Stefnir - 08.04.1899, Blaðsíða 2

Stefnir - 08.04.1899, Blaðsíða 2
18 gleðisöng, þegar hann ber heim kornbindin- in« (Sálm. 126, 6.). þegar í npphafi stofnunar sinnar er hverju fjelagi nauðsynlegt að athuga, að það fæðist eigi til einangurs, heldur en nokkuð annað í tilverunni, eigi til þess að vera ó- fjelagslegt, heldurtil framhalds fjelagsskap- arins. |>að á að segja eins vel B eins og A. f>etta liggur og þegar í sjálfri liugsjón og stefnu bindindisins, útrýmingunni; bindindið er útfýmingarvinna frá upphafi til enda, út- rýmingarvinna allra sameiginlega, enda er fvrirmyndin lijer ijós og skýr hjá öllum mennt- um þjóðum, þar sem að bindindi er unnið. Og lijer er eigi til neins að draga hlutinö, sem í eðli hans sjálfs, vegna reynslu og þjóð- menningar, hygginda og mannkærleika, bróð- ernis og föðurlandsástar, er raunar sjálfsagð- ur, liggur beint við. Slíkur fjelagsskapur er líka kominn á góðan rekspöl bæði á Aust- fjörðum og í Norðurlandi; auðvitað vantar hann enn fullan þroska, þar sem G. T. sam- limunin er fyrir löngu fullmynduð og það þegar löngu áður en hún tók hjer land. f>ví stærri sem samiimanir verða, því öflugri full- trúafundir og þar af leiðandi meira unnið. Svo kemur nú sameining sameininganna og fulltrúar fulltrúanna. Er þessi gangur bind- indisins, út úr þjóðlífinu sjálfu upp á við og vítt á dreif til hins aimenna og meira, svo alveg samræmislegur eða samtegunda (analog) við starfahætti og sigursæld hinna beztu um- bóta og framfaramála. Er þessi sameining sameininganna, þetta fjelag fjeiaganna, þessi samdráttur beztu krapta í eitt, þessi sam- deplun alls einangurs í eitt á frjálsan og þjóð- legan hátt (demokratiskan eigi monarchiskan). — pantur þess, að iandsbindindinu skilar nú vel áfram, þegar nú líka G. T. vinna vel, og verður mikið ágengt. En þrátt fyrir dugnað þeirra, fullþroskaða samlimun, marg- í'alt meiri peningaráð og »pressu«-ráð, hygg jeg, sem síðar skal minnst á, að G. T. sje eigi fleiri í iandinu, en í hinum fjelögunum til samans, og, eptir þeim horfum, sem nú eru á viðgangi fjelaga-samlimananna, þá er vonanda, að þær þori. og það undir eins í sumar, að fara að líta upp á fjárveitingar- valdið, því hingað til hafa hvorki einangurs- fjelög nje óharðnaðar samlimanir þorað að líta liátt, enda iitla eptirtekt vakið móts við G. Templara. Hinn sarr.einaði norski og alþjóðlegi út- lendi G. T. fjelagsskapur varð hjer faðir G. T. starfans á Tslandi, en móðirin var innlend, innlend starfsemi, móðirin hefir alla tíð verið íslenzk, er og verður, enda hafa eigi svo fáar stúkur myndast að nokkru leyti eða öllu upp úr fjelögunum; en þetta sje jeg eigi þurfi að vera lengur, síztþegar móðurfjelaga- samtökunum er að fara svo einkar álitlega fram. »Seggir nýtir setja merkið hátt«. Sú grundvallarfræði, [iað sem bindindi snertir, er oldri hjer á landi en G, T. reglan er hjer, og hún rikir og getur ríkt með fullum krapti í bind.fjelögunum eins og í G. T. stúkunum. Sama er »prógrammið« fyrir aliar bindindis- tilraunir: Útrýmingin. Og jeg ætla, að það gangi nú svona upp ogofan hjá báðum flokkum, bæði með kristindóminn sjálfan og líka með það, hve rækilega menn eru gagn- sýrðir af þessari höfuðtrúarjátningu bindind- isins: »Jeg starfa í lifandi trú útrýmingar- hugsjónarinnar, jeg veit að það tekst fyrir krapt bindindisstarfseminnar, að útrýma á- fengi sem drykk«. Útlendu samlimanirnar, fleiri en G. T., eru vel heima í grundvallarlærdómi b.isins; það væri þá undarlegt, ef íslenzk samlimun, þótt eigi væri G. T., gæti eigi verið eins skilningsgóð. íslenzka þjóðin hefir að tiltölu eins góðan skilning og náttúrugáfur, eins og aðrar þjóðir, þótt hún sje snauð, fámenn og búi strjált. Af útrýmingarlærdómi og út- rýmingarstarfa leiðir svo, sem eðlisnauðsyn, með tímanum, eyðing allrar áfengisverslunar. Slíkt liggur jafnt í öllum bindindisstarfa. |>að sem æfilanga bindindisheitið snertir, þá veit jeg, að eigi svo fá bindindisfjelög .— þau taka þetta hvert eptir öðru — hafa tek- ið að sjer, að fá lífstíðarbindindismenn úr skauti sínu, og er það viturlegra, að láta þeim smáfjölga, heldur en að byrja með hvern einn, að heimta af honum æfilangt bindindi þá þegar við inntökuna. Prófið yður, og drekk- ið svo af hinum heilnæmasta andlega drykk lífstíðarbindindisins, En hvernig hafa ótal margir G. T. metið sitt æfilanga bind.heit? I>á er hærra gjald Iijá G. T. Frá lmg- sjónarlegu sjónarmiði er þettá ágætlega liugs- að; en sje gjaldið svona hátt, eins og G. T. vilja hafa það, þá er jeg viss um, að færri fást til, að ganga inn víða. f>að vita fje- lagsstjórar hjer á landi, hve ervitt veitir opt að fá út hin litlu gjöldin lijá fjelagsmönnum, og það má staðhæfa það, að fjelagsstjórar hafa orðið, stundum að minnsta kosti, að láta undan. Samt má eigi kalla þessa fjár- spurningu prófstein bind. ástarinnar og jeg hefi enga ástæðu til að álíta, að nokkurt b.- fjelaghafi dáið affjeleysi. Nei — prófsteinn- inn er drengskapurinn sjálfur, góður og ein- lægur vilji að gera gagn, fjelagslyndi beztu tegundar, skynsemi í sambandi við siðgæðis- hugsun, alvarleg athugun með siðferðisfestu. Má það eigi líka athugast, að G. T. hjer, eigi fjelögin, eru skattskyldir æðra bindindis- valdi útlendu? Fundarsköp, dagskrá og bókafærslu má öldungis eins hafa í lagi hjá fjelögunum sem stúkunum; í því efni getur hvert íjelagið leiðbeint öðru, eða borið sig saman við ann- að. Hjer bendi jeg enn til útlanda. Stjórnarhættir G. T. eru að vísu óneit- anlega góðir; sarnt virðast jieir nokkuð ein- veldislegir fyrir nútímann, og þegar litið er á bindindissögu einstakra landa, þá er sízt sjá- anlegt, að þeir hafi gefizt betur en stjórnar- liættir hinna samlimananna. En hjer á landi er von, að G. T. standi langt um betur að vígi en hinn fjelagsskapurinn, meðan liann er í barndómi, og menn hingað til hafa sjeö svo dræmt hið sanua, skynsamlega, sann- þjóðernislega, fijálslega og þess vegna og hið praktiskara og eðlilegra í fjelagasamlimuninni. f>,ið er satt, að stúknastraumar ganga nú út frá Keykjavík, eins og aðrir straumar vors andlega lífs, svo sem lætur að líkindum; en móðurst.raumar bindindisins (jeg tala lijer eigi um straumana frá 1843 — 1.853) runnu i eigi út frá Keykjavík, það var öðru nær. j I>cir komu úr austrinu og norðrinu; þeiv höfðu þar safnað krapti. Seínast og bezt fluttist bind. frá Akureyri til höfuðstaðarins, frá Isafold nr. 1, sem steypt hafði verið upp úr einu móðurfjelaginu. J>essi umsteypa var raunar í sjálfu sjer eptir mínu ráði til þess, að reglan kæmist inn í landíð; það hugsaði jeg þá eigi, að slík ummyndun, jiótt hún væri hægðarleikur, ætti að verða almenn regla, Mjer v'ar boðið uppá það sumarið 1883, að láta fyrstu stúkuna stofnast hjer í rnínu bvggð- arlagi, en það beit öndverðlega á mig, að stúkur væri óhentugri í sveit, þótt mjer væri það eigi eins Ijósfc eins og nú. þ>að er ekkert praktiskt að hafa barna- stúkur í sveit, miklu betra að börnin venjist í fjelögunum sjálfum með hinum fullorðnu, undir eins og þeim er vel treystandi að vita, hverju þau lofa, Fjelagasamlimanir eru í nppvexti og á framfaraskeiði, skipun þeirra og starfahættír eru eigi fullmyndaðir; fyrir það er eigi rjett, að prjedika þessa mannrænulegu fyrirtekt %ið- ur, heldur lofa henni að vera í friði, og sjá, hvað setur. f>að er ennþá nóg pláss fyrir G. T., þótt þeir skipti sjer eigi af þessum tilraunum. f>að er annað að kraptar dreifist5 og annað að þeir haldi tvískiptingu sinni, til að neyta sín betur. Slíkur tvídeildur starfii vekur einmitt bræðralag og sameinar báða flokka í hinni einu rjettu hugsjón, í sama markmiði, í því að setja merkið hátt; þetta er kraptæfing. Sem stendur, starfa tvær heildir betur en ein, því vonandi er, að báð- ar verði lifandi heildir, og háðar eru mátu- legar til að erviða fyrir föðnrlandið, og sje jeg, fyrir mitt levti, eigi meiri ástæðu fyrir bindindisfjelögin, að breytast í stúkur, heldur en fyrir stúkurnar að breytast í bind.fjelög. Og að annar gleypi hinn, það kalla jeg eigi »að taka höndum saman«. Að taka höndum saman, gerir ráð fyrir (d. forudsætter), að báðir sje nokkuð að manni. Um samlimanastarfsemi hins íslenzka bindindis hefi jeg verið langorður, hreði vegna þess, sem sagt hefir verið í sumum íslenzk- um blöðum, og af því, að þetta mál stendnr í beinu sambandi við viðhald hinna einstöku bind. fjelaga, eins og við landsbindindið í heild sinni. En samt er jeg eigi búinn að tala út um þetta viðhald. Einhver vitur maður hefir sagt: »[>aö, sem maðurinn getur gert, Jiað geta og mennirnir«; það scm hægt er á eiuum stað, það er það líka á öðrum. Bind. fjelög vor hafa að vísu orðið skammlíf fyrir hand- vömm, trúleysi, kærleiksleysi, prógrammsleysi, leti manna eða eitthvað því um líkt; en sum hafa aptur orðið tvítug og lifa enn, sum eru á tvítugsaldri, flest ætla jeg sje nú á fyrsta áratugnum. þ>að sem viðheldur fjelögunum, auk kærleikans og annara kristilegra dyggða, það er sjer í lagi reglulegir fundir, sem ræki- lega er boðað til, fundir með skipulegri dag- skrá, er liafi framhaldandi tölu aðgreindra efna, sem bindindinu viðkoma, en eigi öðru,

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.