Dagskrá - 06.07.1896, Síða 2
10
vanþekking á öllum kögum lands og þjóðar, yíir óskir
íslendinga sjálíra, hvenær sem komið hefur fyrir, að þeim
hafi tekist að bera fram óskir sínar um frjálsari stjórn,
betri tilhöguu á menningarstofnunum landsins, eða ein-
hverja aðra breyting, sem honum hefur fundist falla mið-
ur vel saman við þá hugmynd, að íslendingar, um aldur
og æfi, eigi að vera þeguar þeguanna í hinu danska
ríki.
Lax á færi.
Yið göngum á svig við tvo þrjá bestu veiðistaðina. Stangirn-
ar yfir öxlina, og öngulinn kræktan neðst niðuríhjói. Færiðsmell-
ur saman við hina reyrmjúku stöng svo hvín í við hvert spor. Sól-
in er að koma npp í röku þokuskýi, rjett yfir austurásnum, og
breiðir skríiðskikkju gullroðna með hvikulum litaskiptum yfir árbakk-
ana; þeir eru grasgrónir niður i vatn með loðnum engjabekkjum,
móum og hraunrjóðrum frá báðum löndum.
Jörðin er öll í einu úðabaði; stráin drúpa við steina og þúfur
meir og þung, með glitrandi perlusveiga af næturdögg. Þetta er
skínandi fagur morgun. Loptið er svo himinhreint og holt. Allir
fuglar kvaka af gleði, og áin suðar og syngur svo langt sem eyrað
heyrir. Yið göngum þegjandi upp með, fram hjá melbörðum og holt-
um, þangað til við skiptum okkur í tvö laxalón, sem liggja saman
með stuttum lygnum ál á milli.
Maðkurinn spriklar á oddinum, teygir sig og fettir eða skrepp-
ur í hnút, og vef ur sig svo utan um krókinn sem er kappbeittur frá
agnúa upp að spaða. Það er til einkis að bjóða laxinum minna en
það mesta og besta sem komið verður á járnið. Hanu er þóttafull-
ur alvörufiskur, sem aldrei lýtur að litlu sje annars kostur, og um
þetta leyti er hann stríðspikaður úr sjónum, en áin full af æti.
Fjelagi minn er Frakki, hárfínn og snyrtilegur. Hann vill ekki
snerta á maðki, og leiðist líka að tefja sig á að egna öngulinn.
Jeg heyri hvininn af færinu hans, snöggt og snarpt með jöfnum
bilum. Hann lleygir flugu manna best, sem jeg þekki. Jeg hef
sjeð hann kasta móti vindi, hálfa leið út á breiðasta hylinn sem til
er í ánni, og það er ekki vandalaust. — Auk þess ber hann sig vel
við stöngina. Nú vaggar hann sjer í mjöðmunum, stígur þungt
á annan hælinn, og hallar sjer hægt og fimlega aptur á bak. Svo
lyptir hann stönginni hægt og hægt og dregur fluguna að sjer í
skorpunni eptir endilöngu lóni, eins og á að vera.
Jeg geng fram á stóran stein, sem stendur í ánni rjett við
bakkann, spölkorn fyrir ofan lónið. í miðri ánni er ttúð undir
vatnsborðinu, breið og mikil; þar beljar allur meginstraumur ár-
innar á; fyrir ofan flúðina er vatnskúfur með hvítfyssandi öfugbáru
upp í strenginn, en fyrir niðan iðar flaumurinn í hringum og sveip-
um, og breiðir sig svo niður eptir á; verður alltaf víðari og lygn-
ari, þangað til lónið endar á grunnu löngu broti, góða færislengd
fyrir neðan steininn, sem jeg stend á.
Vandinn er að fá fiskinn til að sjá agnið, koma því á þann
stað sem honum er ljettast að taka það, og vera þó svo langt frá
sjálfur, að maður sjáist ekki. Yið þetta er margs að gæta. Beit-
an má ekki haggast á önglinum; því verður að slæma agninu frá
sjer, svo að það detti á vatnið af eigin þunga, en ekki kasta því.
Bezt er að leggja það niður og láta strauminn svo flytja það, en
því verður ekki alltaf komið við. Þegar nóg er gefið út og agnið
kemur þar sem ætla má að laxinn standi undir, á að draga stöng-
ina hægt til baka, svo maður hafi gott vald á færinu og finni hvort
tekið er, en þá verður að gæta þess að agnið fari ekki upp úr
vatnsskorpunni. Venjulega er því best að leggja stangaroddinn
niður að vatni, þegar agninu er haldið upp í straum. Til þess að
geta komið agninu nógu langt frá sjer, er best að standa sem lengst
úti og hafa straumlínuna nær því beint fyrir neðan sig, að minnsta
kosti ekki meira en stangarlengd út frá sjer.
Það er gott að láta agnið sveipast fram og aptur í hringiðu
áður en það er stöðvað; með því eru mestar líkur til að lónbúinn
veiti því eptirtekt. — Þessu lóni háttar einmitt svo, að hringflaum-
urinn tekur agnið þegar það kemur niður fyrir flúðina og ber það
í löngum sveiflum niður í lygnu. Þar sem slykju slær á vatnið og
straumur og lygna mætast er laxinn optast fyrir. — Meðan laxinn
er feitur og nýr úr sjó, er honum tamt að standa kyr fyrir ofan
brot, tifa uggunum rjett til viðhalds og láta vatnið líða gegn um
tálknin án þess að leita annarar fæðu. Þó má með lagi optast fá
hann til að sinna feitum, góðum maðki, eða vel gerðri flugu, þvi
náttúran sjálf hefur ekki föng á að bjóða eins girnilegt æti eins
og maðurinn getur matreitt, ef hann leggur sig til.
í þriðja sinn, sem jeg kasta, finn jeg kyrrð á færinu þar sem það
annars er vant að fljúga framhjá undan straumnum. Jeg lypti stöng-
inni upp, ekki snöggt en fast, og finn þennan kvika, þunga
kipp á móti, sem er gleði og eptirlæti allra laxdorgara. Jeg held
stönginni þjett upp nokkra stund, til þess að festa vel í, og vind
færið upp á hjólið hægt og hægt. Nú byrjar leikurinn. Lónið er
langt og vítt og greiðfært vatn bæði fyrir ofan og neðan; laxinn
heldur sig en á sama stað, en hann getur tekið roku niður eptir allri
á, svo langt sem hann kemst, þegar minnst varir. Þess vegna er
ætíð sjálfsagt, að fara upp á þurt land með stöngina þegar lax er á,
svo hægt sje að hlaupa með honum ef á þarf að halda. Það er ætíð
hættulegt að leika við laxinn með langri línu. Krókurinn getur staðið
illa í, og losnað úr fiskinum ef tökunum er sleppt og slakað til á
færinu. Bn aptur er hins að gæta, ef laxinn hleypur á stað með
færið, að reisa stöngina upp svo nokkuð sje eptir af færinu að leggja
til, ef hann stekkur upp úr vatninu. Stórlaxar gjöra þetta optast
við endann á fyrstu sprettunum, meðan þeir eru óþreyttir. Þegar
laxinn stekkur verður að leggja stöngina flata, svo ekkert haldi í
færið, annars er laxinn manni misstur.
Sá sem jeg hef nú á færinu er nálægt fjórðungi, ef til vill rúm-
lega það. Það er nýrunninn og spegilfagur hængur, með harða langa
spretti og há stökk í fjórum fyrstu rokunum. Hjólið er liðugt, og
öngullinn finnst standa vel í. Jeg stend á vesturlandinu, og sólin
skín beint á, heit og björt. — Jeg sæti lagi, þegar laxinn stendur
við botninn, og allt er kyrrt, að bretta hattbarðið niður, því taki
hann sprett undir sólina og stökki, svo er fengurinn farinn.
Hann fer nú smátt og smátt að dasast. Jeg get dregið hann
rjett að landinu við og við, en ennþá tekur hann kipp út í hyl,
þegar hann kennir grynninganna. Loksins tekst mjer að leiða hann
upp í leirvik fyrir miðju lóninu; þar leggst hann á hliðina, geispar
ótt og hvílir sig. Og nú verður að hafa hraðar hendur. — Jeg
legg stöngina niður, sný hjólsveifinni upp og hleyp að laxinum. Hann
ætlar að fara að brölta út aptur, en jeg næ í síðasta augnabliki
taki á honum fram með eyrugganum, og get smeygt fingri undir
kjammann inn í tálkn. i
Nú liggur laxinn á bakkanum. Það hefði hann ekki gjört ef
hann hefði látið agnið fara framhjá. — Sólin Ijómar yfir öllum ás-
um og þungur grasilmur stígur upp frá jörðinni. — í skugganum
undir berginu hinum megin, sje jeg bláma fyrir tveimur stórlöxum.
Jeg flýti mjer að egna aptur og fleygja færinu, til þess að veiða
meira, meira, meðan heppnin er með.
Hörður.