Stefnir - 02.03.1899, Síða 1

Stefnir - 02.03.1899, Síða 1
Argang. 24 nrkir. VcrðSkr., er-l lemiis U kr. 50 ». Jiorgist fyrir lok júiim. Uppsögn ógild nema komin sje til útsölumanns l. okt. STEFNIR. Sjöundi árgangur. Augl.kosta 75a.hver þuml. dálks eða 12 a. línan af ranalegu letri tiltölulcga meira af stærra letri. þuml. 9Ó a. á 1. síðu. 15 a. línan >r 2. Akureyri, 2. marz. 1899. Ár 1899, þann 15. febr, lijolt sú 7 manna liefnd fund með sjer á Hjalteyri, er kosin liafði verið á fjölmennum fundi að Fagraskógi 1. þ. m. t.il þess, að ræða um, og velja liina heppilegustu lcið til þess, að hvaladrápi við íslands strendur hætti framvegis. Var fundarstjóri kosinn skólastjóri J. A. Hjaltaiín, og til skrifara Stcf. Stefánsson í Fagraskógi. 1. Var kosinn meðnefndarmaður Fr. Jóns- son á Hjalteyri. 3. Tók þá til umræðu verslunarstjóri E. Laxdal, og skýrði mjög ijóst og skorinort frá þeim skaðlegu áhrifum gagnvart fiski- og síldveiðum landsmanna, er hvalaveiðar Norð- manna nú um undanfarin ár sýnast hafa vald- ið. Fleiri af fundarmönnum ljetu skoðun sína uppi í þessu máli, og kom þeim öllum saman um, að allra frekustu líkur bentu til, að hvaladrápið væri bæði porsk- og síldveiði innfjarða bið stærsta mein. 3. Var jiá borið upp til atkvæða, livort fundurinn óskaði, að með lögum væri bann- að hvaladráp við strendur íslands, og var það samþykkt með öllum samldjóða atkvæðum nefndarnianna. 4. ]>á var framlagt skjal, er verslunarstj. E. Laxdal hafði undirbúið, sem áskorun til alþingis. Eptir ítarlegar umræður var það að mestu óbreytt samþykkt og undirskrifað af öllum nefndarmönnum. Fundargjörð lesin, og fundi slitið. Jón A. Hjaltalín Stefán Stefánsson fundarstjóri, skrifari. * * * Áskorun fundarins. pað er alkunnugt, hve innfjarðafiskiveið- ar hafa brugðizt hin síðari árin nærfellt alls- staðar hjer við land, sumstaðar svo algjörlega að til hallæris og manndauða horfir í þeim sjávarsveitum, þar sem almenningur eingöngu lifir af bátfiskiveiðum. Botnverpingum hefir hingað til verið kennt um þetta stórkostlega aflaleysi eingöngu, en vjer álítum, að hvaladrápið við strend- ur íslands hin síðari árin eigi engu síður þátt í því. Vjer höfum átt kost á því, að tala við allmarga Norðmenn um þetta mál, og hafa þeir allir sem einn maður lýst yfir því, að það væri þeirra full sannfæring, að hvala- drápið hjer við land mundi alveg eyðileggja innfjarðaveiði. J>etta hafii ekki verið þeir einir, sem stunduðu síldar- og þorskveiöár, heldur og jafnvel líka menn, sem voru í þjón- ustu norskra hvalaveiðamanna. Allir sögðu þeir, að þetta væri orðin óræk reynzla í Nor- egi, og þó að hvaladráp væri enn ekki bann- að með lögum þar, þá væri flestir sjómenn og aörir þeir, er skyn bæri á málið, orðnir svo æstir út af þessu, að hvalaveiðamenn bcfði ekki þorað, að skjóta þar hvali, og flytja til lands hin síðari árin. J>etia væri aðalá- stæðan fyrir því, að svo mörg norsk fjelög hefði í seinni tíð flutt stöðvar sínar til íslands. Ástæðuna fyrir því, að hvalaveiðar hefði ekki verið bannaðar með lögum í Noregi, kváðu þeir, að á þinginu væri meiri hlutinn stóreignameun, sem margir ætti hlutbrjef í hvalveiðaútgerðum, er gæfi góða vexti, og sveitabændur, sem hvorki þekkti til málavaxta, eða heiði nokkurn liug á, að kynna sjer þá. Nú í vetur liöfum vjer frjett, að mál þetta væri til meðferðar á þinginu í Noregi, og að mikið útlit væri fyrir, að hvalaveiðar yrði bannaðar við strendur Noregs. Norðmenn þessir gjörðu oss skýra orsök- ina til sambands þess, sem væri milli hvala- veiðanna og aflaleysisins innfjarða, og bún er sú, að hvalirnir reka síldina að landi, og inn á firði, en þorskur og aðrar fiski- tcgundir fylgja síldinni. Ef hvalur væri ekki til að reka síldina, hjeldi hún sig í dýp- inu, nema þegar hún á vetrum gengur upp á grynnslin til að hrygna, eða ef kolkrabbi rekur hana, en það er mjög stopult, og lítið á það að treysta. peir bættu því við, að jægar síldin gengi að landi, til að lirygna, væri liún svo mögur og lítilsverð, að það á engan bátt borgaði sig, að veiða liana sem verslunarvöru. Oss er nú afeigin reynd fullkunnugt, að rökfærsla Norðmanna er sönn í þessu efni, þó að oss dytti ekki í hug fyrri, að setja orsak- irnar og afieiðingarnar í samband bvað við annað, fyr en þeir bentu oss á það. Vjer skulum leyfa oss, að benda á, að síðastliðið sumar sögðu skipstjórar á fiskiskipum þeim, sem úti voru í ágústmánuði og fyrri hluta septembermánaðar, að þeir hefði sjaldan orðið varir við eins mikla síld hjer úti fyrir, eins og þá; það hefði mátt segja, að ein óslitin síldartorfa hefði verið frá Ströndum og að Siglunesi, en sú síld gekk aldrei inn á firði. Hvalveiðamenn munu fyrst hafa byrjað vei^i fyrir vestan land, og færðu sig svo aust- ur og norður með landi, enda hafa þorsk- og síldarveiðar mjög svo minnkað þar í þeim veiðistöðum, sem hvaladrápið hefir átt sjer stað úti fyrir, og lieita má, að á Eyjafirði liafi enginn haust- eða vetraráfli verið. I>að má að vísu segja, að iiskileysisár hafi komið áður, og þá hafi ekki hvaladrápið verið. En vjer ætlum, að svona langvarandi aílaieysi á öllum fjörðum hafi ekki verið, sízt síðan fiskiútgerð varð svo jafn almenn, og vel stunduð, og öll tæki eins góð, og þau nú eru. En setjum nú svo, að full sönnun þyki ekki fengin fyrir þessari skoðun vorri, að hvalaveiðarnar eyðiieggi innfjarðaveiðar, þá viijum vjer samt leyfa oss, að benda á það, að hvalaveiðavnar stunda að eins útlendir menn með útlendu fje, og allur ágóðinn, að lítilfjörlegum tolii og útsvörum til einstakra hreppa fráskildum, rennur til útlanda, en af fiskiveiðunum á mikill hluti íslendinga að liafa atvinnu sína og framfærslu. Finnst oss því efaiaust, að gróði útlendinganna eigi að verða ijettari á metunum en hættan á því, að fiskiveiðar vorar geti eyðilagzt. Ef okkert ætti að gjöra, fyr en öllum þykir full reynsla fengin fyrir binu sanna í þessu efni, gæti svo farið, að fiskiveiðarnar væri þá eyðiiagðar um óákveðinn tíma, og íieiri eða færri af íslendingum flúnir af landi burt, eða dánir úr harðrjetti. »J>að er seint, að byrgja brunninn, þegar barnið er dottið ofan í,« en það er of seint, að byrgja hann þá fyrst, þegar allir þeir, sem í hann geta dottið, eru drukknaðir. A7jer ætlum, að bezt yrði ráðin bót á liættu þeirri, sem vjer álítum, að fiskiveiðum vorum standi af hvaladrápinu, á þann hátt, að bannað sje með lögum allt livaladráp í landhelgi við strendur ísiands, og hvalveiða- mönnum sje bannað, að flytja í landhelgi þá hvali, er þeir skjóta lijer úti fyrir, eða nota sjer afurðir þeirra í landi. Nefnd sú, er kosin var vestan megin Eyjafjarðar, til að láta í ljós álit sitt um þetta mál, leyfir sjer því, af framangreindum ástæð- um, að skora á hið háttvirta aiþingi: ab semja lög, er banni allt hvaladráp í laiidhelgi við sfrendur íslands, og landflutning þeirra livala, er drepnir eru utan landhelgi, eða til vara: að leggja svo liáan útflutningstoll á lýsi og abrar afurðir bvalsins, ab ekki geti svarab kostnaði, að reka þessa atvinnu framvegis. Á fundi á Hjalteyri, 15. febr. 1899. Eggert Laxdal, Jóhannes Davíðsson, Magnús Baldvinsson, M. Sigurösson, Jón A. Hjaltalín, Stefán StefánssQn, Jón Stefánsson, Friöiik Jónsson. Stjórnarskrármálið. Hvað verður gjört við stjórnarskrármálið á þingi í sumar? Svona spyrja margir, og það er engin furða, þótt það sje gjört, því meiri hringlanda, en í því máli hefir komiö fram, er eigi unnt að finna, en það er, vel að merkja, bjá þingmönnumim, sem þessi

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.