Dagskrá - 13.07.1896, Qupperneq 2
18
þá einu, fjárræktina, sem lögð hefur verið nokkur veru-
leg stund á að undanföruu.
Það leiðir af sjálfu sjer, að menn verða í þessu efni
að velja verslunarvarning, sem líklegur er til þess að
hafa óhvikulan og arðsaman markað ytra. Peningaversl-
unin innaniands, og framleiðslan af sjó, er hvorttveggja
svo ófullkomið enn, að sveitabóndanum getur ekki nálægt
því nægt eptirspurn sjáfarbyggðanna eptir afurðum þeim
sem hann hefur að bjóða. — En auk þess munu menn að
öðru jöfnu, fremur hallast að því að efia þær greinar
búnaðarins sem áður eru til, en að byrja á einhverju sem
er alveg nýtt og óreynt.
Það eru þannig allar líkur til þess, að menn neyðist
nú loksins til þess að fara að veita hestaræktinni hjer
á landi meira athygli en áður. Hiun beini og greiði
gróðavegur, að bæta kyn hesta fyrir markaðinn innan-
lands, sem hefur staðið bændum opinn síðan hestar hækk-
uðu í verði fyrir útflutninginn til Skotlands og Englands,
hefur ekki reynst nægur, út af fyrir sig, til þess að
vekja neinn verulegan áhuga eða framkvæmdir í þessu
efui, jafnvel ekki í hinum svo kölluðu hestasveitum. —
En þegar nauðsynin nú kemur og klappar á dyrnar,
getur naumast farið hjá því að augu manna opnist til
þess að sjá, hve stórvægilegur hagnaður íslenskum land-
búnaði mætti verða að hestaræktinni, bæði á innlendum
og útleudum markaði.
Lög alþingis um samþykktarvald sýslunefnda í þá
átt, að greiða fyrir hestakynbótum, hafa ekki reynst
verða til neins árangurs, og er það vafalaust að kenna
deyfð hjeraðsstjórna og einstakra manna. En úr þvi
þessi lög ekki leiða til neins, af hverju sem það kem-
ur, ætti þingið að taka til sinna ráða, og semja önnur
lög, er gætu kornið í stað nefndaratkvæðanna.
Eugin skepna, sem alin verður á íslenskri jörð, get-
ur goldið betur hyggilega meðferð og uppeldi en hest-
urinu. Ungur afbragðshestur getur selst hjer á laudi
fyrir jafngildi verðs við 2—4 áburðarhesta, en það er
auðsætt, hve miklu ódýrara er uppeldi eins hests en
margra, og hve miklu hærra verð má gefa fyrir hest,
sem dugar einn á við fleiri. — Hingað til hefur verið
harla litill verðmunur á markaðshestum, er fluttir hafa
verið út, en það er íslendingum sjálfum að kenna. —
Læri þeir að velja hestinum foreldri, eins og alstaðar
er gjört, þar sem menn búa búum sínum með ráði og
fyrirhyggju, munu hæfileikar og einkenni hins íslenska
hests fljótt vinna honum markað erlendis, sem lands-
mönuum gæti orðið arðsamur til muna, og umleið sýnt
fljótar og betur en flest annað, sem framleitt verður af
sveitabúum hjer, hve mikill auður liggur ónotaður í
heiðum og högum á íslandi.
Útlendar frjettir.
Damuörk. Því er svo háttað með pólitík Dana, að hún er á-
valt jafnleiðinleg, hvort heldur hjer verða nokkrir viðburðir þeir
sem mættu heita tíðindum sæta hjá hverri annari þjóð, eða tíminn
J líður án þess nokkuð nýtt beri á góma. Því alltaf hjakkar allt í
| sama farinu, og ekkert rekur eða gengur, hvorki með rjettarbætur
eða ráðgjafaskipti, hjá hinni „þingbundnu" konungsstjórn við Byr-
arsund.
Hjer hafa þó fyrir skömmu orðið allmiklar deilur og ósamlyndi
meðal hægrimanna sjálfra, og er þá helst hugsandi að eitthvað leiði
af; það er ekki að örvænta um að rígur og viðsjár innan iiokks
hægri eða vinstrimanna ef til vill kunni að leiða til þesB að nöfn
breytist á ílokkum eða deildum íiokka, og má Blíkt heita mikið,
; þegar um Dani og Danamál er að ræða. — Þannig hörðust þeir
lengi á móti hinu hásáluga ráðaneyti Estrúps, og varð árangurinn
af öllu þvi glamri og gauragangi, riflakaupum og afllausum hótun-
um á báða hóga, aðeins sá, að maður með öðru nafni settist við
stýrið. En stefnan hjelst hjá hinum nýja stjórnanda, með málróm
Jakobs og hendur Eaaús.
Viðsjár þær, sem nú eru meðal hægrimanna innbyrðis, eru
sprottnar af því, að ýmsum þeirra þykir ráðaneytið hafa um of hall-
ast að pólitík landbúnaðarvinanna dönsku. Iiáðgjafi sá, er settur
var fyrir landbúnaðarmál, þá er verzlunar- og samgöngumál voru
I lögð undir innanríkisráðaneytið, lýsti þvi yfir á fundi nokkrum á
Fjóni, að „agrarar" mundu fá framgang mála sinna hjá þingi og
stjórn, ef þeir legðu lið sitt ráðaneyti þvi, er nú situr að völdum.
Yfirlýsing þessi mældist mjög illa fyrir meðal margra hægri
i manna, og þykir tvísýnt hvort stjórninni tekst að draga taum land-
búnaðarvinanna gegn andstæðingum þeirra innan stjórnarfiokksins
á þingi og utanþings. — Annars situr allt við sama fyrst um sinn,
þótt nafnabreytingin verði í ráðaneytinu eins og fyrir skömmu hef-
ur orðið, þar sem spánnýr ráðherra — Sehested nokkur — hefur Iagst
yfir landbúnaðinn og Rump hefur snúið sjer að íslandsmálum í
stað Nellmanns.
Önnur lönd. Óánægja og atyrðingar gegn Englendingum fyrir
ráðríki þeirra og yfirgang í utanríkismálum geysar enn með óvenju-
legu afli um öll óvinalönd Breta, síðan Transvaal-hneykslið gerði
svikráð þeirra gegn smáþjóðum enn berari og minnisstæðari öllum
þeim er veitt hafa eptirtekt landásælni Jóns Bola. — Eins og menn
muna, kastaði stjórn Engla sjálfra þungum steini á Dr. Jameson,
j fyrirliða hinna breBku yfirgangsmanna í Transvaal, en öllum þótti
lítt farið í iaunkofa með það á Englandi, að doktorinn mundi hafa
átt öðrum undirtektum að fagna bæði hjá stjórn sinni og þjóð, ef
honum aðeins hefði tekist að framkvæma illræðisverk sitt gegn lýð-
veldinu Transvaal, er hann sótti að óvörum með her manns, undir
því yfirskyni, að hann ætlaði að bjarga útlendingum í Jóhannesborg
j frá illri meðferð Transvaalbúa. Hál það, sem höfðað var gegn
j Jameson af hálfu hins opinbera, er enu ódæmt, og kom Eng-
lendingum vel að geta dregið það á langinn, því svo lengi gátu
þeir að minDsta kosti látist vera fullir vandlætingar og rjettlátrar
reiði gegn þessum óheppna erindreka sínum úr Suðurálfunni.
Miklu lofi er dyngt yfir Kriiger gamla forseta lýðveldisins fyr-
ir það að hann hefur gefið upp sakir uppreistarmönnunum í Transvaal,
öllum nema 4 foringjum fyrirtækisins og 2 óbrotnum liðsmönnum í
þessari heiðursför, sem ekki vildu biðjast uppgjafar. Sumum enskum
blöðum þykir þó hart að sakaruppgjöfin var bundin því skilyrði, að
þeir hinir sömu leggi ekki til pólitískra mála framvegis í Trans-
vaal, og auk þess eru þeir sektaðir um 2000 pd. Sterl.
Bretar eiga optast í ófriði á 2—3 stöðum einhversstaðar á