Stefnir - 24.03.1900, Side 1

Stefnir - 24.03.1900, Side 1
Verð á 24 örkum cr 2 kr., erlentíis '2 kr. 50 au. Borgist fyrir 1. ágúat. Uppsögn ógild, nema komin sje til út- gefanda 1. október. STEFNIR. r Attundi árgangur. Auglýsingar kosta eina krónu hver Jntmlungur dálks á fyrstu síðu, ann- ars staðar í biaðinu 75 aura. Smá- auglýsingar borgist fyrirfram. 6. 1)1 að. AKUREYRÍ, 24. mnrz. 1900. Ár 1900 hinn 11. marz var kjósenda- fundur fyrir Suður- og Norður-þingeyjarsýslu haldinn að Húsavík samkvætnt fundarboði nokkurra kjósenda dagsettu 2. f. m. Á fund- 'inum vóru mættir nál. 50 kjósendur og marg- ir aðrir hjeraðsbúar sem áheyrendur. Fundinn setti Steingrímur Jónsson sýslu- maður, og gekkst hann fyrir kosningu fund- arstjóra; var Sigurður Jónsson í Yztafelli kosinn, en skrifarar voru Benedikt Jónsson á Auðnum og Bjarni Bjarnason á Húsavík. Fundarstjóri lagði fram dagskrá og tók fram, að fundurinn væri sjerstaklega boðaður til .þess, að vekja hjeraðsmenn til áhuga og athugunar á þeim áhuga- og framfaramálum þjóðarinnar, sem aðailega munu koma til á- lita og verða til greina tekin við væntanlegar þingke-sningar á þessu ári. Ljet hann í ljós, að stjörnarskrármálið eðlilega yrði að sitja í fyrirrúmi, enda væri fyrst á dagskrá. Voru Jiví næst umræðurnar hafnar og 1. Stjórnarskrármálið tekið til umræðu. Eptir mjög ítarlegar og gagngerðar umræður kom fram svo lótandi tillaga til fundarálykt- unar: nFundurinn lýsir yfir því, að það er hans eindreginn vilji, að alþingi framvegis haldi staðfastlega fram sjálfstjórnarkröfum þjóð- arinnar á grundvelli hinnar endurskoðuðu stjórnarskrár (1886 og ’94) og að þegar á næsta þingi, eða svo fljótt sem unnt er, verði samið frumvarp til stjórnskipunarlaga, :sem tryggi þjóðinni fyllilega þessi megin- atriði; a. að sjermál íslands verði ekki borin upp í ríkisráði Dana. b. að hin æðsta stjórn sjermála fslands sje búsett í landinu sjálfu og verði krafin ábyrgðar á sjerhverri stjórnarathöfn fyrir afenlendum dómstóli, er jafnframt sje skipaður með lögum. Enn fremur iýsir fundurinn yfir því ein- dregtiu áliti sínu, að þessi stefna eigi að ráAa úrsiitum næstu kosninga til alþingis þannig, að þeir einir sje kosnir, er öruggir vilja fylgja henni. Skorar fundurinn á alia íslendinga að fylgja málinu á þennan hátt fram til sigurs.« pessi tillaga var samþykkt með 41 atkv. gegn 1 atkvæði. Nokkrir fundarmenn voru ekki viðstaddir. 2. Kotn fram svo látandi tillaga til fund- aryfirlýsingar, sem var borin undir atkvæði: «Fundurinn álítur, að hið núverandi stjórnarástand sje óþolandi, og að frum- varp það, sem borið var upp á næstliðnu þingi, sje betra en ekkert í bráðina.« þessi tillaga var felld með 40 atkvæðum gegn tveimur. 3. Samþykkt með þorra atkvæða þessi á- lyktun: »Fundurinn skorar á þá hjeraðs- menn, sem eru sammála yfirlýsingu fundar- ins í stjórnarbótarmálinu og hafa kunnugleika í öðrum hjeröðum landsins, að vinna að því eptir megni, að þau verði sem bezt samtaka þessu hjeraði við kosningar þær, er í hönd fara.« 4. Samþ. með þorra atkv. þessi yfirlýsing: »Fundurinn lýsir sorg og gremju yfir því þolleysi og trúleysi á góðum málstað, sem virðist fara vaxandi á alþingi hin síðari ár, og lýsir sjer í afslætti og und- anhaldi ekki einungis í stjórnarbótarmál- inu heldur og öðrum málum, sem mætt hafamótspyrnu Stjórnarinnar í Danmörku« 5. Var bankamálið tekið til meðferðar, og eptir allmiklar umræður samþykkt þessi yfirlýsing: »Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir því, að síðasta alþingi tók bankamál landsins til eins rækilegrar meðferðar og það gerði, en telur heppilegast að hlutafjelagsbanka frumvarpi síðasta þings sje eigi hreift fyr en sjeð verður, hvernig lögin um veðdeildina og seðlaaukningu landsbank- ans reynist í framkvæmdinni.« Sökum þess, að dagur var að kvöldi kominn, varð að slíta fundi, þótt fleiri mál væru á dagskrá. Fundargjörðin upplesin og samþykkt og jafnframt samþ. að birta hana í blöðunum. Fundi slitið. Sigurður Jónsson. Benedikt Jónsson. Bjarni Bjarnason. ISoltlviir orð um gjöld til prests og kirkju. (Eptir bónda) II. |>á var í sumar rætt annað frumv. um laun presta, en sem fellt var á þinginu að þessu sinni. Eptir frumv. þessu átti að af- nema tíundir til prests, lambsfóður, dags- verk og ofiur. Tekjur þessar áttu prestar að fá endurgoldnar úr landssjóði, og er ætl- að að nemi rúmum 65 þús. krónum, og er í frumvarpinu ákveðið, hvað hverju brauði á að leggja. Einnig er ákveðin borgun fyr- ir aukaverk, og er það: fyrir skírn 3 kr., en sje skírt í kirkju við messugjörð, ekki neitt, fyrir fermingu 8 kr., fyrir hjóuavígslu 6 kr., fyrir líksöng 3 kr,, og að auki borg- un fyrir ra:ður. Nokkrir þingmenn voru á því, að prestar fengju allar sínar föstu tekjur úr landssjóð, sem er um 170 þús. kr. en hann fengi aptur allar kirkjujarðir, ítök og hlunnindi, en prestar hefðu að eins prestsetrin sjálf eptir. Hvað st.efnu þessa frumv. snertir, þá er það mín skoðun, að hún liggi í rjetta átt, að því er þessa 4 fyrstnefndu prests- gjaldaliði snertir, því það eru gjöld, sem koma mjög ranglátt niður á gjaldendum, eins og áður er á vikið. — En er nú lands- sjóður fær um að taka þessa útborgun að sjer, án þess að fá nokkuð í staðinn? spurðu þingmenn hverjir aðra, og þannig veit jeg að margir spyrja. |>ví verður ekki neitað, að hannhefiropt velt þyngra hlassi, opt borgað út eins háar upphæðir, eins og þessi 65 þús. kr., án þess að fá nokkuð í staðinn, en allt fyrir það álít jeg ekki rjett að ganga svo í skrokk á honum. Eins og nefnd sú, er kosin var íþetta mál á þingi í sumar, stakk upp á, er jeg á sama máli, að hið eina tiltækilega sje, að leggja toll á einhverjar vörutegundir, til þess að landssjóður fái þennan fjármissi bættan. En þá er þrautin þyngst, að á- kveða, hvaða vörutegundir eigi að verða fyrir þvi. Mjer kemur þá fyrst til hugar. að rjett væri að leggja toll á aðfluttar ósút- aðar húðir, sem ætti helzt að banua með lögum að flytja til landsins, en sem eigi fjekkst framgengt í sumar. |>að er að vísu- eigi gott að vita með vissu, hve mikið er flutt af þeim til landsins á ári hverju, því í landshagsskýrslum er allt leður saman, bæði sútað og ósútað, en þingmenn gizkuðu á, að það myndi nema 40—50 þús. kr. virði, og þykir tnjer það allsennilegt. Pundið muu vera selt nálægt einni krónu til jafn- aðar, og verða þá jafnmörg pund og krón- ur, eða 40—50 þús. pd. Hve hár tollur ætti að leggjast á hvert pund, geta verið skiptar skoðanir um, en fyrir mitt leyti vil jeg hafa hann töluvert háan, ef ske kynni að minna yrði flutt og keypt af pessari ó- heilla vöru. Jeg vil því leggja til, að toll- ur á hvert pund yrði 40—50 aurar; kæmu þar þá fullar 20 þús. króna. önnur vörutegund, sem jeg hygg að eigi væri úr vegi að tolla, eru aðfluttir ullar- dúkar, eða það sem í landshagsskýrslunum gengur undir nafninu ..klæði og annar ull- arvefnaður11. Arið 1897 hefir það hlaupið 192,144 kr. Ef hin fyrir hugaða ullarverk- smiðja kemst á fót, lijer á landi, mun eigi veita af, að trvggja henni nægilega aðsókn, og eins að hún geti komið út dúkum sínum ef hún hefir þá aflögu. J>að mun því ekki verða neitt, sem tryggir henni betur atvinnu og arð, heldur en það, að legg.ja toll á útl. dúka. — Hvað mikið fje fengist með því, að tolla þá. vil jeg eigi gizka á, en fnllar líkur eru til, að landssjóður fengi nægil.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.