Framsókn - 01.04.1899, Page 3

Framsókn - 01.04.1899, Page 3
þar stundarkorn og verið að skrafa við frú Lamson yngri um niðursuðu a berjum. Frú Pettis var mjög fyrirferðarmikil og nærri kengbeygð af gigt, og gekk alltaf við stóra regnhlíf í staðitin fyrir staf. Hún var sístynjandi yfir því, hve erfitt væri að komast um húsið, en samt var enginn í nagrenninu eins opt á ferð- inni eins og hún. Hún sagðist verða að reyna að rétta ögn úr sér, þegar hún væri búin að standa svona hálf- bogin við eldhúsverkin hálfan daginn. Frú Lamson leit á hana, augnaráðið var bjart og fjörlegt. Hún var lág vexti og grannvaxin, og það lá við, að vöxturinn og höfuðburðurinn væri nærri því ungl- ingslegur. Gamla frú Lamson var .komin um áttrætt og klæddi sig eins og tízkan æt'aðist tii, að konur á hennar aldri gerðu, en hvernig sem hún klæddi sig, var hún ótrúlega ungleg, og það var eins og hrukkurnar hefðu aldrei komið sér almennilega fyrir á andlitinu. „Eg er að fitja upp sokkaband", sagði hún, og það lá hálfgerð afsökun í rómnum'‘. „Það er Ijóta fitlið", bætti hún við- »Þegar eg kom hérra um daginn, voruð þér að prjóna grifla« hélt frú Pettis áfram, um leið og hún kom sér með miklum erfiðismunum fyrir í hægindastól og haliaðist fram á regnhlífina, sem hún greipti spik- feitum höndunum utan um. „Eg var líka að segja það við yður um daginn, hvað þér væruð iðjusöm og um- hyggjusöm". „Já, eg held að eg sé búin að sjá fyrir höndunum á Davíð núna fyrst um sinn“ svaraði frú Lamson. „Eg er búin að prjóna honum fimm pör af griflum, en Mar- ía sagði, að eg ætti ekki að vera að prjóna fleiri, þeir gætu meiétist, svo eg fór að prjóna sokkabönd, en það er auma fitlið. Þær þögðu stundarkorn. Giuggarnir stóðu opnir og sumarblærinn fyllti herbergið með ilm af rósum og nýslegnu grasi. Gamla frú Lamson prjónaði af kappi og frú Pettis horfði fram fyrir sig. Þærskilduhvoraðraoghvor- ugri datt í hug að vera að brjóta upp á nýju tali, af því það væri óviðkunnanlegt að sitja þegjandi. Það var frú Pettis, sem byrjaði talið aptur. »María er einstaklega góð og nákvæm við þig. Er það ekki ? Það eru ekki allar tengdadætur eins og hún. Finnst þér það ekki«? Frú Lamson leit upp heldur snarpiega og laut svo aptur yfir prjónana. „María vill breyta eins og henni finnst rétt“, svar- aði hún. »Skjátlist henni stundum, þá er það ekki af því, að hana vanti viljann". Eg sagði við Samúel í morgun. »Gamla frú Lam- son hefur ekkert að hugsa um, nema ganga að borð- inu þegar kominn er matmálstími, hún þarf ekki svo miki'ð sem snerta hendi við matnum, nema til að borða hann". Er þetta ekki satt frú, Lamson? „Svona er það“, sagði frú Lamson og varpaði öndinni mæðulega Það er ólíkt því, sem eg hafði gcrt mér í hugarlund, að það yrði þegar María kæmi. „Hjálparðu henni aldrei dagana, sem hún þvær þvott?" . „Nei hún vill ekki heyra það nefnt. Hún vill heldurláta öllhúsvetk bíðaógerð, þangaðtil act þvotturinn er kominn út, en að eg snerti þau. Ef eg fer út með skel til þess að tína baunirtil matar, kemur húnáhælana á mér og biður mig blessaða að fara varlega, svo eg detti ekki, hún viti ekki, hvað Davíð segði við sig, ef hún léti eitthvað verða að mér. Og Davíð er orðinn alveg eins; ef eg dreg eitthvað til í herberginu mínu, kemur hann þjótandi og spyr með öndina 1 halsinum, hvort eg hafi nú dottið«. iS Frú Lamson hló, en hálf kuldalega. »Já«, sagði frú Pettis, »þetta var allt töluvert öðru- vísi þegrr við vorum nýgiptar og spunnum allt og óf- um sjálfar«. Frú Lamson lagði hendurnar í kné sér og hallaði sér aptur í stólinn. „Manstu eptir föstudeginum, þeg- ar við spunnum frá því klukkan var fjögur um morg- uninn og fram á rauðá nótt, af því karlmennirnir voru ekki heima og við höfðum engar frátafir, nema að gefa hæsnunum Híram Peasley kom þann dag og var að selja blikkílat, og þú sagðir við hann: »Ef þérætlið yð- ur að hafa nokkra viðdvöl hér, þa farið og gerið við rimlana, sem brotnir eru úr garðhliðinu, og bíðið svo eptir borguninni þangað til að þér komið næst. En það segi eg satt, svo framarlega sem eg ekki neyri lúður Gabri- els gjalla, lueyfi eg mig ekki frá rokknum. Satt að segja hugsaði eg ekkert um þctta fyr en næsta sunnu- dagskvöld, að Jinn Bellows fór að tala um dómsdag, en þá leizt mér heldur ekki á blikuna. „Já, þú manst margt frá þeim dögum", sagði frú Pettis. Hún var að reyna að sýnast alvörugefin, en hrist- ist þó af hlátri “. Þú manst þá víst betur en bænirnar þínar". »Eg skellihló nú, þegar þú réttir mér piparmyntu- dósina yfir stolbakið og varst í framan, eins og þú ætl- aðir að fara að gráta, mér var ómögulegt að stilla mig um að hlæja. Enþarnakemur nú Jón Freeman, mag- ur Maríu. Hann á heima í Bell Pint. Hann er víst kominn að segja einhverjar fréttir. Frú Pettis stóð upp hægt og seint og horfði á bóndann, sem var að festa hest sinn við grindina. Þeg- ar hann gekk frá grindunum, sneri hún sér við og greip fast um regnhlífina. »Það tekur því víst ekki að setjast aptur?« sagði hún. Eg á leið um beitilöndin á morgun eða hinn daginn og iít þá inn utn leið. »Já gerðu það» svaiaði Jón Lamson. »Það er víst ekki til neins að vonast eptir þér, sagði hann við gömlu konuna, þú ferð ekki orðið svo langt«' Nei, sagði frú Lamson í dálítíð hæðnislegum róm. Ef eg kynni að detta, kæmist allt á annan endann, það gengi víst ekki minna á, en þó að kviknaði í bænum. Frú Lamson lagðinú prjónana áborðið, studdi hendinni á gluggakistuna og horfði á eptir frú Pettis, sem mjak- aðist eptir veginum. Hún stóð svona í sömu sporum, þegar María kom inn; hún var ung og fögur og gekk mjög léttilega. »Móðir«. sagði hún, og það heyrðist töluverð geðs- hræring í röddinni „eg veit ekkert, hvernig eg á að fara að þessu. Stella er veik“. Hvað er þetta? »Hvað gengur að henni« sngði frú Lamson og sneri sér frá glugganum. „Jón segir að það sé hitasótt. Hann vill að eg komi þangað strax, og Davíð ætlar að fara með mig, þvíaðjón verður að fara í þessar landaþrætur. En heyrðu mér nú. Ef eg fengi Lísu litlu Toiman til þess að koma og vera hjá þér, heldurðu að okkur væri þá óhatt að vera burtu eina nótt. - »Gamla konan roðnaði og augun blikuðu bak við gleraugun. Gefið þið ekki neitt um mig, svaraði hún rólega; hafðu fataskipti, og flýtið þið ykkur á stað áður en dimmir. Eg skal sjá fyrir mér«. „Davíð er að leggja á hestana" sagði María og fór að leysa af sér svuntuna. »Eg sendi Jón eptir hon- um. En ef eitthvað yrði nú að þér«. »Blessuð vertu ekki að hugsa um að tarna«, sagði j gamla konan óþolinmæðislega. »Þér er betra að hugsa

x

Framsókn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.