Stefnir - 01.05.1897, Blaðsíða 3
27
íi skepnunni án pess lienni verði sýnilega
meint af því, — ellegar pá að baun (eða
egg*n) lengur í húsunum en Snorri heldur.
Eg skal enn geta pess, að kláðinn hefir
aldrei komið frarn f peim húsunum, sem hann
hafði ekki verið í vetrinum áður (eða fyrir
l'ngti tíma), nema hægt ha.fi verið að rekja
ferilinn. þetta hefir leitt mig til peirrar
hugsunar, að maurinn (eða cggin) geti lif-
að tölvert lengi utan við kindina. Og —
hvað lengi pá?
Eg geri ekki kröfu til pess, að lesar-
inn byggi mikið á pessum hugleiðingum.
Enn svo mikið er víst. að amtið hefir ekki
fasrt neinar sannanir fyrir pvi að lífsskilyrði
maursins væri fyllilega rannsökuð. þær
|funna að vera til fyrir pví — ekki veit
Jeg alla hluti. En hvenær geta vísindín
unnars sagt: — „Nú verður ekki koinizt
lengra1'. ■—
~ Hversu gamall kláðinn er í ping-
e>jarsýslu veitjegeigi. Jeg hefi heyrt aldr-
“ a menn segja, að peir hafi sjeð kláða 1
klndum fyrir 40—50 árum síðan. Ef hann
œttl kJ’n sitt að rekja til fjárkláðans 1773
19 ■— hvað svo ?
iir.
Eitt af mörgu. sem amtm. bregður
°kkur um |>ingeyingum, er skeytingur-
leysi fyrir pví að kláðinn herist til
Austfirðinga. Jeg ætla hreint ekki að
Ueita pví, að pað sje til skeytingarleysi hjer
í sýslu, bæði um petta og fleira; en jeg
leyfi mjer að neita pví, að böðun sú er skip-
uð var á næstliðnu hausti, hafi verið nokk-
ur trygging fyrir pví að kláðanum yrði rýmt
í burtu. Ejeð var komið i hús á mörgum
stöðura — hjer um bil allstaðar t. d. í
þessari sveit (Aðaldælahrejipi). Hvaða
Þýðingu hafði pað — í pessu tilliti — að
baða par, sem allt fje var heilbrigðt? —
°g hvaða pýðingu hafði pað — í pessu til-
liti — að baða par, sem fjeð var sýkt í
húsunum, án nokkurrar minnstu tilraunar
til að hreinsa pau? Menn gæti pess að hjer
þarf spurningin um lífseigju maursins ekki
að koma til, pví jafnskjótt og kláðasjúk
kind kemur í hús, getur hún núið sjer við
ð’eggi og stoðir og skilið par eptir kláðamaur.
Og hvaða sannanir hefir svo amtm. fyrir
Þvi að kláðinn sje ekki til á Austurlandi?
Jeg veit ekki betur en að jeg hafi sjálfur
sjeð kláða kind austur í Eiðapinghá suin-
urið 1886, og hana svo langt leidda, að jeg
hefi enga slíka sjeð hjer 1 sýslu. Andlitið
var allt hrúðgað og blóðrisa, og eptir ullinni
að dæma var skrokkurinn lítið betur farinn.
Jeg handljek eigi pessa kind og skal eigi
tullyrða að pað hafi verið vanalegur (p. e.
^eraur) kláði; en hvar eru sannanir fyrir
l’ví gagnstæði ? Jeg fyrir mitt leyti pekki
^ær eigi — fremur enn sannanirnar fyrir
P'í að pingeyzkur kláði, fyrir 40—50 ár-
Uín’ hafi ekkert næmi sýnt.
Jeg hefi heyrt svo mikið af peirri „æðri
Pekkingu" að kláðinn væri næmur í pess-
ari sveitinni en ekki íhinni, að jeg erorð-
líln töluvert vantrúaður á pessháttar.
Sigurjón Friðjónsson.
í 2. tðlubl. Stefnis p. á. rr grein með
vfirskriptinni »Fjenaðurí Grímsey«, eptir amt-
mann Pál Briem. Er pað útdráttur úr bún-
aðarskýrslum eyjarskeggja síðan 1859, með
nokkrum ályktunum amtmannsins um hag
eyjarbúa og úskum til peirra, sem ekki búa
par, að peir gefi eins áreiðanlegar og full-
komnar skýrslur, eins og pessa Grímseyjar
fyrirmynd!
En af pví að í greininni stendur, að
skýrslur úrsumum lireppum sjeu »allarrangar«,
en pað eigi sjer ekki stað með skýrslurnar
úr Grímsey, pá vil jeg levfa mjer að benda
amtmanninum á, að Grímsevjarskýrslan hans
er ekki síður götótt, en skýrslur úr sumum
öðrum hreppum, og getur pví tæplega talizt
sem allsherjar fyrirmynd. Jeg vil pví gjöra
mitt til að leggja bót yfir eitt gatið. — í
skýrslunni segir, að ekki sjáist, að hross hafi
verið í eyjunni frá 1860—1883, en jeg veit
með vissu, að veturinn 1867—68 voru par
2 hryssur, önnur rauð en hin rauðblesótt, og
var að minnsta kosti önnur orðin gömul pá,
og búin að vera lengi í eyjunni og munu pær
hafa lifað par nokkuð eptir pað. Litlu eptir
að pær liðu undir lok, mun hafa komið pang-
að hestur, sem hefir lifað fram undir næstl.
ár. Að enginn hestur hafi verið í eyjunni í
23 ár í röð, veit jeg pví með vissu að er
rangt, en pegar sleppt er gjörsamlega einni
skepnuteeund úr skýrslunum, pá gefur pað
manni fullkominn grun um, að fleira sje bog-
ið í peim. Allt fyrir pað, á að hrúka pess-
ar skýrslur sem hrís á hreppstjóra landsins
og enda alla framteljendur, og eru pær pví
auðsjáanlega taldar sem fyrirmvud, sem allir
skýrslugefendur ættu að brevta eptir. En pó
að skýrslur hreppstjóra sjeu máske ekki eins
góðar og rjettar og vera ætti, pá finnst mjer
nokkuð feitt að segja að skýrslur úr sumum
hreppum sjeu »allar rangar«, og víst er um
pað, að einsdæmi munu pað vera, að nokk-
ur hreppstjóri láti tugum ára saman gjörsam-
lega vanta í búnaðarskýrslurnar heila hús-
dýrategund, ef hún er til í hreppnum og á
að standa í skýrslunum.
Eigi pessi Grímsevjarskýrsla amtmanns-
ins að vera sem »form« fyrir framteljendur
og hreppstjóra landsins, get jeg ekki sjeð, að
búnaðarskýrslurnar verði, frekar en nú er,
»áreiðanlegur sögulegur vottur um hag lands-
ins«.
Gamall hreppstjóri.
*
* *
p>að mun vandleitað að fullkomlega á-
reiðanlegum skýrslum, enda reynist nú svo
að hreppstjórarnir í Grímsey, sem ílestum bet-
ur ættu að geta vitað um skepnutölu í sín-
um hreppi og sem amtmaður pví mun hafa
treyst svo vel, einnig gcfa vitlausa skýrslu.
Hvert skyldi pá eiga að fara til að fá áreið-
anlega fyrirmyndarskýslu ? Ritstj.
»|nga« heitir gufuskip, sem framkvæmd-
arstjóri Gránufjelagsins hefir leigt til vöru-
flutninga í sumar til hinna priggja verzlun-
arstaða fjelagsins hjer á Norðurlandi. Skip-
ið fór frá Khöfn 9. þ. m. og kom hingað þ. ■
16. og fór hjeðan 20. til Siglufjarðar og Sauð-
árkróks. Áætlað er að skipið fari 5 ferðir
frá útlöndum hingað í sumar.
j>essar framkvæmdir fjelagsins má efa-
laust telja til framfara; að hafa gufuskip í för-
um allt sumarið í staðinn fyrir seglskip hlýt-
ur að vera bæði hagfeldara og vissara, og á
framkvæmdarstjóri pakkir skyldar fyrir að
hafa ráðizt í þetta fyrstur af forstjórum
föstu verzlananna hjer á Norðurlandi. Lánist
petta fyrirtæki velí sumar, og sýni að fjelagið
fremur hafi hag en halla á pví að hafa gufuskip í
förum í staðinn ýyrir seglskip, er líldegt að
fjelagið framvegis auki þær ferðir, enda mun
því ekki veita af langtum stærra skipi en
Inga er, eða þá tveimur slíkum, eigi það á
pann hátt að geta sjeð fyrir öllum vöru-
flutningum til og frá fjórum verzlunarstöð-
um. Auk Ingu hefir fjelagið í förum í
sumar seglskipið «Rósu» (sem er eign þess),
og leiguseglskip 1 eða 2 ferðir. j>ess utan
mun pað láta flytja allmikið at' vörum með
ýmsum gufuskipum.
KAUPSKIP nýkomin til Höepfners- J. V.
Havsteens- og Gudmanns Efterf. verzlana,
fullfermd allskonar vörum.
AUGLÝSINGAR o. fl.
TIL
Gránufjelags-
verzlunar
á 0 D D E Y R I
er nýkomið mikið af allskonar vörum með
gufuskipinu «Inga«, par ámeðal: Kornvara
allskonar. Jarðepli, Brauð margskonar, Vín:
Sherry, Portvín, Madeira, Samos (grískt vín),
Svenskt Banco, Cogniac, ’Whisky, Rauðvín.
Jubilbitter ; Sjukolade margskonar, Sago- Hrís-
og Kartöflumjöl, Ostur góður og ódýr, Smjör
Margarine, Epli þurkuð, Sardiner, Humrar,
Lax Anchiovis og sælgætis síld, Brjóstsykur
margsk., Confect, Sjukoladestengur, Allskonar
kryddvörur, pvottablámi, Ofnblýant, Skósverta.
Lyptiduft, Svampar, Sápa allsk., Sapolín, Ca-
teku, Ilmvatn margsk., Pomade, Liturýmisl.
Farfi ýmisk., Kítti, China og Brama Elexir,
Karbolsýra (baðmeðal), Olíusæta, Tóbak og
vindlar allsk., Tóbakssósa, Skóleður, Leir-
og glervörur margsk., sumt ekki flutzt áður.
Allskonar álnavara: Klæði, Búkkskinn,
Hálfklæði ódýr, Hvít ljerept, Boldang, Nan-
kin, Sumartrevjuefni, Dagtreyjuefni, Buxnatöj,
Angola, Sjerting allsk., Fóðurtöj, Sirz, Ver-
garn, Bómullartöj margsk., Milliskyrtuefni,
Svuntuefni falleg, Brúnel, Flauel, Handklæði,
Borðdúkar, Kommóðudúkar, Tvinni allskonar
og útsaumsgarn, Silkitvinni, Tvistur af fiest-
um litum. Silkibönd mjög falleg í kvennslifsi,
Flauelsbönd, Briddingarbönd, Sokkabönd,
Styttubönd, Milliverk, Sjöl falleg einlit. Klút-
ar allskonar, Jerseyliv margskonar, Karlmanns
og barnafatnaður, Yfirfrakkar, Hattar og húf-
ur, Turistaskyrtur, Kragar og flibbar, Erma-
lín, Humbug, Kvennyfirkragar, Axlabönd,
Ivvennbelti, Lífstykki, Hanzkar, skinn og bóm-
ullar, Skinntreyjur, Útsaumsdúkar margskonar,
Hafaldaaugu, Suðuvjelar, Kíttspaðar, Járnspað-