Framsókn - 01.04.1899, Side 1

Framsókn - 01.04.1899, Side 1
BLAÐ ISLENZKRA KVENNA. V. ár Reykjavik, April. 1899. 4. tbl Þrek og tár, —» «— Hanrv. „Viltu með mér vaka’, cr blómin sofa, vina mín, og ganga suður að tjörn? Þar í laut við lágan eigum kofa, lékum við þar okkur saman börn! ^ þar við gættum fjár um fölvar nætur, — fallegt var þar út við hólinn minn. — — Hvort er sem mér sýnist, að þú grætur?» Seg mér: hví er dapur hugur þinn! Hún\ »Hví eg græt? — O, burt er æskan bjarta, bernsku minnar dáin sérhver rós! — Það er sárt, í sínu unga hjarta, að sjá, hve slokkna öll hin skærstu Ijós! O, hve fegin vildi’ eg verða aptur vorsins barn og hérna leika mér; nú er lamað þrek mitt, þrotinn kraptur, þunga sorg á herðum mér ég ber». Hann: »Hvað þá? — gráta garnla æskudrauma, — gamla drauma, —• bara óra og tál. Láttu þrekið þrífa stýris-tauma, það er hægt að kljúfa Hfsins ál. — Kemur ekki vor að liðnum vetri? Vakna ei nýjar rósir sumar hvert? Voru hinar fyrri fegri, betri? — Felldu ei tár, en glöð og hugrökk vert»l Hún: »Þú átt gott: þú þekkir ekki sárin! þekldr ei né skilur hjartans mál. Þrek er gull; en gull eru lika tárin, guðleg svölun hverri þreyttri sál. , Stundum þeira, er þrekið prýddi’ og kraptur, þögul, höfug féllu tár um kinn. — En sarna rósin sprettur aldrei aptur, þó 'ónnur fegri skreyti veginn þinn!« Guðm. Guðmundsson. Smjörgerð. (Frh.). Það mætti byrja á því að tala um með- ferðina á kúnum, því betur sem farið er með þær, því smjörmeiri og smjörbetri verður mjólkin; en það kemur sjaldan til konunnar kasta. Það fyrsta sem fil kvenfólksins kemur, er að mjólka hreinlega og í hrein ílát. Hér á landi eru tréfötur víðast notaðar til þess að mjólka í, og þarf mikla vandfærni til þess að halda þeim vel hreinum. Séu þær ekki því betur hirtar, sezt mjólkurskóf í laggirnar og önnnur samskeyti og setur súr og óbragð í mjóikina. Það þarf því að minnsta kosti einu sinni í viku að hreinsa öll samskeyti með hníf, sem hreinni rýju er vafið um. Bezt er að þvo öll mjólkurílát úr sjóðandi vat'.i og lauga þau svo úr hreinu köldu vatni, og láta þau þorna úti, þegar því verður komið við. Blikkílát þarf ekki annað en þerra með hreinni rýju. Allar hreinlátar mjalta- konur hafa þann sið að strjúka vandlega júfrið og kviðinn á kúnum, áður en þær fara að mjólka, svo að hey og laust ryk fari ekki í mjólkina; en það er beinlínis nauðsyn- legt að þvo spenana og júfrið áður enn mjólkað er, sé það ó- hreint, og þerra það svo með mjúkri rýju. Hér er víðast siður að berafeiti á spenana, áður en mjólkað er, en aldrri ætti að hafa til þess nema alveg nýja, ósalta feiti, og aldr- ei tólg eða aðra feiti, sem er tuggin fyrst til þess að gcra hana mjúka, og aidrei ættu mjaltakonur að skirpa munnvatni í lófa sinn, til þess að mylkja kýrnar, því að með því getur brjóstveikt fólk, eða veilt á annan hátt, borið sóttnæmisefni í mjólkina, auk þess sem það er æfinlega afarógeðslegt, þó aðmjaltakonan væri allramanna heilsu- bezt. Séu spenarnir ósárir, er allrabezt að venja sig á að mjólka þá alveg þura, en til þess þurfa menn að breyta mjaltalagi frá því sem nú er og kreista um spen- anaofarlega með allri hendinni, ístað þess að togaúr þeim mjólkina, eins og nú gera ftestir. Konur ættu að geta mjólkað svo, að varla sæist mjölt á höndum þeirra. Sé kýrin sárspena, er gott að bera ósalta feiti á spenana, þegar búið er að mjólka. Bezt er að venja kýrnar á að mjólka þær haptlaust, og er það h^ggt við flestar kýr. Mjólkina þarf að setja upp sem aílra fyrst, því eins og allar kor.ur hafa víst tekið eptir, sezt mjólkin því betur, sem hún er minna kólnuð. Mjólkursáld nota flestir nú orðið, en þau ganga fljótt úr sér, og því verður ekki æfinlega komið við að ná þá strax í önnur ný. Það er þvf gott ráð að taka stórgert lérept, draga úr því annan eða þriðja hvern þráð eða færri, eptir því sem léreptið er, og helzt frá báðum hliðum, og binda það svo neðan á sáld- ið með hreinu seglgarni. Svo má leysa það af í hvert sinn, þvo það um leið og mjólkurílatin og hcngja það svo út til þerris. Þar sem kjallarar eru til, er gott að hafa mjóikina í þeim. Sé loptið svo gisið, að hætt sé við að ryk hrynji ofan um það og ofan í mjólkurílátin, er gott að þenja þéttan stiga neðan á loptið, þar sem mjólkurílat- in standa undir, 'og eins má gera innan á búrþök, þar sem torfþak er. Á sumrum ætti að hafa vírnet inn-

x

Framsókn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.