Framsókn - 01.04.1899, Page 4
i6
um hana Stellu. Hitasóttin getur verið verri gestur en
ellin«.
„Eg veit það“, svaraði María, „ogeg ætla að flýta
mér. Þú þarft ekkert að gera. Það eru til nýbökuð
brauð, Lísa getur sótt brenni, það er til klofið, og
kveyktu upp eldinn, og láttu svo diskana bíða óþvegna,
þangað til að eg kem aptur, en í öllum bænum kveyktu
á kerti, svo þú þurfir ekkert að eiga við steinolíu.
»Ertu ekki bráðum tilbúin«, kallaði Davíð í dyr-
unum.
María þaut inn í svefnherbergi sitt til-að hafa fata-
skipti, og Davíð kom inn úr dyrunum. Hann var hár
og herðabreiður og andlitið veðurbarið; herbergið fyllt-
ist af hreinu, svölu útilopti þegar hann kom inn,
„Heyrðu mamma“, sagði hann og lagði hendina á
öxlina á henni. Ef eitthvað verður nú að þér á meðan við
erum burtu, þá vildi eg óska, að við hefðum heldur
látið alla sjúklinga eiga sig en að fara frá þér.
„Þú þarft ekki að vera neilt hræddur um það,
Davíð!“ sagði hún, og horfði á hann með inni-
legri aðdáun. „Láttu mig öusta rykið af erminni þinni,
og blessuð komizt þið svo á stað.
I þessu kom María og var að binda á sig hatt-
inn. „Þú ætlar að hafa gát á skólabörnunum og biðja
Lísu Tolmann að vera hjá þér; regðu henni, að eg skuli
gefa henni perur í staðinn, þegar þær eru fullvaxnar",
sagði María um leið og hún fór á stað.
Frú Lamson horfði á eptir þeim meðan þau óku
út á veginn og skyggði með hendinni fyrir augun.
„Góða, stattu ekki svona berhöfðuð úti í golunni", kall-
aði María. Gamla konan sneri inn í húsið, en samt
ekki til þess að setjast við prjónana sína. Hún gekk
inn í búrið, skoðaði allar hyllur og ílat, fór stðan aptur
fram í eldhús og renndi augunum í hvert horn.
„Það er bæði dagur og vika síðan eg hef komið
ofan í kjallara, sagði hún við sjálfa sig, það eru tvö ár
síðan". Hún kveykti á kerti og gekk heldur léttilega
ofan kjallarastigann. (Meira).
.................—
Charlotta Embdon systir fræga heinisskáldsins Henriks
Heine er enn á lífi, Hún giptist kaupmanni Embden 1832
og var þá 23 ára, en hefur nú lengi verið ekkja, og þó að
hún sé nú orðin 98 ára, er hún heilsugóð og með fullum
sálarkröptum.
Arið 1888, skömmu áður en ríkiserfingi Rudolf dó svo
voveiflega, heimsótti keisaradrottning Elizabet móðir hans frú
Embden, þvl að hana hafði lengi langað að sjá systur þess
skálds, sem hún dáðist mest að og var henni kærast allra
skálda. Upp frá því fékk frú Embden ávallt hamingjuósk
frá drottningunni á afmælisdegi sínum, þvl að hún gleymdi
aldrei neinum, sem hún einu sinni hafði tekið tryggð við.
Þó að ellin hafiauðvitað breytt töluvert útliti frú Emb-
den, þá er hún þó enn óvenjulega lík bróður sínum; lundin
er fjörug, skilningurinn góður, og hjá henni má finna hið
sama skop, er einkenndi svo mjög Heine.
A hinu viðkunnanlega, fornlega heimili hennar eru al-
staðar myndir af Heine, sem allt að dauða sínum unni henni
svo heitti Þegar hann lá þungt haldinn í París, heimsótti
hún hann, og þá orti hann kvæði til hennar, sem átti að
mýkja skilnaðarsöknuð þeirra. |Kvæðið hefur því verglatazt;
einn af þjónum Heinekveykti upp í ofninum með p\tj Þeg-
ar Heine vissi það, sagði hann: sTaktu það ekki nærriþér,
elsku systir; þegar þú kemur aptur að vori, skal eg yrkjai
nýtt og betra kvæði handa þér«.
En þau sáust aldrei framar.
(Damernes Blad).
Hitt og þetta.
Wienerkalk er ágætt til að fægja með kopar og látún
og jafnvel »plet«, en það á að vera mulið smátt (pulveriser-
að) og áður en fægt er úr því, verður að núa hlutinn, sem
fægja á, með tusku, vættri í stearinoliu. Hlutir þeir, sem
þannig eru fægðir, verða skínandi fagrir. Wienerkalk og
stearinolia fæst á lyfjabúðum.
Sapolin er ágætt til að fægja með allt úr blikki t. d.
eldhúsgögn. Fæst í búðum.
Gott ráð til að fægja stofugögn er að skafa vax niður
í terpentínoliu og fægja svo úr því, þegar vaxið er orðið
uppleyst.
Lampakúpla er bezt að þvo úr volgu sódavatni.
Til þess að varna því að vond lykt korni af þvotta-
svampi, verður að kreista hann upp úr hreinu vatni og þurka
í hvert sinn þegar hætt er að nota hann. A vetrum má
hengja hann við ofn, meðan hann er að þorna, og á sumr-
um má hengja hann við opinn glugga og þurka hann í sól-
arhitanum. Þorni svampurinn fljótt, svo að vatnið nái ekki
að fúlna, kemur ekki vond lykt af honum.
Sái og iíkami.
Sá sem ekkert hugsar um að styrkja og herða líkamann,
verður að sætta sig við að verða. veikur.
Þroski sálar og lfkama á að haldast í hendur; vanræki
menn annaðhvort, ná þeir ekki fullum þroska.
Leikfimi er jafn-nauðsynleg llkamanum og andlegur
þroski sálunni.
Plató kallaði þann mann haltan, sem að eins hafði lagt
stund á þroska sálarinnar, en ckki á þroska líkamans.
Þróttmikill líkami og góð heilsa eru aðalskilyrði fyrir
því, að menn geti staðið vel í stöðu sinni. Leikfimi getur
að miklu leyti veitt mönnum þetta.
(Husmoderens Blad).
„Framsóknu
kostar að eins i. krónu árgangurinn.
Gjaiddagi um miðjan júli.
Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst.
SSflF- Borgun fyrir blaðið sendist öðrum
útgefanda blaðsins, frú Jarþrúði Jónsdóttur,
er hefur reikningshald þess á hendi.
Útgefendur
Jarþrúður Jónsdóttir. Ólafía Jóhannsdóttir.
Glasgow-prentsmiðjan.