Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 09.07.1896, Blaðsíða 3

Dagskrá - 09.07.1896, Blaðsíða 3
15 undir eins næsta haust sækja um fjárveiting til ríkisþingsins tilþessað koma því i verk. Hinn nýi ráðgjafi yrði þá liklega skipaður næsta vetur og kæmi á þing 1897 og legði fyrir þingið þær breytingar á stjórnarskránni, sem þessu yrðu að vera samfara (t. d. ábyrgðarákvarðanirnar). Nú vildi jeg biöja yöur að gera svo vel að skriía mjer álit yðar um þetta. hvort yður sýndist rjettara, að láta allt reka á reiðanum og eiga svo von á áframhaldandi baráttu, eða að ganga að þessu fyrst um sinn, án þess þó að binda hendur vorar fyrir framtíðina með að heimta meira. Mjer væri kært að fá svar yöar sem allrafyrst, því það er ekki um mikinn tíma að gera, ef nokkuð ætti að veröa úr framkvæmdum í málinu. Jeg skal geta þess, að mjer dettjár ekki i hug að gaoga að minna en þvi, sem jeg hefi nefnt hjer, en mundi reyna að fá svo mikið meira. sem unnt væri. Og til þess að hafa þaö enn skýrara, hvað það er, sem jeg óska að fá svar upp á, þá er það þetta: 1. Hvortþjer óskið, að jeg reyni að semja við stjórnina, og 2. ef hún gerir þau boð, sem að ofan er getið, hvort þjer þá álítið, að jeg ætti að ganga að þeim fyrir þingsins hönd ('til reynslu fyrst um sinn) og viljið með atkvæði yðar styðja mig, ef jeg geri það. TJndir svari yðar og þeirra annara þingmanna, er jeg leitatil, er það kom- ið, hvort nokkuð verður úr þessum bollaleggingum, en það get jeg fullvissað um, að í þeim er full alvara og þær ekki byggðar í lausu lopti. Af því að það gæti ef til vill valdið miklum miskilningi og orðið til ills eins, ef farið yröi að ræða efni þessa brjefs opinberlega, þá vil jeg biðja yð- ur að skoða það sem launungarmál, sem Jekki beri að hreyfa við aðra en þingmenn eina. Yirðingarfyllst Valtýr Guðmundsson, Dr. phil., háskólakennari, þingmaöur Vestmannaeyinga. Blátreyjur í landi. Það úir og grúir af þeim á strætum og stjettum. Hvítir brjðsta- breiðir bátar hafa komið hver af öðrum, hlaðnir með lifandi farm utan af skipalegu, síðan langt fyrir miðaptan. Þá var landgangs- leyfið veitt. Piotinn liggur yst og austast á höfninni, fjögur skip þrímöstr- nð, hvert við hliðina á öðru, gömui í sniði með ljettum fallskeytum. Meðal óbrotinna hermanna og sjðliða um borð, fer sú saga hámæl- um, að flotinn sje sendur til þess að gæta botnvörpuskipanna ensku hjer við land, en allir aðrir vita að þetta eru skólaskip, sem send eru hingað með ung foringjaefni til æflnga í flðanum. Nú eru þeir komnir í land hundruðum saman; undirmennirnir eru einkennisbúnir, eu foringjarnir í borgaraklæðum, allir nema yfir- menn, þeir sem gæta reglu við landganginn. Dátarnir eru í ljðsrauðum stutttreyjum með breiðum málmlögðum beltum um mitt- ið. Brækurnar eru dökkleitar, borðalagðar og fara vel. En sjólið- arnir bera hinar alkunnu blátreyjur, derlaus kaskeiti og skálmavíð- ar brækur þröngar i setið. Treyjurnar eru opnar í hálsinn og skorn- ar niður með ljereptskrögum lögðum út yfir. Hlýjar ullarskyrtur, háar í hálsmálið, með hvitum og bláum röndum, ganga upp í treyjuopin að framan. Enskir hermenn bera sig vel og eru karlmannlega vaxnir. Göngulagið er stillilegra og líkara tísku annara landa, en hinn skreflangi, ófagri fótaburður sem alstaðar sjest utan hers meðal Breta. Foringjar þeir, sem ekki eru einkennisbfinir, bregða ósjálf- rátt fyrir sig borgaraganginum,-þegar þeir kenna landB undir fót- unum. — Þumalfingurinn læðist niður í hliðarvasann á brókinni, göngustafurinn er látinn leika í greipinni, og sleginn með þrem fingrum aptur undan sjer. Svo beygist allur efri hlutinn áfram, en fæturnir standa beinir eins og áður, og Bretinn álpast áfram, al- vörugefinn og langstígur, og horfir fast á hvað sem er. Veitingahús og sölubúðir taka nú við flestum gestunum. Aðrir ganga í smáhópum eptir aðalgötum bæjarins og láta sjer hægt að skipta við lándann. — Sumir staðnæmast þar sem ferðamenn hafa hesta sína, klappa klárunum á makkann og gangi saman með þeim og eigendunum, sjást þeir innan skamms demba upp og ofan stíga, með slökum taumum og viðvaningslegu reiðlagi. Förin liggja langflest að gildaskálanum. Þar er orðin húsfyll- ir á svipstundu, og skoskt hrennivín og bjór af ýmsu tagi flýtur í drjúgum straumum úr krönum og kollum. Og nú líður ekki á löngu áður en slegið er í dans. Itauðar og bláar treyjur takast á axlatökum, og svo er sporið stigið aptur og fram með bekkjum og borðum. Axlabreiður íri með Btrítt skegg og stuttan háls, þeytir dragspil úti í horni, veltir vöngum og slær gólfið með hælunum, eptir því sem sporið skiptist i dansinum. Sum- ir raða sjer fram með veggjunum, sumir koma og fara, hella í sig slagbjórum og ganga úr einni búð í aðra. Það er líf í bænum þetta kvöld. Eptir því sem álíður verður háreystin meiri og lausari bragur á öllum látum liðsmanna. Ungur liðsforingi, í gráleitum ferðaklæðum, kemur fyrir götuhorn með há- rauðar kinnar, og glampandi augu. Hann læst ekki sjá neitt eða neinn, en gengur hratt framhjá — hvert sem hann ætlar. En inni eru Bretarnir orðnir þungstígari, hnippast fastar á þó í spaugi sje, og velja sjer verri vísur að syngja. Ein rauðtreyja sjest halla sjer út í gluggann, þeim megin sem aðgötunni veit. Hann vindur vara- skeggið fast milli gómanna, og horfir öfundaraugum eptir þeim grá- klædda. * * * Blátreyjurnar voru að hverfa út til skipa sinna aptur, þegar jeg komst af stað, hurt frá öllum hávaðanum og rykinu upp af stígum og strætum. — Jeg fer ekki langt, ekki lengra en svo að mátulegt sje fyrir mig og klárinn heiman og heim aptur. En hjer er sannarlega gott að vera. Jeg hef fyrir góðri stundu heyrt síðasta smaiann hóa í holtunum. Feiknamikill álfasteinn rjett við veginn, teygir skuggann sinn suður ogaustur lengra og lengra upp eptir öllum götum, og rennur seinast saman við birtu brigðin nppi undir lágri lyngbrekku, þar sem brautin beygist á hvarf — upp til sveita. Hafið blasir við í vestri. Eyjar og sker móka í kvöldkyrrðinni uppi undir fjarðarbotni, méð ála og sund spegilsljett og sólroðin á milli. Hjer og þar frá miðjum flóa út undir hafsbrún, sjást skip á fiski, með hangandi segl eða mjóa, langa reykjarmekki. Inni undir eyjum sjást tvær, þrjár kænur á uppróðri, en eptir endilöngum firði vestur og norður liggur geislaröst breið og glitr- andi, eins og kjalfar eptir eldknör út frá landi, til sólarlagsins. — Mófuglarnir hafa hljótt um sig. Ein og ein eggjamóðir, skýtst í skorningum heim að hreiðrinu sínu, en feðurnir kúra kyrvilegir með nef undir væng uppi á þúfnakollum. Náttúran er öll þögul og friðleg. Það eina sem heyrist, er langdregið einradd- að lag, sem er sungið á veginum og kemur nær og nær. Jeg bíð og læt klárinn minn blása. — Hann dregur beislið um hálsinn, og gengnr rösklega milli loðnustu töðutoppanna í lautinni. Svo kippir hann grasinu upp fast og snarplega, en við og við reisir hann makkann, hættir að tyggja og hlustar á iagið með hvesstum eyrum. Lagið er nú svo nærri, að jeg get greint raddirnar. Það eru tveir karimenn, yngri og eldri, sem syngja á lestagangi. — Radd- irnar fara ekki illa saman, en öllum tónum er haldið of lengi, og þeir ganga í ringjum npp og ofan með hnökkunum.. Jeg iofa lestinni að fara fram hjá. Söngurinn heyrist aptur uppi á vegi, fjær og fjær. — Fjöllin dökkna að austan vestur ept- ir, og blakkari bláma slær á hafið inni undir landi. Sólaráttin bliknar meir og meir, og gullskýjahallirnar hrynja í rústir úti við hafsbrún. Nóttin breiðir sig yfir allt. Jörðin kólnar og grösin vökna. Hesturinn andar nú djúpt og hægt og jeg bý mig af stað. — Jeg hef vakað til að sjá daginn hverfa vestur í sjó, en jeg sef á morg- un meðan sólin er að koma upp að fjailabaki. Hörður.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.