Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 13.07.1896, Side 3

Dagskrá - 13.07.1896, Side 3
19 hnettinum; Jiykir það hæfilegt verkefni fyrir utanlandsherinn og þess optast gætt að draga saman seglin á einum stað ef hættan eykst á öðrum. — Nú sem stendur eiga þeir í hernaði á 2 stöðum i Suðurálfu, gegn Matabelum og Mahdistum, og mælast misjafniega fyrir aðfarir þeirra, einkum á Bgyptalandi, þar sem þeir hafa tekið landssjððinn ranglega, að því sem dæmt er fyrir alþjððarjetti í Cairó, og varið honum til hernaðar í sínar þarfir. Prá Frakklandi þykir helst sæta tíðindum, að stjórnin hefur ráðið af að lýsa yfir því, að Madagascar sje frakknesk nýlenda, en eyjan hefur í raun rjettri verið það síðan herlið Frakka var sett inn i Antananarivo. Báðgjafi sá, M. Hanotaux, sem öflugast hjelt á móti þvi áður, að eyjan væri lögð undir Frakka — hefur komið frumvarpinu um hina nýju rjettarstöðu Madagascars i rikinu inn á þingið. Drottningin á að halda titlum sínum og nafnbótum, en völd hennar verða engin upp frá þesBU. ítalir hafa farið mikla ófrægðarfór til Abessiniu. Menelik I gamli — „konungur kouunganna11 — hefur reynst jafnvitur á ráð- stefnum eins og hann er djarfur og hygginn í orustum. — Hefur það berlega komið fram við friðarsamninga þá, er nú loks hafa gjörst með ítölum og Abessiniumönnum, þar sem Menelik hefur unnið sjer velvild og þakklátsemi manna um alla Ítalíu með því að láta lausa hertekna menn af liði ðvina sinna. — Aptur hefur Mene- lik staðið fastur fyrir, þegar ræða var um ákvörðun landamæra og hefur „unga stórveldið" orðið að láta þar gersamlega undan og sætta sig við allar kreddur og kronikur Abessiniukongsins. Á Krít er málum illa komið. Tyrkir hafa enn yfirhönd, en [ uppreisnarmenn eru ráðnir í þvi að berjast fram í rauðan dauðann, j og hafa þeir lýst yfir, að þeir væru í bandalögum við Grikki. Það | Íer álitið efasamt hvort AþenuBtjórn muni vilja skerast í leikinn, en Tyrkir senda nýjar og nýjar hersveitir til eyjarinnar, brenna þar og bræla og halda uppi orðstý þeim, er þeir hafa unnið í viður- eign sinni við Armeninga. Spánverjum veitir mjög erfitt gegn uppreisnarmönnum á Kuba, og er jafnvel álitið að þeir muni lúta í lægra kaldi að lokum. Hlje verður á ófriðnum í bráðina meðan rigningatíminn stendur hæst. Hvirfilbylur hefur fyrir skömmu valdið hroðalegum skemmdum á St.Louis, höfuðborg Missouri-landsins í Bandafylkjum. Hús brunnu í hundraðatali, skip sukku í Mississippi, og eimlestir hrukku út af brautum sinum. Um 500 manns týndu lífi og enn fleiri særðust. Andrée, hinn sænBki loptsiglingamaðar, er nú farinn til Spitz- bergen áleiðis til norðurheimskautsins. — Annar maður, Martin Conway frá Englnndí, lagði á stað um miðjan júni með 4 fylgdar- mönnum til þess að ransaka íshafsey þessa, og er líklegt að þeir Andrée og Conway hittist á Spitzbergen. Af látnum merkismönnum má nefna Frakkann Jules Simon, rithöfund frægan og þingmálagarp, og Englendinginn Georg Hasent, mikinn íslandsvin, er þýtt kefur Njálu o. fi. íslandssögur á ensku. Hann komst á nýræðisaldur. — Hinn danski sagnfræðingur Frederik Barfod er og nýlega dáinn, á mjög háum aldri. Undir seglum. Fleytan liggur búin frammi við bryggjusporð, með alla stagi nýja og voðarkrílið undið upp að siglu. Stefnið stingst annað slagið inn undir bryggjubekkinn, og svo tekur kænan smá apturköst út á endann, þangað til næsta bára ber hana að. Úti fyrir er stinnings kaldi á norð-vestan, en fyrir innan eyjar er mjúkt og jafnt gráð og sléttur sjór. Fyrsta bóginn verður að taka inn og austur, og bvo stefna á eyjarsundið, hærra og hærra upp í vindinn, svo langt sem lystin endist. Kænan tekur hátt og gengur vel, en veltur á stokka sje hún ljett í vatninu. Núna er raðað járnbútum og keðjustúfum undir þópturnar fram með öllum kili, því það á að sigla út fyrir eyjar. Fyrst koma gestirnir, tveir knálegir skólaknapar, hundvanir allskonar volki. Þeir eru mátulega við skál og láta derin ganga hátt upp á hárið. Annar yglir sig í kæluna og rennir hornauga upp i götu, þangað sem hann sat síðaBt. Þar var glatt og gott um vistir. En þeir fara þó. Það er alitaf hægt undanhaldið heiin, ef lítið skyldi reynast að vera lagt til, í hólfinu aptur í skut, þar sem glaðningin er geymd. Nú leggja þeir af stað, einn við stýrið, tveir á þóptunum, og strákhnokki frammi í, sem mundi ekki vera ófús að taka til hendi, ef hann væri beðinn að hagræða fokkunni. Öll skipshöfnin er mjög alvarleg, og það er horft með sjómannssvip fram undan og í allar áttir, hvort vatn og veður og aðrar höfuðskepnnr »jeu í lagi. „Halt’enni betur uppi, la’. — Yið lendum annars upp í tanga. Hertu svolítið betur á fokkunni, Jónski; svo er óhætt að lát’ana hafa það, þangað til kelur“. Stjórnvölurinn leikur liðugt í hendinni á formanni og eiganda þessa farkosts. Við og við er spýtt mórauðu til hljes, og litið á- nægjulega upp á alla seglferðina. Annar sá lærði er sjerstaklega natinn við gigstaginn. Vill láta h a n n vera í lagi, hvað sem öðru líður. Og bvo flýtur nú fjölin pallstöðug og beinskreið inn með ölln hverfi og vinnur vel uppí. — „Ekki er um að tala“, segir for- maður; „blási hann nös úr einhverri átt, skal Smugsa fijótt þefa það. — Kannske betra að slaka örlítið á klónni; það er strengur í pjötlunni. Tarna, lagsi — jeg skal passa kóssinn — vertu viss um það“. Smuga stingur nefinu þjett við vind og skríður mætavel í smá- sævinu. Þeir búa sig til að venda, það er beitt hart uppí, fokk- unni haldið út í hljeborða og seglið heflað beint aptur at; svo er það borið um, kippt í hina fokkuklóna og kænan leggst á kinnung- inn, beygir örlítið undan, og svo bungar seglið út aptur á svip- stundu, frá jaðri og upp í topp. Smuga tekur næsta bóg. — „Hvern sjálfan þremilinn ertu’ að hugsa ? Ætlarðu’ ekki að opna lúgarinn; hjer er þurt veður úti, og tungan bólgnar í okkur aptur í vælinda". „Þekkirðu þennan, he?!“ — Formaðurinn rjettir fyrstn hálfpytl- una á stútnum aptur undan sjer, með aðra hönd á sveifinni og hina niðri i „kjallara". — „Jú, jú. Herkið er mjer ekki með öllu ó- kunnugt. Ekki vantar smekkinn. Þetta er sá besti tappi, sem til í borginni; það er almennilegur korkur, getur maður sjeð, ekki orm- smoginn og útskrúfaður, líkt og á sjer stað um tappana þar sem þú hefur krít, Jón“. „La, la, trataratra. — Þetta er líf. En sú hvinandi ferð á horninu. — Jeg held næstum að þetta sje ennþá, ennþá gáskalegra gaman en hossaBt á hnakknefinu. Hvað segir þú Monsieur?" „0, — veit ekki. — Það er djeskoti þóknanlegt að leggja jörð- ina undir sig á fírugum klár — sje gott veður, auðvitað — og í góðri samferð“. „Meir’en. — En hvað segirðu um hafið? — Vegarinn er alltaf ósnortinn og glænýr þegar við snúum við. — En á landi liggja förin okkar spor við spor, eins og við skildum við þau. — Sjórinn græðir sig sjálfur á svipstundu". „Jú, það er satt. — Sittu’ á miðri þóptunni. — Við tökum einn bóg til og annan betur áður en kvöldar. Það er gola úti fyr- ir og jeg vil finna sjóinn kvika undir kilinum, áður en við leggjum skautið út og lengjum i klónni, til undanhalds — heim á leið“. Hörður.

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.