Framsókn - 01.08.1898, Qupperneq 3

Framsókn - 01.08.1898, Qupperneq 3
NR. 8 F EAMSOKN. 31 JStíð neitaði hann í fyrstu, er hann var heðinn ein- hvers, en endirinn varð ætíð sá, að hann uppfyllti sjerhverja bón er hann var beðinn. — Nú vildi svo til, að á meðal kunningja frænda mins voru tveir skipstjórar, sem háðir voru nýkomnir heim úr siglingum eptir eins árs burtveru. Báðir pessir dánumenn heimsóttu frænda minn sunnudaginn ÍO. október, rjet.tum prem vikum eptir að karlinn hafði kveðið upp hinn dæmalausa úrskurð sinn, sem hakaði mjer svo mikla hrellingu. Að jeg hefði beðið skip- stjórana að koma og lagt ráðin á með peim, grunaði frænda minn sízt af öllu. I hjerumhil hálfan klukkutíma skröfuðum við svona um daginn og veginn, en svo tókst * skipstjórunum og mjer að snúa samtalinu á pessa leið: Prath skipstjóri: „Jeg hefi verið að heiman eitt ár. í dag einmitt rjett ár, sem jeg lifi! Bíðum nú við — jú pað er rjett, í dag er einmitt sá 10. október. Getið pjer ekki munað eptir pví að jeg kom einmitt pennan dag fyrir rjettu ári siðan, til að kveðja yður. J>að er næstum pví skrítin tilviljun, að hann Sclimidt skipstjóri, kunningi okkar, hefur líka verið ár í burtu í dag“. Schmidt skipstjóri: „Já, rjett ár; munið pjer ekki eptir pví að jeg kom hjerna með honum Prath til að kveðja?11 Prændi: „ Jú, pið hafið rjett fyrir ykkur, pað er skrítin tilviljun". Katrín: „Já, faðir minn, Prath skipstjóri sigldi fyrir Cap Horn og Schraidt fyrir Góðrarvonarhöfða“. Prændi: „Bjett er pað. Annar sigldi í austur, en hinn í vestur, og báðir hafa peir farið í kring um hnöttinn“. Katrín: „fað er kyulegt að pað skuli verarjett ár í dag síðan peir sigldu, einmitt pennan sunnudag“. Prath: „Fyrirgefið pjer, ungfrú góð, svona villið pjer ekki sjónir fyrir mjer. Jeg veit að pað er sunnudagur á morgun, pví-------------“. Schmidt (öldungis forviða): „Hvað eruð pið að hugsa? J>að var sunnudagur í gær. Jeg hlýt pó að vita pað!“ Allir: í gær? Hveruig pað? Yður skjátlast!“ Prændi: „I dag er sunnudagur, pað er víst“. Prath: Og pað er sunnudagur á morgun, segi jeg“. Schmidt: „Jeg skil ekki í hvernig pið getið talað svona. J>að var sunnudagur í gær, pað er eins víst og jeg sit hjerna hjá ykkur!“ Katrín (sprettur snögglega á fætur): „Nú skil jeg pað pabbi, pað er vitnisburðurinn á móti pjer, af pví — af pví — pú veizt hvað jeg á við, pað, sem pú sagðir við hann Kobert fyrir prem vikum síðan. Látið pið mig nú segja ykkur hvernig i pessu liggur. Schmidt skipstjóri segir að pað hafi verið sunnudagur í gær, og hvað hann snertir, pá stendur pað heima, hann hefur rjett fyrir sjer! Kobert, pabbi og jeg segjum að pað sje sunnudagur í dag, og pað er rjett hjá okkur Prath skipstjóri segir að pað sje sunnu- dagur á morgun, o? hann hefur líka rjett að mæla. Svo nú geturðu sjeð, pabbi minn, að í petta sinn era. reyndar prír suunudagar í einni viku“. Schmidt (eptir litla pögn:) „Sjáið pjer nú, Pratb„ hefur rjett að mæla. En sú sneypa fyrir okkur gömlu karlana að geta ekki sjeð petta sjálfir. Svona er pví háttað: Jörðin er, einsog við vit-- um öll, 5400 mílur að ummáli, og er hún snýst um\ möndul sinn pá fer hún pessar 5400 mílur á 24 klukku- tímum eða hjerumbil 225 á einni klukkustund. Nir skuluð pið setja sem svo, að jeg sigli frá pessum stað' 225 mílur í austur. J>á hlýt jeg náttúrlega að sjá sólaruppkomuna á undan ykkur, jeg sje hana pá rísa heilli klukkustund áður en pið sjáið ’nana hjer heima.. Ef jeg svo sigli aðrar 225 mílur i sömu átt, pá sje- jeg sólaruppkomuna tveim klukkustundum á undan ykkur, og svona gengur pað koll af kolli pangað til jeg hef siglt 5400 mílur, og er jeg pá 24 klukku- stundum á undan ykkar sólaruppkomu, paðerað sogjar. jeg hef grætt heilan dag fram yfir ykkur. En Prath sem siglir í vesturátt, pokaðist aptur á bak um eina klukkustund við.hverjar 225 mílur sem hann sigldi áfram, svo að hann, pegar hann hafðisiglt í kring um hnöttinn, var orðinti heilum sólarliring á. eptir ykkar stundatali. fannig er pað nú rjett, að hjá mjer var sunnu- dagur í gær, hjá ykkur í dag, af pví pið hafið verið heima á sama blettinum, en Prath kunningi minn fær- hann fyrst á morgun. J>ctfa er blátt áfram og alveg; rjett, pó pað virðist vera ótrúlegt í fljótu bragði“. Prændi: „Já, víst er pað dagsanna! Katrín hefur rjett fyrir sjer, petta var öflugur vitnisburður móti mjer. En jeg er heiðvirður maður og orðluldinu!! Kobert frændi, pú skalt fá Katrínar, og pær 1O0.000* krónur sem hún fær eptir mig; pví nú liefurðu fært rajer heim sanninn um pað, að prir sunnudagar geta verið í einni viku!“ „Frcyja“ hoitir nýtt kvennablað sem byrjaði að koma út í Selkirk í Vesturheimi í vetur. Útgefandi og ritstjóri er Mrs. J. Benedictsson. Blaðið kemur út einusinni á mánuði, er i sama broti og Framsókn, 8 síður inn- heptar hvert númer, og kostar 1 dollar um árið. „Freyja“ hefur scm kjörorð: mannúð og jafn- ijetti. Efst á dagskrá hennar verða framfarir og rjettindi kvenna; tilgangur hennar að fræða oggleðja,. og um leið fyrst og fremst að gefa íslenzkum konum í Vesturheimi tækifæri til að ræða sín áliugamál.. Stefna pessa nýja kvennablaðs er pvi mjög lík stufnui Framsóknar. Útlit er fyrir, að „Preyja“ verði fjölbreytt að efni^

x

Framsókn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.