Stefnir - 02.03.1899, Qupperneq 2
6
hringlandi hefir komið fram; þjóðin sjálf í
heild sinni heldur enn fast fram kröfum sín-
um um alinnlenda stjórn með fullri ábyrgð
fyrir alþingi, hún telur það eigi nóg, þó að
hún fái einhverja ráðgjafanefnu innlenda eða
þó öllu heldur útlenda, sem skildi íslenzka
tungu álíka og dönsku sýslumennirnir okkar
sællar minningar, ráðgjafanefnu, sem mundi
draga það litla vald, sem landshöfðingi nú
liefir, út úr landinu til Danmerkur. En hvað
stoðar að tala um þetta? f>að er deginum
Ijósara, hvernig þingmenn hafa brugðizt um-
boði sínu. Við almennu kosningarnar 1892
voru þingmenn nær undantekningarlaust kosnir
upp á gamla frumvarpið, og, viti menn, þeir
fylgdu því fram í einu liljóði 1893; eptir að
þingið því næst var leyst upp, fóru fram ný-
jar kosningar í júní 1894, og voru þá þing-
menn, eins og auðvitað var, kosnir upp á
sama frumvarpið, enda greiddu þeir atkvæði
með því á aukaþinginu sama ár. En 1895
kom annað hljóð í strokkinn, þá yfirgáfu
ýmsir þingmenn frumvarpið, sem þeir höfðu
áður oröalazst og eindregið greitt atkvæði
með, og komu nú fram með þingsályktunar-
tillögu undir því yfirvarpi, að þjóðin væri
orðin þreytt á aukaþingum, sem einungis hafa
verið tvö, og með 8 ára millibili. Auð-
vitað var þetta af frumkvöðlunum gjöit til
þess að evðileggja málið, og höfðu þeir dygga
aðstoð hjá blaðinu »ísafold«, sem hvað eptir
annað hefir haft fataskipti í þessu máli. —
Ennþá var stigið þó eigi orðið svo stórt, því
í orði kveðnu hjelt tillagan sjer á sama grund-
velli, og frumvarpið var. En á síðasta þingi
1897 kastaði fyrst tólfunum; þegar Yest-
manneyjiþingmaðurinn kom með sitt alræmda
frumvarp, þá vörpuðu sumir af hinum svæsn-
ustu endurskoðunarmönnum sjer flötum fyrir
fætur doctorsins; Tsafold var þá eigi sein í
vendingunni, og Skúli Thoroddsen sigldi óð-
ara í sama kjölfarið, af því nú var tækifæri
til, að ráðast á landshöfðingja Magnús Step-
hensen. Eins og kunnugt er, náði frum-
varp Eyjaþingmannsins eigi fram að ganga,
en úrslitin á þingi 1897 eru engu að síður
harla hryggileg, og umræðurnar um ]>að mál
og atkvæðagreiðslan einhver sá sorglegasti
blettur á þingsögu vorri; þar sem sömu menn-
irnir hafa aðhyllst frumvarpið frá 1893 og
þarnæst tillöguna 1895, og að endingu frum-
varp Valtýs 18!)7. pað er því engin furða
þó margir spyrji: Hvað djúpt ætli þingmenn
falli 1899? ITvað skyldi nú verða ofan á í
stjórnarskrármálinn í sumar?
þ>essu er ómögulegt að svara, en það má
búast við öllu frá sumum, En fyrir því að
nú er sannarlega kominn tími til, að ræða
mál þetta fyrir þing, vitjum vjer liugleiða það
lí-tið eitt, ef vera mætti, að það vekti umræð-
ur um málið. Ef að nokkuð má dæma eptir
framkomu þingsins 1897, þá má búast við, að
á næsta þingi verði þrír fiokkar, þcir sem
halda fram gamla frumvarpinu, miðlunarstefn-
unni frá 1889, og Valtýsliðar. Enginn þess-
ara þriggja flokka hefir að sjálfsögðu nægilegt
atkvæðaafl, til að koma fram sínu frumvarpi
í hvorugri deildinni.
j>að hefir jafnan verið tekið fram af öll-
um flokkum, að Danir þekld sára lítið til
þess, hvernig hagar til hjer á landi, og að af
því stafi, hve illa stjórnin hefir ávalt tekið í
stjórnbótakröfur vorar. pessi nýi íslenzki
ráðgjafi Eyjamannanna átti svo sem að bæta
úr þessu, það var það lielzta, sem honum var
talið til gildis, hann átti með því að sitja í
ríkisráðinu og búa í Kaupmannaliöfn, að
kenna Dönum að þekkja Island. Ef að þetta
er nú í raun og veru svo, að það sje ókunn-
ugleiki Dana, sem veldur því, hve illa jafnan
hefir verið tekið í stjórnarskrármálið afþeirra
liendi, þá virðist liggja næst, að gjöra tilraun
til þess, að sannfrera Dani um rjettmæti
krafa vorra, en aðferðin til þess, sem helzt
mætti búast við að hefði nokkurn árangur,
er að grípa þá hugmytid, sem kom fram á
síðasta þingi, að skipa nefnd manna af
íslendingum og Dönum, til þess að
íhuga stj órnarskrárm álið. Vjer liöfum
fyrir satt, að ýmsir merkismenn Dana sjeu
slíkri nefnd meðmæltir, og vænta að árangur
geti orðið úr því. Væri nú góðs árangurs að
vænta hjá þannig lagaðri nefnd, þá væri mik-
ið unnið, úr því svona er komið þessu vel-
ferðarmáli voru. Auðvitað hefði engum dottið
í hug, að fara þessa leið, ef þingmenn hefðu
haldið saman í málinu, eins og vera bar. —
Verði aptur á móti árangurinn enginn, já, þá
er engu tilspillt. íslendingar liafa þá sýnt
það enn einu sinni, að þeir vilja leita sam-
komulags við Dani, og með þessari aðferð er
eigi neitt vikið frá hinum upprunalega grund-
veili, meira að segja, verði árangurinn enginn,
þá ætti það að kenna oss, að halda enn bet-
ur saman en áður, og þrátt fyrir alla persónu-
lega flokkadrætti, er sízt fyrir það að synja,
að 'beint afslag frá Dana hálfu, þótt þeim sje
sýnt með rökum fram á rjettmætar kröfur
vorar, verði til þess, að styrkja ættjarðartil-
finninguna, svo að hún megi sjer meira en
persónulegur kritur milli einstakra manna og
metorðugirnd einstaklingsins. Nokkur kostn-
aður mundi verða samfara slíkri nefnd, en
eigi gerum vjer mikið úr því, það er ekki
annað en fækka dálítið bitlingunum, sem fá-
ir mundu harma, þótt fjelli burtu, nema þeir,
sem eiga að verða þoirra aðnjótandi.
Síðar, þegar vjer höfúm heyrt undirtektir
manna um þetta mál, munum vjer ræða það
ítarlegar.
Herra rilstjóri!
1 tilefui af greiu þeirri „Hál.t skref11,
sem Stefnir flutti 22. janúar þ. á., leytí jeg
mjer að senda yður vottord hjeraðslæknis-
msá Akureyri ahrærandi aðgjörðir kveniia-
skólauefnduriunar, viðvíkjandi kvennaskól-
anum, þegar barnaveikin kom upp í liúsi
Suoria Jónssonar á OdJeyri nú í vetur,
og vona jeg að þjer þá kannist við, að skóla-
nefndin hafi hjer gjört skyldu sína, og ráðið
þessu máli heppilega til lykta, eins og líka
nú er augljóst orðið, þar sem veikiudin liafa
ekkert útbreiðst frá áðurnefndu húsi? |>að
hefði þvi veiið hyggilegra af yður, að tala
um þetta við læknirinn, sem þaun mann,
er bezt gat dæmt um þetta, og þannig
kynna yður málið betur, áður en þjer senduð
út ástæðulausar aðfinningar og getgátur til
kennara og stjórnenda skólans.
Uppástúngu yðarKum að sýslunefndin
hjer eptir kjósi kvennaskólanefndina úr
flokki Akureyrarb’úa, nema ef véra skyldi
oddvita sinn, get jeg ekki verið samþykkur
af þeirri ástæðu, að skólinn eingöngu til-
heyrir sýslunni, og fullhæfir menn munu
finnast innan sýslu, til að stjórna honura.
J>að væri máske heldur vert að athuga,
hvort ekki væri ástæða til, að flytja skól-
ann burt af Oddeyri,ef nýtt skóiahús væri
reist, svo ritstjóra Stefnis, stæði engin hæ;ta
af honuin á nokkurn veg.
Línur þessar ásamt rottorði læknisins,
sem hjer fer á eptir, bið jeg yður að birta
í næsta blaði Stefnis, sro áðurnefnd grein
„Hálft skref“, valdi ekki misskilningi með-
al almennings.
Grrund, 18. febrúar 1899.
M. Sigurðsson.
*
* *
Eptir ósk kvennaskólanefndarinnar þá
votta jeg hjermeð, að hún leitaði ráða rainna
um varúð þá, sem hafa skyldi við barna-
veiki í húsi Snorra Jónssonar og einnig, að
hún fór í öiiu fyllilega að þeim og jafnvel
varlegar, en jeg áleit nauðsynlegt.
Varúðarreglur þær, sem jeg gaf voru
að öllu levti jafnstrangar og beitt hefir verið
við önnur veikinda heimili og í engu frá-
brugðnar þeira, sem jeg anuars hefi viðhaft.
Að skólastofurnar eru að öllu leyti
fráskildar annari íbúð í húsinu og því líkt
ástatt, og í öðru húsi væri, gjörði auðvitað
nokkurn mismun á því, sem jeg áleit að
krefja þyrfti, til þess góð trygging fengist
gegn útbreiðslu veikinnar.
Akureyri, 16. febráar 1899.
Guðm. Hannesson.
Aths. blaðstjóra.
I tilefni af brjefi hins háttvirta kvenna-
skólastjórnarmeðliras, skuluin vjer lýsá
y fir þvi, að vjer eruui korauir á þá skoð-
un, að löðrungurinn, sera vurúðarregl-
urnar, að voru áliti, fengu i vetur, muu
fullt svo mikið vera lækninum að kenna
sem nefudinni, og að farið hafi verið öllu-
lengra en fært var í því, að forsvara hann.
En eigi að síður er pað skoðun vor, að
uefndin hefði átt að halda á sjer snerpumii
ofurlítið lengur, hvað svo sem læknir og
kennarar hefðu sagt, og helzt útvega skól-
anum annað húsnæði allau janúar, svo neiu-
endurmr hefðu aldrei misst neins í.
Ura vottorð læknisins viljuin vjer sein
minnst tala, eu það hefði hinn háttv. nefud-
arinaður átt að athuga, að nokkrir inunu
þeir, sem vita hver misraunur gagnvart lög-
uni er á hinu stranga samgöngubanni, sein
sett hefir verið upp gagnvart barnaveikis-
liúsum eptir læknisboði, hvað eptir anuað,
og hinni gæfu og veigalausu samgönguvarúð,
sem skipuð var við kvennaskólahúsið eptir
boði hius sama.