Stefnir - 30.12.1900, Side 2

Stefnir - 30.12.1900, Side 2
92 til að eyða sveppura, og til að þurka upp blautan við í iiúsum, enn fremur gott að verja l'úa. |>að má og blanrlast litum, ef vill. það er lyktarlaust efni, en útrým- ir vondri lykt úr því, sem það er borið á. E. J. Skjíilafölsiim. Viðburðir á sparisjóðsskrifstofu. Skjala- fölsun er mjög fátíð hjer á landi. og þar af leiðir, að menn eru almennt. nijög ótortryggn- ir viðvíkjandi skriflegurn skjölum og skuld- bindingum. J>að eina dæmi, sem á síðari árum hefir í þessu tilliti vakið allmikla ept- irtekt, var þegar sunnlenzki maðurinn um árið sveik út úr landsbankanum nokkur hndr. krónur undir fölsku nafni og upp á fölsuð skjöl. J>etta vakti nokkra tortryggni hjá ýmsum peningastofnunum í landinu, þannig að þær fóru að neita að taka á- bvrgðarskjöl gild, nema því að eins, að á- byrgðarmennirnir undirrituðu þau í viður- vist sýslumanns, eða á afgreiðslustofum stofn- ananna. En sjaldan er ein báran stök, því að á laugardaginn þ. 24. f. m. fjekk maður (100 kr. lán úr sparisjóð Noiðuramtsins á Akureyri út á skjöl er hann hafði falsað. Muður sá, er þetta gjörði, lieitir Jóh. Jó- luuinesson skipstjóri á Sauðárkrók, og er æt|aður úr Eljótum. Hann kom nefndan dag til formanns sparisjóðsins með orð og umboð frá góðum bónda í Skagafirði, jpor- steini Hannessyni að nafni, sera formaður sjóðsins þekkti, og sagðist eiga að biðjaum peningalán fyrir hann, og undirrita þar að lútaudi skuldabrjef, væri hann beint send- ur af lánbeiðanda til þessa, enda ætlaði hann að nota peningana til þess að panta trjávið fyrir til húsabyggingar. Lánið sagð- ist hann eiga að fá upp á ábyrgð tveggja þekktra bænda í Skagafirði. sýndi hann ábyrgðarskjal frá þeim þessu til sönnuuar undirritað aftveimur vitundarvottum. Einn- ig sýndi hann umboð sitt frá jþorsteini til að undirrita veðskuldabrjef fyrir láninu, og 1 i 1 þess að taka á móti peningunum. J>essi skjöl voru þannig úr garði gjörð, að stjórn sjóðsins hafði ekkert út á þau að setja frekar en önnur skjöl, er áður hafði verið lánað út á, enda voru nöfnin undir skjöl- um þessum að því er virtist vera rituð með fimm óbkum ritböndum. Jóhannes var því afgreiddur framangreindan dag, og fjekk liann G00 kr. lán út á skjiilin, án þess að þau vektu nokkra tortryggni hjá stjórn sjúðsins. Faísið kemsi upp af tilviljun J>að þykir enginn eptirtektaverður viðburður, þó að maður komi inn á skrifstofu einhverrar lán- stoíúunar, og fái þar 600, kr. lán. þrí þegar einu sinni er búið að afgreiða lánið og færa það inn í bækurnar, eru skjölin venjuiega lögð á hylluua, og er það mál þannig klárt, enda fá .'tarfsmennirnir ný peniirgaviðskipti að hugsa um og afgreiða, og þannig var það í þetta sinn. Hin fram- annefndu skjöl voru læst inn ; skáj) og hefðu uflaust ferigið að hvíla sig þar, þar til vext- ir áttu að greiðast af láninu, eða að láninu hefði vcrið sagt upp fyrir vatiskil eða af öðrum ástæðum, ef sjerstölc tilviljun liefði eigi orðið til þess,að rnál þetta komst í al- varlega hreifingu. |>egar Jóbannes kom að vestan úr Skagafirði, varð hann sam- ferða manni úr Blönduhlíðinni, Pjetri að nafni, og höfðu þeir talað um það, að verða samferða vestur aptur frá Akureyri, er þeir hefðu lokið erindum sínum, en erindi sitt kvað Jóhannes vera að útvega sjer skip næsta vor á Evjafirði. 8vo vildi til, að þegar Jóhannes var inni á skrifstofu sparisjóðsins og verið var að útbúa veðbrjefið fyrir láninu, að Pjetur kemur í dyrnar, og spyr eptir Jó- hannesi, og er honum sagt að hann sje þar inni, en um leið er hann beðinn að koraa inn og skrifa sem votturundir skuldabrjef- ið, og þetta gjörir hann, og þannig verður hann þess vís, að Jóhannes er að taka lán fyrir áðurnefndan J>orstein. Jafnvel þó að sex hundrað kr. lán þyki eklii mikill við- burður þur, sem slíkt keinur opt fyrir, þá getur þó einstöku sveitamanni fundizt svo mikil lánsupphæð eptirtektaverður viðburð- nr, sem í frásögur sje færandi, ekki sízt, hafi liann verið vottur við lántökuna, enda var Pjetur þessi, sem betur fór, engin uud- antc>kning frá þeirri reglu, því ekki var hanu fyr kominn yestur. eri hann gat þess í fleiri nutnna áheyrn, að J>orsteinn bóndi Hannesson á Hjaltastað, ætlaði sjer ekki að verða alveg peningalaus í vetur, því að hann hefði sjálfur verið viðstaddur á Ak- ureyri, að Jóbannes Jóhannesson skipstjóri frá Sauðárkrók hefði tekið fyrir hann 600 kr. lán úrsparisjóði Norðurarntsins. Einn af þeiin, er viðstaddur var, er Pjet- ur sagði frá þessu, var Sigurðtir Sigurðsson hóndi á Víðivöllum, sem er greindur mað- ur og gætinn, og þekkti hann J>orstein bónda Hannesson þannig, að honum kom nokkuð undarlega fyrir þussi lántaka hans, bæði af því, að hann þóttist vita, að J>or- steinn mundi ekki þurfa hennar við, og i öðru lagi af því, að hann mundi n iumast hafa trúa.ð Jóhannesi fyrir því að taka lán- ið fyrir sína hönd. Hann bregður sjer því til jaorsteins og spyr hann um, hver hæfa sje fyrir þessari lántöku frá hans hálfu, en J>orsteinn neitar bæði því, að hafa gefið Jóhannesi nokkurt umbol til lántökunnar, og einnig því, að sjer hafi dottið í hug að tiika lánið. J>aðan heldur Sigurður á Sauðárkrók, og skýrir sýslurnauni Eggert Briem frá málavöxturn, og sjer hann strax, að hjer muni vera svilc í tufli, og fær Sigurð til þess að fara tii Akureyrar og skýra for- manni sparisjóðsins frá, að Jóhannes muni hafa fengið lánið út á fölsuð skjöl, og að hann muni hafa í hyggju að strjúka með peningana, enda liafi hann ekki vestur farið. Sakamaðurinn tekinn. Sigurður kom til Akuri'yrar með orðsemling sýslumanns að kvöldi 2. þ. m. Var mönuum þá fyrst fyrir að ímynda sjer að Jóhannes mundi hafa strokið með öðru af þeim tveim skip- um „Vaagen“ eða „Nordkyn11, er hjer lágu ferðbúin á höfninni um það leyti, sem Jó- hannes var hjer, eða í öðru lagi reynt að strjúka til Seyðisfjarðar þangað, sem skip- in retluðu að koma ognáþeim þar. Ept- ir að grennslast hafði Verið um þetta hjá mönnum þeim, er síðast höfðu haft með skipin að gjöra, áður þau fóru hjeðan, varð sú skoðun ofan á, að Jóhannes ekki mundi hafa farið raeð nefndum skipnm hjeðan, heldur ætluði að reyna að náí þau á Aust- fjörðum. Vor þá samkvæmt ráðstöfan yfirvald- anna sendur maður strax þ. 3. þ. m. með lýsingu af .Tóhannesi til Seyðisfjarðar. j>eg- ar sendimaður kom í Kross í Ljósavatns- skarði, frjetti hann, að Jóhannes hefði ver- ið þar nóttina milli 29.—30. f. m. Eær hann þvi mann til Húsavíkur með lýsingu af Jóhannesi og brjef til sýslumanns inni- haldandi upplýsingar um niálið, en sjálfnr fór hann sem leið lá til Seyðisfjarðar, Maður sá, er sendur var til Húsavíkur, hitti svo á þar, að sýfiumaður J>ingeyinga var ekki heiina, en Bjarni sölustjóri Pjarn- arson tók sig fram mn að opna brjefið og sendi mann samstundis út áTjörnes, enþar hafði Jóhannes gist nóttina á undan. Síð- an hefir frjettst, að sendimuður þessi hafi náð Jóhannesi í Sandfellshaga í Axarfirði aðfaranótt hins 6. þ. m., þar sein hann var nætursakir, og var hann þar tekinn fastur og falinn hreppstjóra Birni Jónssyni, sem þar býr, til geymslu. Afleiðingarnar af þessu falsi rerða fyrst osj fremst þær, að maðurinn fær sína hegn- ingu, og að það opinbera fær að borga all- an kostnnðinn við það og málið, því Jö- hunnes þessi mun vera öreigi. Enn frem- ur kann sparisjóður Norðuramtsins að verða fyrir einhverjum lítilsháttar fjemissi. En áhrifamesta afleiðingin mun koma fram gagnvart almenningi, sem koma mun í Ijós í vaxandi tortryggni í öllum peninga við- skiptum, bæði formanna þeirrar stoínunar, sem nú varð fyrir falsinu, sem og annara lánveitenda. Stjórnendur sparisjóðs Norð- uramtsins hafa þessi þrjú ár síðan sjóður sá var stofnaður, þótt koma rajög liðlega og frjálsmannlega fram gagnvart almeuningi, enda hefir hann þetta líðandi ár, haft mikla veltu, þegar miðað er við allar ástæður hjer. Hann hefir reynst mörgum sannur bjargvættur með peninga, einmitt þessi ár- in, þegar sem fiest sund voru lokuð rneð allar peninga lánveitingar. Yíxillán sjóðs þessa eru mikil svo og íasteignarveðíán, sjálfskuldarábyrgðarlán hefir minnst verið átt við. Engan þarf nú að undra, þótt öllu meiri varasemi kunni að verða en áður með víxillán og sjálfskuldar, sem og vottorð við- víkjandi fasteignnm. Óþægindin fyrir al- þýðu munu fijótt koma í ljós, ef þesssu* skjalafalsanir stórum auka tortryggni þeirra, er peninga lána; því það hlýtur að valda eigi litlum ómökum og kostnaði, ef allt þarf að fara að votta og virða með yfir- vald istaðfestiugum. Og er það spursmál fyrir vinsæla lánstofnun, hvort eigi sje betra

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.