Stefnir - 06.09.1901, Side 4
88
Trjáviðnr allskonar
er nýkominn með seglskipinu „0 a k“ frá Kristianíu til undirskrifaðs, svo sem:
borð, skifur, plankar, bættingar og söguð trje nf ýmsum stærðura og gildleika, enn fremur:
panel, gólfborð, klæðningsborð, glugga- og hurðarlistar o. fl. Trjáviður pessi er mjög
góður, og langt um betri en vanalega er lluttur bingað, og verð mjög lágt eptirgæðum.
Trjáviðurinn er einungis seldur mót peningum og ef til vill sauðakjöti nú í liaust.
Oddeyri, 27. ágúst 1901.
Til sjóinaiuia og útvegsinanna.
Undirskrifaður tekur að sjer að sauma
ný segl, og gera við og bæta gömul segl.
Sömuleiðis að bæta síldarnet, og fella ný
net, og setja á pau teina og kork o. s. frv.
Hefi jeg margra ára æfingu við pessi störf.
Mig er að hitta í barnaskólakjallaranum.
Akureyri, 19. ágúst 1901.
Knud Hertervig.
Til leign eru 2 herbergi
fyrir einlileypa menn.
J>eir, sem vilja fá herbergi pessi leigð,
snúi sjer til verslunarstj. Joh. Christensens.
MAGAVEIKI.
Jeg hefi langa lengi pjáðst af illkynj-
aðri magaveiki, svo jeg gat vart notið svefns.
Árangurslaust neytti jeg margskonar með-
ala, en nú eptir að hafa í nokkrar vikur
neytt Ivína-lífs-elix'rs frá Valdemar Peter-
sen í Friðrikshöfn, er mjer svo komið, að
jeg get sagt aðjeg hafi fengið fulla heilsu,
Mjer er pví sönn ánægja að mæla með
pessu ágæta meðali til allra peirra, sem
pjúðir eru.
Jóhannes ISveinsson,
Keykjavik.
Kíiiii-lífs-elcxíviim fæst hjá flestum
kaupmönnuin á íslandi.
Til pess að vera viss um, að fá hinn
ekta Kína-lífs-elexir, eru kaupendur beðn-
V. V
ir að líta vel eptir pví, að —~—' standi
á flöskustútnum í grænu lakki, og eins að
á flöskumiðanum sje: Kínverji með glas í
hendi, og tirmanafnið Valdemar Petersen,
Frederikshavn.
Till de Döve. — En rig Damo, som er ble-
vet helbredet for Dövhed og Öresusen ved Hjælp
af Dr. Nicholsons kunstige Trommehinder, har
skanket hans Institut 20.000 Kr.. for at fattige
Döve, som ikke kunne kjöbe disse Trommehinder,
kunne faa dcm uden Betaling. Skrivtil: Iiistitiit
Lm g -otf (luiinersliiiry, London, IV.. Kiiírlnnd.
Fjárkaup.
Undirritaður kaupir i haust sauðfjo á fæti
svo og á blúðvelli með bæsta verði.
J. V. Havsteen.
Cndirskrifaður útvegar
liin yöiiduöustu og liljóin]}ýðustu
orgel.
Einungis þarf að senda helming andvirðisina
fyvirfram, en hitt ekki fyr en við móttöka.
Verölisti með myndum til sýnis.
Akureyri, 4. sept. 1901.
Magnús Einarsson,
__________________ organisti._______
Sparisjöður Mureyrarkaupsíaðar
tekur á nióti innlöguna gegn 4°/^, vöxtum,
lánar peninga gegn veði og ábyrgð.
—o— Afgreiðsla fer fram daglega —o—
Varasjóóur meiraeu kr. 7000.00.
Utgefandi og prentari Björn Jnnsson.
66
— Ofan fyrir klettinn, til að ná bókinni, býst jeg við.
— Einmitt. p»að var fjara um það bil, svo að henni var
lafhægt að komast í kringum kletthöfðann að neðan.
— Hvernig gat hún vitað hvar, lík Carrants lá?
— Hún miðaði það við steindrang, sem stendur í fjör-
unni skammt frá klettunum. Carrant fjell niður í milli
klettsins og drangsins, svo að það var enginn vandi fyrir
hana að finna hann.
— Jæja, hún fór þá þarna ofan fyrir, til að finna líkið.
— Eða öllu heldur til að finna vasabókina. Henni var
heldur í mun að uppskera sjálf ávöxt iðju sinnar. Jeg verð
að játa að það var óvenjulega hugrökk kona, sem þorði að
leggja út í þetta. Levine læddist á eptir henni niður að
skemmtistígnum og meðfram endilöngum klettunum, unz
liann komst á bak við dranginn, þar fal hann sig og að-
gætti hana að evo miklu leyti, sem bann gat myrkursins
vegna. Hún rannsakaði lík Carrants, og þegar hún sá að
liann var danður, fór hún að leita vasabókarinnar. J>rátt
fyrir margítrekaðar tilraunir gaf hún ekki fundið hana, og
hætti hún því algjörlega og hvarf þaðan bnrt í örvænt-
ingu sinni.
— Og aldrei sá hún Levine, meðan hún var að þessu?
— Nei, hann lá kyr í fylgsni sínu á meðan. f>egar hún
var horfin, læddist hann burt frá dranginum og fór sömu-
leiðis að aðgæta líkið. Carrant var steindauður, sagði hann,
því hann hafði hálsbrotnað í byltunni. |>egar hann var
genginn úr skugga um það, fór hann einnig að leita eptir
vasabókinni. Kvennmaðurinn gat ekki fundið hana í myrkr-
inu, en Levine hafði á sjer vaxkertisstúf og eldspítur. Hann
kveikti á því og lýsti að bókinni, enda fann hann hana.
— Hvar var hún?
— Hún hafði skorðast í klettaskoru skammt fyrir ofan
67
líkið, Hún leitaði allt af niðri í fjörunni, en datt aldrei til
hugar að líta upp fyrir sig.
— f>etta er allsennilegt, sagði Dillock; jeg er yfir hðfuð
að tala steinhissa á, að hún skyldi hafa kjark lil atls pessa.
Hún hlýtur að hafa fjandi sterkar taugar. Jæja, en hvers
vegna fór Levine ekki upp í þorpið og vakti upp, þegar
liann var búinn að íinna bókina?
— Af því að bann var hræddur um að verða kærður
fyrir morð. J>að er alls engin furða, þótt hann væri hrædd-
ur um það. |>að er óneitanlega grunsamlegt, að slíkur
garmur hafði í höndum vasabók manns, sem lá örendur
undir fjallháum kletti. Levine hafði víst miðlungi gott orð
á sjer, og þegar hann hefði sagt þessa sögu, var viðbúið,
að enginn hefði trúað honum, og hann því verið tekinn
fastur fyrir morð.
— Já, það er attðvitað eðlilegt, að hann reyndi að kom-
ast hjá klípunni sjálfur, sagði Dillock spekingslega, en ekki
neitaði hann sjer þó um að stela vasabókinni.
— Að vísu gjörði hann það ekki, en Cavrant var dauö-
ur, og hann gat ekki orðið honum að liði. Hefði lífsmark
verið með honum, held jeg að Levine hefði hlaupið eptir
hjálp, svo að Garrant gæti sagt sannleika þessa máls. En
úr því að svona var komið, áleit hann ráðlegast að þegja,
og laumaðist á brott með vasabóldna. þegar hann var
kominn á óhultan stað, opnaði hann hana.
— Hvað fann hann?
— Nokkra gull- og silfurpeninga, eina tíu punda banka-
ávísun og nokkur blöð. |>ar á meðal sendibrjef.
— Sendibrjef?
— Já, brjef frá stúlkunni, sem hitti Carrant hjá klett-
unum. í því var ákveðið, að þau skyldu hittast klukkan
hálf ellefu að kvöldi hins fjórtánda maí.