Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1896, Blaðsíða 2

Dagskrá - 09.07.1896, Blaðsíða 2
14 Stjórnarbót V estmanneyjaþingmannsins. Með „Botnia" barst sú fregn hingað, að brjef það, sem tekið er upp hjer á eptir, frá káskólakennaranum og Vestmann- eyjaþingmanninum dr. Yaltý Guðmundssyni, haíi yerið lesið upp á opinberum fundi á Akureyri, er þingmenn Eyiirðinga hjeldu þar 1. þ. m. — Sökum þess að brjef þetta er þannig áður orðið opinbert, yirðist ekki ástæða til þess að leyna þá lesendur „Dagskrár" brjef- inu, sem ekki hafa heyrt þess getið áður, því síður sem allmargir „óviðkomandi“ hafa átt kost á að sjá það, og hið einkennilega inni- hald þess, stefna og útsending er þegar í hámæli meðal manna. Brjef þetta mun hafa verið sent út meðal þingmanua þeirra, er sátu á BÍðasta þingi, (ekki til þingmanns Norður-Þingeyinga), og hefur höf. óskað að þvi væri haldið leyndu fyrst um sinn, vafa- laust til þess að eiga hægra með að koma þjóðinni á óvart á sín- um tíma með þá fagnaðarfregn, að stjórnarbarátta hennar um und- anfarin ár nú loksins hafi — fyrir milligöngu höf. — borið bless- unarríkan ávöxt. — Svo fara góðir gefendur að, þegar þeir vilja gleðja vini sína með hátiðagjöfum. Þótt brjefið sje mjög orðmargt, er vonandi að menn átti sig fljótt á mergi málsins í hinni nýju stjórnarbótartillögu Dr. Valtýs, sem sje að maður af íslensku foreldri aitji í ríkisráði Dana í íslands- málum framvegis, með samskonar ábyrgð eins og Danir hafa átt að fagna gegn ráðgjöfum sínum að undanförnu, og að nýtt hús verði hyggt handa þessum manni i Bæykjavík. — Með þessu yrði tekið hæfilegt tillit til þess, hverra manna ráðgjafi íslands væri, og því komið til leiðar jafnframt, að höfuðstaður landsins yrði prýddur með einu stórhýsi. Teikning af húsinu með nánari upplýsingum um skipun her- bergja o. s. frv., ásamt skírnarvottorði hins fyrirhugaða ráðgjafa, mundi verða framsent á BÍnum tíma. Brjefið hljóðar svo: „Launungarmál. Khöfn, V. Ringosgade 15, 8. april 1896. HÁTTVIBTI HERRA. ALÞINGISMABDR! Þó að sumum hafi kannske fundizt framkoma mín á þingi benda á, að jeg væri fremur deigur i stjórnarmálinu, þá er þó sannleikurinn sá, að það er tvísýnt að nokkrum sje annara um það mál en mjer. Þegar jeg bauð mig fram til þings, gerði jeg það lika beinlinis í þeim tilgangi að reyna að vinna þvi máli eitthvert gagn. En hvort mjer tekst það, er eptir að vita. Það er komið undir því, hvort aðrir þingmenn vilja styðja mig og tilraunir mínar eða fremur fylgja þeim, sem byggja pólitlk sina í lausu lopti án nægilegrar þekkingar á öllum þeim atriðum, sem koma til greina í málinu, svo að allt lendi i sama stappinu sem verið hefur. Það er ofurhægt að setja fram kröf- ur, sem líta glæsilega út fyrir þeim, sem eiga að fá þær uppfylltar, en það er erfiðara að finna einmitt það, sem mögulegt er að fá og ná þvi. Til þess þarf bæði þekkingu og lægni eða hyggindi Jeg þykist ná geta betur en flestir aðrir litið á stjórnarmálið frá báðum hlið- um, eða vera kunnugri þvi, hvernig málið horfir við á báðum stöðum, iDan- mörku og á íslandi, því satt að segja mun flestum þingmönnum nokltuð 6- ijóst, hvernig Danir líta á málið. Á milli skoðana Dana og fslendinga er svo mikið djúp staðfest, að engiu von er um fullt samkomulag i háa herrans tlð. Danir llta svo á, að sii sjálfstjórn, sje að eins „kommunalt selvstyre11, er sje veitt oss af rikisþinginu með stöðulögunum, og þessa sjálfstjórn geti þvi ríkisþingið tekið af okkur, þegar þvl þóknast, og breytt henni — alveg eins og í „Vestindien". Og þó maður nfl reyni að færa stjórninni heim sanninn um það, að þessi skoðun sje röng, þá stoðar það ekkert. Hún lætur sigekki sannfæra. Og það er varla von að hún geri það, þvi hún er ekki ein i ráðum með þetta. Rikisþingið, að minnsta kosti landsþingið, sem nú er hið öflugasta veldi í Danmörku og som stjórnin verður að lúta, er lika á sömu skoðun. Það var einmitt rikisþingið, sem fann upp þessa kenningu (1868) og neyddi stjórnina tii að samþykkja hana. Nú eru grundvallarlög Dana svo visdómslega úr garði gerð, að við iandsþinginu verður ekki haggað, og það getur eiginlega ráðið öllu, en fólksþingið mjög litlu. Á þossu er ekki sýni- Lb legt aö nokkur breyting geti oröið hjer í ijanmörku, nema breyting fáist á grundvallarlögunum, en slíkt á sjálfsagt langt i land, því landsþingiö vill náttúrlega ekki sleppa neinu af því veldi, sem hin núgildandi stjórnarlög heimila því. Þar sem nú stjórnin er háð landsþinginu (því snúist það á móti henni, þá er hún ómöguleg), þá er ómögulegt fyrir hana að uppfylla allar kröfur íslendinga. Þaö dugar lítið þó við frá okkar íslenska sjónarmiði segj- um sem svo, aö stjórnin geti gert þetta án þess að spyrja landsþingið nokk- uð að því, því þetta komi landsþinginu ekkert við. — því stjórnin^; geriv það aldrei, þorir það ekki og getur þaö ekki, eptir því sem á málið er litið frá dönsku sjónarmiði. Og þó að stjórnarskipti yrðu í Danmörku, þá er einskis af því að vænta, því hin nýja stjórn yrði alveg eins að lúta landsþinginu, ann- ars væri hún ómöguleg, enda er það nokkuö, sem er víst, að enginný stjórn verður tekin, sem ekki er i samræmi við landsþingið. Þegar á þetta er litið og margt fleira, er hjer að lýtur, þá fæ jeg ekki betur sjeð, en aö eini vegurinn til að vinna sigur 1 baráttu okkar sje sá, að | fylgja ráðum OCTAVIUSAR HANSENS á umræðufundinum (6. nóv. f. á.), að [ láta „theóríurnaru um stjórnfrelsi vort hvíla sig og bíða betri tíma, uns á- i standið breytist í Danmörku sjá^fri, en taka nú málið eingöngu „praktist“ U £ I og reyna að fika okkur áfram smátt og smátt allt hvað við getum komist. Það dugar lítið að stappa niður fótunum og standa á rjettinum, þegar við ofurefli er að eiga i pólitíkinni, því það er sannreynt í sögunni allt fram á þennan dag, að þjóðirnar eru nú ekki enn komnar lengra áleiðis í rjettartil- finningunni sín á milli en það, að „den stærkeres Ret“ er sá hæsti rjettur, ! sem til er, þegar því er að skipta. Og Danir munu í þvi efni ekki reynast eptirbátar annara þjóða. Aðalmeinið er, að stjórnin og þingið nær ekki hvort til annars til þess ! að semja reglulega um málið sín á milli, eins og gert er allstaðar annars staðar, þegar llkt stendur á. Ef þingið hefði í sumar kosið nefnd tilað semja við stjórnina mynnlega, þá eru líkindi til aö miklu meiri árangur hefði orð- II.l ið af tillögunni en annars. Því mjer var þegar í sumar fullljóst, að kröfur hennar voru svo harðar, að stjórnin mundi ekki geta gengið að þeim eins og þær voru. Jeg hef í vetur ekki verið iðjulaus, heldur gert margt og mikið til að greiða fyrir málinu, þó jeg hirði ekki um að skýra frá, hvað jeg hefi gert. Jeg skoða það sem skyldu mína sem þess eina þingmanns, sem næ til stjórn- arinnar, að reyna að hafa áhrif á hana. En jeg finn allt af til þess, að jeg er sílamaður í gjörðum mínum, af þvi jeg er einn, og veit ekki hvort jeg má vænta mjer nokkurs stuðnings frá öðrum þingmönnum. Jeg hef reynt að kynna mjer sem best, hve langt mundi vera mögulegt að fá stjórnina til að ganga, en jeg veit hins vegar ekki, hvort unnt verður að fá þingið tíl að ganga að sömu kostum En mjer er hins vegar ljósí, að enginn árangur get- ur orðið, nema stjórnin og þingið mætist á miðri leið. Ef jeg vissi að þing- ið bæri traust til mín að semja um málið við stjórnina og jeg hefði einhver ákveðin aðhlatriði að halda mjer til, sem jeg vissi að þingið væri til með að láta sjer nægia fyrst um sinn, þá mundi mjer geta orðið töluvert ágengt, og það þvi fremur sem landshöfðingi mun styðja málið drengilega. Þaö sem jeg treysti mjer til að fá er þetta: Að skipaður veröi sjerstakur ráðgjafi fyrir ísland, íslendingur, sem ekki að eins sitji á alþingi, heldur líka eigi kost á að fara heim endranær, til þess að kynnast öllu sem best (og mundi þá verða byggt hús handa honum í Rvík tiZ að búa í, þegar hann væri þar). Enn fremur að hann heíði ábyrgð fyrir atyringi á öllum gjörðum sínum, likt og danskir ráðgjafar hafa fyrir C £ ríkisþinginu („for Regeringens Forelse14). Laun ráðgjafans og kostnað við heimfarir hans og veru þar mundi ríkissjöður Dana greiða. ímálum ráögjaf- ans mundi hæstirjettur dæma fyrst um sinn, meðan hann er æðsti dómstóll landsins. Með þessu væru allar þær kröfur uppfylltar, sem jeg setti fram í fyrir- lestri mínum (6. nóv. f. áj, nema sú ein, að ráðgjafinn yrði ekki látinn sitja í rlkisráðinu. Þá kröfu mun ómögulegt að fá uppfyllta sem stendur, en að fara að skýra ástæðurnar fyrir því frekar hjer, mundi verða of langt mál. Þetta hefur nú töluvert mikla „theóretiska11 þýðingu, en fyrir íslenskt lög- gjafarstarf mundi það hafa sáralitla eða enga „praktisúa“ þýðingu, hvort ráð- gjafinn situr í ríkisráðinu eða ekki. Hitt er það, að það er næsta óviðkunn- anlegt og í rauninni er engin lagaheimild fyrir því, að minnsta kosti frá ís- lensku sjónarmiði. Fengist þetta. sem jeg hjer hefi framsett, álít jeg að mikið væri unnið. Það væri sannarlega mikið unnið við að íá kunnugan innborinn mann í ráð- herrasessinn, sem þingið gæti sjálft samið við oghaftáhrif á. Og væri þessi maður þjóðh#llur maður, mundi hann seinna meir, er hann festistí sessi, geta slakað til meira eða minna við þingið og smámsainan geta sannfært stjórnina og Dani um hina rjettu rjettarstöðu íslands „theóretiskt“. En þetta fæst elfki, ef vjer sitjum með hendurnar í vösunum og gerum ekkert til þess að reyna að ná samkomulagi við stjórnina. Stjórnin mundi varla leggja út í að bjóða þinginu þetta upp á þau býti, að hún svogeti átt á hættu, að tilboöinu yrði hafnað og baráttan hjeldist áfram eptir sem áður. Þar á móti væri ekkert ómögulegt, að hún kynni að bjóða það einstökum þingmanni munnlega, og ef hann svo gæti sagt, að hann hefði ráðfært sig við aöra þingmenn um málið og þyrði í nafni þeirra að ganga að þessu fyrstum i sinn til málamiðlunar og reyna það í nokkur ár og hætta baráttunni á með- i an — þá er jeg sannfærður um. að stjórnin mundi láta okkur fá þetta og

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.