Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 06.07.1896, Síða 1

Dagskrá - 06.07.1896, Síða 1
Verð árg. (minnst 104 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skrifleg bundin við 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. D A G S K R A. I, 3. Revkjayík, mánudaginn 6. júlí. 181)6. Ráðgjafaskiptin. Hinn fráfarni íslandsráðgjafi Nellemann, hefur nú setið um 20 ár við hlið Danakonungs, og haft öll æðstu ráð um málefni þessa lands. Stjórn hans má heita jafn- aldri hinnar sjerstöku íslensku löggjafar, sem svo hefur verið nefnd, og er eðlilegt að oss þyki mikil tíðindi, að ráðgjafi þessi er nú loksins vikinn frá völdum. Það er mannlegt, þó menn kynnu að vænta sjer einhverra bóta af þessu, að minnsta kosti á framkvæmdum í stjórnar fari landsins, því þó vjer vitum ekki hvað vjer höfum hreppt, vitum vjer hvað þjóðin er sloppin við, þar sem Nellemann karlinn er farinn. Hinn seigþrái ihaldsandi þessa manns, hefur svifið hjer yfir vötnunum um svo langan tíma, að menn hafa smátt og smátt, eins og af sjálfu sjer, öðlast þá sam- eiginlegu sannfæring, að það væri vonlaust verk að Ieita til stjórnarinnar í Höfn, um nokkra verulega umbót á stjórnarhögum íslendinga. — Lög um allsendis ómerki- leg málefni, og önnur lög um breyting á breyting ofan á sömu ómerkilegu lögum, sem alþingi vort hefur starf- að frjósamlega að um þessa síðustu tvo tugi ára, hafa að sönnu optast átt góðum byr að fagna hjá vorum ár- vökru yfirboðurum ytra. Tiliögur löggjafarþingsins um ýmsar hentugar orðabreytingar á smálögum, afnám þýð- ingarlausra ákvæða, eða jafnvel nýmæli álíka meinlauss efnis, hafa venjulegast fallið í ljúfa löð. — Þingið virð- ist og hafa litið á þennan heppilega framgang slíkra mála, sem allra hæstu bendingu um að auka og magna starfsemi sína í sömu átt. Þó verður því ekki neitað, að jafnan hafa heyrst raddir innan um, sem hafa viljað fá eitthvað meira með grátitlingafriðun og afnámi Pjet- urslamba. — En þá hefur hin föðurlega umhyggja í rauðu byggingunni, jafnan verið til taks að sía og sálda allt það frá, sem miðað hefur á einhvern hátt í þá stefnu, að leysa um hnúta þá sem forsjóninni hefur þóknast að ríða á tjóðurtaugina milli íslendinga og Dana- stjórnar. Þessi umhyggjusemi hefur verið svo natin og ná- kvæm að greina sundur hveitið og hysmið, þegar hið trúa og holla alþiugi hefur lagt frá sjer ávöxtinn af sínu pundi, að örgrannt má heita um að nein ótilhlýðileg röskun, á hinum fyrri stjórnarstellingum hafi átt sjer stað, síðan gamli Nellemann tók við. Og þar sem mestu menn þessa lands, hefur mjög greint á um það, hvort pólitiskt frelsi, og óháð andleg menning innanlands, yfir- leitt gæti talist hafa nokkra þýðingu fyrir velmegun þjóðarinnar, hefur það komið berlega fram hjá Nellemann, að hann hefur hallast að þeirri skoðun — sem flestir menn munu vera á utm íslands — að lagaráðstafanir í þá átt mundu hafa mjög bráð og þýðingarmikil áhrif á hag þjóðarinnar. — Aptur hefur þessi fyrverandi ráða- nautur konungs í íslandsmálefnum, að hinu leytinu lit- ið öðruvísi á málið en flestir aðrir veraldarborgarar mundu gjöra; hann hefur borið kvíðboga fyrir því, að aukið sjálfræði og menning íslendinga, mundi verða þeim til tjóns, gagnstætt því sem reynslan hefur sýnt annarstaðar, að minnsta kosti meðal hinna svo kölluðu siðuðu þjóða. Hinar aflátslausu breytingasynjanir Nellemanns, gegn öllum frumvörpum þingsins í þessa átt, verða að sönnu ekki eingöngu þakkaðar stefnufestu ráðherrans. Ágrein- ingur sá er áður var nefndur, milli ýmsra þjóðskörunga hjer á landi, sem hefur leitt til mjög lærdómsríkra um- ræðna innanlands, um þessa vandaspurning: hvort frelsi og menning mundi vera eptirsóknarverð fyrir oss eins og aðra menn, hiýtur að eiga mikinn og góðan þátt í því, að engin bilun hefur átt sjer stað á hinu innilega sambandi milli Danastjórnar og þegna hennar á íslandi í Nellemanns tíð. Það er mjög eðlilegt, að stjórnandi sem vill halda öllu því kyrru í stað, sem hann getur ekki fengið til að ganga aptur á bak, eflist og treystist í þeim ásetningi að sitja við sinn keip, þegar hann getur lifað í jafn fögru samræmi við óskir þegna sinna, eins og Nellemann hefur átt að fagna í andlegum fjelagsskap við ýmsa forkólfa fólksins hjerna heima, síðan stjórnarskrárplástr- inum var slett ofan á mein þessarar þjóðar 1874. — En þrátt fyrir þetta, hefur þó hinn fráfarni ráðgjafi sýnt allmikið pólitiskt þrek af sjálfsdáðum, í því að standa á móti þeim rjettarbótum, sem mestu hafa skipt fyrir ís- lendinga, af því sem komið hefur frá alþingi síðan það varð löggefandi. — Fyrir þetta á hann að hljóta verð- uga viðurkenning af þjóðinni, þegar stjórnsemi hans er lokið. Um nýja ráðherrann er engin ástæða til að segja neitt, áður en hann hefur sýnt, hvort hann vill trúa meiri og betri hluta íslendinga til þess að ráða högum sínum, í þeim efnum sem engan annan varða, eða hvort hann vill að öllu leyti feta í fótspor fyrirrennara síns, sem hefur um svo langan tíma, sett geðþótta sinn og

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.