Stefnir - 01.05.1897, Blaðsíða 2
26
þá má hann heita ágætur, Jeg heíi sjeð mörg
slík alþýðleg bókasöfn, en ekkert til líka jafn
álitlegt að því leyti, sem safnið Odds. Prent-
unin á því er svo hrein og góð, að allir ís-
lenzkir prentarar ættu að eignast bækurnar,
þó ekki væri til annars en að sjá, hversu
prenta má jafnvel á einfaldan pappír.
Innihald bókanna ætla jeg ekki að ræða
um. það gjörir annar mjer færari í þann
sjó. Ef einhver efast um að þorsteinn sje
meira en meðal skáld, þá viljeg ráða honum
til þess að yrkja sjálfur nokkrar vísur, sem
jafngóðar sjeu og þær beztu hjá þorsteini.
Að ætlast til þær verði betri býst jeg
við að verði ofætlun. þ>yki mönnum tiúar-
skoðanir porsteins blendnar, vil jeg minna
menn á, að þær eru það hjá flestum hjer á
landi, en flestir gjöra annaðhvort — þegja
eða hræsna — Hvorugt gjörir þorsteinn og
er það dyggð.
Tröllasögur Korolenkós frá Síbiríu, er
jeg hræddurum að löndum þyki nokkuð gróf-
gjörðar, en það eru þær samt ekki, þó menn-
irnir í þeim berji konur sínar og drekki eins
og svín. Skáldskapurinn og lýsingarnar eru
víða hárfínar. |>annig er nú Síbiría nábúi
okkar við heimsskautið og fólkið þar, og mun
engu á það logið. Oddur hefir sjáifsagt hald-
ið, að ekki væri úr vegi að segja löndum í
þetta sinn frá þjóð, sem um marga hluti er
ólík okkur, og hvernig er háttað hjá henni.
f>að er fróðlegt þegar vel er frá sagt, eins og
Korolenko gjörir, og ánægja þó í litlu sje, að
sjá þó, að víðar er pottur brotinn en hjer
hjá oss — jafnvel miklu frekar.
Jeg vildi óska þess af heilum hug, að
almenningur styrkti þetta fyrirtæki sem bezt.
Bæði það sjálft og hinn fátæki góðviljaði
útgefandi, er þess vert. Ef safnið framvegis
reyndist vinna sitt ætlunarverk vel, álít jeg
sjálfsagt að styrkja það af almannafje, svo
]>að gæti boðið kaupendum sínum, sem mest og
bezt. Mjer er fullkunnugt um, að útgefandinn
hefir ráðizt í þetta af allt öðrum hvötum en
þeim, að græða fje á því, þó sumum máske
finnist það undarlegt.
Sú hefir orðið reyndin á, að því jeg veit,
að safninu hefir verið tekið ágætlega. f>að
eru því líkur til að það eigi góða framtíð í
vændum, og fylli smámsaman bókaskápana á
heimilum manna, með góðum, menntandi og
fræðandi bókum, og þeim svo snotrum að
öllum frágangi, að slíku er ekki að venjast hjer.
Jeg vil að endingu geta þess, að jeg hefi,
eptir beiðni útgefanda »Bókasafns alþýðu«,
afhent nokkrum áskrifendum bækurnar, auð-
vitað án alls endurgjalds. Jeg hefi orðið
]>ess var, að ýmsir hafa ætlað, að jeg græddi
fje á þessu. »!STú hefi jeg gjört góða verzlun
við yður í dag« sagði einn, sem vitjaði bók-
anna og borgaði þær þegar. «Ekki gjöri jeg þetta
í gróðaskyni,» sagði jeg, «því jeg gjöri það
fyrir útgefandann, sem er kunningi minn.«
»Eitthvað hefir hann þá gjört áður fyrir yð-
ur« sagði komumaður. Honum var þetta með
öllu óskiljanlegt að öðrum kosti.
Guðm. Hannesson.
Fjárkláði.
„Fjöldinn dæmir eptir stóryrðunum11
— segir hr. amtinaðurinn, Páll Briem, í
ritgjörð um fjárkláðann, í Stefni 3. töluftl.
þ. á. f>að er svo að sjá, að amtm. riti í
krapti þessarar trúar, svo stórorður er
hann og auðugur af fullyrðingum.
Af því jeg þekki kláðann dálitið af
eigin reynslu og málið er þýðingarmikið
fyrir almenning, þvkir mjer rjett að láta
það eigi með öllu afskiptalaust. En les-
arinn verður að fyrirgefa, þó jeg verði
ekki ei ns stórorður og amtm. eða jafn s t e r k-
trúaður á eigin alvissu 1 málinu.
I.
f>að eru einkum „vængjalausar nátt-
uglur í |>ingeyjarsýslu,“ sem amtro. stefnir
að, og þó sjerstaklega „nafnkunnur bóndi“
(höf. að brjefkafia í næsta blaði á undan),
sem amtm. líkir við Sölva Helgason. Mjer
dettur í hug það sama og karlinum: „J> e 11 a
hefir hann nú frá sjálfum sjer.“
Amtm. ver mörgum orðum og mörgum
tilvitnunum, til að sanna það, að fjárkláði
sje næmur sjúkdómur. Við þetta, er meðal
annars, það að athuga, að mjer vitanlega
hefir enginn neitað því, að næmur kláði
væri til. Hinu hefir verið haldið fram af
ýmsum, að það væri 1 íka til „óþrifakláði,“
sem ekki væri næmur. Sannanir amtm.
eru því svo greinilega úti á þekja, að það
er fremur grátlegt en hlægilegt.
En enda þótt amtm. hafi ekkert sann-
að í því máli, hvort til væri ónæmur kláði
eða ekki, eða þá til hverrar hliðarinnar
færa skyldi þingoyzka kláðann, efum tvennt
væri að tefla — verð jeg að segja það,
að j e g þekki ekki annan kláða en þann,
sem næmur er.
Amtm. eignar höf. brjefkaflans, sem
fyr er getið, þá skoðun að fjárkláðinn sje
ekki næmur; en hvernig hann — amtm.
— kemst að þeirri niðurstöðu, skil jeg eigi.
Brjefritarinn segir nefnilega að kláðinn sje
ekki næmur í orðsins vanalegu1 merk-
ingu ; hann sje afleiðing af sýktu ástandi,
en ekki orsök. f>etta er nú ekki allskosta
rjett. en í því felst þó sannleikur, sem er
ekki þýðingarlítill.
Amtm. kannast við að allar kindur
sjeu ekki jafn móttækilegar fyrir sóttnæmi.
þá liggur nærri að spyrja: Vegna hvers ?
þetta er alkunnugt um allskonar næma
veiki, bæði á mönnum og dýrum — að hún
tekur eigi alla jafnt, En — hver er or-
sökin ?
þessi gáta hefir fyrir skömmu verið
ráðin, að nokkru leyti: Hvítu kornin í
blóðinu eru ,.landvarnarher“ líkamans.
þegar sóttkveikjur berast inn í hann, taka
hvítu blóðkornin að safnast þangað; slær
þá í bardaga og verður „fall“ af hvorum-
tveggja. — Bólga um sár (og kláða)
gefur t, d. til kynna „liðsdrátt11 hvítu
kornanna í þessum tilgangi.
J>egar lífsþrótturinn minnkar, fækka
hvítu blóðkornin að mun. Sje þess nú
gætt, að mótstöðukraptur líkamans verður
1) það er ekkert óvanalegt við næmi fjárkl., i
því skjátlar höf. brjefkfl.
þannig mismunandi, og svo líka hins, að
sóttkveikjurnar eru ekki síður misjafnlega
„liðaðar,11 verður munurinn á sóttnæmi
skiljanlegur. Og þá er það líka orðið ljóst,
að næma veikin getur að nokkru leyti
verið aiieiðing annarar veiklunar.
Vegna hvers sýkist fje svo miklu síður
af kláða ytir sama tíniann? — J>ví er auð
svarað i ljósi þessarar kenningar, þá líður
skepnunni vel, þá er til eðlilegur fjöldi af
hvítu blóðkornunum og þá er „landvörnin“
i góðu lagi.
J>etta - bendir allt — eins og hinar
„barnalegu tilraunir" í |>ingeyjarsýslu —
greinilega til nauðsynarinnar á þvi að fam
vel með fjeð. Einknm hefir mjer þó
fundizt þýðingarmikið að fóðrið væri hollt
(heyið vel verkað) og hreinlæti í
góðu lagi. Og þetta’fær þvi meiri þýðingu,
því meira og lengur seni fjeð er i hÚ9unum.
Jeg hefi heyrt gamlan mann segja, að
það mætti „gefa“ kláða af kindum með
góðu heyi. J>etta er sjálfsagt ekki einhlýtt
ráð, enn það bendir í sömuátt: Láttu
skepnunum þínum liða vel, og kláðinn
verður enginn sjerlegur voðagestur.
Málinu til enn fyllri skýringar, skaljeg
að síðustu benda á ritgjörðina eptir M.
Einarsson, i Eimr. 2. árg. 2. h.; sjerstak-
lega málsgreinina: „Ef vjer viljum vernda
húsdýr vor fyrir slikum kvillum11 o. s. frv.
til enda á bls. 124.
II.
Svo heimskulegt sem amtm. þykir það,
að kláðinn sje „afleiðing af sýktu eðli skepn-
anna“, þykir honum þó hitt engu síður
mikil heimska, að álíta lífsskilyrði maurs-
ins eigi fyllilega vísindalega rannsakað.
Um það efni vísar hann til rits eptir Snorra
heitinn dýralækni; að vísindin geti hafa
komizt eða geti komizt, að annari niður-
stöðu en þeirri, sem Snorri þekkir fyrir 40
árum, sýnist amtm. okki detta í hug. Hon-
um sýnist heldur ekki hugkværoast, að þó
það sje sannað, að maurinn geti legið (lif-
andi) í dái „3—4 vikur“, fvrir utan kindinn,
þá er ekki með því sannað að hann lifi
ekki — ef til vill — mikið lengur.
Hjer á bæ varð kláða vart í fvrsta
sinni, vorið 1887 — á aðfengnum hrút
kollóttum. Síðan hefir kláðans orðið vart
flest árin (en ekki öll). J>að fer jafnaðar-
lega ekki að bera á honum, fyr en siðari
hluta vetrarins, en einkum eru köld vor
— þegar búið er að sleppa — varasöm1).
Um smittun frá öðrum bæjum, getur tæp-
lega verið að ræða. siðan í fyrstu. Kláð-
ann fá jafnaðarlega gemlingar. sem gefið
hefir verið inni og ekki hafa komið saman
við annað fje, J>að er því naumast nenia um
tvennt að gjöra: Annaðhvort hefir lifandi
maur verið til á gemlingunum frá því á
haustin — enda þó hans verði eigi vart fyr
en jafnvel á vorin — ellegar þeir hafa
smittazt afhúsunum; annaðhvort lifir maur-
inn (eitthvað lítið af honum) tímum samau
1) Til að fyrirbyggja misskilning, skal jeg geta
þess, að ólæknaðri kláðakind hefir aldroi verið
sleppt á afrjetti frá pessum bæ. — Bptir 4
kindum man jeg með kláðablettum á haust-
degi í þessi 10 ár.