Framsókn - 01.09.1901, Blaðsíða 3

Framsókn - 01.09.1901, Blaðsíða 3
35 niður fyrir augu, eins og hann var vanur að gera, þeg- ar hann átti mjög annrikt: „Nú, hvað segirðu?" „Hvað eg segi?“ Hún leit á hann forviða. „Já, hvað segir þú“. „Eg segi sama og þú segir“. Hún sagði þetta svo hissa og eins og það væri sjálfsagt. Það kom líka skjótt gleðisvipur á gamla and- iitið, en hrukkurnar hurfu þó að eins í svip, því að andlitið varð aftur eins og fyr, þá er hann sneri sér aftur að glugganum og tautaði hvað eftir annað: „Já, auðvitað! Já, auðvitað!" „En hvað segir þú, faðir minn?“ sagði hún, þá er hún hafði beðið um stund eftir svari. Hann svaraði engu, en kipptist við og ræskti sig, eins og biti stæði í kverkunum á honum. „Finnst þér liggja mikið á? Eg er bara átján ára“. Faðir Elsebu réði sér naumast af gleði, svo hún varð hálft um hálft hrædd, en þegar hún svo sá, hversu hýrt hann brosti, brosti hún líka. „Eg held að það sé bezt að slá þessu á frest", kallaði hann hárri röddu, og um leið og hann gekk fram hjá henni, þar sem hún stóð í gættinni, strauk hann svo blíðlega hendinni yfir bjarta hárið hennar, að henni vöknaði um augu. Það voru ekki fjórtán dagar liðnir eftir þetta sam- tal þeirra, þegar svo bar við, að Elseba fór með mjalta- konunum til að mjólka kýrnar uppi í fjalllendi. Aður en þær komu til kúnna, heyrðu þær öskur í mannýgu nauti og sáu, hvernig það rótaði upp jörðunni með hornun- um. Það labbaði til kúnna og rak upp öskur, þegar það sá mjaltakonurnar. Þær héldu samt leiðar sinnar og vonuðu, að það myndi ekki ráðast á þær, en áður en þær varði hljóp það til þeirra og setti hausinn undir sig. Stúlkurnar köstuðu í ofboði burt mjólkurfötunum og flúðu upp á litla gnipu, er var svo brött, að nautið gat ekki veitt þeim eftirför. Þær sátu nú þarna og sáu nautið mölva sundur mjólkurföturnar, en þær urðu að halda kyrru fyrir, því það hafði alltaf gætur á þeim og labbaði öskrandi kringum gnípuna. Það var ekki um annað að gera en að bíða með þolinmæði hverja klukkustundina á fætur annari. Loksins sáu þær mann koma ofan af fjöllunum. Stúlkurnar veifuðu höfuðklútum sínum, og hann var ekki lengi að hugsa sig um, en hljóp til þeirra, sem fætur toguðu. Það er Guttormur frá Hansastove, hann getur ráðið við nautið, sagði ein stúlkan, en þó gat bæði hún og hinar stúlkurnar varla náð andanum af hræðslu, þegar nautið æddi öskrandi á móti honum. Guttormur stóð grafkyr, meðan nautið gekk að hon- um, en þegar það staðnæmdist og ætlaði að reka haus- inn í hann, stökk hann á móti því, rak upp hátt hljóð sem endurhljómaði í fjöllunum og sveiflaði um leið brodd staf sínum, er hann rak með svo miklu afli í höfuðið á nautinu, að stafurinn hrökk sundur. I sama vetfangi tók hann í hornin á því, beygði nautshausinn niður að jörðu og setti hnéð á hnakkan á nautinu. Réttið mér stafinn! Réttið mér stafinn! kallaði hann móður til stúlknanna. Það þörði engin nema Elseba, hún þaut ofan og þreif lengri stafbútinn; hún sá æðarn- ar þrútna á enni hans og sá hann bíta saman tennurn- ar, en hún sá líka, hve bak hans var liðlega vaxið og sterkt og hve hnakkinn með hrokkna hárinu var þrótt- legur. „Sláðu hann af öllum mætti", sagði hann með hásum róm. Hún tók báðum höndum um stafinn og lamdi nautið í bakið. I sama vetfangi sparkaði hann óþyrmi- lega í það og sleppti því svo; það hljóp klunnalega burt, sem fætur toguðu, og vissi auðsjáanlega, að það hafði borið lægra hlut í þessum viðskiftum. Guttormur þerrði svitann af enni sér með úthverfri húfunni; því næst horfði hann í augu Elsebu og mælti: „Þú ert hugrökk stúlka". Hún las í augum hans, að hann dáðist að henni og því leit hún niður. „Það var ekki eg, sem sýndi hugrekki". „Eg þakka fyrir hjálpina", sagði hann og rétti henni höndina, — hún tók í hana og svaraði: „Eg þakka þeim, sem þakka ber“. Fleiri orð töluðu þau ekki — en allt kvöldið var Elseba undarleg og öðruvísi en vant var. Það þótti raunar eðlilegt, að hræðslan hefði haft mikil áhrif á hana. En breyting sú, er orðið hafði á Elsebu, hvarf ekki. Stundum þegar hún hélt á gólfklútnum í hendinni eða var að sauma, varð hún annars hugar, fyr en hún vissi af, og ef hún svo fór að gera sjálfri sér grein fyrir hugsunum sínum, roðnaði hún, og þó voru hugsanir hennar hvorki vondar né ósæmilegar. Einu sinni þegar hún gekk heimleiðis, gekk hún, án þess að hún vissi hvers vegna, annan veg en hún var vön að ganga, en allt í einu staðnæmdist hún og spurði sjálfa sig, hvernig þessu væri varið, og hún varð að játa, þó að henni þætti það minnkun fyrir sig, að hún hefði jafnvel búizt við að fá að líta í svip hinn unga mann með góðu augun og fagra brosið, liðuga og sterka piltinn með hrokkna hárið, — því skrítnast af öllu var það, að hún hafði þekkt Guttorm frá barnæsku og þó aldrei séð hann — séð hann í raun og veru — fyr en hún sá hann hjá fjallinu, hugrakkan og sterkan, firra hana og aðra vandræðum. Elseba vissi ekki, hvernig ástatt var fyrir sér, en hún vissi það, að það gladdi hana að mæta honum og tala við hann og hún gerði það oft, en spyrði hún sjálía sig á eftir, um hvað þau hefðu rætt, þá gat hún engu svarað, hvort sem nú heldur var, að hún mundi ekki samtalið eða að þau höfðu ekkert sagt. En þó að Elseba skildi ekki sjalfa sig, voru aðrir hyggnari. Þar sem lítil er byggð, leynist fátt, og ná- unginn þekkir mann betur en maður sjálfur. í Mygge- nes var margt skrafað um þau og hefðu þau heyrt það, hefðu þau orðið forviða. (Frh.). Enginn forarpollur er gruggugri en hjarta fláráðs varmennis og engin lind er tærari en hjarta hreinlynds valmennis. Litir regnbogans eru ekki fegri og skrautlegri en geislar frá góðs manns hjarta. J.

x

Framsókn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framsókn
https://timarit.is/publication/151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.