Framsókn - 01.05.1900, Blaðsíða 3
*9
Hvorum þessara tveggja óttalegu anda skyldi hún rétta
hana?
Allt í einu sást glitta í 2 augu í einu horninu við
kirkjugarðsmúrinn. í sömu svipan heyrðist óviðfeldinn
skellihlátur, og eins konar ferlfki vatt sér áfram, hratt
hinum frá og sagði:
„En að þið skuiið halda að þið fáið verðiaun og
eignast kórónuna. Þykist þið koma flestum í kirkjugarð-
inn? Eg get ekki stillt mig um að hlæja að ykkur, svo
heimsk eruð þið. Eg á að fá verðlaunin, eg á að fá
kórónuna, eg drep menn hrönnum saman, hægt og hægt
að vísu, en þó áreiðanlega. Ungir og gamlir, ríkir og
fátækir hníga fyrir valdi mínu. Gegn sumum beiti eg
lélegum vopnum: brennivíni, konjaki, öli — gegn öðrum
beiti eg fínni rýtingum: champagne, portvíni, sherry og
þar fram eptir götunum. Vopnabúr mitt er fullt, ríki
mitt eflist stöðugt, að vísu hægt. Eg — — —“
En ferlíkið þurfti ekki að ljúka við setninguna, því
dauðagyðjan rétti brosandi að því kórónuna og mælti:
„Heill sé þér, Alkohol konungur, þú drepur flesta,
þér ber kóróna tortímingarinnar". Og allir þokuand-
arnir hneigðu sig fyrir drottnaranum.
A VlÐ OG DREIF.
(Frh.). Það er allt annað en gaman að liggja í influ-
enzsu þennan blessaða, bjarta árstíma, þegar sumarið er að
heilsa, en við þetta verða þó Reykjavíkurbúar að sætta sig.
Sumir halda, ef til vill, að þeir fari ekki mikils á mis, með
því að í Reykjavík megi hvorki sjá náttúrufegurð eða heyra
fuglaklið, en influenza-sjúklingunum finnst nú allt annað, er
þeir heyra ióukvakið inn í rúm til sín, og vita, að ef þeir
væru heilir á húfi, þyrftu þeir ekki annað en ganga upp að
Skólavörðu, upp að Landakoti eða niður að sjó, til þess að
gleðjast af náttúrufegurðinni, þessari inndælu margbreyttu
náttúrufegurð, sem einkennir Reykjavik. Dr. A. Heusler
sagði, að Reykjavik og Búðir væru hinir fegurstu blettir, er
hann hefði séð hér á landi, og við, sem búum hér viðurkenn-
um, að hér sé fallegt, ekki sízt við sólarlag um sumarkvöld.
En það er sárt að sjá blessaða tjörnina okkar; hún veit ekk-
ertum þann órétt, sem henni er gerður, og mókir svo lygn
og fögur í góðviðrinu, dreymandi fagra framtíð, sem ýmsir
vinir hennar hafa verið að biðja urr fyrir hennar hönd;
en árlega minnkar hún, og það hefði hún þó ekki átt að
gera-, því hún var ekki of stór handa okkur hérna, þó að
bæjarstjórninni hafi liklega þótt það.
Þá er nú bæjarlífið ekki svo ófjörugt, fólkið að trúlofast
meðan influenzan stendur sem hæst. Mörgum þykir hér
orðið býsna stórborgarlegt: byggingar stórkostlegar, og
búðirnar margar með skrautlegum varningi; hlæjandi og
skrafandi stúlkur leiðast um göturnar fram á rauða nótt,
og piltamir þeytast áfram, stundum reykjandi eða blístr-
andi. Komi nú póstskipið, þyrpist lýðurinn eins og
kólfi sé skotið til strandar til að sjá aðkomufólkið, en
þar ber þó oftast mest á frelsishernum með söng sínum og
hringingum: Þó að guðsorðið sé flutt hér með ýmsu .
móti á ýmsum stöðum, fá allir trúflytjendur áheyrendur.
Að kurteisi hefur aldrei kveðið mikið í borginni okkar,
og óvíst er, hvort henni miðar aftur á bak eða áfram.
Komir þú, lesari Framsóknar, í kirkju, leikhús, eða á ein-
hvern skemmtistað til að hlýða á »consert« eða fyrirlestur,
þá munt þú fljótt sjá, að það er almennur siður, að þegar
fólk treðst inn í bekk til að fá sér sæti, snýr það bakinu
að þeim, sem í bekknum sitja, meðan það er að troðast inn
fyrir þá, og dettur engum í hug, að taka til þess.
Nú eru þá myndir af Islandi komnar í »Kringsjá«, það er
annars langt síðan. En ekki er myndin af höfuðborginni
okkur Islendingum til sóma. Eg hygg, að trauðla sé hægt
að fá ljótari mynd af Reykjavík, og þó hefði verið
hægt, að fá ágæta mynd af henni hjá Ama Thorsteinsson
ljósmyndara. Þá er líka sveitakofi þar svo lélegur, að fáir
munu slíkir, en vitaskuld er önnur mynd aflaglegum sveita-
bæ. Ekki er gott að skilja, að íslenzkur náungi skuli hafa haft
ánægju af að prýða »Kringsjá« svona smekklega. Þá er
nú lýsingin á landi og þjóð, sem fylgir myndunum, ekkert
skemmtilegri en þær, og munu skiftar skoðanir um, hversu
rétthúner. Að senda »Kringsjá« góðar myndir og laglega og
rétta lýsingu héðan var óskaráð, en betra var að gera það
ekki, en gera það svona ómyndarlega.
Hérna um daginn var verið að hæla veginum ofan í Al-
mannagjá í blaðinu »Sunnanfara«. Látum það nú vera gott og
blessað. Það er satt, að vegurinn er góður. En þar segir
líka, að gjáin sé nú jafn-svipmikil og hún var áður en klett-
urinn var sprengdur og vegurinn lagður. Þetta er mesta fjar-
stæða. Gjáin er miklu grynnri og ekki snarbrött einsogáð-
ur, og af því leiðir, að hún er ekki eins risavaxin, svipmikil
og einkennileg sem fyr.
Það er leiðinlegt, að mönnum skuli hafa tekizt að skemma
hana. En svona er það hérna: þeir, sem eiga að vera um-
sjónarmenn, vilja skemma allt með því að minnka það. Tjörn-
ina okkar hafa þeir minnkað að stórum mun og Aimanna-
gjá líka. Skyldi þeim ekki leika hugur á að minnka norð-
urljósin? Fegurð þeirrra er eflaust allt of stórkostleg. En þau
njóta nú þess, að viti og höndum snillinganna er of vaxið
að minnka þau.
---------ATA-----------
-----------------------
Heimiliss t jó r nin
(Tekið úr kvenblaði).
Engin húsmóðir getur til lengdar rækt skyldur sínar bæði
inn á við við börn sín og heimilisfólk og út á við við mann-
félagið, er gerir svo miklar kröfur nú á dögum, nema spar-
semi sé grundvöllur sá, sem heimilið er byggt á, því að það
er næsta þýðingarmikið atriði, að útgjöld heimilisins séu ekki
meiri en tekjurnar.
Bóndinn og húsfreyjan eiga að styðja sitt á hvern hátt
að sameiginlegum hag heimilisins. Sá maður, sem kvænist,
án þess að geta gert sér sennilegar vonir um, að geta séð
fyrir sér og sínum, á það fyililega skilið að vera í litlum
metum í mannfélaginu, og sama má segja um konu þá, er
annaðhvort kann ekki eða vill ekki hagnýta á sem beztan
hátt allt sem bóndi hennar aflar til heimilisþarfa. Það eru
engar öfgar, að stúlka sú, er tekst á hendur þá ábyrgðar-
miklu stöðu að verða eiginkona, móðir og húsmóðir, ánþess