Stefnir - 27.03.1901, Side 2

Stefnir - 27.03.1901, Side 2
30 góðs af, sera margfaldað beíir hinar líkam- J legu kröfur og áreynslu úr hófi, en svæft hinar siðlegu i algleymiugi og skarkala ,,raateriells“ annrikis, og villt mörgura mæt- um raanni sjónir svo, að hann heldur að pessi stefna sje aðalstefna brautarinnar, að iiúu liggi niður á við í efnalega hringiðu og óskepi, par sera allir siðlegir neistar hljóti að kulna og deyja; að öll menning, sem ekki verði metin í krónum, sje gagnslaus og árangurslaus; að auður sje hið eina eptirsóknarverða, hvuð sera hann kostar.og hvernig sem bann notast, og pó að hann verði að hinu versta prældómsoki, eins og raun er á orðin, pegar hinar siðlegu kröfur njóta ekki jafnrjettis, proskast ekki tiltölu- lega. I augum peirra manna, sem pannig líta á lífið, verða auðvitað allar siðlegar hug- sjónir og kröfur, hvort sem pær nefnast einstaklingsrjettur, jafnrjetti, pjóðernisrjett- ur eða annað enn háleitara, að tómum hje- góma, árangurslausu hugarsveimi eða „eyði- merkurhyllingum". En pessar hugsjónir eru nú einu sinni til orðnar. Sjálft frampróunarlögmálið hef- ir kveykt pær og ghett í sálum mannanna. Krafan er rituð par með óafmáanlegu letri; hún er rituð par með „guðs fingri“. Hún er guðleg. — Hver vill svo neita henni ? Og hvert hefir hið andlega og siðlega starf mannanna frá upphafi verið? Er pað ekki einmitt ein mikilfengleg tilraun til pess, að ráða pað „mene tekel“, sem „guðs fingur“ hefir ritað á fortjald hins ópekkta ? Auðvitað hafa menn ráðið letrið á marga vegu, og opt undarlega, en inenn nálgastæ hina rjettu ráðningu, stafa sig fram úr fieiri og fieiri orðum, og pað er trú mín, byggð á reynslu liðinna alda, að á ókomnum öld- um múni mönnum auðnast að lesa í pessari „opinberunarbók“ marga pá lrerdóma til í'ullkoranunar og farsældar, sem merin nú ekki dreymir um, pvi „lýgi ei ritar drott- ins hönd“. — Og hvað sýnir sagan oss, ekki saga konunga og stjórnenda, heldur mann- kynssagan? Sýriir hún ekki, að í livert skipti sem hugsjónamennirnir, spámenn pjóðanna, hafa stafað sig fram úr áður ó- lesnu atkvæði, pá hefir aldrei vantað pá menn, er tilraun gerðu til pess, að fiytja pá hugsión út í lífið. En af pví að mestur lilutinn er ólesiun enn pá, en vjer að eins byrjaðir að stauta, pá hættir oss svo til, að slíta hin rjettu sambönd, leggja of mikla áherzlu á einstök orð og atkvæði, enda verð- um vjer að prófa oss áfram stig fyrir stig. Eu 1 hverju nýju orði, sem vjer fáum lesið, er fólginn dómur iiiris umliðna og bending til hins ókomna, annars er ekki rjett lesið. Nítjánda öldin hefir nú öll gengið til pess, að prófa í framkvæmd eina einustu úrlausn, og hún hefir reynst einhliða og ó- nóg. í byrjun aldarinnar hafði siðmenn- ingin stafað sig fram úr orðinu: „jafnrjetti" og skilið hugsjón pess; og strax var tekið til starfa, að finua úrlausnina. Og úrlausn- in varð: „einstaklings frelsi'1 og „óbundin samkeppni". J>essa úrlausn hefir nú ní- tjánda öldin reynt til prautai', en ekki náð tilganginum. Mjög mikið hefir samt á unn- ist, en ávinningurinn er einhliða. Hin ó- bundna samkeppni hefir knúð fram stór- kostlegan auð, prekvirki og uppgötvanir. En hinn siðlegi tilgangur, sjálft jaínrjettið. hefir ekki náðst. Hin siðlega framför hefir lítil orðið í s a m a n b u r ð i v i ð h i n a, pótt hið ytra hafi fágast. En hvaða sönnun er pað fyrir pví, að úrlausnin sje ekki til, og verði ekki fundin? Hvað sannar pað, pótt með pessu eina litla fótmáli hafi ekki unn- ist allt liið eptiræskta? Kröfunni er framfylgt með sívaxandi krapti, og hver get- ur sagt nú, hvaða úrlausnir *20. öldin geym- ir í skauti sínu. Hún kemst ekki hjá pví, að veita hinum siðlegu kröfum meira at- hygli en 19. öldin hefir gert, ef henni á að auðnast að bjarga menningu kúltúrpjóðanna frá sömu forlögum, sem afmáðu fornu menn- ingarpjóðirnar. þetta mun fiestum framsýn- um mönnum orðið Ijóst nú um aldamótin, og um ekkert er nú meira rætt og ritað um heim allan af öllum siðlega hugsandi mönnum, pótt vjer Islendingar göngum duldir pess, af pví enginn finnur köllun hjá sjer til pess, að skýra pjóð vorri frá pví mikilsvarðandi starfi. ]?eir, sem mest rita og ræða hjá oss, hugsa ekki um annað, en að hrinda oss tafarlaust út í fjárafiamenn- ingu Evrópu-pjóðanna, kitla einhliða auð- æfagræðgiua. En um hitt er minna hugs- að, pótt sá auður, sem í sjálfu sjer er góð- ur og nauðsynlegur, verði að andlegum og líkamlegum böðli pjóðarinnar vegna sið- lauss skipulags eða skipulagsleysis. .Jeg heli nú orðið býsna fjölorður um kenningar pínar um hinn siðlega pátt breytipróunarinnar, og er pó fátt sagt af pví, sem pyrfti að segja um pað efni, svo verið getur, að pú dragir ramskakkar á- lyktanir af pessari örstuttu ádrepu, t. d. pá, að jeg sje mótfallinn öllum verklegum um- bótum, hati allan fjár'áfla og vilji halda öll- um og öllu niðri í amlóða og armingja for- ræðinu. Slíkar hártoganir eru alpekktar. En óvíst er að pú græðir eða viunir frægð á peim útúi-snúningum. Jeg vil pví ráða pjer til, að nota önnur skárri vopn, ef pú ætlar að gera alvöru úr pví, að berjastgegn pví, að siðlegar umbóta-iiugsjónir festi ræt- ur í sálurn landa pinna. Ekki er mjer vel Ijóst, hvernig skilja eigi spurningar pínar um hugsjónir skapar- ans, eða breytipróunina sem hugsjón hans. Mjer hetír aldrei til hugar komið, að jeg hefði pá stiku í höndum, er jeg fengi mælt með hæð og dýpt guðlegra liluta. Eu pað liggur við, að spurningar pínar gefi í skyn, að pá stiku eigir pú í fórum pínum. Hitt er i fullu samræmi við aðrar skoðanir pin- ) ar og ummæli, sem pú hefir slöngvuð út gegn mjer, að pú munir ekki álíta skapar- ann sjerlega „praktiskann“, er hann skuli ekki fyrir löngu hafa framkvæmt allar sín- ar hugsjónir. Nei, stikan piu er of stutt! í mínurn augum er hið guðlega í evo- lutioninui einmitt fólgið í pví, að hún er eilíf og ómælileg hugsjón, í eilífri fram- kvæmd. Annað svar upp á pessar spurn- ingar færð pú ekki hjá mjer að svo stöddu. í nánu sambandi við annau skílning pinn á orðnm roínum í „Stefnis“-brjefinu standa ummæli pín um hin erlendu áhrif á pjóðlíf vort og háttu, og pá hættu, sem af peim geti stafað. J>ú gefur í skyn, að jeg hafi áður ekki álitið neina hættu geta staf- að af erlendum áhrifum, en pú hafir verið langt um hræddari við pau. ]?essi ummæli pín rifja upp fyrir mjer dálitla deilu, sem varð okkar á millum fyrir allmörgum áruin, enda er auðsætt, að orð pín miða til henn- ar, en pau sýna líka, að mjer hefir pá eigi heppnast, að gera pjer skiljanlega skoðun mína. það sem við pá deildum um voru bókmenntir. Eg vildi að við kynntum okkur erlendar bókmenntir eptir megni, og hefðum til pess samtök og fje- lagsskap, pvi hverjum einum er ofætlun að kaupa erlend rit. svo að nokkurt gagn sje að. þessu varst pú að einhverju leyti and- stæður, og ljezt i Ijósi ótta fyrir óhollum áhrifum af lestri útlendra bóka; gæti jeg minnt pig á samlíkingu eina. er pú viðhafð- ir um petta efni. Jeg par á móti var ó- hræddur við pessi áhrif, ef vel væri val- ið úr bókmenntunum. Jeg byggði nefnil. og byggi enn á pvi, að sjálf pekkingin, fróð- leikurinn, visindin sjeu pjóðernislaus alheims eign ; að pekking eða vanpekking sje ekk- ert pjóðeinis mark, en að yfirgripsinikil þekking og par af leiðandi víðsýni sje ein- mitt skilyrði fyrir sannri og rjettri þjóðern- ismeðvitund og þjóðrækni, og mjer kemur ekki til hugar að afneita pessari sannfær- ingu. sem reynslan stöðugt staðtestir. Jeg get lika fullvissað pig um það, að ekkert hefur betur opnnð mín augu fyrir því, hvern dýrgrip vjer eigum i pjóðerni voru og tungu, ekkert hefir vakið mig eins til meðvitund- ar uin pjóðrjett vorn, um afstöðu vora í heiminura sem sjerstakrar pjóðar, og um pá mögulegleika, sem fólgnir eru i landi voru og pjóð, en einmitt pau kynni, sem jeg hefi haft af erlendum bókmenntum. Jeg hygg líka að pað verði ofætlun fyrir mælsku pína og „lógik“ að sanna pað, að bókakaupa- fjelag okkar (O. S. & F.) hafi haft illar afleiðingar, eða spillt hjeraðsbúum. Barnayeibin. í sjötta blaði Stefnis er pess getið, að barnaveiki hafi komið á nokkra bæi hjer, og er petta niðurlag greinarinnar: ,.Má ætla að samgöngubann verði nú fyrirskipað, pví bæjarstjórnin hefir á fundi sínum í gær skorað á læknirinn tafarlaust að fyrirskipa bann, og mælti sýslumaður eindregið með pví, og er engin ástæða til að efa, að læknir verði við pessu, enda mundi neitun víða vekja gremju“. Yið petta vil jeg gjöra þessar athuga- semdir: 1) Að efasamt er. hvort veikin liafi ver- ið á Ytri-Tjörnum, pó mjer pættí vissara að beitt væri samgönguvarúð einnig við pann bæ.

x

Stefnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/146

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.