Stefnir - 30.08.1898, Blaðsíða 1
-Argang. £6 arldr. Yerð2kr.. er-|
lejidis 2 kr. nO a. Borgist ffyrirj
lok júlím. Uppsögn ógild nema!
Umin sje til útsóinmanns 1. olit.j
--------------------------------1
STEFNIR.
Sjötti árgangur.
Angl. kosta 75a.hver þuml. dálks
eða 12 a. línan afvanalegu letri
tíltölulega meira af stærra letri.
þuml. 9Ó a. á 1. síðu, 15 a. liuau
r. J5.
Þin^eyjarsýsla.
J>ú crt fátæk, fóstra kær,
framgjörn þó til dáða.
íshafsbylgjan óvæg þvær
á þjer fætur báða.j
Að þjer hreytir ísi’ og snjó
undan norðan gjósti;
logheit slagæð liggur þó
leynd í þínu brjósti.
J>ú hcfir marga þraut og raun
þolað mörgu sinni.
Fjölmörg blásin bruna kaun
berðu' á ásýnd þinni.
Jjótt þú teygir freðinn fót
fast að liafíssveggnum,
hádagssól þú horfir mót
liríðarjelin gegnum.
Jjú ert okkur öflum kær,
afdna Gauta möðir,
auðnir þínar, ár og sær,
engi’ og trölla lilóðir.
Hjá þjer lang helzt viijum vjer
vaka, starfa, þreyja,
liugsa’ um þig og filynna’ að þjer,
hlæa, gráta, deyja.
Veg þú hverri villu gegn,
sem vopnum framsókn beitir.
Hverja nýja fiyttu fregn
fijótt um allar sveitir.
Andblæ tímans berðu beint
— beint til sona þinna;
seint og snemma, ljóst og leynt,
fjós til dætra þinna.
Færðu degi fögrum mót
frarn á grónu engin,
íturvaxna yngissnót,
axlakeika drenginn.
Láttu fossinn vinna verk,
verk, sem þróttinn beygja;
láttu’ hann tæta út líni serk,
lopann kemba og teygja.
Láttu’ liann frjófga laut og grund,
lypta jurt úr rnoldu,
gjöra arðsamt graíið pund,
gulli strá um foldu.
Láttu’ hann kveykja’ á arni eld,
ylja hrumu tána,
Akureyri, 30. ágúst.
lýsa’ og verma’ hin löngu kveld,
Ijetta stúrnu brána.
Breyttu hverri urð í eng,
eyðimel í liaga.
Láttu ána Ieika á streng
Ijóðmál nýrra braga.
Flytji sæld í faðminn þinn
fjalla þinna virki.
Láttu þeirra koldu kinn
klædda lyngi' og birki.
Spretti’ og glói’ á akri ax,
auðnin frjófgun taki;
í straumi hverjum ljettur lax
leiki sjer og »vaki«.
Gagnleg nýung flýti ferð
farartálma gegnum.
Syngi friðuð fuglamergð
fast hjá bæjarveggnum.
Láttu minnka vetrar völd,
vermdu fallna snæinn.
Hlákudagar, heiðskýr kvöld
haldi vörð um bæinn.
Glói þinnar skikkju skaut,
sldni Jiínir kjólar.
Læðu hyerja leiddu braut,
lengdu göngu sólar.
Færðu degi fögrum mót
fram á skrýddu engin
upplitsdjarfa yngissnót,
íturvaxna drenginn.
Andblæ Suðra berðu beint
— beint til fjalla þinna;
seint og snemma, Ijóst og leynt,
ljós til sveita þinna.
J>ú ert okkur öllum kær.
Einars spaka móðir,
auðnir þínar, ár og sær,
engi’ og fossa hlóðir.
Hjá Jijer lang lielzt viljum vjer
vinna, tapa, þreya,
hugsa’ um þig og hlúa þjer
— hjá Jijer lifa’ og deyja.
Jjetta lipra og kjarngóða kvæði ffutti
herra Guðmundur Friðjónsson á Sandi á hjer-
aðssamkomu Jjingeyinga í líeykjadal, 20.júní
í sumar. A sömu samkomu talaði hann langt
og snjallt erindi fyrir J>ingeyjarsýslu.
1898.
Bibliuljóð in, I II.
i.
Jjað má merkilegt heita, að ljóðabálks
þessa hins mikla skuli ekki hafa meira
verið getið í blöðunum en verið hefir, því
að það má þó víst með sönnu segja, að það
er í fyrsta sinn að stórt fruiuverk birtist
í vorum bókmenntaheimi, svó stórt, að
færri eru þau, sem stærri eru meðal út-
lendra skáldrita að rómönum frátöidum.
En það verður ekki betur sjeð, en
ljóð þessi sje aldrei svo kunn sem skyldj
meðal landsmanna, þvi að ef svo hefði verið,
hefði verið meira um þau talað — meira
um þau ritað. Einn dóin hafa þau fengið
í einu blaðanna, sem var mjög niðrandi,
eða jafnvel verra en það, og spilti sá dóm-
ur mjög fyrir áliti og útsölu bókarinnar
meðal þeirra, er ekki höfðu nein kynni af
henni áður. Annan dóm hafa ljóð þessi
fengið í öðrum stað, ogþaðfieiri en einum
er lýkur á þau lofsorði miklu, og hefir fátt
við þau að athuga annað en örfá d o g m a-
tisk smáatriði, sem tæplega eru þess verð
að koma til greina, þegar um vegleg stór-
virki andans er að ræða; enu þessir dómar
hafa ekki nægt til þess, að brjóta á bak
aptur illmæli hins niðrandi dóms. Svo hefir
verið þögn. En þar eð Stefnir hefir aldrei
getið bókarinnar að neinu nema í auglýs-
ingum, vill hann fiytja fáort álit um ljóð
þessi, og reyna þannig að greiða þei m veg
til manna.
IL
Eptir því sem mjer er kunnugt, hefir
enginn af hinum stærri skálduin heimsins
ráðist í að yrkja kvæðaflokk yfir alla biblí-
una fyrri en Y. Briem. Mestur og samfeld-
astur kvæðaflokka þeirra, er út af henni
hafa kveðnir verið á þessari öld, annar en
þessi, eru ,,Pálmablöð“ Geroks í tveim
stórum bindum; er það framúrskarandi safn
að fegurð og andríki, enn orkt með alt öðru
sniði, þannig að kvæðum er ekki fiokkað
eptir neinni tímaröð. Nokkur kvæða hans
eru til á ísl. í ,,Svanhvít“ og „Ljóðmælum11
síra M. Jochumssonar. Aptur er til mesti
sægur af skáldrituin út af ýmsum köfium
ritningarinuar, mest í leiksniði, og tekur
eigi að vera að telja það hjer upp. J>að
eru fáum kunn þáu rit hjer á landi. Af
söguljóðum útaf biblíuefnum eru fá kunu
hjer á landi nema Klopstocks Messías, en