlevpti sjer í skuldir til þess að geta klofið kostnaðinn, og lagði einn út í fyrirtækið. Fyrsta árganginn af alþýðubókasafni sínu, liefir hann nú fyrir stuttu sent til íslands, og eru það tvær bækur, kvæði eptir porstein Erlingsson og sögur frá Síbiríu eptir Korolenko. Hvað fráganginn á hókum þessum snertir,

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.