Stefnir - 24.03.1899, Side 2
Ótal sortir af Hókahöttum og stráhöttum, tianda kvetmfólki og börnum, með allskonar lagi og ýmsum litum fást i verslan þorv. Davíðssonar Oddevri.
14
menn drukkna fast uppi í landsteinum eða í
mjóum ám, ef þær eru að eins svo djúpar, að
menn ná ekki niðri í þeim. Til þess að
koma í veg fyrir þetta, er ekkert annað ráð,
en að sem fiestir iæri sund, og helzt bæði
karlar og konur. Heppilegast mun vera, að
menn læri sund ungir, 12—14 ára, og veitir
ekki af mánuði til þess, ef vel á að vera, en
það er ekki nóg að læra sundið, heldur verða
menn og að gæta þess, að týna því ekki nið-
ur. Víðast mun þurfa að kosta einhverju til,
þegar sundpollar eru búnir til, en sá kostn-
aíur vinnst fljótt upp með ánægju þeirri og
heilsubót, sem sundið hefir í för með sjer.
Syndir menn geta aptur æft sig hvar, sem
vera skal, í ám og vötnum, en heilnæmast og
hægast er þó að synda í sjó, þar sem því
verður viðkomið. Eins verða þeir að gæta,
sem læra sund, en það er, að venja sig við,
að synda í fötunum, því það er ekki tími til
að klæða sig úr þeim, þegar menn eru kom-
nir í dauðans liættu.
Sundlistin er vænlegust til bjargráða, þar
sem skarhmt er til lands, en getur þó komið
að góðu haldi líka úti á rúmsjó. Syndir
menn eiga miklum mun hægra með að kom-
ast á kjöl en ósyndir menn, og opt geta þeir
haldið sjer uppi, þangað til þeim er bjargað
úr skipum eða bátum í grendinni. Hægast
er Ij'ka að koma sundlist við í góðu veðri og
lillum sjó, en þegar stórsjór er, þá kemur hitt
bjargráðið til greina, en það er lýsið.
pað hefir opt verið brýnt fyrir mönnum,
að ekki þyrfti nema lítið eitt af lýsi eða olíu
til að lækka stórsjó í kring um skip, en sjó-
monn trassa þetta mjög, og má þó fuliyrða,
að fjöldi manna hafi látið lifið fyrir þennan
tmssaskap. Menn ættu aldrei að fara svo á
sjó, að þeir hefðu ekki með sjer lýsi eða olíu.
Ef ekki þarf á lýsinu að halda, þá geymist
það í bátnum, og er jafn gott eptir sem áð-
ur, en er ávallt til taks, ef á liggur.
Jeg hefi sannspurt vestan úr ísafjarðar-
sýslu, að nokkrir pottar af olíu hafi bjargað
lífi heillar skipshafnar, og skal jeg segja þá
sögu hjer, því jeg man ekki til, að minnzt
hafi veiið á hana í blöðunum. Menn voru
á ferð Irá ísafirði norður á Snæfjallaströnd.
pegar þeir voru komnir yfir undir ströndina,
brast á þá blindöskuhríð, svo þeir gátu ekki
náð landi, og urðu að láta berast undan of-
viðrinu, því þeir gátu ekki við neitt ráðið.
feir vissu nú'ekkert, hvert þeir hjehlu. Allt
í einu kom á þá brotsjór, og vissu þeir þá,
að þeir mundu vera komnir nálægt landi,
Sjórinn liafði hálffyllt bátinn, og ætlaði eng-
inn sjer líf, ef annar brotsjór lenti á honum.
Olíudunkur var í bátnum, og hugkvæmdist
formanninum, að hella olíu í sjóinn í þeirri
von, að boðar mundu þá ekki brofna á þeim
aptur. I>etta tókst prýðilega, því brimrót-
ið lækkaði þegar- í kringum bátinn og komst
allt til lands heilt á bófi. Al-lir, sem voru á
bátnuin, voru sammála urn, að þeir ættu olí
unni líf sitt að þakka í þetta skipti.
petta damii sýnir meðal annars, hve Jýsi
eða olía getur gert mikið gagn, þegar svo ber
undir, og vil jeg klykkja út greinarstúf þenn-
an með því, að skora alvarlega á sjómenn, að
læra sund, og iðka það, og í annan stað, að
fara aldrei svo á sjó, að þeir hafi ekki með
sjer Iýsi eða olíu.
Möðruvöllum í Hörgárdal, 14. marz.
Stefán Stefánsson eldri.
Landskjálfta-síiniskot
í Norður- og Austur-ömtunum.
I>egar frjettist um jarðskjálftana í Árnes-
og lfangárvalla- sýslum haustið 1896, send-
um vjer undirskrifaðir út áskorun til manna
hjer í Norður- og Austur-ömtunum, að skjóta
saman fje, til að bæta úr neyð manna, er
urðu fyrir jarðskjálftunum. Um sama leyti
sendi landskjálftanefndin í l{e\4ijavík út áskor-
un til samskota.
I>að hefir verið áður í blaði þessu skýrt
frá öllum gjöfum þeim, er sendar hafa verið
til vor, bæði nöfnum og heimilum gefendanna,
en til þess, að menn fái glöggara yfirlit yfir
samskotin hjer í Norður- og Austur- ömtun-
um, höfum vjer gjört yfirlit yfir samskot þau,
er samskotanefndin í Beykjavík og vjer höfum
tekið á móti, og er það þannig:
A. Til undirritaðra hafa sent:
I. Skagafjarðarsýsla
1. Hofshreppur kr. 26,00
2. Holtshreppur — 58,25
3. Akrahreppur — 75,60 «= 159,85
11. Akureyrarkaupstaður 460,50
111. Eyjafjarðarsýsla
1. Öngulsstaðahr. kr. 127,35
2. Saurbæjarhr. — 79,15
3. Hrafriagilshr. — 95,50
4. Glæsibæjarhr. — 81,40
5. Skriðuhreppur — 41,00
6. Arnarneshreppur — 196,54
7, Svarfaðardalshr. — 130,85
8. I>óroddsstaðahr. — 39,65 — 791,44
IV. fringeyjarsýsla
1. Svaibarðsstr. hr. kr. 75,25
2. Grýtubakkahr. — 10,00
3. Hálshreppur — 156,00
4. Ljósavatnssókn. — 53,00
5. lteykdælahreppur— 100,00
6. Svalbarðshreppur—- 112,00
7. Sauðaneshr. — 31,72 — 537,97
V. Suður-Múlusýsla
1. Vallahreppur kr. 61,95
2. Mjóafjarðarhr. — 278,85 — 340,80
Norðmenn við síldarveiði á Eyjaf. 136,50
Sent af Englendingi 9,00
Alls kr. 2436,06
B. Til samskotanefndarinnar i Eeykjavík:
1. Húnavatnssýsla
1. Vindhælishr. kr. 94,40
2. Engihiíðarhr. — 48,00
3. Bólstaðahiíðarhr. — 142,00
4. Torfalækjarhr. -- 145,75
5. Sveinsstaðahr. — 157,50
6. I>orkeIshólshr. — 174,00
7. Svínavatnshr. — 189,90
8. Áshreppur — 172,68
9. f>verárnreppur — 170,85
10. Kirkj uhvammshr.— 102,50
11. Ytri Torfastaðah. — 133,00
Flyt kr. 1530,58 2436,06
Fluttar kr. 1530,58 2436,06
12. Fremri Torfasth. — 195,50
13. Staðarhreppur — 80,50
14. Ovíst frá hverjum — 43,42 - - 1850,00
11. Skagafjarðarsýsla
1. Kípurhreppur kr. 43,00
Viðv. og Hólahr. — 257,00
3. Fellshreppur — 50,00
4. Seiluhreppur — 149,00
5. Staðar & Sauðárh. — 165,00
6. Skefilsstaðahr. — 81,25
7. Óvist frá hverjum— 644,90 = 1390,15
III. Eyjafjarðarsýsla
1. Hvanneyrarhr. kr. 10.00
2. Glæsibæjarhr. — 35,00
3. Óvíst frá hverjum — 3,06 - - 48,06
IV. þringeyjarsýsla
1. Grýtubakkahr. kr. 27,65
2. Aðaldælahr. — 100,00
3. Húsavíkurhr. — 193,50
4. Presthólahr. — 10,00 - - 331.15
V. Seyðisfjarðarkaupst. og Norður- Múlasýsla
1. Seyðisfj.kaupst. kr. 1431,00
2. Skeggjastaðah. » 114,40
3. Vopnafjarðarhr. » 500,00
4. Jökuldalshreppur » 95,65
Safnað af eptirtöldum mönnum
5. E. Briem Seyðisf. kr. 242,95
6. J. Sveinss. Gnýst. » 4,50
7. S. Vigfúss. Arnhs.» 120,00
8. lirst. Loðm fj hr. » 19,00
9. B. Vigfs Hallorms » 25,50
10. E. Einarss. Bót. » 35,00
11. St. Halkls. Hallgs. » 22,00
12. E. Hallgrs, Vestde.» 102,00
13. Sk. Jósefss. sst. » 94,00
14. Sig. Joh, Seyðisf. » 300,00
15. Óvístfráhverjum » 1044,00 - - 4150,00
VI. Suður-Múlasýsla
1. Skriðd- &Vallahr. kr. 122,80
2. Eiðahreppur » 60,00
3. Mjóafjarðarhr. » 100,00
4. Keyðarfjarðarhr. » 1136,65
5. Fáskrúðsfjarðarhr. » 276,00
6. Breiðdalshreppur » 77,41
7. Berun.&Geithhr. » 366,56
8. Óvíst frá hverjum » 19,78- - 2159,20
VII. Austur-Skaptafellssýsla
1. Bæjarhreppur kr. 198,50
2. Nesjahreppur » 115,50
3. Mýrahreppur » 19,50 - - 333,50
Alls kr. 10262,06
Auk þessa hafa Mývetningar sent sam-
skot sín beint til Árnessýslu, prentari Björn
Jónsson hefir gefið prentun, hlutafjelag Stefnis
allar auglýsingar, og þeir, sem hafa sent pen-
inga, hafa eigi reiknað sjer neitt fyrir það.
Samskotin hafa verið mjög misjöfn í
sveitunum, en í heild sinni hafa Norður- og
Austur- ömtin sóma af samskotum sínum.
Samskotin á öllu landinu eru talin í pening-
um 22350 kr., en af þeim hafa Norður- og
Austur- ömtin gefið meira en helminginn.
Akureyri, 11. marz 1899.
Páll Briem, Kl. Jónsson, J. V. Havsteen,
Matth. Jochumsson, S. Sigurðsson, Erb. Steinss.
Eggert Laxdal, Fr. Kristjánsson, Á. Pjetursson.